Tíminn - 22.07.1983, Page 7

Tíminn - 22.07.1983, Page 7
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Eftir myndinni að dæma eru þau hjónakornin búin að taka gieði sina á ný eftir strembna Italuíudvöl. Söguleg Ítalíudvöl Alana og Rod Stewart: Alana þótti of fáklædd og Rod matareitrun ■ Aiana, kona Rods Stewart, þykir fríð kona og fönguleg og ekki spillir það útliti hennar, að hún hefur löngum haldið tryggð við stuttpilsin. Hafa flestir verið ánægðir með þann smekk hennar. Ekki hafa þó allir jafn giöggt auga fyrir kvenlegri fegurð, sem ekki er hulin. Því var það, að þegar Alana ætlaði að ganga inn í Péturskirkjuna í Róm, er hún var stödd þar í fylgd Rods, sem er á söngferðalagi, skárust sómakærir starfsmenn páfa- stóls í leikinn og meinuðu henni inngöngu. Þá varð hún fegin að leita lialds og trausts hjá manni sínum. Skömmu síðar varð Alana þeirrar ánægju aðnjótandi að geta endurgoldið Rod traustið og haldið. Hann varð nefnilega fyrir matareitrun, eftir að hafa neytt skeldýra. Hann varð svo veikur, að hann varð að aflýsa tónleikum í Viareggio. Þá var nú gott að eiga Alana að. Elton leikur sér — en Rod situr á sér ■ Elton John gerðist heldur fjölþreifmn til kvenna í partýi, sem Liza Minnelli hélt í London nýlega. Ein þeirra, sem hann greip til, var Alana, kona Rods Stewart, og Rod varð bara að láta sér það lynda, þó að svipur hans bæri það með sér, að honum væri gróflega misboðið. Ástæðan til þess að Rod sat svo vel á sér er sú, að sálfræð- ingur hans hefur eindregið ráð- lagt honum að reyna að ná stjórn á afbrýðiseminni, sem sí og æ kvelur hann. Rod hefur ■ Elton John, Liza Minnelli og Alana Stewart skemmta sér dátt, en Rod er eins og þrumu- ský á svipinn. nefnilega til þessa iátið sig hafa það að rjúka upp, ef honum hefur fundist einhver vera of nærgöngull við Alana.og af- leiðingin hefur alltaf orðið sú sama, hávaðahjónarifrildi. skyggnur af verkum þekktra listamanna og jafnframt eru fluttar upptökur af íslenskri tónlist. Við spurðum Kristínu hvernig móttökur þessar sýningar hefðu fengið. „Við værum ekki lifandi eftir 14 ára starf ef móttökur hefðu ekki verið góðar,“ segir Kristín, „því styrkveitingar til þessa fyrirtækis, sem ég lít á sem nauðsynlega þjónustu við er- lenda ferðamenn, eru af skornum skammti." Það eru einkum Bandaríkja- menn og Englendingar sem sækja sýningarnar, en einnig koma Þjóðverjar. Kristín segir að áhorfendur virðist vera ánægðir. „Ef þeir koma þungir á brún til okkar, eða efafullir, þá fara þeir vanalega á brott léttari í skapi og með bros á vör.“ Uppfærslan á Light Nights í sumar er nokkuð breytt frá því sem verið hefur. Hún er stærri í sniðum og leikmyndin er tvískipt, annars vegar aldamóta- baðstofa og hins vegar víkinga- skáli frá þjóðveldisöld. „Leikurinn er allur í kvöld- vökuformi, en það er form sem við viljum leggja rækt við, enda í rauninni elsta leiklistarform íslendinga. Og þegar kvöldvaka er sett upp þá er ekki nóg að halda nafninu,. heldur verður umhverfi og andrúmsloft að vera í samræmi við hefðina. Það er það sem við reynum að gera í okkar leikhúsi,“ segir Kristín. Light Nights sýningarnar eru nú í fyrsta sinn í Tjarnarbíói í Reykjavík, og er sýnt fjögur kvöld í viku, frá fimmtudegi til sunnudags. Sýningar hefjast kl. 21 og eru 32 atriði á efnisskránni, sem tekur tæpar tvær klukku- stundir. Auk Kristínar G. Magnús, sem flytur allt talað efni koma fram Anna Elísabet Borg og Kristján Jónsson leikari. Eiginmaður Kristínar, Halldór Snorrason, hefur haft fram- kvæmdastjórn leikhússins með höndum, og sonur þeirra Magnús sér um allan tæknibúnað. Aðgöngumiðar eru seldir í Tjarnabíói áður en sýningar hefjast, en þá er einnig hægt að kaupa á Hótel Esju og hjá Kynnisferðum í Lækjargötu.GM eríent yfirlit ■ ÞAÐ getur ráðizt í fangelsi frekar en þingsal, hvort danska þingið verður rofið fyrir 15. sept- ember eða ekki. Það er tugthús- fanginn Mogens Glistrup, sem hefur valdið í hendi sér, a.m.k. eins og nú standa sakir. Segja má, að Danir bíði nú eftir því með öndina í hálsinum hvað Glistrup gerir. Meðan þessi bið varir, eykst óvissan bæði í dönskum stjórnmálum og efna- hagsmálum. Óvissan hefurþegar haft neikvæð áhrif á kauphallar- viðskipti. Þessi staða hefur myndazt vegna þess, að Poul Schlúter forsætisráðherra hefur ákveðið að kalla þingið saman 8. septem- ber til að fjalla um niðurskurð á framlögum til amta og sveitarfé- laga. Ráðgert er að lækka þessi framlög um 1.3 milljarð danskra króna. Þetta er liður í þeim niður- skurði á næstu fjárlögum sem ríkisstjórnin hefur orðið ásátt um. Heildarniðurskurðurinn er áætlaður 10 milljarðar króna. Niðurskurðurinn á framlögum til amtanna og sveitarfélaganna getur hins vegar ekki beðið eftir afgreiðslu fjárlaganna. Sam- kvæmt dönskum lögum þurfa ömtin og sveitarfélögin að hafa gengið frá fjárhagsáætlunum sín- um fyrir 30. september. Fyrir 15. september eiga þau að fá vitn- ■ Mogens Glistrup. kennari, sem var kosinn þing- maður fyrir tveimur árum. Hann er þingmaður fyrir Siumut- flokkinn, en formaður flokksins er Jonathan Motzfeldt, formað- ur grænlenzku landsstjórnarinn- ar. Hún hefur fyrir sitt leyti fallizt á að framlagið verði lækk- að og miðar fjárlagagerð sína við það. Lange lætur það ekki hafa áhrif á afstöðu sína, a.m.k. ekki enn sem komið er. Hann þykir vera til vinstri í flokki sínum og hefur haft samvinnu við Sósíal- íska flokkinn í danska þinginu. Afstaða hans veitir Glistrup möguleika til að ráða því, hvort ríkisstjórnin heldur velli eða fell- ur og efnt verður til kosninga. Það væri ekki ólíkt Glistrup að draga það að taka afstöðu eða setja einhver skilyrði fyrir stuðn- ingi við frumvarpið og þá að likindum skilyrði, sem erfitt yrði fyrir stjórnina að fallast á. ÞAÐ er bersýnilegt, að Schlút- er undirbýr kosningar, ef frum- varpið verður fellt. Schlúter hefur tilkynnt, að undirbúningi fjárlaga verði lokið 17. ágúst og fái flokkarnir þá frumvarpið til athugunar. Reglu- legt þing á að koma saman 4. október. Það verður aukaþing, sem kemur saman 8. september, og Framlengir Glistrup líf dönsku stjórnarinnar? Danir bíða spenntir eftir ákvörðun hans eskju um hver framlög ríkisins eiga að verða. Vegna þessara ástæðna hefur þingið verið kvatt saman og er því ætlað að hafa lokið ákvörðun sinni fyrir 15. september. Schlúter forsætisráðherra hef- ur ekki farið dult með það, að hann muni rjúfa þing og efna til kosninga, ef frumvarp ríkis- stjórnarinnar um framannefnt efni verður fellt. ÞAÐ þykir mjög tvísýnt hver úrslitin verða í þinginu. Staðan er nú þannig, að stjórnarand- staðan hefur 85 þingmönnum á að skipa, en stjórnarflokkarnir 65 þingmönnum. Til liðs við stjórnina hafa svo oftast komið Radikali flokkurinnog flokkur Glistrups, sem hafa samanlagt 25 þingmenn. Stjórnin hefur þannig stuðzt við 90 þingmenn á móti 85. Alls eru þingmenn 175, þegar tveir Færeyingar og tveir Græn- lendingar eru frátaldir, en þeir taka yfirleitt ekki þátt í af- greiðslu mála, sem varða Dani eina. Sú staða kom upp í þinginu á síðastliðnu vori, að Glistrup og tveir aðrir þingmenn úr flokki hans urðu viðskila við flokkinn og mynduðu sérstakan hóp, sem gat haft líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér. Glistrup hefur nú misst sæti sitt á þingi, en hinir tveir félagar hans, semeftireru, segjast munu fara að ráðum hans, þótt þeir hafi gefið til kynna, að þeir séu frumvarpi ríkisstjórnarinnar ekki andvígir. Samt muni þeir láta Glistrup ráða. Greiði þeir atkvæði gegn frumvarpinu að ráðum Glistrup, hefur stjórnin ekki orðið nema eins atkvæðis meirihluta, því að líklegt þykir, að stjórnarand- stöðuflokkarnir greiði atkvæði gegn frumvarpinu. En þetta mun að líkindum ekki nægja, því að annar græn- lenzki þingmaðurinn, Preben Lange, hefur lýst yfir því, að hann muni greiða atkvæði gegn ‘frumvarpinu. Ástæðan er sú, að Kppiw ■ Poul Schlúter. frumvarpið gerir ráð fyrir því, að lækkað um 95 milljónir króna. framlagið til Grænlands verði Preben Lange er 35 ára skóla- Þórarinn P! Þórarinsson, y< > ritstjóri, skrifar er því ekki ætlað að ræða annað en stjórnarfrumvarpið um að skerða framlögin til amtanna og sveitarfélaganna. Fyrir Schlúter eða réttara sagt flokk hans, íhaldsflokkinn, virð- ist álitlegt að efna til kosninga nú. Skoðanakannanir spá llokkn- um miklum sigri. Annar stærsti stjórnarflokkurinn, Vinstri flokkurinn gamli, þykir líklegur til að halda í horfinu. Skoðana- kannanir eru hins vegar mjög óhagstæðar hinum stjórnar- flokkunum, miðdemókrötum og Kristilega flokknum. Flest bendir til, að Kristilegi flokkur- inn muni þurrkast úr. Þá eru spárnar mjög óhag- stæðar Radikala flokknum og flokki Glistrups, einkum þó Ra- dikala flokknum. Það virðist þannig mjög tvísýnt, hvort borgaralegu flokk- amir svonefndu haldi meirihluta sínum, þótt íhaldsflokkurinn vinni mikið á. Vinningur hans er líklegur til að byggjast á því, að hann nær fylgi frá samstarfs- flokkunum. Stjóm Schlúters hefur unnið sér talsverðar vinsældir, þótt ekki sé víst, að það nægi henni til sigurs. Yfirleitt virðast menn óttast að fall hennar og nýjar kosningar muni auka óvissu og erfiðleika við stjórnarmyndun. Því yrði æskilegast að hún héldi áfram nú og sæti helzt út kjör- tímabilið. En Glistrup getur litið á þetta öðrum augum. Samherjar hans benda hins vegar á, að áhrifum hans yrði endanlega lokið, ef kosið yrði nú. Þeir tveir þingmenn, sem fylgja honum að málum, munu báðir falla út úr þinginu. Þá verður Glistrup með öllu valdalaus í tugthúsinu og andstæðingar hans í flokknum taka öll völd þar að líkindum. Með því að framlengja líf stjórnarinnar, getur Glistrup á- fram tryggt sér nokkur áhrif fram til kosninga. Hann fær nægan tíma til að hugsa ráð sitt í fangelsinu, en meðan bíða Danirspenntirfrétta þaðan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.