Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 lltgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjori: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Eiias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur . Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Olafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttlr), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Vilja launþegar endurreisa þetta vísitölukerfi? ■ Á vegum launþegasamtakanna hafa nýlega birzt tölur, sem eiga að sýna að launþegar hafi tapað um 80% af eins mánaðar launum síðan bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um efnahagsað- gerðir voru sett í maílok. Samkvæmt þessari útkomu á maður með 10 þús. kr. mánaðar- laun að hafa tapað kr. 8.040.00 Maður með 15. þús. kr. mánaðarlaun á að hafa tapað kr. 12.060.00 Maður með 20. þús. kr. mánaðarlaun á að hafa tapað kr. 16.080.00 Maður með 30. þús. kr. mánaðarlaun á að hafa tapað kr. 24.120.00 Maður með 4Ö. þús kr. mánaðarlaun á að hafa tapað kr. 32. 160.00 Maður með 50. þús kr. mánaðarlaun á að hafa tapað kr. 40.200.00 Hér skulu ekki gerðar neinar athugasemdir við það hvernig þessar tölur eru fundnar út. Þær skulu ekki vera neitt vefengdar. Hins vegar þykir rétt að vekja athygli á nokkrum staðreyndum, sem þær gefa glöggt til kynna. í fyrsta lagi er það Ijóst af þessum tölum, að bráðbirgðalög ríkisstjórnarinnar leggja mestar bvrðar á þá, sem hafa mesta getuna. Maðurinn, sem hefur 50 þús. kr. mánaðarlaun, tapar kr. 40.200.00, en maðurinn, sem hefur 10 þús. kr. mánaðarlaun kr. 8.040.00. Tap hins fyrrnefnda er fimm sinnum meira. í öðru lagi sýna þessar tölur, hversu ranglátt það vísitölukerfi er, sem hefur verið í gildi og launþegasamtökin hafa haldið í dauðahaldi. Það hefur veitt hátekjumanninum fjórfalt og fimmfalt hærri bætur en láglaunamanninum. Það er ekki óeðlilegt, þótt spurt sé: Er það enn stefna launþegasamtakanna að berjast fyrir þessu vitlausa og rangláta vísitölukerfi og jafnvel efna til verkfalla til þess að fá það endurreist? Er það enn krafan eins og 1978 að fá samningana í gildi? í þriðja lagi sýna umræddartölur hvílík fölsun það er, þegar Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn segjast bera hagsmuni láglaunafólks fyrir brjósti, en báðir þessir flokkar hafa eftir megni reynt að halda í umrætt vísitölukerfi. I fjórða lagi skal því ekki trúað, að forráðamenn launþega geri sér ekki ljóst, að þótt launþegar hefðu fengið fleiri krónur í kaup, ef vísitölukerfið hefði haldizt óbreytt, hefði það ekki verið græddur eyrir. Á tímum eins og þeim, sem nú eru, þegar framleiðslan dregst saman, hefði ekki verið hægt að . fullnægja þessum krónuhækkunum launa með öðrum hætti en að láta þær fara út í verðlagið. Fyrri reynsla bendir vissulega til þess,að þærhefðu fljótt farið út í veður og vind. Uppskeran hefði orðið meiri verðbólga og aukið atvinnuleysi, því að mörg atvinnufyrirtæki hefðu stöðvazt að mestu eða öllu. Hvorugt hefði orðið launþegum til hagsbóta. Rigningarnar og sálarlífið Hin mikla rigningartíð, sem haldizt hefur að undanförnu, hefur með mörgum hætti reynt á sálarlífið. Margir kvarta meira en endranær undan þreytu, þunglyndi, órólegum skapsmunum, leti og hvers konar andlegri óáran. Þetta er rakið meira og minna til rigninganna og sólarleysisins. Verst hafa rigningarnar leikið þá, sem eru haldnir ofnæmi. Það mun hafa aukizt stórlega hjá mörgum síðan þessar sírigningar hófust. Ristjórar Mbl. eru átakanlegt dæmi um þetta. Þeir hafa alltaf veriö haldnir ofnæmi, þegar samvinnuhreyfingin hefur verið annars vegar. Þetta ofnæmi hefur bersýnilega stóraukizt af völdum rigninganna. Skrif blaðsins síðustu daga um S.Í.S. og íþróttahreyfinguna sýna ótvírætt, að þeim líður veruiega illa. Þeir segjast alls ekki geta látið fréttamenn mæta á blaðamannafundi hjá íþróttahreyf- ingunni, ef þar sé líka maður frá S.Í.S. Þeir neyðist því til þess að fara í verkfall. Hörmu'egt er til þess að vita. Það verður að lifa í voninni, að eitthvað dragi úr rigningunum eftir höfuðdaginn. Þá er ekki vonlaust, að Eyjólfu; essist. Þ.Þ. ■ Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra ■ „Ekki er hægt að líða sóun í opinberum rekstrí á sama tíma og heimilin verða að spara til hins ýtrasta". Myndin er af nýrri skrifstofubyggingu Rafmagnsveitu Reykjavíkur. ■ Jón Helgason, landbúnaðarráð. herra. Verndun kaupmáttar ■ Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, fjallar um kaupmátt launa og stöðu atvinnuveganna í grein, sem hann skrifar í blaðið „Austra", sem er málgagn framsóknarmanna á Austur- landi. Þar segir Halldór m.a.: „Að undanförnu hafa orð- ið verulegar verðhækkanir án þess að laun hafi breyst. Við þetta hefur kaupmáttur rýrn- að sem veldur óneitanlega erfiðleikum hjá almenningi. Ýmsir halda því fram að hér sé rangt að farið. Um það má ávallt deila en aðalatriðið er hvcrnig kaupmætti verður viðhaldið til lengri tíma. Verður það gert með því að reka atvinnufyrirtækin með stöðugum halla? Verður það gert með því að safna óend- anlegum skuldum erlendis eða með því að reka ópinbcr- ar stofnanir með tapi? Að sjálfsögðu ekki. Slíkur þjóð- arbúskapur grefur undan hcilbrigðum atvinnurekstri og stangast á við almenna skynsemi. Þjóðir sem þannig hafa hagað sér hafa í reynd misst efnahagslegt sjálfstæði. Þeir sem taka á tímabundnum erfiðleikum af festu skapa hins vegar góð skilyrði fyrir sókn til betri lífskjara. Þá reynir á þolinmæðina og mikilvægast er að missa ekki sjónar af markmiðunum. Kaupmáttur verður aðeins bættur með meiri verðmæta- sköpun. Óðaverðbólga kem- ur í veg yfir að það geti gerst. Barátta gegn veröbólgu er því mikilvægasta aðfcrðin til að bæta kaupmátt til lcngri tíma. Mótsögnin kemur hins vcgar fram í því að einhverju verður að fórna til að tryggja framtíðarhagsmuni. Áróð- ursmeistarar nota gjarnan tækifærið og villa mönnum sýn. Reyna að skapa upp- lausn með falskenningum sem reynast einskis nýtar. Kaupráns- og mannvonsku- kenningar eru dregnar fram og settar í sakleysisleg ferm- ingarföt. Enginn vafi er á að það verður gert á næstunni. Þá er ekki sagt hvað átti að gera, aðeins hvað átti ekki að gera. Ef þess háttar starfsemi verður árangursrík er líklegt að hægt verði að koma í veg fyrir bata í efnahagsmálum. Ef starfsfriður verður eigum við alla möguleika til að auka verðmætasköpunina.“ Af fullri festu Halldór víkur síðan að möguleikunum á bættum hag í framtíðinni: „Sjávarútvegurinn verður sem hingaö til að standa und- ir auknum kröfum. Bætt nýt- ing aflans er helsti möguleik- inn til betri afkomu. Enda- lausar kostnaðarhækkanir og óheft verðbólga koma hins vegar í veg fyrir allar framfar- ir. Miklir möguleikar eru einnig í landbúnaði ef nýjar búgreinar fá að njóta sín. Það gerist heldur ekki án hagstæðra skilyrða. Vonir eru bundnar við það að iönaðurinn geti tekið á móti fiestum sem' koma á vinnumarkaðinn á næstu árum. Ef áætlanir eiga að komast úr skrifborðsskúffum í framkvæmd verður það að- eins gert við eðlileg efnahags- leg skilyrði. Við viljum öll bæta hag okkar og möguleika komandi kynslóða. Það verður ekki gert með stundarhagsmuni að leiðarljósi. Lykilatriði er að taka á tímabundnum efna- hagsvanda af fullrí festu. Það verður tekist á um það á næstunni. Undanslátturkann að verða þægilegur fyrst í stað, en mun því miður rýra kaupmátt og afkomumögu- leika okkar til lengri tíma. Hins vegar verða opinber- ar stofnanir að sýna fyllsta aðhald í stað þcss að fara fram á hækkanir til að ná jöfnuði í rekstri. Því miður eru mörg dæmi þess að svo er ekki. Ákveðið hefur verið að rannsaka þau mál sérstaklega þannig að það sanna megi koma í Ijós. Ekki er hægt að líða sóun í opinberum rekstri á sama tíma og heimilin verða að spara til hins ýtrasta." Snúið móti straumnum Jón Helgason, landbúnað- arráðherra, skrifar um að- gerðir ríkisstjórnarinnar í Þjóðólf, málgagn framsókn- armanna á Suðurlandi, og segir þar m.a.: „Nú eru rúmir tveir mán- uðir frá því núverandi ríkis- stjórn var mynduð. Meðan á viðræðum um stjórnar- myndun stóð var augljóst, hversu vaxandi var hinn al- menni ótti við það ástand, sem yrði í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar, ef ekki yrði mynduð ríkisstjórn, sem hefði vilja og get'i til að koma í veg fyrir stöðvun atvinnulífsins eftir 1. júní. En vegna þeirra áfalla, sem þjóðfélagið varð fyrír á sl. ári og viljaleysi Alþýðubanda- lagsins í fráfarandi ríkisstjórn að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til að mæta þeim, þá stefndi í slíkt óefni, að margir þættir atvinnulífsins hlutu að stöðvast og aukning erlendra skulda umfram arðbæra ijár- festingu myndi leiða af sér rýrnandi lífskjör í framtíð- inni. í kjölfar hinnar ört vaxandi verðbólgu kom einnig lækk- andi kaupmáttur launa, vegna hinna miklu verð- hækkana, sem jafnan fylgdu í kjölfar verðbóta. Eru verð- hækkanir í byrjun júní sl. öllum enn í fersku minni. Hefðu þær þó orðið miklu meiri, ef ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar hefði ekki gripið i taumana og rofið vítahring verðbólgunn- ar, sem stefndi þjóðinni í augljósa ófæru.“ Mildandi aðgerðir Og landbúnaðarráðherra heldur áfram í grein sinni: „En auk þeirra ráðstafana, sem ríkistjórn Steingríms Hermannssonar hefur gert til að styrkja stöðu atvinnulífs- ins, svo að hægt verði að koma í veg fyrir atvinnulcysi, þá hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að draga úr þeim þungu húsifjum, sem verðbólgan veldur sérstak- lega þeim, sem eru með þunga skuldabyrði vegna kaupa á íbúðarhúsnæði. Þar má nefna frestun á 25% af greiðslum af hús- næðisl. og aðstoð vegna lausaskulda. Þá var komið í veg fyrir hækkun vaxta, en með vaxandi verðbólgu og að óbreyttum vaxtareglum stefndi fjármagnskostnaður yfir 100%. í stað þess er nú verið að ganga frá breytingum á út- reikningi á lánskjaravísitölu, sem mun draga úr fjármagns- kostnaði, sérstaklega á hús- næðislánum. Jafnframt munu vextir fara lækkandi um leið og drcgur úr verð- bólguhraðanum. Þessar ráðstafanir ríkis- stjórnar Steingríms Her- mannssonar ásamt ýmsum fleiri, sem á döfinni eru, hafa haft þau áhrif, að dregið hefur úr óttanum við víðtæka stöðvun atvinnulífsins. í stað þess hefur komið von um, að þjóðinni takist með sameig- inlegu átaki undir forystu rikisstjórnarinnar að snúa vörn í sókn. Vissulega er það erfitt að þurfa samtímis að mæta þungum áföllum, nú síðast aflabresti á vetrarvertíö og vorharðindum, um leið og átak er gert til að ráða niður- lögum verðbólgunnar. En það var ekki lengur hægt að hrekjast undan straumnum án þess að fara í kaf. En við vonumst til þess, að nú sé okkur að takast að ná nauðsynlegri fótfestu til þess að sækja upp í strenginn og ná réttri stefnu á ný.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.