Tíminn - 19.08.1983, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
9
Ayatollah Svavar Gestsson
og stóri Satan í Vestri
1.
■ Það er leitt að jafn gáfaður og góður
drengur og Svavar Gestsson skuli halda
þannig á málefnum nútíma stjórnmála,
að engu líkara er en hann sé að predika
um líf sem ekki er af þessum heimi.
Maður fer ósjálfrátt að kalla hann séra
Svavar eða ayatollah Svavar. Slík nafn-
gift á ekkert skylt við uppnefni, heldur
er hér um að ræða heiðarlegan atvinnu-
titil í fullu samræmi við hina trúarlegu
sannfæringu er slíkum titlum fylgir.
Getur ekki greint fólk í eitt skipti fyrir
öll, gert sér fulla grein fyrir því, að lega
íslands í hinum herskáa heimi nútímans
er þannig, að ekki er sama hvaða afstöðu
Islendingar, sem sjálfstæð þjóð, taka. Ef
ekki er hægt að halda Islandi algjörlega
utan við öll hernaðarátök og hersetu, þá
verður að velja næst bestu leiðina.
Hagkerfi íslendinga er þannig byggt
frá upphafi, að ómögulegt er fyrir f slend-
inga að einangra sig frá umheiminum.
fslendingar hafa ekki þá efnahagslegu
andstöðu eins og t.d. Svíar. Þótt Svíar
búi í tiltölulega ríku landi og við mjög
þróað efnahagskerfi og mikla þekkingu
og eru þar að auki um átta milljónir, er
samt á takmörkunum að Svíar, þótt
sterkir séu, geti staðið einir. Hlutleysi
þeirra á þrátt fyrir allt í vök að verjast.
Þótt íslendingar hafi valið þá leið að
leyfa hersetu í landinu, get ég ekki séð
neina hættu á því að þjóðerninu sé hætta
búin. Þvert á móti ætti hersetan að efla
þjóðarmenninguna eins og allt er nú í
pottinn búið. Það sem sundrar þjóðinni
er í fyrsta lagi hin pólitíska sundrung
sem ríkt hefur í landinu um langan
aldur. Og hinn þröngi persónulegi sjón-
hringur einstaklinga birtist jafnvel inni í
sérhverjum flokki og félagi á íslandi. Ég
hef átt heima í mörg ár erlendis og
hvergi hef ég rekið mig á eins mörg dæmi
þess þar sem bókstaflega er reynt að
koma hæfileikafólki fyrir kattarnef og
eyðileggja líf þess ef mögulegt er, eins
og einmitt á íslandi, og sérstaklega inni
í þeim flokkum þar sem fegurst er talað
um íslenskt þjóðerni, íslenskt mál og
íslenska menningu.
Mér hrýs hugur við að lesa þjóðremb-
ingsgreinar Svavars Gestssonar og þeirra
manna sem árum saman hafa unnið gegn
eðlilegri þróun íslenskrar menningar á
hinum ýmsu sviðum lista og bókmennta.
Ég gæti skrifað margar bækur um þessa
íslensku menningarhræsnara, sem unnið
hafa og vinna að því að hæfileikafólk á
íslandi hefur bókstaflega orðið að flýja
land eins og flóttafólk frá verstu ein-
ræðisríkjum.
Svavar minnist á „aronskuna". „Ar-
onskan" var einu sinni eitt af rannsókn-
arefnum mínum, - ekki vegna þess að ég
hefði einhvern sérstakan áhuga á þessu
málefni. Heldur af öðrum ástæðum. Ég
átti samtal við Aron sjálfan. Markmið
mitt var að lofa manninum að njóta sín
með skoðanir sínar eins og þær voru
fram settar af honum sjálfum. Þess
vegna setti ég saman fáeinar spurningar
sem hann svaraði góðfúslega. Ástæðan
fyrir þessu var fyrst og fremst sú, að
ráðist hafði verið á Aron með einhverj-
um verstu móðursýkisköstum sem sögur
fara af á íslandi. Og fordómarnir á
Aroni minntu á galdraofsóknir miðalda.
Sem betur fer er þegar komin allgóð !
reynsla fyrir því, að ofstækið frá vinstri
er ekki hótinu betra ofstækinu frá hægri.
2.
Á stríðsárunum var bandarísk herseta
á íslandi mjög þýðingarmikil fyrir
bandamenn og ekki hvað síst fyrir Ráð-
stjórnarríkin.
Bandaríski herinn, sem nú hefur bú-
setu á íslandi hefur ekki enn orðið
Ráðstjórnarríkjunum til neins tjóns,
þvert á móti hafa bandarískir hermenn
frá Keflavík hjálpað sovéskum sjó-
mönnum sem orðið hafa fyrir slysum eða
verið veikir á skipum hér nálægt landi.
Verði styrjöld milli Ráðstjórnarríkj-
anna og Bandaríkjanna þá verður barist
um ísland hvort heldur þar er einhver
erlendur her fyrir eða ekki. Grimmd og
miskunnarleysi í styrjöldum fer vaxandi
en ekki minnkandi, það verða allir að
gera sér Ijóst.
Ef við athugum nákvæmlega upphaf
kaldastríðsins eins og það byrjaði fáein-
um árum eftir lok síðari heimsstyrjaldar-
innar, þá er ljóst að aðalorsök kalda-
stríðsins var andlegs eðlis og sprottið af
því sem góðir sálfræðingar kalla „neur-
ose“.
í lok síðari heimsstyrjaldarinnar fór
fylgi vinstri flokka og kommúnista í
Vestur-Evíopu ört vaxandi. Gott dæmi
um þessa þróun er fylgisaukning danska
kommúnistaflokksins. Fyrir stríðið eða
1939 hafði danski kommúnistaflokkur-
inn aðeins einn þingmann, en í fyrstu
kosningunum eftir stríðið eða 1946 fær
danski kommúnistaflokkurinn tólf
þingmenn. Þannig var útlit hinnarvinstri
þróunar í Vestur-Evrópu eftir stríðið.
Mónópólkapitalistar um allan heim
sáu sæng sína upp reidda, og sérstaklega
urðu bandarískir mónókapitalistar
hræddir. Varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna varð vitskertur og fleygði sér út
um glugga á háhýsi hrópandi „Rússarnir
eru að koma.“
Kaldastríðið byrjaði sem sagt með
taugaveiklun svo notað sé gott íslenskt
orð yfir þetta vandamál.
Það alvarlegasta við þessa taugaveikl-
un sem öðru nafni er kallað „kaldastríð-
ið“, er sú staðreynd að vísindum og
vísindamönnum, og sem sagt öllum
bestu „tækni-heilum“ mannkynsins er
einbeitt að því markmiði að fullkomna
hina hemaðarlegu tækni í það óendan-
leg'a.
Ekki gerist þörf að lýsa hernaðar-
kapphlaupi hins nútíma heims, svo að
segja hvert mannsbarn á jörðinni veit
þetta.
Hins vegar eru ekki gefnar nægilegar
upplýsingar um hina gífurlegu mengun í
lofti, jörð og vatnsbólum. Heilir frum-
skógar eyðast af mengun eiturefna, vatn
verður ódrekkandi og veldur veikindum
á stóru svæði í Evrópu. Jafnvel skógar í
Svíþjóð sem ekki voru taldir í neinni
hættu, eru nú haldnir hinni nýju pest
mengunarefna, og álitið að skógar í
Suður-Svíþjóð muni eyðileggjast af þess-
um völdum. Og ef þessu heldur áfram
má búast við því að mengunin fari að ná
til heimskautalandanna. Náttúrunnar
Hírósíma er þetta nú kallað.
Meirihluti vísindamanna vinnur við
að eyðileggja allan gróður, eyðileggja
það líf sem er skilyrði þess að mannkynið
geti lifað áfram á þessari jörð.
Og aðal ástæðan er „neurósu-kast“.
3.
En hvað skal segja um stjórn Ráð-
stjórnarríkjanna? Er ekki um að ræða
neina „neurose" hjá henni? Jú, áreiðan-
lega. Það er t.d. fullyrt af sérfróðum
mönnum, að Rauðiherinn hafi verið
látinn hertaka Afganistan vegna þess að
forystumenn og sérfræðingar í Sovét
hafi verið sannfærðir um það, að stjórn
Bandaríkjanna myndi láta bandaríska
herinn hertaka Iran. Hertaka Afganistan
er þá byggð á „neurose“.
Hvað er hægt að gera til að koma í veg
fyrir taugaveiklun af slíku tagi?
Þegar sjúklingur kemur til sálfræðings
og heldur því fram, að „einhver“ ætli að
drepa sig, - hvað getur góður sálfræð-
ingur gert fyrir slíkan sjúkling? Góður
sálfræðingur myndi ekki segja sem svo
við sjúklinginn, að þessi hræðsla hans að
„einhver" ætli að drepa hann sé aðeins
ímyndun og að honum sé óhætt að fara
allar ferðir sínar óhultur. Nei, góður
sálfræðingur myndi rannsaka það,
hvernig á þessum ótta stæði. Því það er
ekki af og frá að sjúklingnum hafi
einhvern tíma verið ógnað með lífláti, -
jafnvel kannski ekki ósennilegt að hann
sé enn í einhverri hættu. En allt slíkt
verður að rannsaka á vísindalegan hátt.
Það er aldrei að vita hvaðan hætturnar
koma. En það getur líka verið um að
ræða algjöra ímyndunarveiki. Ogstund-
um getur verið einhver flugufótur fyrir
slíkum kvörtunum.
Þannig er þessu einnig farið þegar um
hernaðarótta stórveldanna er að ræða.
Stundum er ótti þeirra byggður á réttum
grun, en stundum er um að ræða algera
ímyndunarveiki. Sagt er að t.d. Stalin
hafi oft stjórnast af algerri ímyndunar-
veiki. Og það gera líka margir kapitalist-
ar.
Það er kannski rétt að minnast á það
hér að þýskur sagnfræðingur dr. Mess-
ersmith heldur því fram að þýsku herfor-
ingjaefnin hafi í herforingjaskólunum,
verið alin upp með það sem markmið að
fara í stríð, og að slíkt uppeldi þýskra
herforingja hafi verið þannig fyrir daga
Hitlers og óháð honum. Að drepa eða
verða drepinn, og að hafa slíkt sem
framtíðar atvinnu, tilheyrði hinu daglega
uppeldi herforingjaefna. Maður getur
látið sér detta í hug að slíkur skóli hafi
upphaflega verið grundvallaður á „neur-
■ Svavar Gestsson
ose“. Kannski gamlar leifar frá þrjátíu-
ára stríðinu.
„Neurose“ þarf ekki alltaf að þýða
taugaveiklun, það er til bæði heilbrigð
og óheilbrigð „neurose“. Oft er um að
ræða tauganæmi og stundum taugaof-
næmi. Hræðsla er eðlileg þegar grund-
völlur er fyrir henni. En þegar öll hætta
er liðin hjá og maður heldur áfram að
vera hræddur, þá hefur taugakerfið orð-
ið fyrir einhverju áfalli sem þarf lækning-
ar við. Fram hjá slíku verður ekki
gengið.
Þegar leyniræða Krustsjoffs um Stalin
var heyrum kunn, kom í Ijós, að óttinn
við Sovétríkin hafði ekki verið algjörlega
ástæðulaus þótt þessi ótti hafi komið
ákveðnast í Ijós hjá bandarískum món-
ópólkapitalistum. Hins vegar er það
alveg rétt, að ótti mónópólkapitalistanna
var mjög sjúklegur og þess vegna mjög
hættulegur.
Það er líka rétt að ótti Leninsinnanna
í Moskvu hefur einnig verið mjög sjúk-
legur.
Ótti þessara tveggja stórvelda eða
ráðamanna þeirra hefur þarna orðið
óeðlilega mikill eins og hjá alvarlegum
taugasjúklingi, og skapað lífshættulegt
andrúm er leitt hefur til mesta hernaðar-
■kapphlaups sögunnar.
4.
Fyrir fáum árum síðan hafði maður
nokkur í Reykjavík orðið mjög ofsókn-
arsjúkur. Hann var af kaupmannastétt.
Eins og flestir vita þá eru til dólgslegir
einstaklingar meðal kaupmanna eins og
í flestum öðrum stéttum sem eru bæði
grimmir og árásargjarnir. Við vitum
þetta t.d. á sögu Snorra-Sturlusonar.
Örlög hans má rekja til dólgslegra
kaupmanna þrettándu aldar. Snorri var
myrtur að eggjan slíkra manna og sem
einnig vildu segja Noregskonungi fyrir
verkum. Og íslenskir öfundarmenn létu
ekki á sér standa.
Dólgslegir íslenskir nútíma menning-
arsvindlarar eiga það til, að brengla
Snorra við ofbeldi. Satt er það að Snorri.
hefur verið harður í horn að taka við þá
er brutu íslensk lög. En Snorri hefur
ekki, svo séð verður á heimildum, reynt i
að koma kollegum sínum fyrir kattarnef
eins og nú tíðkast mikið í íslensku
menningarlífi. Snorri var eiginlega mjög
friðsamur maður sem fór að lögum og
vann ekki að neinu baktjaldamakki.
Þeir nútíma íslendingar sem ráðist
hafa á Snorra fyrir hörku hans gegn
einum sekum manni, hafa sjálfir verið
fullir af árásarhneigð og ólöglegum at-
höfnum. Þess vegna kemur gagnrýni
þeirra á Snorra út eins og ótti við eigin
ólöglegu og fólskulegu athafnir.
Hins vegar verður ljóst á heimildum,
að Snorri reyndi að læra af kollegum
sínum bæði af lögmönnum og sagna-
höfundum, og án þess að síðan reyna
vinna leynilega gegn þeim á einn eða
annan hátt eins og nú tíðkast á íslandi.
Svo ég víki aftur að hinum ofsókna-
sjúka manni þá er því við að bæta, að
hann hélt sig geta leikið á þá menn sem |
hann taldi að væru að ofsækja sig. Þegar 1
hann ætlaði að fara suðurá Seltjarnarnes \
þá hringdi hann til Sundhallar Reykja-
víkur og sagðist vera á leiðinni þangað
til að baða og synda. Síðan fór hann
rakleitt suður á Seltjarnames. En þegar
hann ætlaði í Sundhöllina þá hringdi
hann til kunningja síns á Seltjarnarnesi
og sagði honum að hann myndi verða
þar eftir örfáar mínútur. Og svo fór hann
beina leið í Sundhöllina.
Við köllum þetta vanalega ofsóknar-
brjálæði. Ég þekkti þennan mann of lítið
til þess að ég geti gert mér rétta grein
fyrir sjúkdómi hans. Fortíð þessa manns
og lífsbaráttu veit ég næstum ekkert um.
Þess vegna get ég ekki gefið neina
skýringu á upphafi eða orsök sjúkdóms-
ins. En það er hægt að láta sér detta
margt í hug. Það er ekki víst að þarna sé
um að ræða eitthvað meðfætt eða áunnið
í barnæsku. Slíkt er heldur ekki af og
frá. En hanngetureinnighafaorðiðfyrir
árásum sem ungur maður. Kannski hefur
einhver dólgslegur kaupmaður litið á
hann sem hættulegan keppinaut og hót-
að honum með öllu illu ef hann ekki
hætti heildsölustarfsemisinni. Hanngæti
jafnvel hafa orðið fyrir líkamlegri sem
andlegri árás. Símaupphringingum á
nóttunni og öðru andlegu ofbeldi. Of-
sóknir á vinnustað og margt fleira. En
hann hefur verið harður af sér og ekki
gefist upp og haldið sjálfstæðum verslun-
arstörfum sínum áfram þrátt fyrir of-
sóknir. Ofsóknarmaðurinn eða ofsókn-
armennirnir hafa gefist upp eftir kannski
mörg ár, og kannski af ótta við að vera
kærðir fyrir morðhótanir og ofbeldi.
Mörg slík inál eiga sér stað án þess að
komast í lögreglubækurnar. Slíkt er
sérstaklega algengt þegar t.d. er um að
ræða ofbeldi gegn konum. Dulið ofbeldi
af ýmsu tagi gegn ýmsu fólki bæði
körlum og konum á sér mjög oft stað.
Það er ekki bara mafían og gangsterar
sem stunda gróft ofbeldi bæði andlegt og
líkamlegt. Ótrúlegasta fólk gerir slíkt,
og hinir svokölluðu menningaratvinnu-
mcnn eru ekki barnanna bestir hvað
þetta snertir.
Ofsóknarbrjálæði á vissulega sínar
orsakir. Og þegar hætt er að ofsækja
viðkomandi persónu getur óttinn haldið
áfram að starfa. Taugarnar og heila-
starfsemin hefur orðið fyrir einhverju
tjóni og gefur fölsk viðvörunarmerki.
Það þarf ekki alltaf að henda mikið til
að ein viðkvæm manneskja fari úr jafn-
vægi og veröi undarleg.
Hvað sem öllu líður þá hagaði hinn
ofsóknasjúki maður sér á mjög svipaðan
hátt og stórveldin gera oft er þau skipu-
leggja hernaðarkerfi sitt. Þau eru alltaf
að reyna að leika á óvinina. Njósnakerfi
hernaðarþjóða eru byggð eftir slíkum
formúlum.
Á styrjaldarárum eru slík viðbrögð oft
nauðsynleg, en á friðartímum getur slík
framkoma og vinnuaðferðir leitt til nýrra
styrjalda.
En hvers vegna haga ríki sér á slíkan
hátt á friðartímum? Nú getur hernaðar-
leg fortíð þjóða valdið geðflækju hjá
fólki. Rússar hafa orðið fyrir innrás frá
Frakklandi á dögum Napoleons og aftur
frá Þýskalandi á dögum Hitlers. Slíkt
hefur áhrif á einstaklinga viðkomandi
þjóða. Margar aðrar þjóðir hafa svipaða
sögu að segja um yfirgang og innrásir.
En það eru til aðrir „komplexar“ sem
liggja enn dýpra og eru áhrifameiri en
hernaðarsaga eða minningar um styrj-
aldir. Slíkir „komplexar" er hugmynda-
fræði éinstaklingsins eða „trú“ sem hann
hefur alist upp við eða tekið inn í sitt
höfuð gegnum áróður. Og slík „trú“
stjórnar aðgerðum einstaklinga í stóru
og smáu og jafnvel taka frá þeim öll völd
og sjálfræði. Menn velja sér andstæðinga
og samherja eftir slíkri „hugmynda-
fræði“. Oft fer það svo, að af heilagri
vandlætingu á hvers annars málstað,
geta hinir pólitísku andstæðingar ekki
rætt um nauðsynlegustu vandamál dag-
legs lífs. Hugmyndaheimi þeirra má oft
líkja við ímyndunarveiki hins ofsókna-
brjálaða manns sem áður hefur verið
lýst. Gott dæmi um slíkt ofstæki er
heimsókn Bush í Stokkhólmi. Hann
hafði boðið öllum þingfulltrúum þingsins
til fundar við sig og vildi ræða við þá um
vandamál heimsins, en tók það fram að
fulltrúi þingflokks kommúnista fengi
ekki að vera með á þessum fundi. Hinn
sænski fulltrúi kommúnista Lars Wemer
'vsti yfir því, að þótt hann ætti kost á því
að vera á fundinum myndi hann ekki hafa
mætt þar vegna þess, að Bush væri
fulltrúi bandaríska auðvaldsins. Bush og
Werner eru sem sé ekki raunverulegir
stjórnmálamenn heldur miklu fremur
strangir trúarleiðtogar engu síður en t.d.
ayatollah Khomení. Og þannig eru nú-
tíma stjórnmál að verða meira og meira.
Framhald á
bls. 18