Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 f réttir | ÁRMÚLA11 SÍIVII 8*1500 Stýrimannafélag íslands heldur félagsfund í Borgartúni 18, miðvikudaginn 27. júlí kl. 17.00. Fundarefni: Uppsögn kjara- samninga-Kjaramál. Stjórnin Útboð Laxárdalshreppur, Dalasýslu óskar eftir tilboöum í byrjunarframkvæmdir við nýttstjórnsýsluhús í Búðardal. Steypa skal upp kjallara hússins og gólf 1. hæðar. Húsið verður 382m2 að grunnflatarmáli. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu hreppsins, Miðbraut 8, Búðardal og hjá Hönnun hf. Höfðabakka 9, Reykjavík gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Laxárdalshrepps mið- vikudaginn 4. ágúst n.k. kl. 14.00 Laxárdalshreppur Til sölu Blazer 4ra sil. díesel árg. 1973, skoðaður '83. Miöq góður bíll. Upplýsingar í síma 91-74661 á kvöldin. ísafjörður - fóstrur Auglýst er til umsóknar starf forstöðukonu við Leikskól- ann við Hlíðarveg. Ennfremur vantar tvær fóstrur við sama leikskóla. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Upplýsingar gefur undirritaður í síma 94-3722 eða á bæjarskrifstofunni ísafirði. Bæjarstjórinn ísafirði Heyrnar- og talmeinastöð íslands: Sérfræðingar fara um Suður- og Austurland Suður- og Austurlund: Háls-, nef- og eyrnalæknir ásamt Öðrum sérfræð- ingum Heymar- og talmeinastöðvar íslands fara um Suðurland og Aust- firði í byrjun ágústmánaðar. Sér- fræðingarnir munu rannsaka heyrn og tal þeirra er til þeirra leita og útvega heyrnartæki þeim er á þurfa að halda, að þvt fram kemur í frétt frá stöðinni. Fyrsti viðkomustaður sérfræðing- anna er Vík í Mýrdal þann 3. ágúst. Síðan halda þeir austur - verða á Kirkjubæjarklaustri 4. ágúst, Höfn í Hornafirði 5. og 6. ágúst, á Djúpa- vogi 7. ágúst, Fáskrúðsfirði 8. ágúst og Neskaupstað dagana 9. og 10. ágúst. Eskifjörð, Reyðarfjörð og Egilsstaði hyggjast þeir síðan heim- sækja í októbermánuði nastkom- andi. - HEI Nýr skuttogari til Seyðisf jarðar ■ í síðustu viku kom til Seyðis- fjarðar nýr skuttogari sent smtðaður var í Flekkcfjord í Noregi. Það er hlutafélagið Gullberg sern kaupir togarann, en það fyrirtæki átti fyrir eldri togara sem það lét ganga upp f kaupin á nýja togaranum. Nýi togarinn ber hcitið Gullver og er 440 tonn og búinn 1770 hestafla vél, en það heyrir til nýjunga að kælivatn vélarinnar er notað til þess að hita upp vistarvcrur skipverja. Ákvörðun um smíði togarans var tekin fyrir um það bil einu ári og er kaupverð hans um 140 milljónir króna. - ÞB Húsavík: Áfram skal haldið með flugstöðina ■ Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkti á fundi þann 30. júlí s.l. að halda áfram framkvæmdum við nýja flugstöð. Samþykkt var að Bæjar- sjóður Húsavíkur tæki lán allt að kr. 500.000 til að endurlána Flugmála- stjórn svo hægt væri að ljúka fokheld- isáfanga Flugstöðvarinnar. Atlavík ’83 — um næstu helgi: Stuðmenn Grýlurnar og Flosi! Austurland: Mikið verður um að vera á samkomunni Atlavík 83, sem Ung- menna og íþróttasamband Austur- lands gengst fyrir í Atlavík dagana 29., 30. og 31. júlí n.k. Samkoman hefst með tónleikum og síðan dansleik á föstudagskvöldinu, þar sem Stuðmenn og Grýlurnar ætla að verða í stuði til klukkan 4 um nóttina. Á laugardeginum hefst fjörið strax kl. 11 um morguninn, upp úr hádeginu hefst síðan íþróttadagskrá með þátt- töku samkomugesta sem keppa eiga í reiptogi, karate, pylsuáti, sjómanni, ‘armbeygjum og á sjóskíðum. Um fimmleytið hefst síðan hljómsveitar- keppni, þar sem 15 hljómsveitir frá öllum landshlutum hafa tilkynnt þátt- töku sína. Kl. 21 halda Þursarnir tónleika og að því loknu taka Stuð- menn og Grýlurnar við og halda uppi fjörinu fram undir sunnudagsmorgun. Flosi Ólafsson verður sérstakur heiðursgestur og kynnir á fjölskyldu- dagskrá sem hefst eftir að menn hafa jafnað sig eftir sunnudagssteikina, þ.e. kl. 14. Síðdegis heldur hljómsveitar- keppnin áfram og kemur í Ijós hverjar hafa þótt bestar. Um kvöldið verða enn tónleikar SKLF, sem er tónleika- grúppa frá Neskaupstað. Og hátíðinni líkur síðan með 3. Stuðmanna og Grýludansleiknum í röð. Rútuferðir verða með skömmu millibili frá söluskála kaupfélagsins á Egilsstöðum. - HEI Vestur-Húnavatnssýsla: Heilsugæslu- stöð og sýslu- hús helstu framkvæmdirnar ■ Vestur-Húnavatnssýsla: Helstu framkvæmdir á vegum Vestur-Húna- vatnssýslu er bygging heilsugæslu- stöðvar, sem varð fokheld á s.l. ári. Ætlunin er að ljúka henni á þessu og næsta ári og hefur verkið þegar verið boðið út, að því er fram kemur í frétt af aðalfundi sýslunefndar. Jafnframt er verið að ganga frá sýsluhúsi á Hvammstanga. Sýslusjóður á þar '4 hluta í 600 fermetra, 3ja hæða húsi, sem byggt hefur verið sem verslunar- hús, iðnaðarhús og skrifstofuhúsnæði. I húsinu eru skrifstofur lögreglunnar á Hvammstanga, héraðsbókasafnið og héraðsskjalasafnið í mjög góðu rými. Einnig eru þar til húsa skrifstofur Búnaðarsambands og Ræktunarsam- bands og fleira. Niðurjafnað sýslusjóðsgjald var 1.281.000 krónur. Helstu útgjaldaliðir eru: tæplega 300þús. kr. til heilbrigðis- mála, tæplega 300 þús. kr. til atvinnu- mála og 250 þús. kr. til byggingar sýsluhúss. Auk þess styrkir sýslusjóður ýmiss konar menningarstarfsemi í hér- aðinu. Til vegamála er varið liðlega 1,4 millj. króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.