Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ1983 ■ Francesca kunni vel að meta að eiga tvo pabba, þegar hún gekk í fyrsta sinn til altaris. Altarisganga stjúpdótturinnar sætti Ringo Starr og föðurinn ■ Ringo Starr hefur tii skamms tíma haft illan bifur á fyrrum eiginmanni konu sinnar, Barbara Bach var áður gift italska leikaranum Aug- usto Gregorini og hefur senni- Iega ekki borið honum sérlega vel söguna. En nú í vor átti Francesca, 12 ára gömul dóttir Barböru og Augustos að ganga til altaris í fyrsta sinn og það í Róm. Samkvæmt ítöiskum siðvenj- um átti öll fjölskyldan að vera viðstödd, holdiegur faðir ekki undanskilinn. Það varð því ekki hjá því komist, að fundum þeirra Ringos og Augustos bæri saman í fyrsta sinn. Ringo til mestu undrunar reyndist honum bara líka vel við Augusto. Sennilega gildir gamla máltækið um, að sjaldan veldur einn þá tveir deila í þessu tilfelli eins og oftar. Það er nefnilega ekki víst, að Bar- bara hafi verið alveg gallalaus í fyrra hjónabandinu, en Aug- usto verið þeim mun ómögu- legri. ■ Ringo var ekki reiðubúinn að semja frið við fyrri mann konu sinnar en allt féll þó í Ijúfa löð yfir kampavínsglasi. innar sem opnuð verður í byrjun september á annarri hæð í versl- unarhúsi Kristjáns Siggeirssonar að Laugavegi 13 í Reykjavík. Það er Kristján Siggeirsson h.f. sem hefur einkaumboð fyrir vörur frá Habitat á íslandi, en verslun- in verður rekin sem sjálfstætt fyrirtæki. Habitat er nafn sem margir kannast við. Habitat-verslanir bjóða upp á flest sem til heimilis þarf, húsgögn, búsáhöld, glugga- tjöld, sængurver, gjafavörur af ýmsu tagi o.fl. Hönnunin þykir vönduð og nútímaleg og verðið hagstætt. „Við komum til með að bjóða upp á alla línuna frá Habitat, og. að auki verður hægt að sérpanta vörur gegn verslunina. Vörulist- ar liggja frammi og starfsfólk leiðbeinir um hvaðeina sem við- skiptavinirnir vilja vita um vör- urnar sem á boðstólum eru, t.d. hvernig á að hreinsa þær. Við þjálfum starfsfólkið sérstaklega í þessu skyni og það er því ráðið tii starfa tæpum mánuði áður en verslunin sjálf opnar“ sagði Ólaf- ur Garðarsson. Það var breskur iðnaðar- hönnuður Terence Conran sem stofnaði Habitat-fyrirtækið á ár- unum upp úr 1960, en seldi það árið 1981. Fyrsta verslunin opn- aði við Fulham Road í Lundún- um árið 1964, en síðan hafa útibúin í Bretlandi orðið 40. Útibú eru einnig í Frakklandi, Belgíu, Japan og Bandaríkjun- um en þar í landi starfar verslun- in undir nafninu Conran. „Habitat-fyrirtækið leggur áherslu á að það býður upp á vörur sem verða ekki farnar úr tísku á næsta ári. Það er lögð mikil rækt við hönnunina og áherslan er á bjarta liti. Það þykir vera hressleiki yfir vörum frá Habitat", sagði Ólafur. Rekstrarstjórn Habitat-versl- unarinnar er stærsta verkefnið á sviði viðskipta sem Ólafur hefur fengist við. Hann hefur starfað við úrsmíðaverslun föður síns, Garðars Ólafssonar, en stundaði nám í Verslunarskólanum og er langt kominn með að ljúka prófi við lagadeild Háskólans. Ólafur er kvæntur Sif Þorsteinsdóttur. GM ■ UM ÞESSAR MUNDIR veldur það vísindamönnum, stjórnmálamönnum og raunar einnig leikmönnum vaxandi áhyggjum, hvernig unnt er að nota nútíma vísindi og tækni með þeim hætti að það hafi ekki í för með skerðingu á mannrétt- indum. Það er ekki sízt þróun rafeindatækni ýmiss konar, sem m.a. hefur gert það að verkum, að auðveldara er nú að fylgjast með fólki án þess að það viti af því. Hættan á misnotkun tölv- uupplýsinga og hinar öru fram- farir í hvers konar fjarskiptum hafa einnig leitt til þess að menn hafa hugleitt, hvort setja ætti sérstakar alþjóðlegar reglur til þess að vernda mannréttindin ■ Javier Perez d’Cuellar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að ræða við samstarfsmenn á skrifstofu sinni, en á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur nýlega komið út rit, sem fjallar um mannréttindi, vísindi og tækni. Mannréftindum stafar ógn af vísindum og tækni Vaxandi áhyggjur bæði vísindamanna og leikmanna gegn óæskilegri beitingu hinnar nýju tækni. Einnig á sviði líffræðinnar hafa menn vaknað til vitundar um hætturnar á þessum sviðum, þar sem ljóst er að hægt er að breyta erfðaeiginleikum á ýmsa lund með nútíma tækni. Einnig á sviði læknisfræðinnar er ýmislegt að gerast í þessu sambandi, sem vert er að gefa gaum. Sálfræðingar öðlast og stöðugt betri innsýn inn í manns- hugann og „sálfræðilegum að- ferðum" er í auknum mæli beint gegn fólki, til að gera pyntingar og yfirheyrslur áhrifaríkari, ef svo mætti að orði komast. Það, sem rakið er hér á undan, er upphaf greinar eftir Jörgen Larsen, sem starfar á upplýsinga- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Greinin heldur svo áfram: HJÁ SAMEINUÐU þjóðun- um hafa verið uppi tillögur um að semja yfirlýsingu um mann- réttindi með tilliti til vísinda og tækniþróunar. Einnig hefur ver- ið lagt til að sett verði á laggirnar ný alþjóðastofnun, sem hefði það hlutverk að meta og fylgjast með tækniframförum og vara við þar sem tækniframfarir kynnu að skerða mannréttindi. Slík stofnun ætti að geta gert tillögur um reglur á þessu sviði og verið ríkisstjórnum til ráðu- neytis. Þegar árið 1968 var byrjað að ræða þýðingu framfara í vísind- um og tækni gagnvart mannrétt- indum, en sú umræða spratt vegna samþykktar sem gerð var það ár á mannréttindaráðstefnu, sem haldin var í Teheran á vegum Sameinuðu þjóðanna. í þessari samþykkt var bent á, að framfarir í vísindum og tækni hefðu vissulega skapað margvís- lega möguleika á sviði efnahags- mála, félagsmála og menningar- mála, en samtímis gætu þessar framfarir haft í för með sér ýmsar hættur fyrir mannréttindi og frelsi. Þar sagði ennfremur, að þess vegna bæri brýna nauð- syn til að fylgjast vandlega með framförum á þessum sviðum og mælt var með því, að á vegum Sameinuðu þjóðanna yrðu þessi svið könnuð öllu nánar. Á áttunda áratugnum voru að frumkvæði Allsherjarþingsins gerðar allmargar skýrslur um þessi mál og árið 1981 var ákveð- ið m.a. á grundvelli þessara skýrslna, að gefa út um þetta sérstakt rit, sem einkum er ætlað stjórnvöldum. Þetta rit er nú komið út og ber heitið „Mann- réttindi og þróun á sviði vísinda og tækni“ (Human Rights and Scientific and Technogical De- velopments (DPI/726)). Tveir fyrstu kaflar þessar rits fjalla um rafeindanjósnir gegn einstaklingum (hlerun, Ijós- myndun úr mikilli fjarlægð o.s.frv.)Einnig er rætt um mögu- leikana á skerðingu réttar ein- staklingsins í tölvuskrám, sam- tengingu tölvuskráa og fjar- skiptakerfa og þau atriði önnur, sem beint kann að verða gegn einstaklingi að því t.d. er varðar nútímayfirheyrslutækni, - eða bara spurningar t.d. á umsóknar- eyðublöðum, sem þeir fylla út, sem eru að sækja um nýtt starf. Meðal margs sem fram kemur í þessu nýja riti Sameinuðu þjóð- anna eru t.d. frásagnir af því, er örlítil senditæki hafa veriðgrædd í fanga, sem eru látnir lausir til reynslu. Slík tæki gera mögulegt að hlusta á hljóð (og raddir) í námunda við þann sem tækið hefur verið grætt í, og enn frem- ur getur tæki af þessu tagi gefið til kynna breytingar á hjartslætti. Með slíkt tæki í líkama sínum er fyrrverandi fangi, sem látinn hef- ur verið laus, í rauninni undir stöðugu eftirliti yfirvalda og þess vegna er ómögulegt fyrir hann að stofna til eðlilegra mannlegra samskipta, að ekki sé nú talað um mjög náin kynni. í sömu andrá má nefna mjög fullkominn „lygamæli", sem not- aður er án þess að sá sem honum er beitt gegn, hafi hugmynd um það. Þeim einstaklingi, sem um er að ræða, er vísað til sætis í hægindastól sem virðist í engu frábrugðinn öðrum stólum. Þeg- ar samtalið síðan byrjar þá skráir fullkomið tæki sem falið er í stólnum margvíslegar breytingar á líkamsstarfsemi þess, sem þar situr (líkamshita, hreyfingar o.s.frv.). Sérfræðingur er síðan látinn lesa úr þeim upplýsingum sem tækið skilar. Því er svo við að bæta, að í tengslum við mæli af þessu tagi er hægt að nota faldar myndavélar, sem gera það að verkum, að unnt er að mæla breytingar á stærð augasteins. NAUÐSYN reglna til að vernda einstaklinginn gegn mis- notkun upplýsinga úr tölvu- skrám og gegn því að hann verði fyrir tjóni eða áreitni vegna þess að slíkar upplýsingar hafa lekið út til óviðkomandi aðila er auð- vitað brýn. Sérfræðingar Sam- einuðu þjóðanna leggja til í þessu riti, að sú meginregla verði látin gilda að öryggisráðstafanir byrji í raun og veru áður en persónulegar upplýsingar eru settar inn í tölvu, þ.e.a.s. að vissar upplýsingar verði aldrei skráðar. Ástæðan til þess er sú, að ef upplýsingar sem ekki skipta máli, óheppilegar eða á annan hátt viðkvæmar, komast inn í tölvu, geta engar öryggisráðstaf- anir, svo fulltryggt sé, komið í veg fyrir misnotkun þeirra. Lagt er til í þessu sambandi, að tölvunarstarfsfólk fái ítarlega fræðslu um það hvað mannrétt- indi séu og um löggjöf og alþjóð- areglur á því sviði. Hvað varðar tölvuteknar upp- lýsingar, sem sendar eru um fjarskiptakerfi, þá er m.a. bent á áhrifin á frjálsa miðlun skoð- ana og upplýsinga. Vegna kostn- aðar við að eiga og nota nýjustu tæki og tækni á þessu sviði er nokkur tilhneiging til miðstýr- ingar á þessu sviði og þar með til stofnunar einokunarfyrirtækja á sviði útgáfustarfsemi og fjölmiðl- unar. Bæði mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og sáttmálinn um borgaraleg og pólitísk réttindi, sem öðlaðist gildi ásamt sáttmála um efna- hagsleg, félagsleg og menningar- leg réttindi árið 1976, slá því föstu að tjáninga- og skoðana- frelsi séu grundvallaratriði al- mennra mannréttinda. Þess vegna finnst mönnum rík ástæða t til að fylgjast gaumgæfilega með þróuninni á þessu sviði. Fjallað er um líffræði og læknisfræði í sérstökum köflum. Meðal þeirra vandamála, sem þar koma til umræðu, er gervi- frjóvgun og þýðing framfara á sviði læknavísinda að því er varðar mannfjölgun í veröldinni. Þá er sérstaklega rætt um líffæra- flutninga og aðrar dýrar skurðaðgerðir, einkum af sið- fræðilegum ástæðum. Framfarir á þessum sviðum geta aðeins komið fáum útvöldum til góða, en langflestir, og þá ekki sízt fólk í þróunarlöndunum, nýtur ekki einu sinni einföldustu heil- brigðisþjónustu, en slíkt mundi vera hægt að tryggja ef önnur forgangsröðun væri við lýði á þessu sviði. Rétturinn til að lifa í umhverfi, sem ekki er í stöðugri eyðilegg: ingarhættu vegna hagsmuna op- inberra eða einkaaðila í sam- bandi við nýtingu nýrra vísinda og nýtækni, eru einnig svið sem fjallað er um í þessu riti og þar sem þurfa að koma til reglur. Nýtízku vígbúnaðartækni, ekki aðeins kjarnorkuvopn, er fordæmd og þar er mannlegt hugvit talið hafa farið út af sporinu. Gera verður alþjóðlegt átak til að stýra þróuninni á sviði vísinda og tækni mannkyni til góðs, þannig að þróunin beinist í þær áttir sem koma flestum til góða. Það er meginefni þess sem lagt er til í þessari skýrslu Sam- einuðu þjóðanna. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.