Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ1983 Niðurstaða spurningakönnunar Hagvangs fyrir Umferðarráð: MIKILL MEIRIHLUTI MEÐ- MÆLTUR BlLBELTANOTKUN — en andstaða gegn upptöku sektarákvæða ■ { niðurstöðum spurningakönnunar Hagvangs sem gerð var fyrir Umferðar- ráð kemur fram að 54,7% þeirra, sem spurðir voru hvort beita ætti sektará- kvæðum varðandi notkun bílbelta, svöruðu því neitandi, en 36,2% vildu að sektarákvæðum yrði beitt. 9,1% tóku ekki afstöðu. Voru niðurstöðurnar kynntar blaðamönnum í gærdag. Úrtakið var 1300 manns og bárust alls 1044 svör. Einnig var spurt hvort fólki fyndist bílbelti ávallt veita öryggi. Þeirri spurningu svöruðu 1035 og þar af voru 73% á því að bílbelti auki alltaf öryggi, 5,7% fannst bílbeltanotkun aðeins auka öryggi fólks innanbæjar og 8% aðeins utanbæjar. Aðeins 5,8% svöruðu þessu neitandi og 7,4% voru óákveðnir. Það kom einnig fram á þessum fundi að notkun bílbelta á íslandi hefur aukist töluvert síðustu 3 árin. Árið 1981 var meðaltalsnotkun bílbelta hjá öku- mönnum 12%, en er nú 27%. Á sama tíma hefur meðaltalsnotkun farþega í framsæti aukist úr 15% í 32%. Óli H. Þórðarson, formaður Umferð- arráðs, kynnti svo og á fundinum, bíl- beltahappdrætti sem hefst nú um versl- unarmannahelgina. Með happdrættinu hyggjast lögreglan og Umferðarráð örva notkun bílbelta á íslandi. Mun lögreglan dreifa um allt land viðurkenningarbæk- lingum, sem jafnframt eru númeraðir happdrættismiðar til þeirra sem nota beltin. Verður dregið vikulega um 12-13 vinninga hverju sinni. Alls verður dregið 9 sinnum og ávallt á miðvikudögum. Vinningar eru 110 og að verðmæti tæp- lega 162 þús. krónur. Flestirvinninganna snerta á einhver hátt umferðaröryggi, auk reiðhjóla-, bóka- og ferðavinninga. -Jól. ■ Slæmt veður og skyggni segja til sín þegar út i umferðina er komið, eins og berlega kom í Ijós í Reykjavík í gær. Á myndinni má sjá árekstur tveggja bifreiða sem varð síðdegis á Hringbraut sunnan gamla Kennara- skólans. Tímamynd. Ari JMÍ I Evrópumeist- aramótid í bridge: íslending- ar tapa stórt fyrir Dönum ■ íslcndingar töpuðu fyrir Dönum, 20-2, á Evrópumótinu í bridge á mánudagskvöldið en þá var 16. umferð mótsins spiluð. Frakkar unnu þá Pól- verja 20-2 og hafa nú rúmlega 50 stiga forskot á mótinu. Af öðrum úrslitum í umferðinni má nefna að Norðmenn unnu Lfbanonbúa 20-4, Ungverjar unnu Hollendinga 19- 1 ogBretarunnu Belga 15-1. Röðefstu þjóða er sú að Frakkar hafa 259 stig, ítalir 206, Norðmenn 197,5 og Ung- verjar 196,5. íslendingar eru með 110,5 stig í 20. sæti. Dagskrá ísiendinganna fer nú að léttast því þeir eiga eftir 4 þjóðir sem eru íyrir neðan þá að stigum og tvær sem eru rétt fyrir ofan. Með góðum endaspretti ætti liðið því að geta tryggt sér 14.-16. sætið. f dagspila íslending- ar við Júgóslava og Rúrnena. Fimm umferðum er nú lokið í kvennaflokki og þar stendur baráttan milii núveranndi Evrópumeistara Brcta, Frakka, Svía og Hollendinga. -GSH íslendingur sleginn í veitingahúsinu Óðali af varnarliðsmanni: Útgöngubann gengið í gildi þegar atburðurinn átti sér stað ■ Átök urðu milli íslendings og varnar- liðsmanns af KeflavíkurflugveUi í veit- ingahúsinu Oðal um tvöleytið á aðfara- nótt sunnudags. Lauk þeim með því að varnarliðsmaðurinn sló Islendinginn í andlitið og varð að flytja Islendinginn á slysadeUd tU að gera að sárum hans. Varnarliðsmaöurinn var handtekinn með tveim félögum sínum skömmu seinna, en þeir voru allir í leyfisleysi í Reykjavík, þar sem útgöngubann fyrir þá gengur í gUdi kl. 23.30. Vamarliðs- mennirnir vora fluttir til yfírheyrslu en tveim þeirra var sleppt fljótlega. Árás- armaðurinn er nú í gæslu hjá vamarlið- inu og verða allir varnarliðsmennimir þrír látnir sæta refsingu þar fyrir agabrot. Tíminn hafði samband við Mik Magn- ússon blaðafulltrúa vegna þessa máls. Hann sagði að enn væri ótímabært að tjá sig um þennan atburð, þar sem hann væri enn í athugun. Refsing varnarliðs- mannanna af hálfu varnarliðsins færi eftir eðli brota þeirra og öðrum mála- vöxtum. Sem mögulegar refsingar nefndi Mik lækkun í tign, varðhald, útgöngu- bann, fjársektir eða brottrekstur úr hernum með skömm, en sagði um leið að þessir möguleikar þyrftu ekki að eiga við um þetta atvik. Síðan væri það íslenskra yfirvalda að ákveða hvort árás- armaðurinn yrði dreginn fyrir íslenska dómstóla. Aðspurður sagði Mik Magnússon að reglur um útgöngubann hermanna giltu frá kl. 23.30 til 6.00 alla daga nema miðvikudaga, þá frá 24.00 til 6.00. Undanþágur frá þessum reglum færu eftir starfsaldri og öðrum skýrt afmörkuð- um atriðum, t.d. ef hermenn sækja tónleika eða aðra menningarviðburði sem standa lengur en til miðnættis, og einnig ef hermönnum er boðið á einka- heimili. Þetta væri þó háð því að viðkom- andi skiluðu sér strax aftur í herstöðina um leið og heimsóknum væri lokið. Einnig þyrfti að fá skriflegt leyfi frá yfirmanni og undirskrift frá herlögreglu- stjóra áður en undanþágur fengjust frá útgöngubanni. Að lokum sagðist Mik Magnússon harma þennan atburð enda bitnaði hann ekki síður á saklausum en sekum. - GSH. Verður hlutur ríkisins í íslensk- um aðalverktökum seldur?: „TILBUINN AÐ SELJA SEM FLEST” ■ „Ég hef ekkert skoðað af þessum tilboðum sem ég hef fengið sérstaklega. Hins vegar er ég tilbúinn að selja sem flest og er búinn að biðja samráðherra mína að senda mér lista yfír það sem þeir samþykkja að selt verði af eignum ríkisins - það á jafnt við um Islenska aðalverktaka og annað,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, þegar hann var spurður um hugmyndir, sem fram hafa komið, um að Verkalýðsfélag Keflavíkur keypti hlut ríkisins í íslensk- um aðalverktökum. Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, sagði að nú væri verið að kanna fyrirkomulag á starfsemi verktakafyrir- tækja á Keflavíkurflugvelli. í því sam- bandi væri líklegt að kauptilboð í hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum yrði skoðað gaumgæfilega. Ríkið á fjórðung í fyrirtækinu. -Sjó. F er ðalangaþj ónusta í þjóðleið Bensín og olíur frá öllum olíu- félögunum Heitir hamborgarar, samlokur, pylsur, öl, gos, sœlgœti og ýmsar vörur fyrir ferðamenn. Veiðivörur og veiðileyfi í Lárós og vatna- svœði LÍSU. Afgreiðsla fyrir H.P. og margt margt fleira. Verið velkomin Bensínstöðin Grundarfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.