Tíminn - 19.08.1983, Blaðsíða 6
6_____________
í spegli tímans
MARGTMALISAUrUR
ÓSIÁLFRÁÐU KROTI
■ Margir hafa það fyrir sið,
ef þeir hafa blýant og pappír
við höndina, að krota ýmislegt
meira og minna merkingar-
laust á meðan þeir eru að fást
við eitthvað annað, t.d. ræða
við annað fólk. Þetta riss er
yfirleitt gert alveg hugsunar-
laust og getur tekið á sig ýmsar
myndir. Sumir teikna kannski
andlit eða gera aðrar flóknari
teikningar, án þess að hugsa
um hvað þeir eru að gera, en
aðrir gera einfaldlega fígiírur,
sem erfitt er að gefa nokkurt
nafn.
Við sögðum áðan meira og
minna merkingarlaust krot.
Svo þarf þó ekki að vera og nú
hefur bresk kona, Jenny
Halfon, haldið því fram, að
þetta hugsunarlausa riss geti
gefið ýmsar upplýsingar um
teiknarann. Almennar upplýs-
ingar, sem Jenny gefur til leið-
beiningar um hvernig lesa megi
úr krotinu, eru m.a. eftirfar-
andi:
1. Þeir, sem þrýsta fast á
pappírinn, eru ögrandi og
óþolinmóðir.
2. Þeir, sem aftur á móti beita
mjög litlum þrýstingi á pappír-
inn, eru viðkvæmir og listfeng-
ir.
o
□
3. Mjög einfalt krot bendir til
þess, að viðkomandi sé menn-
ingarlega sinnaður og
smekkvís.
4. Þeir, sem teikna glaðleg
andlit, hafa sjálfir jákvæð við-
horf til lífsins og tilverunnar.
S. Sé andlitssvipurinn dapur-
legur, hefur teiknarinn mestu
vantrú á að lífið sé annað en
einn táradalur.
6. Gormar eða hringir, sem
fléttast saman, gefa til kynna
að viðkomandi sé upptekinn af
sjálfum sér eða viljasterkur.
metnaðarfullan einstakling sé
að ræða. Og ef strikin eru
mörg, gefa þau til kynna, að
hann sé líka haldinn einhvers
konar áráttu.
8. Þríhyrningar bera vott um
karlmennsku og áreitni. Þeir
bera ennfremur vott um að
teiknarinn sé stefnufastur og
hviki hvergi.
9. Stjörnur og blóm benda til
að teiknarinn sé rómantískur
og gefinn fyrir dagdrauma.
CLIFF RICHARD „Við
fyrstu sýn virðist krotið hans
einfaldleikinn uppmálaður, en
svo er að sjá, sem hömlur hafi
komið í veg fyrir, að hann
teiknaði ósjálfrátt. Hnífurinn
*' bendir til að hann hugsi með
andúð til fortíðarinnar og hætti
stundum til þunglyndis, jafnvel
sjálfseyðileggingar. Hann hef-
ur strikað yfir S-ið sitt, rétt eins
og hann sé að strika yfir allt,
sem snertir kynlíf hans. Það er
mjög undarlegt!“
10. Stór tré með svera stofna
eru merki um að viðkomandi
er ánægður með hlutskipti sitt,
en ræfilsleg tré benda til ó-
ánægju með daglcgt líf. Ef trén
eru teiknuð með rótum, eða
börkurinn er fleginn af stofn-
unum, er teiknarinn fastheld-
inn á eigur sínar, finnur til
öryggis og er raunsær.
PATRICK LICHFIELD
„Þessi maður er bráðgáfaður
og hefur gott auga fyrir ná-
kvæmni og vandvirkni í hverju
smáatriði. Þetta er skemmti-
legt krot, en nefið - hvernig
hann snýr því við til vinstri og
lætur það forma hluta af nafn-
inu sínu, hve það skagar mikið
út úr myndinni og þessi undar-
lega lykkja á því - þetta bendir
til, að hann sé ekki allur þar
sem hann er séður. Það er
eitthvað, sem hann vill halda
leyndu. Honum finnst sjálfum
hann vera eitthvað öðru vísi en
aörir og hefur áhuga á Austur-
löndum.“
11. Sól og ský benda til tog-
streitu. En sé sólin sérlega
stór, gefur það til kynna, að
sigrast verði á erfiðleikunum.
BARBARA CARTLAND „Þegar ég leit á krotið hennar, var
það fyrsta sem mér datt í hug, að þetta krot hefði hún gert
vísvitandi, það væri ekki gert án umhugsunar. En þá rakst ég
á alveg eins krot, sem hún hafði gert áður. Þetta riss sýnir
framúrskarandi hæfileika til að skipuleggja hvert smáatriði.
Hún er fljót að eignast vináttu fólks, og jafnfljót að eignast
óvini. Henni líður best í félagsskap karla og kann vel að meta
þau þægindi og skemmtanir, sem lífið hefur upp á að bjóða.“
&
12. Stórt auga kann að benda
til að viðkomandi sé upptekinn
af sjálfum sér. Ef augnsvipur-
inn er dapurlegur, bendir það
til ástarsorgar, en ef svipurinn
er illilegur, bendir hann til
ofsóknaræðis.
13. Gleraugu á andliti sýna
góða kímnigáfu. Þau geta líka
bent til augnsjúkdóms.
Kannski getið þið lesið
eitthvað út úr ykkar eigin rissi
um eigin persónu, sem þið
hafið ekki vitað áður!
14. Svona krot, sem hallast til
vinstri, er merki þess, að við-
komandi hafi tilhneigingu til
að lifa í fortíðinni.
15. Ef hins vegar krotið hallast
frekar til hægri, er teiknarinn
jákvæður og fullur tilhlökkun-
ar.
Jenny Halfon hefur fengið
nokkrar þekktar persónur til
að veita sér afnot af persónu-
legu ómeðvituðu kroti. Ut úr
því hefur hún lesið persónulýs-
ingu á viðfangsefnum sínum og
birtum við hér nokkrar þeirra
með til gamans.
„EG ER SVETTAMAÐUR 0G
1EL BARA HEIDUR AD ÞVÍ“
— viðtal við Bjarna Guðmundsson, sem
nýtekinn er við starfi aðstoðarmanns
landbúnaðarráðherra
■ „Já, ég er sveitamaður og tel
mér bara heiður að því - eðal-
borinn Vestfirðingur, eins og
Hannibal orðar það“, svaraði
Bjarni Guðmundsson, nýr að-
stoðarmaður landbúnaðarráð-
herra spurningu Tímans þar að
lútandi. Raunar kvað hann það
sína fyrstu Reykjavíkurdvöl sem
nú stefni í með þessu nýja starfi
- og þó ekki alveg, því fjölskylda
Bjarna verður eftir í sveitinni.
„Það eru nógu margir sem láta
undan straumnum, ef svo má
segja, og flýja dreifbýlið, þannig
að ég vil þumbast aðeins vi*
Enda væri það nú hraksmán ef
ég kæmist ekki á milli í Borgar-
fjörðinn miðað við að Jón Helga-
son ekur t.d. vikulega í Seglbúðir
og jafnvel hringinn til baka ef
því er að skipta", sagði Bjarni.
Kom í ljós að landbúnaðarráð-
herra fór frá Seglbúðum á Hóla-
hátíð um síðustu helgi og hafði
því ekið hringveginn allan þá
helgina.
Bjarni, sem lengi hefur verið
kennari við Bændaskólann á
Hvanneyri var spurður hvort
væri nú skemmtilegra að kenna
búfræðingaefnum á Hvanneyri
eða fást við vandamálin í ráðu-
neytinu. „Það verður að athuga,
að ég hef aðeins rúmlega hálfs
mánaðar reynslu í ráðuneytinu,
en kennsluárin voru orðin tólf,
svo það er ekki beinlínis gott að
gera samanburð enn a.m.k. Ég
neita því ekki að ég hef afskap-
lega gaman af að kenna hvort
sem nemendur mínir hafa jafn
gaman af því. Sá er munur á
þeim vandamálum sem hér er
við að glíma og nemendunum,
að þeir eru oftast fullir af bjart-
sýni og framfarahug. Það kveður
við svolítið annan tón þegar
verið er að fást við þessi svo-
kölluðu vandamál hér, Þótt
einnig séu til bjartsýnismenn í
ráðuneytinu."
- Og miðað við útlitið nú
verður varla skortur á vandamál-
um á næstunni?
„Varla, enda höfum við þá lag
á að búa þau til, komi þau ekki
sjálfkrafa. Það er eins og sam-
félagið þrífist ekki án þessa sí-
fellda vandamálatals."
- En þér hefur samt þótt for-
■ Bjami Guðmundsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra.
Tímamynd G.E.