Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ1983 19 krossgáta No.4131 Lárétt 1) Tungumál. 5) Kona. 7) Ágóða. 9) Sprænu. 11) Komast. 12) Guð. 13) Hávaða. 15) Sigað. 16) Æð. 18) Kastal- arnir. Lóðrétt 1) Kletts. 2) Miskunn. 3) Eins. 4) Sár. 6) fiskurinn. 8) Gyðja. 10) Sturlað. 14) Væti. 15) Dall. 17) Tímabil. Ráðning á gátu No. 4130 Lárétt 1) Belgía. 5) Lás. 7) Uml. 9) Afl. 11) Gá. 12) La. 13) Grá. 15) Lón. 16) Ati. 18) Grenji. Lóðrétt 1) Brugga. 2) LLL. 3) Gá. 4) ísa. 6) Glanni. 8) Már. 10) Fló. 14) Áar, 15) Lin. 17) Te. bridge ■ Portúgalir eru ekki hátt skrifaðir á bridgesviðinu og íslendingar áttu ekki í erfiðleikum með að vinna þá 19-1 á Evrópumótinu í Wiesbaden. Jón Bald- ursson fékk óvæntan glaðning í þessu spili frá leiknum: Norður S. KG86 H.A6 T. 74 S/Allir Vestur L. ADG83 Austur S. 94 S.7532 H. D87432 H,- T. AD105 T. KG962 L. 9 L. 10762 Suður S. AD10 H. KG1095 T. 83 L.K54 í opna salnum sátu Jón Á. og Símon NS og þeir komust í 3 grönd. Portúgal- arnir fundu ekki tígulútspilið og þá var auðvelt að fá 11 slagi svo ísland gat skrifað 660 í sinn dálk sem auðvitað var mjög góð tala. En í lokaða salnum sátu Jón og Sævar í AV. Þar er spilað með skermum og sagnmiðarnir eru settir í sérstakan sagnbakka sem er ýtt undir tjald á miðjum skerminum. Jón Baldurs- son sat í vestur og sömu megin við skerminn sat suðurspilarinn portúgalski. Þegar bakkinn kom fyrst til Jóns hafði norður opnað á 1 laufi og Sævar sagt pass. Suður sagði þá 2 hjörtu og Jón sagði pass við því. Þegar bakkinn kom aftur undir tjaldið hafði norður sagt 1 spaða og Sævar pass. Suður sagði nú 2 tígla, fjórða lit og kröfu, og aftur sagði Jón pass ogsendi bakkann undir tjaldið. Þegar bakkinn kom í þriðja sinn til Jóns hafði norður sagt 3 hjörtu og Sævar pass. Nú bætti suður fjórða hjartanu við og þá var Jóni nóg boðið. Hann doblaði og sendi bakkann undir og bjóst við að þar myndi sagan enda. Hann varð því frekar undrandi þegar bakkinn kom eina ferðina enn undir tjaldið og þá lá blár redoblmiði í hólfi norðurs. Úrspilið var svosem ekki frásagnar- vert. Jón spilaði út spaða og Portúgalinn tók heima á ás, spilaði hjarta á ásinn og reyndi síðan að taka þrisvar spaða til að henda niður tígli heima. En Jón tromp- aði, tók tígulás og spiiaði meiri tígli og fékk síðan 2 trompslagi í viðbót. 1000 til íslands, 1660 í allt og 18 impar. myndasögur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.