Tíminn - 19.08.1983, Blaðsíða 18
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
18
á vettvangi dagsins
Ayatollah Svavar
Framhald af bls. 9
Og stjórnmálaheimur nútímans er þegar
farinn að bera öll helstu einkenni hins
ofsóknarbrjálaða einstaklings. Ef hinn
ofsóknarbrjálaði kaupmaður í Reykja-
vík hefði veriö mjög ríkur, þá hefði hann
áreiðanlega tekið sér á leigu lífverði er
hefðu fylgt honum til Sundhallarinnar
eða suður á Seltjarnarnes. Það er í raun
og veru hugmyndafræði stjórnmála-
manna sem skapað hefur heim hins
nútímaofsóknarbrjálæðings og gert
hugsýkina raunverulega. Nútíma stjórn-
málamenn gera andstæðingana að
skrímslum og sjálfa sig með. Þá eru til
mörg dæmi þess að aðeins ímyndaður
ótti hafi orsakað hryðjuverk eða
styrjöld.
Þegar stjórnmálamenn eins og Bush,
Werner og Svavar Gestsson fjalla um
menningarmál þá er afstaða þeirra allra
til menningarinnar ofin trúarhugmynd-
um ogfordómum. BæðiBush ogWerner
sækja ýmislegt í Biblíuna sem nú á
seinustu árum hefur verið sameiginleg
Verslunarrými
Til leigu á áningarstöð SVR að Hlemmi verslunarrými að grunnfleti
tæplega 8 ferm. Húsnæðið leigist frá og með 1. september n.k.
Upplýsingar á skrifstofu SVR að Kirkjusandi simi 82533.
Tilboð berist skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 eigi síðar en
fimmtudaginn 25. þ.m.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar
Vélaleiga Magnúsar Jósefssonar
■S* 66900
Traktorsgrafa
til leigu í alla jarðvinnu
(lóðir og grunna)
Vanur maður
Sími 66900
áróðursuppspretta hjá Leninsinnum og
mónópólkapitalistum. Ýmsir nútíma
kommúnistaflokkar utan Sovétríkjanna
hafa ráðið til sín guðfræðinga til að
endurbæta Léninismann. Fasistar og
mónópólkapitalistar eru hins vegar
þekktir fyrir hið mikla afnot á Biblíunni.
Fögur orð úr biblíusögunum eru þá
notuð til að breiða yfir ill áform.
í sumum ræðum Svavars Gestssonar
um íslenska menningu má oft finna slíka
trúartilfinningu. Bandarísku fjármagni
og vegalagningu til Þingvalla reynir
Svavar að blanda saman á villandi hátt
og með hástemmdum þjóðrembingi. En
Svavar skýtur vanalega yfir markið.
Almenningur á íslandi veit vel, að
eins og allt lítur út núna í heiminum geta'
íslendingar ekki af eigin efnahagsramm-'
leik gert nauðsynlegar framkvæmdir til
að geta lifað sem nútíma íslensk menn-
ingarþjóð.
Samt sem áður veit Svavar það, að
tilvera íslendinga sem sjálfstæð menn-
ingarþjóð byggist m.a. á ákveðnu efna-
hagslegu bolmagni. Ef nokkur íslenskur
stjórnmálamaður tekur feil á því, hvað
sé þjóðmenningarlegt siðgæði þá er það
Svavar Gestsson.
Þótt bandarískir peningar sem annars ‘
áttu að fara til kaupa á hcrgögnum séu í
þess stað notaðir til friðsamlegra þarfa
fyrir t.d. íslenskt flugskýli, get ég ekki
séð að slíkt skaði íslenska þjóðmenningu
eða eyðileggi heilbrigða þjóðernistilfinn-
ingu venjulegra íslendinga nema síður
sé. Mér er nær að trúa því að Svavar sé
hér aðeins í atkvæðahug á fölskum
forsendum, og ef svo er, þá ástundar
Svavar þjóðmenningarlegt siðleysi.
Þótt færri en 0.5% af bandarísku
þjóðinni tilheyri mónópólkapitalistum
sem nú reyna að stjórna heiminum með
fjármálavaldi sínu ásamt öðrum
vopnum, er samt oft talað um heims-
valdastefnu Bandaríkjanna. Það er orð-
ið nauðsynlegt að leiðrétta slíkar villandi
heimildir um Bandaríkin. Það er einnig
rétt að benda á það, að aðstaða bandar-
ískra mónópólkapitalista og hjálpar-
kokka þeirra í Sviss, fer minnkandi með
hverju árinu sem líður. þótt rétt sé að
vera ekki of bjartsýnn um skyndilegt fall
þeirra.
Án íslenskra bókmennta og annarrar
íslenskrar menningarviðleitni myndu ís-
lendingar áreiðanlega ekki vera sjálfstæð
þjóð nú á dögum, hvað þá heldur vera
tekin alvarlega sem menningarþjóð.
Þetta vita nú flestir íslendingar. Hinu
má heldur ekki gleyma að mjög þröng-
sýn efnahagspólitík getur gert út af við
sjálfstæða íslenska menningu og þar
með sjálfstæði íslendinga.
Hinn stóri Satan í vestri eins og
ayatollah Khomeini nefnir oft Bandarík-
in, en á auðvitað við mónópólkapitalist-
ana sem einu sinni rændu íran auð
sínum, eru færri en 0.5% af bandarísku
þjóðinni. Það er því alveg óhætt að vera
bjartsýnn um þróun íslenskrar menning-
ar hvað snertir hættuna frá vestri. Þrátt
fyrir það er rétt að halda vöku sinni.
Hætturnar frá austri og vestri eru samt
sem áður talsverðar, það er satt.
En því má ekki gleyma að aðalhættan
sem nú steðjar að hinni íslensku menn-
ingu kemur innan frá og er að finna í liði
íslendinga sjálfra. Það er hægt að sýna
fram á fjölda dæma þess að nú vaða uppi
íslenskir menningarsvindlarar sem tefja
fyrir allri eðlilegri þróun íslenskrar
menningar. Þessir menningarsvindlarar
haga sér eins og mafíuforingjar í verslun-
arhverfi New York borgar sem reyna að
útiloka gott hæfileikafólk og í þess stað
ráða hæfileikasnauðan lýð sem ekki
gerir neinar verulegar kröfur til menn-
ingarstarfseminnar.
Ef að hinir íslensku menningarsvindl-
arar fá að halda áfram að grafa undan
heilbrigðu íslensku menningarlífi eins
og nú á sér stað, þá hlýtur íslensk
menning smám saman að líða undir lok
innan frá og þar með stofna sjálfstæði
íslendinga í hættu.
Þetta: ætti Svavar Gestsson að íhuga
og ræða vandlega við félaga sína, þ.e.a.s.
ef honum og félögum hans er ekki
fjarstýrt frá ákveðnu stórveldi.
24.7. 1983
Einar Freyr
Kvikmyndir
Stór-
bflasýning á ísafirði
laugardag og sunnudag í Skipasmíðastöðinni, Suðurtanga 2,
kl. 1-5 báða daga. Sími 94-3139.
Sýnum þá allra glæsilegustu í dag.
Station 1800 GLF 4WD.
1800 Hardtop.
4WD. sendibifreið, (kúlutopp)
Commercial 700 Van sendibifreið.
Laurel díesel.
Patrol 4Wd. jeppann.
Cherry 5 dyra sjálfskiptan.
NISSAN
NISSAN
NI5SAN
Tökum allar gerðir eldri bifreiða upp í nýjar
Gengið frá kaupum á staðnum
Nánari upplýsingar hjá umboðsmanni okkar Auðuni Karlssyni sími 94-6972.
INGVAR HELGASON HF.
Sími 78900
SALUR1
Einvígið
(The Challenge)
Ný og mjög spennandi mynd um
einfara sem flækist óvart inn i stríð
á milli tveggja bræðra. Myndin er
tekin i Japan og Bandarikjunum
og gerð af hinum þekkta leikstjóra
John Frankenheimer.
Aðalhlutverk: Scott Glenn, Tos-
hiro Mifune, Calvin Jung.
Leikstjóri: John Frankenheimer
Bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 7,9.05 og 11.15
Sú göldrótta
(Bedknobs an Broom-
sticks)
Frábær Walt Disney mynd bæði
leikin og teiknuð. I þessari mynd er
sá albesti kappleikur sem sést
hefur á hvíta tjaldinu.
Aðalhlutverk: Angela Lansbury,
David Tomlinson og Roddy
McDowall.
Sýnd kl. 5
SALUR2
Frumsýnir grínmyndina
Allt á floti
Ný og jafnframt frábær grinmynd
sem fjallar um bjórbruggara og
hina hörðu samkeppni i bjórbrans-
anum vestra. Robert Hays hefur .
ekki skemmt sér eins vel síðan
hann lék i Airplane. Grínmynd fyrir
alla með úrvalsleikurum.
Aðalhlutverk: Robert Hays,
Barbara Hershey, David Keith, ,
Art Carney, Eddle Albert.
Sýnd kl. 5J,9og11
SALUR3
Frumsýnir
Nýjustu mynd F. Coppola
Utangarðsdrengir
(The Outsiders) ■
Bönnuð innan 14 ára.
Hækkað verð.
Myndin er tekin upp I Dolby
sterio og sýnd i 4 rása Star-
scope sterio.
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11
SALUR4
Merry Christmas
Mr. Lawrence.
•Heimsfræg og jafnframt splunku,
:ný stórmynd sem skeður í fanga-,
búðum Japana í siðari heimstyrjöld.'
! Bönnuð bórnum
Myndin ertekin í D0LBY STERI0
■ og sýnd 14 rása STARSCOPE.
Sýndkl. 7,9og11.Í5.
Svartskeggur
Hin frábæra Disneymynd
Sýnd kl. 5.
SALUR5
Atlantic City
Trábær úrvalsmynd útnefnd til 5
;óskara 1982
; Aðalhlutverk: Burt Lancaster,
Susan Sarandon
: Leikstjóm Louis Malle
S ýndkL 9 ‘