Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ1983 Ársskýrsla Tryggingaeftir- litsins komin út: i Vátrygg- inga- starf- semi á hendi 27 aðila hér- lendis ■ Út er komin ársskýrsla Trygginga- eftirlitsins fyrir árið 1982. Þar er að finna ýmsan fróðleik um Vátrygginga- félög og aðrar stofnanir þeim tengdar. Einnig er skrifað um ýmsar lagasetn- ingar í vátryggingastarfsemi, hæsta- réttardóma í vátryggingamálum ogýmis hugtök í vátryggingastarfsemi. Þá er skrifað um neytendaþjónustu Trygg- ingaeftirlitsins og grein gerð fyrir vá- tryggingastarfseminni 1980, auk þess sem ársreikningar vátryggingafélag- anna eru skýrðir. Tryggingacftirlitið starfar skv. lögum um vátryggingar frá 1978 og er hlutverk þcss að hafa eftirlit með starfsemi og rekstri vátryggingafélaga og annarra aðila er reka vátryggingar- starfsemi hér á landi. Það var stofnað 1974 skv. þágildandi lögum og var það fyrsta hcildarlöggjöfin sem sett var hér á landi um starfsemi vátryggingafélaga og opinbert eftirlit með þeim. Markmið vátryggingastarfscmi erað bæta mönnum fjárhagslegt tjón, eigna- tjón og líkamstjón er þeir verða fyrir vegna hvers kyns óhappa og slysa. Lög um vátryggingastarfsemi eru fyrst og fremst lög um neytendavcrnd og má segja að mcginhlutverk tryggingaeftir- litsins sé þríþætt. í fyrsta lagi að hafa eftirlit með fjárhag og rekstri vátrygg- ingaféiaga, í öðru lagi að hafa eftirlit með iðgjöldum og skilmálum, og í þriðja lagi að hafa eftirlit með tjóna- uppgjöri og viðskiptum hinna tryggðu við vátryggingafélög. í þessari ársskýrslu sem er nr. 9, er birt tölulegt yfirlit yfir vátrygginga- starfsemina á árinu 1980 og eru þær upplýsingar sem fram koma mjög ítar- legar. Einnig eru ársreikningar félag- anna birtir fyrir árin 1980 og 1981. Fram kemur áð tjón ársins 1980 námu samtals 458,6 millj. kr. sem var 90% iðgjalda ársins. Það er að vísu nokkru lægra en árið áður, en þá var hlutfaliið 99%. Skrifstofu- og st jórnun- arkostnaður ásamt greiddum umboðs- launum var samtals 75,1 milljón kr. á árinu 1980 cða um 14,7% iðgjalda ársins. Hliðstæðar tölur ársins 1979 voru 47,6 milij. kr. eða 13,9% iðgjald- anna. Þá námu hreinarfjármunatekjur 81,7 millj. kr. eða 16% iðgjalda ársins á árinu 1980 eða samanborið við 11,6% árið áður. Aukning fjármuna- tekna var 106,3% milii ára að krónu- tölu. Fram kemur í skýrslunni að í árslok 1982 höfðu 27 aðiiar leyfi trygginga- málaráðherra til að reka vátrygginga- starfsemi. Skipting tryggingarfélaga er þessi: Skaðatryggingafélög sanit. 20, Líftryggingaféiög samt. 5, og Endur- tryggingafélög samt. 2. Nýjung í starfsemi Try'ggingareftir- litsins er neytendaþjónusta sem hefur verið starfrækt frá því í ársbyrjun 1981. Starfsemin byggist á því hlut- verki og skyldu eftirlitsins, að hafa eftirlit með starfsemi vátryggingafé- laga og gæta hagsmuna vátrygginga- taka og vátryggðra. Á árinu 1982 leitaði 161 aðili til neytendaþjónustu tryggingaeftirlits- ins. 101 aðili hafði samband símleiðis, 55 komu á skrifstofu eftirlitsins og 5 fyrirspurnar- og kvörtunarbréf bárust. -ÞB Doktorsritgerð um Bessastaðaskólann ■ „Bessastadaskolan: Ett försök till prástskola pá Island 1805-1846,“ eða Bessastaðaskólinn, tilraun til presta- skóla á íslandi 1805-1846,“ nefnist dokt- orsritgerð Hjalta Hugasonar guðfræð- ings, sem hann varði nýverið við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Eins og titill- inn ber með sér fjallar verkið um efni úr íslenskri kjrkjusögu og var andmælandi dr. Jónas Gíslason dósent í kirkjusögu við Háskóla íslands. Hjalti skoðar í ritgerðinni viðfangsefni sitt bæði út frá guðfræðilegu og félags- sögulegu sjónarhorni. Niðurstöður hans eru meðal annars þær að íslenskir em- bættismenn, biskup og guðfræðilektor- inn við latínuskólann á Bessastöðum gátu ráðið miklu um menntun íslenskra presta á Bessastöðum þrátt fyrir stranga miðstýringu danska ríkisins í skólamál- um. Flestir íslenskir prestar voru vígðir að afloknu latínuskólanámi án háskóla- náms eins og tíðkaðist um presta annars staðar í danska ríkinu. Þá var ekki farið mjög bókstaflega eftir þeim guðfræði- stefnum sem ráðandi voru í dönskum kennslubókum og kemst Hjalti að þeirri niðurstöðu að upplýsingastefnan hafi mótað menntun íslenskra presta í Bessa- staðaskóla framan af, en síðar hafi gætt ■ „Þetta leit vel út hjá okkur í fyrra, en okkur finnst lægra hlutfall skila sér núna. Ekki er þó öll nótt úti enn - það geta komið stórar göngur einhvern daginn,“ sagði Hanncs Helgason, laxeld- ismaður hjá Pólarlax hf. í Straumsvík, þegar Tímamenn voru þar á ferð fyrir skömmu. Pólarlax hf. er hvort tveggja í senn: hafbeitarstöð og seiðaeldisstöð. í fyrra var 120 þúsund seiðum sleppt frá stöð- inni, 100 þúsund ársgömlum og 20 þúsund sumarölnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað við höfum náð mörgum fiskum, en fyrir helgina voru þeir eitthvað um eða yfir 1300. Flestir voru á bilinu 4 til 8 pund, en einstaka voru stærri, allt upp í 18 pund. Þeireru líklega tveggjaára,"sagði Hannes. - Hvað gerið þið ykkur ánægða með háa skilaprósentu? „Það er ómögulegt að gera sér fyrir ■ Nokkrir eru settir í ker til undaneldis. Hannes Helgason með háfinn Tímamynd Róbert. ■ Um 1300 laxar voru gengir upp í lónið hjá Pólarlaxi fyrir helgi. Eins og sjá má eru þetta vænir fiskar. þar áhrifa þýska heimspekingsins Em- manuels Kants. Auk þessa fjallar ritgerð- in um félagslegar og efnahagslegar að- stæður íslenskra presta með samanburði við kjör starfsbræðra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Dr. Hjalti Hugason er Akureyringur að uppruna. Hann lauk guðfræðiprófi við Háskóla íslands árið 1977 og frá 1978 hefur hann stundað nám í almennri og norrænni kirkjusögu við Uppsalahá- skóla. JGK fram hugmyndir um slíkt. En eins og ég sagði kom þetta álitlega út í fyrra þrátt fyrir að við höfum ekki náð öllu. Ég held líka að talsvert sé af laxi í sjónum hérna fyrir framan og ef við náum honum hlýtur þetta að verða sæmilegt." - Hvað starfa margir í stöðinni? „Við erum hérna tveir allt árið - ég í fastri vinnu og annar sem stundar þetta með öðru. Á sumrin koma mikið fleiri við sögu þótt ekki séu allir í fastri vinnu. “ ársgömlum seiðum frá stöðinni í Straumsvík. Sagði Hannes að framhald- ið færi nokkuð eftir útkomunni í sumar. „Mér sýnist allt benda til þess að við aukum þetta ár frá ári. Við vorum núna að koma upp keri, sem gerir okkur kleift að ala helmingi fleiri seiði en í fyrra,“ sagði Hannes. Hjá Pólarlaxi er hægt að fá keyptan nýgenginn lax og að auki gravlax og reyktan lax. ■ Dr. Hjalti Hugason. Pólarlax við Straumsvík: Upp ■' 18 punda laxar gengnir — f iskurinn virðist koma seinna en í fyrra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.