Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 20
dropar Spilavíti í kjallaranum ■ Leiktækjasalir hafa nokk- uð verið til umræðu á Akureyri undanfarið vegna krafna um að I,as Vcgas yrði lokað hið snarasta. Sveitarstjórnarmenn á Akurcyri samþykktu nýlega í grandaleysi sínu leyfi til reksturs kaffistofu í bænum, og höfðu i reynd ekkert við þann rekstur að athuga. Þegar hins vcgar kafiistofan opnaði um helgina, kom í Ijós að búið var að innrétta leiktækjasal í geymslukallara undir kaffistof- unni, þannig að i reynd var kaffisalan aðeins leppur fyrir hina raunverulegu starfscmi sem þar fór fram. Brugðust bæjaryfirvöld hart við, og létu loka staðnum eftir nokkurra daga starfrækslu, enda mun áhuginn fyrir kafiihúsarekstr- inum hafa minnkað eftir að spilavítið var gert afturreka. Samið um flug hjá Eimskip KSÍ? Það hefur ekki farið á milli mála, að „mál málanna" á Morgunblaðinu þessa dagana er íþróttastyrkur Sambandsins til sérsambanda innan ÍSÍ sem ritstjórar blaðsins hneykslast yfir. Hitt er aftur merkilegt að Morgunblaðið hefur enga gangskör gert að því að afla sér eintaka af öðrum styrktar- samningum sem stórfyrirtæki hafa gert við sambönd eða félög íþróttamanna, sem gefur til kynna að tilgangurinn helgi meðalið. Þannig hafa Dropar heyrt því fleygt að styrktarsamningur Gimskipafélagsins við Knatt- spyrnusamband íslands, en formaður þess Ellert B. • Schram er cinn þeirra er Morg- unblaðið hefur fengið til að gagnrýna SÍS-styrkinn sé í stærstum atriðum líkur hinum fyrmefnda hvað varðar endur- gjald íþróttamannanna fyrir stuðninginn Eitt atriði mun þó skilja milli sem er þnð að KSÍ hefur að því er óstaðfestar heimildir Dropa segja skuld- bundið sig til að fljúga með ákveðnu flugfélagi meðan sam- komulagið stendur, en ekkert álíka ákvæði fyrirfinnst í SIS- samkomulaginu. Þetta atriði fæst hins vegar ekki upplýst, þar sem bæði KSI og Eimskip neita að gefa afrit af samkomu- lagi aðilanna, og bcra hags- muni hvors annars fyrir sig. Krummi ... ...hefði skilið ef fotbolta- mennirnir hefðu skuldbundið sig til að sigla með Eimskip, en á ómögulegt mcð að skilja hvar flugið kemur þama inn í. Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 HEDD Skemmuveg' ?C Kopavogi Simar (91|7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs abriel HÖGGDEYFAR --_ _ i i . • namarbnoic {jjvarahlutir sími365io. Hamarshöfða 1 Akureyri: LASVEGAS VARLOKAÐ ■ Las Vegasieiktækjasalnum umdeiida á Akureyri hefur nú verið lokað. Forráðamenn staðarins tóku þá ákvörðun eftir að Ijóst var að Akureyrar- bær hugðist loka staðnum nteð lögbannsaðgerðum að öðrum kosti, að sögn Hreins Pálssonar lögmanns Akureyrarbæjar. Las Vcgas var rekið í gamla Eimskipafélagáhúsinu sqm svp cr gjaVna kallað á horni Skipa- götu og Kaupangsstrætis. Það hús á að víkja samkvæmt nýju aðalskipulagi. Las Vegas hafði starfsleyfi til 1. apríl stðastiiðinn en stað- urinn fullnægði ekki kröfum heilbrigðis- og byggingar- nefndar. Forráðamennirnir munu sækja um lcyfi til starf- rækslu ieiktækjasalar annars staðar í bænum. - JGK „Súluhlaup um garð ■ „Súluhlaup er nú að mestu leyti um garð gengið og virðist mcr þetta hlaup mjög áþekkt þeim sem verið hafa nær árvisst nú unt nokkurt skcið,'1 sagði Sigurjón Rist vatnamælinga- maður í samtali við Tíniann í gær. „Ég hef að vfsu ekki enn tölur hvað þetta hlaup varðar en þetta fellur alveg inn í þá mynd sem undanfarandi hlaup hafa gert. Það er ef til vill eðlilegt að þessi hlaup séu svipuð vegna þess að jökuilinn er í óbreyttri hæð og mér virðist Skeiðarárjökull nokk- um veginn í jafnvægi og virðist ekki hafa neitt minnkað síð- ustu árin. Þessi hlaup hafa komið nokkurn veginn einu sinni á ári og hafa þá staðið í um einn sólarhring. Það er þó fyrir mestu að hlaupið hefur ekki valdið nein- um skaða við þjóðveginn. Það er-þó útilokað fyrir ferðantenn að keyra inn að Lómagnúpi að austan cins og er. Á þessum tíma er þctta nokkuð fjölfarin ferðamannalcið en hún er nú ófær með öllu og vcrður það að öllum líkindum næstu daga,“ sagði Sigurjón Rist að lokum. - ÞB 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 Laxárvirkjun: REKSIMRHAGNUUR VARD 37 MllUdNIR A SEX MANUDUM! ■ Rekstrarafgangur Laxár- virkjunar nam um 36,9 millj. króna á fyrri helmingi þessa árs eða röskum 61% af samtals um 60 milljóna króna heildar rckstrartekjum virkjunarinnar. Árið 1982 nam rekstraraf- gangur 29,6 milljónum króna af alls 66 milljóna króna rekstrar- tekjum, eða um 45%, að því er fram kom á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í fyrrakvöld, þar sem reikningar I.axárvirkjunar komu til fyrri umræðu. „Það sem hefur skeð er það, að Laxárvirkjun hefur fengið leyfi til hækkunar á raforku í takt við Landsvirkjun vegna þess! að þetta stefndi í eitt og sama fyrirtækið. Landsvirkjun hefur staðið í byggingu nýrra virkjana og jafnframt verið með mjög óhagstæða orkusölusamninga til stóriðju, þannig að þær virkjanir sem ekki hafa þurft að standa í nýframkvæmdum sleppa auðvit- wammMBB&ssmm að vel og hafa sæmilega af- komu,“ sagði Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi á Akureyri er rætt var við hann um ástæður þessarar góðu afkomu Laxárvirkjunar. Hann tók fram að það sama yrði upp á tening- num ef afkoma gömlu virkjan- anna fyrir sunnan - Sogsvirkjun- ar t.d. - yrði reiknuð út sérstak- lega. Komið hefur fram að norðan- mönnum sumum þykir súrt í broti að sjá á eftir „gróða“ Laxárvirkjunar suður fyrir heið- ar í tóma kassa Landsvirkjunar. Sigurður kvað það hafa verið áætlun Laxárvirkjunar á sínum tíma að halda áfram með virkj- anir fyrir svæðið. í stað þess að ráðast í það sjálfir á sínum tíma haft menn hins vegar hagnýtt sér orku frá Landsvirkjun. Norðanmenn hafi ekki geta ætl- ast til að fá að kaupa niður- greidda raforku að sunnan og jafnframt að hagnýta sér einir þá virkjun sem fyrir var nyrðra - það hefði verið ósanngjarnt. Og auðvitað verði norðanmenn að leggja sitt af mörkum í þá uppbyggingu sem eigi sér nú stað á dreifikerfinu nyrðra. „Það sem mönnum sárnar hér mest er hið háa raforkuverð sem halda þarf uppi vegna stórkostlegrar með- gjafar á raforku til stóriðju fyrir sunnan“, sagði Óli. - HEI „EKKI KOMNIR TIL AD EYÐI- LEGGJA NEITF — segir skipuleggjandi fslandsrallsins, Jean Claude Bertrand ■ „Ef ég gæti fengið að hitta dómsmálaráðherrann ykkar í einsog hálftímaerégsannfærður um að ég fengi allar átta leiðirnar í gegn“, sagði hinn skapmikli franski skipuieggjandi íslands- rallsins, Jean Claude Bertrand í spjalli við blm. Tímans í gær- kveldi er hann ásamt erlendu keppendunum kom til landsins með Eddunni. 21 bíll frá ítalíu, Frakklandi, Belgíu og Sviss og 5 mótorhjól komu með skipinu ásamt nokkrum blaða- mönnum frá Frakklandi. Sem kunnugt er hefur aðeins fengist leyfi fyrir 4 leiðum á íslandsrallinu þannig að keppn- isdagar verða fjórir í stað átta eins og upphaflega var ákvcðið. „Ég hélt að allt væri klappað og klárt en nú frétti ég bara að allt sé komið í hreina vitleysu", sagði Bertrand. „Ég get ekki skilið af hverju búið er að hætta við sumar leiðirnar. Við erum nefnilega alls ekki komnir hing- að til að eyðileggja landið. Við verðum ekki eins og hundar, mígandi út um allt“, sagði hann. Að lokum sagðist hann hafa orðið fyrir 50 þúsund dollara tapi vegna þessa og það eitt út af fyrir sig væri hlutur sem erfitt væri að gleyma. Þeir keppendur sem blaða- maður ræddi við voru á einu máli um að rallið yrði örugglega skemmtilegt og erfitt í senn. Sögðust þeir eiga von á að ýmis- legt óvænt myndi koma upp á íslandi þar sem það væri ó- þekktur staður að mestu leyti sem vettvangur alþjóðaralls. -Jól ■ Hér ríða hinir erlendu kepp- endur íslandsrallsins stálfákum sínuin út úr Eddunni. A inn- felldu myndinni er Jean Claude Bcrtrand. Ctmtnu Ritstjom 86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306_____+ PlMMTUDAGUR 18. AGÚST 1983

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.