Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 6
6_____________ t spegli tímans ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ1983 mm W$m í*v . ' -.•."51 T - ‘v.Vt'wfasi ■ í 20 ár hefur sönggrúppan Three Degrees verið á toppnum, en hana skipa þær stöllur Helen, Sheila og Valerie Sheila Ferguson í Three Degrees: — en fyrir nokkrum árum ætlaði ég að farga mér“ „NÚ BÝÉGVIÐ FULLKOMNA HAMINGIU ■ Það sést langar leiðir á SheUu Ferguson hvað hún er ánægð með líFið þessa dagana. ■ Frægð, fegurð, góður eigin- maður og yndisleg börn - allt þetta hefur fallið Sheilu Ferguson í skaut. Sheila er meðlimur í söng- hópnum Three Degrees, sem eru uppáhaldssöngvarar Karls Bret- aprins. En það er síður en svo, að Sheila hafi alltaf búið við þessar allsnægtir. Fyrir nokkrum árum leið henni svo illa, að hún gerði tilraun til að binda enda á líf sitt. Sheila fékk inngöngu í tríóið, þegar hún var aðeins 15 ára og nýkomin úr skóla. Framkvæmda- stjóri og skapari hljómsveitarinn- ar, Richard Barrctt, 33 ára gamall, tók hana þá upp á arma sína, ásamt stöllum hennar tveim, Hel- en og Valerie. Honum tókst svo vel uppeldishlutverkið, að þær hafa þegar selt 21 „gull“ albúm og litlar plötur. Áður en langt um leið urðu þau Sheila og Richard elsk- endur og þar með var hann búinn að ná fullkomnu valdi yfir henni. En eftir því sem Sheila eltist og þroskaðist, fann hún betur og betur til þess, að þetta líf átti ekki við hana, var of þvingandi. Og nú gefum við henni orðið: - Hvað eftir annað reyndi ég að segja skilið við Richard. Eg var dauðhrædd við hann. Hann hélt því fram, að ef ég yfirgæfi hann, eyðilegði ég tríóið. Mér fannst ég verða fyrir siðferðislegri kúgun af hans hendi. Svo gerðist það eitt kvöld, þegar ég hafði veríð í dýragarðinum með vini mínum, að mér leið svo Ula, þegar ég kom heim, að ég ákvað að nú væri nóg komið. Ég sturtaði í mig 100 valium-töflum og skar á báða úln- liðina. En áður en það var orðið of seint sá ég mig um hönd. Ég kallaði á Helen, sem var í næsta herbergi og hún hríngdi strax á sjúkrabíl. Eg var mjög hætt komin, en það bjargaði mér, að ég hafði ekld skorið nógu djúpt til að slagæðarnar færu í sundur. Ég er afskaplega fegin núna, að mér tókst ekki að farga mér þarna. Þá hefði ég nefnUega farið á mis við alla þá hamingju, sem ég bý við núna með yndislegum eiginmanni og dásamlegum tvíburadætrum. Við þennan atburð urðu þátta* skU í lífi SheUu. Að vísu var Richard Barrett áfram fram- kvæmdastjóri sönghópsins, allt þar til samningar þeirra runnu út á s.l. ári. En hann var búinn að missa þau heljartök, sem hann hafði haft á stúlkunum. T.d. reyndi hann að setja sig á móti því, að Sheila giftist Chris Robinson, kaupsýslumanni frá Jersey. Og þegar sú andstaða var virt að vettugi, krafðist hann þess, að þau hjón létu það vera að eignast börn! En þar beið hann líka lægri hlut. Nú stjórna þær stöllur sínum málum sjálfar. Sheila, sem orðin er 35 ára, segir þannig frá fyrstu fundum sínum og Chris: - Eg tók hann á löpp! Það var í fyrsta og síðasta skipti, sem ég hef tekið karlmann á löpp. Við hittumst á Jersey 1979, þrem mán- uðum síðar vorum við gift og ári seinna fæddust tvíburarnir Alicia og Aiexandria. Þegar við giftum okkur, fengum við skeyti undirrít- að Charles. Ég hafði ekki hug- mynd um hver Charles væri, fyrr en Chrís sýndi mér heimilisfang sendandans, sem var Buchingham höll. Síðan hafa Sheila, Helen og Valerie hitt alla konungsfjölskyld- una við hin og þessi tækifæri. Hún lætur mjög vel af Elísabetu drottn- ingu, sem hún segir hlýja og móð- urlega konu. Og hún segir frá því, þegar Andrew príns var röltandi um við hækju á dansleik, en hann hafði meitt sig í ökla. Hann langaði samt til að dansa og nauðaði í mömmu sinni um að fá að spreyta sig á dansgólfinu, en eins og góðri mömmu sæmir, lagði drottningin blátt bann við því. En Andrew sætti lagi, þegar mamma hans sá ekki til, og dansaði alveg villt og brjálað við stúlkurnar í Three Degrees. Sheila Ferguson býr sem sagt við fullkomna hamingju þessa dag- ana. viðtal dagsins Gaukurinn ’83 í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina: „ONNUR VAR OUNN ER GAUKUR Rlð A STÖNG” Rætt við Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra UMSK ■ „HSK og UMSK hafa löngum eldað grátt silfur á lands- mótum UMFI í baráttunni um sigur á landsmóti, en nú hafa samböndin tekið saman höndum og standa saman að Gauknum ’83 sem er stórglæsileg útisam- koma í Þjórsárdalnum og verður um verslunarmannahelgina“, sagði Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri UMSK í spjalli við Tímann í gærdag. „Þetta er fjáröflunarleið fyrir samböndin tvö. HSK er að byggja tæplega 200 fermetra hús við íþróttavöllinn á Selfossi og gera á tilraun til að bæta hag UMSK sem hefur verið slæmur undanfarin ár og hefur samband- ið orðið illa fyrir barðinu á slagsíðu þjóðarskútunnar eins og flest íþróttasambönd“ sagði Gunnar. „Við bjóðum upp á afar fjöl- ■ Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri UMSK Tímamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.