Tíminn - 19.08.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.08.1983, Blaðsíða 20
‘ Opið virka daga > 9-19. laugardaga 10-16 HEDD? , 1 Skemmuveg' 20 Kopavogt ( Stmar (91)7 75 51 & 7 80 30 N N Varahlutir Miklö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu \ Kaupum nýlega ' bíla til niðurrifs SAMVINNUI TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 Ciabriel cQ r HÖGGDEYFAR 11 u QJvarahlutir .SSKST'V. gfamtm Ritstjofn 86300 - Auglysingar 18300 - Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 0 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 Ríkisstjómin ráðstafar gengismuni vegna gengisfellingarirmar: STÆRSTR UPPHÆDIN RENNUR f STOFNFJARSJÓÐ FISKISKIPA ■ Ríkisstjórnin gekk í gxr frá skiptingu þeirra 550 millj. króna sem áætlað er að komi til ótdeil- ingar úr gengismunasjóði. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra mun taka langan tíma að allt það fé skili sér í sjóðinn, en tæpar 162 millj. voru komnar inn í júlflok s.l. Stærsta upphæðin, 300 millj, rennur í stofnfjársjóð fiskiskipa. Sextíu millj, verður varið í lán- veitingar til loðnuskipa og 15 millj, til loðnuverksmiðja. Tíu milljónum verður varið til orku- sparandi aðgerða í útgerð og öðrum 10 millj, til að efla gæði og vöruvöndun. Sextíu millj. fara í saltfiskdeild Verðjöfnunar- sjóðs. U.þ.b. 55 millj, tilgreiðslu eftirstöðva skulda Olíusjóðs fiskiskipa. 37 millj, renna til sjómannasamtakanna, 4 millj, til Styrktar- og Iánasjóðs fiski- skipa og 1,2 milljónum verður varið til sérstaks átaks í loðnuleit í haust. Af fyrrnefndum 300 millj, í Stofnfjársjóð fara 100 milljónir kr. inn í reikninga fiskiskipa í sjóðnum, með hliðsjón af afla- verðmæti þeirra frá júlíbyrjun í fyrra til júníloka í ár. Upphæðin dreifist á 609 skip, mest að sjálfsögðu til togaranna. Um 50 þessara skipa fá yfir 500 þús. kr. en ekkert þó yfir eina milljón króna. Hinar 200 milljónirnar renna í Stofnfjársjóð til lækkun- ar á skuldum alls um 400 fiski- skipa vegna lána sem tekin hafa verið eftir 1. júlí 1975. Ekkert skip fær þó meira en 2,5% af heildarfjárhæðinni, þ.e. 5 millj, króna. Uppreiknaðurógjaldfall- inn höfuðstóll skulda þeirra sem miðað er við var um 4.500 mill- jónir króna þann 25. maí s.l., þannig að 200 milljónirnar jafn- gilda því aðeins 4.44% af þeirri upphæð. Verulegar vanskila- skuldir, skuldir við Byggðasjóð, olíuskuldir og ýmsar aðrar eru ekki meðtaldar í fyrrnefndri 4.500 millj. króna upphæð. Lánin til loðnubátanna skipt- ast á 51 skip í hlutfalli við loðnukvóta. Hæsta upphæðin er 1.662 þús., en sú lægsta 930 þús. Lán þessi, verða verðtryggð, en vaxtalaus og eiga að greiðast með 1% af aflaverðmæti. Fyrir þær 1,2 millj, sem verja á til sérstaks átaks i loðnuleit á að fjármagna leiðangur Árna Friðrikssonar til loðnuleitar, í stað þess að gert hafi verið ráð fyrir að hann yrði bundinn við bryggju sökum fjárskorts. Sjávarútvegsráðherra kvað brýnt að fá sem fyrst svar við því hvort hægt verður að stunda loðnuveiðar í haust. • Verði það ekki taldi hann komið upp enn þá alvarlegra ástand en menn hafi gert sér grein fyrir ennþá. Af þeim 37. millj, króna sem renna eiga til sjómannasamtak- anna eiga 30 millj, að fara í Lífeyrissjóði sjómanna, en hinum 7 verði ráðstafað til annarra velferðarmála í þágu sjómanna, með samráði við þá. _ upi Markús Örn: Gefur út er- lent tímarit Modern lceland mun þad heita og kemur út í haust ■ „Það er ekkert leyndarmál að ég er að undirbúa útkomu crlends tímarits og stefnan er að blaðið komi út fijótlega í haust,“ sagði Markús Orn Antonsson, borgarfulltrúi, í samtali við Tímann, en heyrst hafði fleygt að hann hefði í hyggju að gefa nt erlent tímarit sem ætti að heita Modcrn Iceland. „Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér með þessu er að kynna þá aðila hér innanlands, sem eru með sambönd við útlönd og eru að reyna að kynna sína vöru og þjónustu á erlendum markaði. Ég geri ráð fyrir að svona lagað færi í gegnum utanríkisþjónust- una og sendiráð íslands erlendis. Ég þekki það af heimsóknum mínunt í sendiráðin að þeir sem þar starfa, kvarta oft undan því að prentað efni af þessu tagi sé ekki fyrirliggjandi. Forráða- menn og fulltrúar fyrirtækja leita til sendiráðanna og biðja mikið um upplýsingar um íslenskar vörur til dæmis. Ætlunin er því einnig að kynna þær nýjungar sem eru á döfinni hjá okkur á þessu sviði.“ Ljóst er að blaðið verður fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Aðspurður sagði Markús Örn að Modern Iceland væri það nafn sem hefði verið kynnt sem vinnuheiti blaðsins í þeim kynn- ingarbréfum sem hann hefðj sent út. Jafnframt sagði Markús' að ef einhverjar stórsnjallar hug- myndir kæmu um betra nafn yrði Modern Iceland tekið til endur- skoðunar. „Eins og staðan er í dag er mjög líklegt að þetta nafn verði ofan á,“ sagði Markús. „Á þessu stigi málsins treysti ég mér ekki til að segja til um útgáfutíðni blaðsins, það verður bara að koma í ljós“, sagði Markús. Að lokum sagðist hann standa einn að undirbúningnum á blað- inu en það væri ekki ósennilegt að einhverjir fleiri aðilar myndu tengjast þessu síðar meir. - Jól. ■ Útimarkaður var á Ráðhústorgi á Akureyri í gærdag og 'mæltist það vel fyrir. Hér fara fram viðskipti og varan er ávextir. Vonandi fékk frúin rétt til baka. Tímamynd GE dropar Ef allt væri á eina bókina... ■ Það vakti að sönnu veru- lega athygli þegar Tíminn upp- lýsti að Sighvatur Björgvins- son, fyrrum alþingismaður Al- þýöuflokksins, hefði verið ráð- inn til sérstakra starfa hjá Framkvæmdastofnun ríkisins, en hann var einn af þeim mönnum sem harðast barðist gegn stofnuninni á þingi og mun helst hafa viljað leggja hana niður i núverandi mynd. Mönnum er að vonum hugs- að til fleiri fall-kandidata Al- þýðuflokksins frá síðustu al- þingiskosningum. Hafa gár- ungarnir m.a. staldrað við nafn Magnúsar H. Magnússonar minnugir þess að eitt hans baráttumál var að leggja niður Fasteignamat ríkisins. Segjast þeir allt eins búast við því að Magnús taki fyrr eða síðar við yfirmannsstöðu í þeirri stofnun, ef fleira verður á sömu bókina lært og hjá Sig- hvati. En talandi um fall-kandidata Alþýðuflokksins. Árna Gunn- arssyni, einum þeirra, mun hafa verið boðið starf hjá bókafor- laginu Erni og Örlygi sem ein- hvers konar hxgri hönd Örlygs. Ekki mun hann þó hafa getað hugsað sér að taka tilboðinu, þar sem kveðið mun hafa verið á um það að hann kæmi ekki nálægt pólitík í eitt til tvö ár ef af ráðningunni yrði. Ámi hefur hins vegar metið pólitískt ástand hérlend- is svo, að fyrr en seinna gæti dregið til kosninga, og þvi gott að vera laus allra mála ef út í slaginn færi. Kona í buff??? ■ Dropateljari las sér til furðu i Morgunbiaðinu í gær að ákveðinn veitingastaður hér í borg auglýsti eftir: „Konu í bufP‘ Ekkert kemur hins vegar fram um hvernig „bufi" er að ræða, né verð á kílói í því sambandi. Að vísu hefur verið uppi umræða um hvernig hugs- jm eftir aö ráöa í eftirtalin störf: Konu í sal Konu í buff Vaktavinna. Konu i elahús Vaktavinna. Konu í eldhús Dagvlnna. plýsingar á staðnum trá kl. 4—7 i i Veitlngahöllin, Húsi verslunarinnar. anlega mætti ráðstafa kjötmeti sem fram kæmi vegna niður- skurðar á hrossum eða sauðfé, en Dropar kannast ekki við niðurskurð á „konum“ sem hugsanlega gæti skilað sér í „bufP‘-gerð veitingahússins. Krummi ... ...sér að nú á að veita Iceland Review samkeppni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.