Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 4
ÁRMÚLA11 5fMIS1500 FAHR stjörnumúgavélar eru fáanlegar í fjórum stæröum: 2,80m, 3,0m, 3,30m og 4,0m FAHR Stjörnumúgavélarnar eru mest seldu stjörnu- múgavélarnar. Tire$fotte ★ Sumarhjólbarðar ★ Jeppahjólbarðar ★ Vörubílahjólbarðar Allar almennar viðgerðir Tíresfone umboðið FLATEYRI Sigurður Sigurdórsson sími 94-7630 og 94-7703 Bændur Mjög lítið notaöur URSUS 335 er til sölu. Upplýsingar í síma 93-7735. Bæjarbókasafnið í Keflavík: Fimmfalt fleiri »>■ völdu Snjólaugu en Laxness — Kvenrithöfundar í 6 efstu sætum á utlanalistanum Keflavík: Á meðan 47 manns óskuðu eftir láni á bók eftir Snjólaugu Braga- dóttur voru aðeins 9 sem fengu lánaða bók eftir Halldór Laxness og einn bók eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þetta kom m.a. fram í niðurstöðum talningar sem fram fór á útlánum bóka í Bæjar- bókasafninu í Keflavik í febrúarmán- uði s.l. að beiðni Félags íslenskra rithöfunda. Safnið á 190 bækur eftir Laxness, 90 bækur eftir Snjólaugu og 66 eftir Ólaf Jóhann. „Krafa rithöfunda um skráningu út- lána í almenningsbókasöfnum og greiðslur samkvæmt þeim virðist því eiga fullan rétt á sér. Ef marka má þessa talningu er um mikla sveiflu að ræða: höfundar sem eiga mjög margar bækur í söfnum eru sumir ákaflega lítið lesnir", segir Hilmar Jónsson, bæjar- bókavörður í Keflavík m.a. um niður- stöður þessar. En samkvæmt núgild- andi lögum fá rithöfundar greitt fyrir eign verka í almenningsbókasöfnum, en ekki eftir því hve mikið þær eru lesnar. Heildarútlán safnsins í febrúarmán- uði reyndist 5.427 bækur, þar af 963 bækur, eða 17,7% eftir íslenska höf- unda, 313 talsins. Næst Snjólaugu í útlánalistanum komu: Ingibjörg Sig- urðardóttir 32 bækur, Guðbjörg Hermannsdóttir 31 bók, Guðrún frá Lundi 22 bækur, Aðalheiður Karls- dóttir 18 bækur, Auður Haralds 13 bækur og Ingólfur Margeirsson 11 bækur. Vekur athygii að 6 útlánaefstu höfundarnir eru konur. Hilmar bókavörður bendir einnig á að athyglisvert sé að engin barnabóka- höfundui sé meðal þeirra efstu. Af þeim voru efstir Ármann Kr. Einars- son og Indriði Úlfsson með 9 bækur hver. -HEI Heyskaparhorfur slæmar á Snæfellsnesi „Sýnist augljóst að einhverjir verði að fækka fénaði“ — segir Haukur á Snorrastöðum „Sýnt að stefnir í gjaldþrot margra alþýðuheimila“ llúsavík: Þó áhrifa brfiðabirgðalag- anna sé nú rétt að byrja að gæta, þá er sýnt að Jsað stefnir í gjaldþrot margra aiþýðuheimila, vcrði ekki fljótlega gripið til aðgerða til að milda eða afnema þá kjaraskerðingu, sem af lögum þessum leiddi", segir m.a. í ályktun frá fundi stjómar og trúnaðarmannaráðs Vefkalýðsfélags Húsavíkur. Fundurinn mótmælir harðlega þeim ákvæðum bráðabirgðalaganna scm svipta vcrkalýðsfélögin samn- ingsrétti í tvö ár. Réttur þessi sé hvarvctna talinn til sjálfsagðra mann- réttinda meðal frjálsra þjóða og af- nám hans sé því skýlaust mannrétt- indabrot. Jafnframt mótmælir fund- urinn því harðiega að umsamdar vísitölubætur á laun skuli stórlega skertar á sama tíma og stórfelidar vcrðhækkanir séu heimilaðar á vöru og þjónustu. Byrðunum sc þannig fyrst og fremst velt yfir á herðar launafólks, á meðan öðrum þjóðfé- lagshópum sé hyglað. -HEI Snæfellsnes: „Við erum heldur á- hyggjufull, sveitafólkið, yfir heyskap- arhorfunum. Það hefur verið afar úr- komusamt og lítil spretta, enda ákaf- lega kalt, þannig að hiti fór niður undir frostmark í langan tíma, alveg þangað til nú í júlí. Hér var ákafiega lítið um fyrningar í vor og ég hef ekki trú á að fólk heyi mikið í sumar. Mér sýnist því augljóst að einhverjir verði að fækka fénaði í haust“, sagði Haukur Svein- björnsson, bóndi á Snorrastöðum, spurður um heyskaparhorfur þar um slóðir. „Þó erum við líklega betur settir hér í Kolbeinsstaðahreppi heldur en vestar á Nesinu. Ég hef haft spurnir af bæjum þar, þar sem allt upp í helmingur af túninu sé hvítur af kali. Ég hef að vísu ekki séð þetta sjálfur, en þó ekki væri nema um þriðjung af túninu að ræða væri það ægilegt", sagði Haukur. Hann kvað votheysverkun vera tölu- verða og fara vaxandi þar um slóðir. Hluti bænda sé byrjaður að heyja í vothey, en aðrir hafi ekki enn byrjað slátt. Mjög slæmt sé þó að heyja í vothey nema að veðrið hangi þurrt. Þeir sem séu byrj aðir verði þó stundum að láta sig hafa það, því heyið skemm- ist enn meira af að bíða í ófylltum hlöðunum heldur en þótt blautu sé bætt ofaná. En þetta leiði bæði til verri verkunar og verði heldur ekki eins gott fóður. Annað kvað Haukur líka koma illa við bændur, þ.e. hve allur reksturs- kostnaður hækki mikið meira en af- urðaverðið. „Svo lengi sem ég man eftir held ég að það hlutfall hafi aldrei verið óhagstæðara en nú“, sagði Hauk- ur á Snorrastöðum. -HEI Nær eingöngu votheysverkun í Hrútafirði Hrútafjörður: „Hér í Hrútafirðinum litu túnin út með besta móti í vor, ég held að það sé nánast ekkert nýtt kal. En sprettan hefur verið ákaflega hæg og aðeins byrjað að slá á fáum bæjum. Það háði líka hve 1 úrfellasamt var, sem hafði þau áhrif að á raklendum túnum áttu menn í erfiðleikum með að koma áburðinum á. Klaki fór líka seint úr jörð og er jafnvel ekki allstaðar farinn ennþá. Það hefur t.d. komið í ijós þegar verið er að vinna með jarðýtu að komið er niður á klaka“. Það er Jónas Jónsson á Melum í Hrútafirði sem hér segir frá, en við spurðum hann um sprettu og heyskap- arhorfur þar um slóðir. Jónas kvað menn nánast bíða eftir að geta byrjað að slá. Við vestanverð- an Húnaflóa sagði hann votheysverkun nú víða komna yfir 90% af hey- skapnum í heilu hreppunum. Nokkrir bændur séu jafnvel alveg hættir að þurrka hey, og gefist ágætlega að fóðra á votheyi eingöngu. En þar sem flestir séu með flatgryfjur sé nauðsyn- legt að geta haldið stöðugt áfram þar til lokið sé við að fylla hverja hlöðu. Þar af leiðandi sé ekki hægt að byrja slátt fyrr en tún séu öll orðin fulisprott- in - ekki nóg að það séu komnir slægir blettir. Og þó menn þurfi ekki beinltnis þurrk þá þurfi veðrið að hanga þurrt, nánst útilokað sé að stunda heyskap í rigningu. Auk þess að menn eru ekki eins bundnir þurrki kvað Jónas votheys- verkun hafa þann kost að auðveldara sé að hafa samvinnu um heyskapinn og töluvert sé um að menn geri það í Hrútafirði - fari raunar vaxandi. Það þýðir svo líka að vélar og tæki nýtist betur. Við spurðum Jónas hvað slíkur hey- skapur taki langan tíma. Ef t.d. þrír bændur sem samtals eiga svona 6 dráttarvélar eru í samvinnu um heyskapinn þá hygg ég að það sé ieikur að slá og alhirða 5-6 hektara á dag í meðal grasi og þokkalegri tíð. Það á því að vera hægt að heyja meðaltún eins og þau gerast hér - 30-40 ha. - á svona einni viku. En það verður þá líka að vera nokkuð stíft áframhald, sagði Jónas. Hann kvað þetta þó hafa þann annmarka að hætt væri við að grasið verði orðið heldur ofsprottið hjá þeim sem síðast er slegið hjá, ef beðið er eftir að fullsprottið sé hjá þeim fyrsta í röðinni. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.