Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ1983 heimilistímirin 16 Víða liggja hætturnar: Slys við bústörfin ■ Hættumar levnast víöa í atvinnulíf- inu, ekki síður til sveita en til sjávar. Eftirfarandi frásagnir um slys við búnað- arstörf birtust nýlega í Frey. Þær em teknar saman af nemendum við Bænda- skólann á Hvanneyri, en Bjami Guð- mundsson, kennari þar, gerði teikning- arnar. Buxurnar flettust af „Það var verið að hirða bagga, notað var færiband ‘ við að setja heyið í hlöðuna. Bandið var knúið með drif- skafti og var það hlífðarlaust. Maður fór ofan af vagni og kom eitthvað við drifskaftið og skipti engum togum að buxnaskálmin snerist með. Það bjargaði að maðurinn var í gömlum buxum og bol að ofan. Buxurnar flettust af og bolurinn einnig þannig að hann stóð á nærbuxun- um einum. Meiðslin urðu þau að hann snerist dálítið á fæti þannig að vefja þurfti. Þarna slapp minn maður ótrúlega vel, því að verr hefði getað farið.“ Úlpan fór í drifskaftið „í minni sveit skeði það einu sinni að bóndasonur (15 ára) var að aka haug og hafði hann sett óhóflega mikið í mykju- dreifarann, þannig að dráttarvélin dró hann ekki upp úr haugstæðinu. Setti hann þá aflúrtakið í gang til að létta á þunganum, en brá sér um leið niður af vélinni til að kasta af sér vatni. Veður var ekki gott og stóð hann því í skjóli við vélina, en þá skeði óhappið, úlpan flaksaðist til í vindinum og fór í drifskaft- ið, sem sneri piltinn þegar niður. Það vildi honum til happs að dráttarvélin var kraftlítil, og drap því á sér. Hann lá lengi á sjúkrahúsi, en hefur nú náð sér að mestu, en kemur aldrei nálægt búskap rneira." Tindurinn slóst í fótlegginn „Ekki hef ég orðið vitni að slysi, en upp í huga minn kemur að eitt sinn varð ég næstum fyrir slysi. Þannig var að ég var að rifja og var ég ekki ánægður með stillingu hæðar á tindum. Ég hoppaði af traktornum og gekk að fætlunni að stilla hana en það er gert með því að snúa sveif sem lækkar og hækkar tindana. Mér varð það á að aftengja ekki aflúrtakið, og ekki var sökum að spyrja, ég steig of nærri vélinni með þeim afleiðingum að einn tindurinn slóst í fótlegg minn. Mér til happs snerist fætlan hægt og tókst mér að forða mér áður en ég varð fyrir alvarlegum meiðslum. Ég marðist býsna mikið á kálfa og var óvinnufær í tvo daga og haltur lengur, en ég var iánssamur að fótbrotna ekki.“ Handleggurinn þríbrotnaði „Nefni ég hér dæmi um dreng, sem var að þvælast í kringum dráttarvél, sem tengd var við heyblásara. Drifskaftið á milli tækjanna var hlífðarlaust og flæktist hann þar í með vettlinginn með þeim afleiðingum að handleggurinn þríbrotn- aði.“ Ég hélt utan um hjöruliðinn og drif skaftið fór af stað „Það bar þannig til, að ég var að tengja drifskaft við sláttutætara og faðir minn setti drifið af stað áður en ég var búinn að koma drifskaftinu almennilega á, ég hélt utan um hjöruliðinn, þegar drifskaftið fór allt í einu að snúast í lúkunum á mér. Ég slapp með skrekkinn í það skiptið." Hlífin er rifin af „Hlífin er rifin af í snarheitum til að gera við hana, kannski í miðjum heyskap og alveg að koma rigning, svo að enginn gefur sér tíma til að setja hana aftur á í flýtinum og þannig verða slysin." Forkarnir hafa farið í blásar- ann „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að við höfum misst forkana í blásarann, en sem betur fer hefur enginn farið á eftir þeim í hann.“ Peysuermin festist í tannhjóli „Ég man glöggt eftir óhappi, er henti mig eitt sinn er ég var að raða böggum á færiband. Færibandið var heimasmiðað og engin hlíf var yfir tannhjólum neðst á því. Ég var klædd einhvers konar prjóna- dulu með lafandi ermum. Jæja, ég stóð neðst við bandið og setti baggana á það, ekki veit ég svo gjörla, hvað ég var að álpast með lúkuna yfir tannhjólunum, en festi annarri ermisdruslunni í tann- hjólin og snerist hún með þeim. Það vildi svo heppilega til að peysan líkt og ermin var mjög morkin og tuggin, því að þreytt var hún og mjög til ára sinna komin. Hún gaf sig því mjög fljótt og hélt ég helmingnum af erminni eftir.“ Hold tættist af framhandleggnum „Ég hef ekki orðið vitni að mjög alvarlegu slysi í sambandi við þetta, en nóg samt. Strákur úr Reykjavík, sem var að vinna hjá afa og ömmu fyrir nokkrum árum festi úlpuermina sína í drifskafti, náði ekki að rífa sig lausan og það tættist hold af framhandleggnum á honum. Það var virkilega ógeðslegt á að horfa, og vona ég, að ég eigi aldrei eftir að sjá slíkt aftur.“ Hann greip um reimina og missti fingur „Ég þekki af eigin raun óhapp, sem skeði við súgþurrkunarblásara. Það vildi þannig til að slökkva átti á blásaranum að kvöldi til og var niðamyrkur, er þetta átti sér stað. Eftir að sá sem slökkti á blásaranum hafði gert það greip hann í hugsunarleysi í reimina með þeim afleið- ingum, að hann missti framan af fingri. “ Fjölfætlan dró hann inn á milli stjarnanna „Það sem skeði var, að vinnumaður- inn bakkaði dráttarvélinni að fjölfætl- unni, en bóndinn stóð við hana og hugðist tengja, sem hannoggerði. Þegar hann hafði lokið við að tengja vél og drifskaft við aflúrtak dráttarvélarinnar, ætlaði hann að ganga brott á milli afturhjóls og fjölfætlu. Á dráttarvélinni var einföld skipting og þegar bóndinn var búinn að tengja ætlaði vinnumaður- inn að tala við hann en þá hafði honum láðst að taka vélina úr vinnudrifi, en tekið hana úr gír (hann hafði alltaf annan fótinn á kúplingunni). Það skipti engum togum, að fjölfætlan náði í bónda og dró hann inn á milli stjarnanna, vinnumaðurinn steig þá hið bráðasta aftur á kúplinguna, tók úr drifi og fór og losaði bónda úr prísund sinni, allþungan á brún. Hann var mjög heppinn þvf að hann marðist aðeins og vár aumur í nokkra daga á eftir, en þarna hefði getað farið miklu verr.“ Barnið lenti nærri í blásaranum „Eitt skipti horfði ég upp á atvik, sem hefði getað orðið ægilegt. Þetta var í sveitinni heima fyrir 10-12 árum, en alltaf er þetta ferskt í minni. Það var verið að moka heyi í blásara, og á þeim árum var notaður vörubíll til að flytja heyið að hlöðunni, og eins og venja er hamast allir sem geta eitthvað. Þá vorum við nokkrir krakkar að leika okkur þarna rétt hjá. Allt í einu rennur heil- mikið hlass niður af pallinum, sem hallaðist ansi mikið, hendist eitt barnið með og lítur út fyrir að það lendi í blásaranum, en maður sem þarna var grípur í fötin á barninu og nær því, og mátti engu muna. Margar vikur á eftir mátti ég ekki til þess hugsa, hvað þetta var hræðilegt, þótt ekkert slys hefði orðið.“ „Sárast þótti mér um peys- una mína“ „Að lokum mætti segja söguna af manninum fyrir austan, þegar peysa hans flæktist í drifskafti, sem var í gangi. Náði hann að bera hendur fyrir sig svo að hann færi ekki sjálfur á eftir peysunni í drifskaftið. Eftir á sagði hann svona frá: „En sárast þótti mér um peysuna mína, því að hana var ég nýbúinn að kaupa.“ Góð nýting á Edduhótelum í sumar ■ Eddu hóteiin hafa nú starfað yfir tuttugu ár og hefur Ferðaskrifstofa ríkisins frá upphaft scð um rekstur Eddu hótclanna. Þau eru nú alls 15 í sumar á ýmsum stöðum á landinu auk Hótels Borgarness en Ferða- skrifstofa rfkisins cr með rekstrar ráð' gjöf hvað varðar rekstur þess. Góð nýting cr á þeirn í sumar að sögn Ingóifs Péturssonar, fram- kvæmdastjóra Edduhótclanna. „Það hefur komið okkur á óvart,“ sagði Ingólfur, hvað nýtingin er betri en fyrri sumur. Það sem af er sutnri hefur nýtingin verið betri en áður og jafnt um allt landið. En landfræðilega er alltaf mikili þungi á Kirkjubæjarklaustri, þar sem svo langt er til annarra áningarstaða og hentug dagleið að Klaustri. Þar cr þvf mikil eftirspurn cftir gistingu. Um hásumarið cru erlendir gestir í meiri hluta cn það er mikið af. ísiendingum líka. Ég vil leggja áherslu á það að með hóflegu verði kemur í ljós að nýting cr góð. Við höfum reynt að halda verðinu niðri. Ég kann ekki einfald- ari viðmiðun en það að vörur og þjónusta séu í sem nánustum takti við hina almennu kaupgetu á hverj- um tíma. Við ætlum því að reyna að halda okkar verði út sumarið, þrátt fyrir þrálátar hækkanir á hinum ýmsu þjónustuþáttum. Þessj góða aðsókn mun einnig gera það mögu- legra en ella. Við crum með val á veitingum, en fyrst og fremst viljum við að allir geti fengið veitingar eftir sínum smekk og fjárhag." „Hvað kosta máltíðir á Eddu hótelunum?1- „Þær kosta frá 150 kr. -250 kr. fyrir manninn, cn börn 6-11 ára greiða 1/2 gjald og frítt fyrir þau yngri. „Við höfum cinnig leitast við að koma til móts við stórar fjölskyldur Itvað varðar gistingu. Hjón með 3 börn t.d. geta fengið aukadýnur inn á gistiherbergi og kostar það ekkert aukreitis, ef notaðir eru svefnpokar á dýnurnar. Gisting fyrir þau fimm kostarþá710kr. ítveggjamanna her- bergi með handlaug.“ „Þarf að panta gistingu fyrirfram?“ „Já, það er nauðsynlegt að panta með fyrirvara, því að víða er fullbók- að um hásumarið." Svefnpokapláss þarf ekki að panta fyrirfram, en þau má fá bæði í skólastofum og í herbcrgjum.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.