Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ1983 ■ Þann 20. júlí sl. var helj- armikið húllumhæ í London, þegar haldin var samkunda til styrktar sjóði, sem ber nafn Karls Bretaprins. Meðal skemmtikrafta var hljómsveit- in Duran Duran og var það samkvæmt ósk Diönu prins- essu. Sagt er, að prinsessan dái endum. - Það tók mig langan tíma að venjast því. Það er hreint ekkert auðvelt að standa fyrir framan 4000 manns, segir hann og líklega tæki Diana undir það. Simon hefur líka megnustu óbeit á sumum fjöl- miðlum í heimalandi sínu, sem honum finnst vera ósanngjarn- ir í mati sínu á hljómsveitinni. Það hefur líka komið í Ijós, að aðdáun prinsessunnar á Simon er gagnkvæm. Hann hefur m.a.s. skrifað einu óvægnasta poppblaði þeirra í Bretlandi og spurt: - Hvenær ætlið þið að birta mynd af Díönu prinsessu á forsíðunni? Hann fékk svo sem ekkert svar, en sýndi þó hug sinn í verki. GAGNKVÆM AÐDÁUN ■ Fáklæddur.. Díana prinsessa er þar engin undantekning. engan annan mann mcira, að undanskildum manni sínum auðvitað, en aðalsöngvara hljómsveitarinnar, Simon Le Bon. Hún er ekki ein um það, því að fullyrt er, að hann sé helsta átrúnaðargoð breskra táningsstúlkna, sem líta á hann sem hið fullkomna kyntákn. Það eru sem sagt ekki ein- göngu gæði hljómsveitarinnar, sem hafa gert hana svo vinsæla sem raun ber vitni. Simon Le Bon er ekkert óánægður með þetta ástand. Hann er umsetinn kvenfólki hvar sem hann fer og nýtur þess óspart. Enda segir hann, að í sínu starfi sé hreinlega ekki tími til að bindast föstum böndum, hann verði því að gera sér að góðu að vera sífellt í nýjum og nýjum félagsskap. Reyndar hefur hann upp á síðkastið sést óvenjulega oft í fylgd með sömu stúlkunni, en hann fullyrðir þó, að ekki sé mikil alvara þar á bak við. Diana prinsessa og Simon Le Bon eiga margt sameigin- legt. Hann segir svo frá, að hann hafi lifað ákaflcga vemd- uðu lífi allt til tvítugs, en þá hætti hann setu á skólabekk. En cftir að hann varð frægur, hefur tilvera hans heldur betur breyst. Það erfiðasta, sem hann hefur gengið í gegnum, er að venjast því að vera um- kringdur móðursjúkum aðdá- ..eða fullklæddur, konur falla alltaf í stafi vfir Simon Le Bon viðtal dagsins ! vBJ0ÐUM UPP A ALLA LÍNUNA FRÁ HABITAT" Rætt við Ólaf Garðarsson reksirarstjóra nýrrar Habitat- verslunar sem opnuð verður í byrjun september ■ „Opnun þessarar verslunar nú þegar mikið er talað um samdrátt í viðskiptum er að okk- ar mati tímabær. Fólk þarf alltaf á þessum vörum að halda og hér er tækifæri til að cignast þær fyrir verð sem allir ættu að ráða við.“ Svo mælir Ólafur Garðarsson rekstrarstjóri Habitat-verslunar- • ibkfOftMATkFlA wm u+n. 1 K i M ♦Uí 1 ■ Ólafur Garðarsson rekstrarstjóri með vöralista frá Habitat í Lundúnum í höndunum. Tímamynd: Ari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.