Tíminn - 23.07.1983, Qupperneq 4
■ Hollenska hstakonan Marleen Buys opnar sýningu á verkum sínum ■ fremri sal
Nýiistasafnsins, föstudaginn 22. júlí kl. 21.00. Marleen býr og starfar í Amsterdam.
Vinnur hún verk sín aðallega í gips, plast, vatn og pappír. Verkin á sýningunni mynda
heild í tengslum við umhveifi sitt, en einnig er hægt að skoða hvert verk fyrir sig sem
sjálfstæða einingu. Sýningin stendur til 31. júlí og verður opin frá 16-22 virka daga
og 14-22 um helgar.
■ Finnski áhugamannaleikhópurinn „Amatörteatorgruppen frán Jonesuu“, sýnir
laugardaginn 23. júlí klukkan 20.30 í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, Söng
Marjöttu, eftir Pirrko Jaakola, sem kemur með hópnum. Leikhópurinn er hér á
vegum Stúdentaleikhússins. Söngur Marjöttu verður aðeins sýndur í þetta eina sinn
í Reykjavík. _ jói.
Verslunar-
mannahelgin:
Bindindis-
mótið í
Galtalæk
■ Bindindismótið í Galtalæk verður
haldið nú um verslunarmannahelgina
eins og s.l. 20 ár. Pað eru íslenskir
ungtemplarar og Umdæmisstúka Suður-
lands sem annast hafa undirbúning og
framkvæmd þessara bindindismóta. Að
þessu sinni stendur það frá föstudeginum
29. júlí til mánudagsins 1. ágúst. Fjöl-
breytt dagskrá verður og miðar að því að
hún sé við hæfi allra aldurshópa. Hljóm-
sveitin Dansbandið og plötutekið
DEVO leika fyrir dansi. Jörundur og
Laddi stjórna barnatíma og sýndur verð-
ur Þórskabarett. Margt, margt fleira
verður á dagskrá. Aðgöngumiðaverð er
kr. 450 fyrir fullorðna en börn 12 ára og
yngri fá frftt inn. Aðstaða til dvalar er
góð og tjaldsvæði skjólgóð og umhverfið
er fagurt. Hreinlætisaðstaða er með
besta móti og löggæsla og sjúkrahjálp
verða á mótsstað. Allir þeir sem ekki
nota áfengi á þessum stað eru hjartan-
lega velkomnir í Galtalækjarskóg um
verslunarmannahelgina. - Jól.
■ Magnús V. Guðlaugsson opar sýn-
ingu í stærri sal Nýlistasafnsins við
Vatnsstíg föstudaginn 22. júlí Id. 21.00.
Er þetta sjöunda einkasýning Magnúsar
en hann hefur áður sýnt og starfað að
myndlist bæði hér heima og erlendis. Öll
málverk Magnúsar sem á sýningunni eru
hafa verið unnin á þessu ári. Sýningin
stendur til 31. júlí og verður opin frá kl.
16-22 virka daga, en kl. 14-22 um
helgar.
■ Það er fagurt í Galtalæk og fínt að vera.
■ Unnið að uppsetningu sýningarinnar á Kjarvalsstöðum. Tímamynd: Róbert.
80 listaverk Reykja-
víkurborgar til sýnis
Feikifjör
í Eddunni
■ Farþegaferjan EDDA er nú í sinni
áttundu ferð með íslenska og erlenda
ferðamenn til Newcastle í Bretlandi og|
Brimahöfn í V-Þýskalandi. Uppselt var
í ferðina og bókanir í nærri átta ferðir,
sem eftir eru, eru mjöggóðar, en síðasta
ferðin verður í byrjun september n.k.
Það eru Stuðmenn sem nú eru í
ferðinni með skipinu og skemmta þeir
farþegum og kynna nýjustu plötu sína.
„Gráa fiðringinn" þegar'pólska stórband-
ið er ekki að leika. í næstu ferðum
verður boðið upp á úrval þekktra
skemmtikrafta og má þar nefna t.d.
Róbert Arnfinnsson og Bubba Morthens
sem dæmi. Ýmsir þjóðkunnir menn fara
sem fararstjórar, eins og t.d. Guðni
Guðmundsson rektor og Bryndís
Schram ritstjóri. Boðið er upp á ýmsar
sérferðir, eins og t.d. rokkferð til Eng-
lands með Bubba Morthens og fleira.
Verðlag um borð er nokkuð hagstætt,
t.d. kostar bjórinn ekki nema 28 kr.
-Jól.
Frægur kirkjukór
sækir ísland heim
■ Kór St. Nikolaikirkjunnar í Ham-
borg kom í tónleikaferð til íslands í gær.
Stjórnandi kórsins er hinn þekkti orgel-
leikari í Hamborg, Ekkehard Richter,
en þetta er í annað sinn sem hann kemur
til landsins með kór. Nú eru í för með
kórnum strengjakvartett og tveir ein-
söngvarar, þau Angelika Henschen
sópran, og Meta Richter, alt.
Efnisskrá kórsins er mjög fjölbreytt
og verða fluttar margar sígildar perlur
tónbókmenntanna. Þar á meðal verk
eftir Vivaldi, Bach, Reger, David,
Heinrich Schútz og Kuhnau. Tón-
leikarnir verða ókeypis en efnisskráin
verður til sölu við innganginn.
Fyrstu tónleikar kórsins verða í tengsl-
um við Skálholtshátíð og syngur kórinn
í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 24.
júlí kl. 16:15. Næstu tónleikar kórsins
verða svo í Landakirkju í Vestmannaeyj-
um 25. júlí kl. 20:30. Fimmtudaginn 28.
júlí verða svo tónleikar í Reykjahlíðar-
kirkju í Mývatnssveit og verða þeir kl.
21:30. Laugardaginn 30. júlí verða tón-
leikar í Egilsstaðakirkju og hefjast þeir
kl. 21:00. Sunnudagskvöldið 31, júlí
verða tónleikar í Hafnarkirkju í Horna-
firði og munu þeir haldnir sem fjáröflun-
artónleikar fyrir orgelsjóð Hafnarkirkju.
Síðustu tónleikar kórsins verða svo í
Háteigskirkju í Reykjavík þriðjudaginn
2. ágúst kl. 20:30.
Það eru Biskup íslands og Söngmála-.
stjóri þjóðkirkjunnar sem annast hafa
fyrirgreiðslu kórsins hér, en kórinn er
hér í boði biskupsembættisins. Kórinn
er aðeins þriggja ára og skipaður úrvals
söngvurum, en við Nikolaikirkjuna er
jafnframt annar kór, en í þeim kór eru
100 félagar.
Þess má að lokum geta að íslenskir
kórar hafa sótt Nikolaikirkjuna heim.
Meðal annars söng Kirkjukór Akraness
þar 1980 og fyrirhugað er að barnakór
Akraness haldi þar tónleika sumarið 1984.
-ÞB
Orgeltónleikar í
Skálholtskirkju
■ Svisslendingurinn Júrg Brunner
heldur í dag, laugardaginn 23. júlí,
orgeltónleika í Skálholtskirkju. Efnis-
skráin er orgelverk eftir Bruns, Clér-
ambult og Alain, auk þess leikur hann af
fingrum fram íslenskt sálmalag. Daginn
eftir, sunnudaginn 24. júlí, flytur Brunn-
er sömu efnisskrá í Háteigskirkju í
Reykjavík.
-Jöl.
Norskur kór
í heimsókn.
■ Sunnudaginn 24. júlí n.k. kl. 17.00
heldur blandaður kór frá Stavanger í
Noregi, tónleika í Norræna húsinu.
Flytur kórinn baráttusöngva víðsvegar
að úr heiminum. Kórinn kemur hingað í
samvinnu við tónlistarsamband alþýðu,
TÓNAL. Stjómandi kórsins er Geirtrud
Odden.
-Jól
■ Laugardagin 23. júlí verður opnuð
sýning á Kjarvalsstöðum á listaverkum í
eigu Reykjavíkurborgar. Verk þessi
voru keypt á árunum 1980-1983, og eru
samtals 80.
Árið 1980 var borgarfulltrúum í stjórn
Kjarvalsstaða falið að annast innkaup
listaverka fyrir Reykjavíkurborg, og var
samtímis farið að veita ákveðna upphæð
til listaverkakaupa.
Listráðunaut Kjarvalsstaða var falin
framkvæmdin, svo og skraning og umsjá
listaverkanna. 80 verk hafa verið keypt
á þessu tímabili. í stjórn Kjarvalsstaða
1980 voru Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Guð-
■ „Mig langar til þess að segja frá því
hvernig nafn félagsins varð til. Það var
með þeim hætti að ég þurfti að fara að
standa í bílakaupum og í mér börðust
tveir ólíkir menn. Annars vegar sá sem
sagði mér að ég ætti að láta stöðu mína
í þjóðfélaginu ráða ferðinni og bíla-
snobbið, eða hinn sem sagði að ég yrði
að láta pyngjuna ráða ferðinni og kaupa
bíl eftir því sem laun leyfðu, þ.e. að láta
skynsemina ráða“, sagði Gunnar
Bjarnason formaður félags Trabanteig-
enda sem ber heitið „Skynsemin ræður“,
á aðalfundi félagsins sem var haldinn s.l.
laugardag.
„Niðurstaða þessarar innri baráttu og
sálarstríðs míns varð sú að skynsemin
varð ofan á og var þar með látin ráða,
og þess vegna hlaut félagið seinna meir
nafnið „Skynsemin ræður", sagði Gunn-
ar enn fremur.
Á fundinn var mættur sérfræðingur
frá Trabantverksmiðjunum í Þýskalandi
Knöchel að nafni, og hélt hann fyrirlest-
ra og sýndi myndir um hvernig bílamir
eru framleiddir og um viðhald og við-
gerðir á Trabantbifreiðum. Á eftir urðu
nokkrar umræður meðal fundarmanna
og fyrirspurnum var beint til þýska
sérfræðingsins um eitt og annað sem oft
hrjáir íslenska bílaeigendur eins og
bensíneyðslu, kulda og og vonda vegi.
Fram kom að verksmiðjurnar hafa nú
látið hanna nýjan blöndung sem er mun
vandaðri og fullkomnari en sá fyrri og
hefur bensíneyðsla náðst verulega niður
eftir að hann kom. Daginn eftir fundinn
gafst Trabanteigendum kostur á að
koma með bíla sína til skoðunar hjá
sérfræðingnum og lagfærði hann eftir
föngum og gaf mönnum ráðleggingar.
rún Helgadóttir og Davíð Oddsson. Þau
keyptu helming verkanna á sýningunni,
þ.e. nr. 1-41 á skrá. Á miðju ári 1982
tóku við stjórn Einar Hákonarson,
Hulda Valtýsdóttir og Guðrún Erla
Geirsdóttir. Þau keyptu verk nr. 42-80.
Á sýningunni eru málverk, teikningar,
grafíkverk, vefnaður og skúlptúr. Guð-
mundur Benediktsson og Stefán Hall-
dórsson undirbjuggu og settu sýninguna
upp í samráði við listráðunaut Kjarvals-
staða.
Sýningin verður opnuð kl. 14 á laugar-
dag og verður síðan opin daglega frá kl.
14-22 fram til 21. ágúst.
Hann færði síðan félaginu að gjöf skraut-
ritað leðurskjal frá Trabantverksmiðjun-
um, en að hans sögn hefur félagsskapur
þessi vakið mikla athygli í Þýskalandi.
Að sögn Júlíusar Ingvarssonar hjá
Trabantumboðinu munu nýjarTrabant-
bifreiðar nú kosta um 90 þúsund krónur
sem er verulega lægra verð en á öðrum
smábílum af svipaðri stærð. Félagar í
„Skynsemin ræður“ eru um 70 talsins
núna. -ÞB
Skyndihjálparpúdar
■ Rauði kross íslands hefur látið útbúa
skyndihjálparpúða sem innihalda allra
nauðsynlegustu gögn til skyndihjálpar
s.s. sáraböggla, teygjubindi, grisjur,
skæri, plástra o.fl. og ættu svona skyndi--
hjálpargögn að vera sjálfsögð í hverjum
einasta bíl, hverjum bústað og hverjum
bakpoka. Þá eru og í púðunum bæk-
lingurinn SKYNDIHJÁLP sem notaður
er á skyndihjálparnámskeiðunum um
land allt. Deildir Rauða krossins geta
útvegað púðana með stuttum fyrirvara
en auk þess fást þeir í OLÍS-búðunum.
-Jól.
■ Hér eru þeir Gunnar Bjamason, formaður félags Trabanteigenda, og Þjóðverjinn
Knöchel með heiðursskjalið sem Trabantverksmiðjumar heiðruðu hinn nýja
félagsskap með. Tímamynd Árni Sæberg
Aðalfundur Trabanteigenda:
Fengu heiðursskjal
frá verksmiðjunum