Tíminn - 22.07.1983, Síða 6
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ1983
FjöHista-
maourinn
Tommy
Svngur, dansar, leikstýrir,
Syngur,
málar, mótar myndir og
skrifar bækur
■ Nú er mikid vatn runnið til
sjávar síðan Tommy Steelc söng
lagið sitt fræga „Water, Watcr
Everywhere“ við dynjandi
fagnaðarlæti um allan heim.
Tommy var þá lítill og pervisa-
legur, stráklingur með „coc-
kney“-hreim og flestir þóttust
þess fullvissir, að hcr væri um
hrcina dægurflugu að ræða.
En Tommy hefur sýnt fram á,
að ekki einungis býr hann yfír
mörgum og margvíslcgum
hæfíleikum, lieldur er hann
líka þrautseigur og skynsamur.
Nú er Tommy orðinn 46 ára,
en lítur þó ekki út fyrir að vera
deginum eldri en fertugur. A
þeim 27 árum, sem liðin eru
síðan hann kom opinberlega
fram í fyrsta skipti, höfum við
hér á skerinu kannski ekki
mikið orðið vör við hann, en
það er síður en svo að hann
hafi setið auðum höndum. Síð-
asta afrek hans er að setja á
svið í London söngleikinn, sem
Gene Kelly gerði frægan á
sínum tíma, „Singing In The
Rain.“ Sjálfur fer Tommy með
aðalhlutverkið.
Að vonum liggur mikil vinna
að baki þessu öllu saman og
Tommy lýsir dagskrá sinni
þannig: - Þegar ég vinn að
svona stórum sýningum, fer ég
á fætur rétt fyrir hádegið, tek
mér skokktúr og geri leikfim-
isæfingar til kl.2. l'á fer ég að
athuga póstinn, sæki dóttur
mína Emmu í skólann, vinn á
skrifstofu minni í u.þ.b. tvær
klst. og fer síðan í leikhúsið. Á
sviðið er ég mættur kl. 7 til
upphitunar, en sýningin hefst
kl. 7.30. Heim er ég svo kom-
inn um miðnættið og í rúmið
um 3 leytið.
Tommy fannst því ekki frá-
leitt að búa sig undir erfiðið
með því að dvcljast í tvær
vikur á lystisnekkju sinni við
Marbclla áður en púlið hófst.
Úr því fríi kom hann sólbrúnn
og sællegur, en hafði við orð,
að það væri eiginlega hálfgerð
tímasóun að eltast við að ná sér
í sólbrúnku. - Hún er farin
aftur eftir 5 mínútur, ekki satt?
segir hann.
Tommy Steele hefur haft
fleiri járn í eldinum en að
stunda söng og dans. Hann
málar myndir og mótar í leir,
og hann skrifar bækur, helst
leynilögreglusögur. Eitt mál-
verka hans hefur orðið þess
heiðurs aönjótandi að vera
hengt upp á konunglega lista-
safninu (The Royal Academy).
Ein höggmynda hans, sem
hann skírði Eleanor Rigby í
höfuðið á Bítlalaginu,stendur
í Liverpool og önnur mynd,
The Bermondsey Boy, stendur
í samnefndri borg, sem er fæð-
ingarstaður Tommys.
Tommy segir sjálfur, að það
sé alveg áreiðanlegt, að honum
hefði ekki tekist að ná svo
langt, sem raun ber vitni, e(
hann ætti ekki góða konu og
fjölskyldu. Tommy og kona
hans Anne hafa verið gift í 24
ár og eiga saman 14 ára dóttur.
Hann hefur oft sagt, að hann
hefði alveg getað orðið jafn
ánægður með lífiö í einhverju
öðru starfi, svo framarlega sem
hann hefði verið giftur sömu
konunni. Sem dæmi um,
hversu mikils Tommy metur
konu sina og heimili má nefna,
að sé hann beöinn um að taka
að sér starf, sem hefur í för
með sér fjarveru frá heimilinu,
þó að ekki sé nema einum degi
fram yfir 3 vikur, slær hann því
hiklaust frá sér.
■ Steven Spielberg er að verða 35 ára, og hann er nú ríkasti
kvikmyndastjórnandi í heimi. Þegar hann var spurður, hvort
E.T. hefði ekki kostað ofboðslega mikla peninga, svaraði
hann: - Marlon Brando hefði kostað þrefalt meira, og ég hefði
ekki grætt jafn mikið á honum.
trúað fyrir öllu og látið sér þessari minningu vann ég
þykja vænt um. - Út frá myndina, sagði hann.
■ Tommy Steele og fjölskylda hans hafa hreiðrað um sig í
gömlum frægum kastala, sem er friðaður. Hann var í heldur
óhrjálegu ástandi, þegar Tommy keypti hann, en ekki leið á
löngu þar til hann var kominn í upprunalega mynd og Tommy
segir það gleðja sig óumræðilega mikið að hugsa til þess, að
húsið muni standa löngu eftir að hann sjálfur er horfinn héðan.
, jtVÖUIVAKAN ER
EISTA LEKFWM
ÉIENDMGA"
Rætt við Kristínu G. Magnús. um leiksýningar
fyrir erlenda ferðamenn.
■ „Ég held að við íslendingar
séum hcppnastir allra þjóða þeg-
ar tekið er mið af því hvaða fólk
sækir okkur heim. Hingað koma
ferðamenn fyrst og fremst ti! að
fræðast um menningu þjóðarinn-
ar, ekki til að drekka eða
skemmta sér. En þeir eru kröfu-
harðir því ferðalagið cr dýrt.
Þeim er ekki sama hvernig tím-
anum er varið.“
Það er Kristín G. Magnús.
leikkona sem hefur orðið. í
sumar stendur hún ásamt fjórum
öðrum að leiksýningum í kvöld-
vökuformi fyrir erlenda ferða-
menn á íslandi. Þessar sýningar
ganga undir nafninu Light
Nights, og efnið er allt íslenskt,
en flutt á ensku. Þar eru fluttar
þjóðsögur af huldufólki, tröllum
og draugum, gamlar gamanfrá-
sagnir og einnig er lesið úr Egils-
sögu. Á milli atriða eru sýndar
■ Krístín G. Magnús. leikkona.
Steven Spielberg, „pabbi“ E.T.
„EGHEFVEHÐ
125 AR!“
■ Steven Spielberg kvik-
myndaframleiðandi sagðist
ekki hafa getað ímyndað sér
það fyrirfram, að myndin um
E.T. yrði annað eins gróðafyr-
irtæki og raun bar vitni. „Þetta
varð til úr gömlum draumi frá
því ég var 10 ára strákur",
sagði Spielberg. Hann bætti
því við, að eiginlcga hefði hann
verið á því þroskastígi í 25 ár,
a.m.k. gæti hann sett sig inn í
draumaheima barnsins með
lítilli fyrirhöfn.
Þegar verið var að gera
myndina var mikiö talað um
þann gífurlega kostnað af
„sköpun“ fyrirbærisins E.T.,
en í ísl. krónum reiknað í dag,
kostaði E.T. 40 millj. króna.
Tveim mánuðum eftir að
myndin var frumsýnd höfðu
tekjur af henni numið 5400
millj. ísl. kr. og E.T. heldur
áfram að mala eigendum sínum
gull.
Þessi mynd hafði ótrúleg
áhrif, bæði á börn og fullorðna.
T.d. var þess getið í amerískum
blöðum, að Nancy Reagan
hefði hágrátið á sýningunni og
forsetinn verið spenntur eins
og 10 ára krakki.
- Nei, satt að segja bjóst ég
ekki við þessum ósköpum,
sagði Spielberg þegar hann var
spurður um hvernig myndin
hefði orðið til. Hann sagðist
hafa minnst þess, að þegar
hann var 10 ára hefði hann
stundum verið einmana og
langað til að eiga sér einhverja
draumapersónu, sem alltaf
væri góð við hann og hann gæti