Tíminn - 22.07.1983, Síða 8

Tíminn - 22.07.1983, Síða 8
81 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Guömundur Sv. Hermannsson, Guömundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttlr, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Siml: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvóldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Reykjanes- hryggurinn ■ I síðustu viku var haldin í Osló alþjóðleg ráðstefna sérfróðra manna um hafréttarmál. Þátttakendur voru bæði embættismenn, stjórnmálamenn og vísindamenn, sem hafa fjallað um þessi mál á undanförnum árum, aðallega í sambandi við hafréttarráðstefnuna og hafréttarsáttmálann. Sitthvað athyglisvert kom fram á ráð- stefnu þessari. I’að kom glöggt í Ijós, að mikilsvert er, að hafréttarsáttmálinn taki sem fyrst gildi, en hann gerir það ekki fyrr en 60 ríki hafa fullgilt hann. Meðan það ástand varir, að samningurinn tekur ekki fullnaðargildi.munuýmsríkiekki teljahann bindandi fyrirsig. Þau telja sig því ekki þurfa að fara eftir ákvæðum hans, þótt segja megi, að samningur, sem hefur hlotið eins almennan stuðning yfirgnæfandi meirihluta ríkja í heimi sé orðinn siðferðilega bindandi. Mörg meginatriði sáttmálans má þó telja viðurkennd og bindandi nú þegar þótt sáttmálinn hafi ekki hlotið fullnaðargildi. Meðal þeirra má telja 200 mílna efnahags lögsöguna, enda hafa svo mörg ríki tileinkað sér hana, að það eitt veitir henni lagagildi. Meðal þess, sem telja verður einna athyglisverðast af því, sem kom fram á Oslóarfundinum, eru þær upplýsingar amerisks vísindamanns, Conrad G. Welling, að verðmæta málma sé að finna á fleiri svæðum en þeim, sem áður hefur verið aðallega rætt um í þessu sambandi. Welling nefndi einkum í þessu sambandi hafssvæði, þar sem eldvirkni er mikil í hafsbotni. Á slíkum svæðum geti myndazt eins konar málmsúlur, sem séu enn verðmætari en hnullungar þeir, sem áður hafa fundizt og helzt hefur verið rætt um að vinna. Málmsúlur þessar verða til á þann hátt, að 300^400 gráðu heitt vatn blandast köldu vatni. Slík skilyrði eru víða fyrir hendi. Sennilega eru þau t.d. fyrir hendi á Reykjaneshryggnum, en þar er að finna heitt vatn, sem hugsanlegt hefur verið talið að mætti virkja síðar meir. í máli sínu nefndi Welling einkum svæði á Kyrrahafi og Atlantshafshryggnum, en Reykjaneshryggurinn er hluti af honum. Enn er þetta mál ekki nægilega rannsakað, en líkurnar virðast benda til þess, að niðurstöður Wellings geti reynzt réttar. Mikill hluti þeirra svæða, sem hérkomatil greina, er innan efnahagslögsögu strandríkja, en einnig utan við. Þetta gildir t.d. um Reykjaneshrygginn. Mikill hluti hans er innan efnahagslög- sögu íslands, en meira þó utan hennar. Þar geta íslendingar líka tileinkað sér víðáttumikil svæði samkvæmt ákvæðum hafréttarsátt- málans um landgrunn, sem strandríki getur tileinkað sér utan efnahagslögsögunnar. Hér er vissulega um mál að ræða, sem íslendingar þurfa að fylgjast sem bezt með. Þeir þurfa ekki aðeins að tryggja sér aðild að rannsóknum, sem fara fram á þessum svæðum, heldur einnig stuðla að því, að þær verði sem víðtækastar. Alveg sérstaklega þurfa íslendingar að stuðla að rannsóknum á Reykjaneshryggnum. Nokkur undirbúningur að slíkum rannsóknum mun þegar hafinn af hálfu íslenzkra stjórnvalda. Það stendur vitanlega í veginum, að þær geta reynzt kostnaðarsamar. Þótt hér geti fundizt mikil auðæfi, verða þau ekki auðunnin. Vegna þess má þó ekki láta hendur falla í skaut, því að eftir tvo til þrjá áratugi getur vinnsla þeirra verið orðin auðveld. Þetta vekur svo athygli á því, að íslendingar verða þegar að hefjast handa um að tileinka sér sem mest réttindi utan efnahagslögsögunnar. Nokkuð hefur gerzt í þá átt varðandi olíusvæðin fyrir sunnan land. Samkeppnin er mikil á þessu sviði og getur átt eftir að verða meiri. Því verður að láta hendur standa fram úr ermum. Þ.Þ. skrifað og skrafað Rigning og okur ■ Ekki eru allir þeir fróðleikspunktar sem settir eru á prent til þess fallnir að vera upplýs- andi. Um sum málefni sem þrástagast er á í blöðum gildir það að því meira sem um þau er fjallað og frá fleiri sjón- arhomum, því meir mglast' maður svo að það kemur. fyrir, að minnsta kosti fyrir undirritaðan, að vesa- lingur sá hættir að botna í um hvað raunverulega er verið að fjalla. Söluskattsskylda eða niðurfelling söluskatts af skemmtanahaldi útlend- inga hér á landi undan- farnar vikur er eitt þess- ara furðumála. Þetta upphófst með því að fjármálaráðherra sagði í blaði, að hann hafi orðið við beiðni Kaupstefn- unnar h.f. um að fella niður söluskatt af tívólí- inu sem sett var upp á Klambratúni og hring- snérist þar í nokkrar vikur. Aðstandendur fyrirtækisins báru sig illa þar sem aðsókn var dræm og tap var á fyrirtækinu samkvæmt bókhaldi. Báru þeir fyrir sig vondri tíð. En alls ekki hinu að svo var okrað á vesal- ings foreldrum blessaðra barnanna, sem látið var heita að allt umstangið væri gert fyrir, að vætu- tíðin var kærkomin af- sökun til að forða heimil- isfjárhagnum frá þeirri hremmingu að leyfa börnunum að fara í þær salíbunur sem þar voru í boði fyrir svívirðilegt verð. Þar sem verðlagningin var ekki við barna hæfi varð eðlilega tap á fyrir- tækinu. Svo var að skilja á fyrstu fréttum um sölu- skattinn að hann hefði verið felldur niður vegna tapsins, en síðar kom í ljós að undanþágan hafði verið veitt áður en tí- vólíið var sett í gang og vitað var um þráfelldar sumarrigningar. Svör fjármálaráðherra við spurningum blaða- manna um þessi mál hafa síður en svo verið grein- argóð. Ekki bætti úr skák þegar bent var á að tengda- sonur hans væri með- eigandi í Kaupstefnunni og góður stuðningsmað- ur, og matgjöfull, ætti þar einnig hagsmuna að gæta. Út af þessu hefur verið lagt á ýmsa vegu og ráðherra borinn þung- um sökum. Látið hefur verið eins og hér sé um algjört einsdæmi að ræða og að fjármálaráðherra sé að hygla vensla- mönnum sínum og að greiða fyrir góðan stuðning. Þetta segir m.a. vara- þingmaður berum orðum í grein í Þjóðviljanum í gær. Hins vegar er ekki orð um fyrir hvað er verið að hygla öðrum hluthöfum Kaupstefn- unnar hf, sem væntan- lega njóta einnig góðs af greiðaseminni. Hver veit hvað? Til að allt sé nú í stíl kemur sirkus í kjölfar tívólísins. Og af því að sirkusfólk hefur einatt í frammi glannalegar upp- ákomur og fíflalegar valdi það leiðina um Möðrudalsöræfi á milli höfuðborga Norður- landa. Enda töldu trúð- arnir sig hafa komist þar í meiri mannraunir og hættulegri en nokkru sinni fyrr, en fólk þetta hefur framfærslu af að stinga höfði upp í ljón, dansa á slakri línu í tuga metra hæð, stinga sér úr háalofti í litla vatnstunnu og éta eld. En allt er þetta barna- leikur hjá söluskattsmál- inu. Blöð vildu fá að vita hvort innheimta ætti söluskatt af skemmtana- haldi sirkusins. Já, sagði fjármálaráðherra. Um- boðsmaður sirkusins sagðist vonast til að hann fengi söluskattinum aflétt, og lét orð falla eitthvað á þá leið, að það yrði reynt. Um þetta hafa birst skrif út og suður, sem síst eru til þess fallin að upplýsa hvort greiða eigi söluskatt af skemmt- an sirkusfólksins eða ekki. í gær upplýsir svo ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins í Morgunblaðinu að ákvörðun hafi verið tekin um það í maímánuði s.l. að veita undanþágu frá því að innheimta sölu- skatt af miðaverði sirkus- ins. Þetta var sem sagt gert í tíð fyrrverandi fjármálaráðherra. Þá hafði íslenski umboðs- maðurinn sem ekkert veit í sinn haus í dag, hvort borga á söluskatt eða ekki fengið vilyrði fyrir niðurfellingu skattsins. Ráðuneytis- stjórinn sagði einnig að á síðasta ári og fram eftir því sem nú er að: líða, hafi heimildir til rýmkun- ar söluskatts af skemmt- anahaldi ýmis konar verið rýmkaðar. M.a. hafi ekki þurft að borga skattinn af miðaverði þegar selt var inn á dá- valdinn gagnmerka, Fris- inette. En einhverra hluta vegna komst aldrei í hámæli að það menn- ingarfyrirbæri hafi slopp- ið við skattinn, hvað þá að annarlegar hvatir ráð- herra hafi Iegið að baki þeirri ákvörðun. Það er sem sagt allt í lagi að dávaldurinn fái söluskatt niðurfelldan, og enginn virðist vita um niðurfellingu skattsins vegna sirkusins, ekki einu sinni hinn íslenski umboðsmaður, ef eitt- hvað er að marka það sem fjölmiðlar hafa eftir honum. Ráðuneytisstjóri fj ármálaráðuneytisins hefði gjarnan mátt skýra frá þessu máli fyrr, þótt ekki væri nema að láta núverandi fjármálaráð- herra vita. Sambands- leysi En upplýsingaflæðið heldur áfram. DV berst lesendum í hendur nokkr- um klukkustundum á eftir Morgunblaðinu. I fyrrnefnda blaðinu er haft eftir fjármálaráð- herra að honum sé ekki kunnugt um að sirkusinn hafi fengið söluskatt niðurfelldan, og hann hafi ekkert átt við þetta mál, en af sinni hálfu kæmi ekki annað til greina en að söluskattur verði greiddur af skemm- tuninni. En hafi hann verið felldur niður hafi það verið gert af fyrrver- andi fjármálaráðherra, og mun það verða kannað. Ef hér er rétt með farið virðist vera furðu lítið samband á milli fjármálaráðherra og ráðu- neytisstjóra í ráðuneyti hans, og samkvæmt þess- um fréttum er þess vart að vænta að saklaus blaðalesandi geti áttað sig á hvort söluskattur verður lagður á sirkusinn eða ekki. En vonandi kemst umboðsmaðurinn að því innan tíðar. Þótt allt sé þetta sett á svið í þeim óperustíl, sem engilsaxar kenna við sápu, er hér ekkert gam- anmál á ferðinni. Fjár- málaráðherra hefur verið borinn þungum sökum og varist heldur ófim- lega. Ekki virðast starfs- menn ráðuneytisins held- ur hafa veitt honum um- talsvert lið, kannski vegna þess að ekki hefur verið til þeirra leitað. En vegna hinna mörgu sölu- skattsgreiðenda væri 4 eðlilegt að upplýsa með hvaða hætti og eftir hvaða reglum er farið þegar söluskattur er felldur niður af skemm- tanahaldi og hvers vegna það er hneyksli þegar einn fjármálaráðherra gerir það en alls ekki umtals- vert þegar annar heimil- ar sams konar niðurfell- ingu. Inn í þetta fléttast að sjálfsögðu hverjum ráðherrar mega gera greiða og hverjum ekki. Söluskattur mun ekki greiddur af leiklist og tónleikahaldi en oft munu skilin milli trúð- leika og listrænnar tján- ingar vera harla óglögg og vart sanngjarnt að ætla fjármálaráðuneyt- inu að greina þar á milli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.