Tíminn - 19.08.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.08.1983, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 5 fréttir WHO fundar um lyfjameðferð aldraðra: „MÖRG VANDAMAL TENGD LYFJAMEÐFERD ALDRADRA” — segir dr. D. Macfadyen öldrunar frædingur hjá WHO ■ „Okkur hjá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni er Ijóst að lyfjanotkun meðal aldraðra er hlutfallslega mun meiri en hjá yngri aldurshópum. Það er hins vegar ekki fyrr en á allra síðustu árum sem mönnum hefur orðið Ijóst hve vandamálið er stórt. Þess vegna vinnur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin nú að fyrirbyggjandi aðgerðum á þessu sviði, m.a. í gerð upplýsingabæklinga fyrir lækna og kennara í læknisfræði og er þar að finna hvaða leiðir helstar eru til úrbóta. Ég hygg að vandinn við lyfja- meðferð hjá öldruðum liggi fyrst og fremst í margháttuðum breytingum í sálarlífi og líkamsstarfsemi þeirra. Eins og við vitum eru sum lyf þeirrar náttúru að auka verður skammtinn hjá öldruðum auk þess sem önnur lyf hafa öflugri verkun með aldrinum", sagði dr. D. Maefadyen framkvæmdastjóri þeirrar deildar WHO sem fer með málefni aldraðra á blaðamannafundi í gær. Þessa daga stendur yfir hér á landi notkun lyfja". í þeirri mynd kom flest það fram sem dr. D. Macfadyen minntist á, einkum hversu erfitt það er oft fyrir aldraða að fara eftir skriflegum leiðbein- ingum og munnlegum, því fyrir aldurs sakir vildi slíkt oft gleymast. Á vegum WHO er nú unnið að öruggari aðferðum til að koma í veg fyrir ranga notkun lyfja og öruggari aðferðum fyrir aldraða við að notfæra sér þau á réttan hátt. í handbók þeirri sem fyrirhugað er að gefa út kemur fram að vandamál þau sem læknar eiga við að stríða varðandi úrskurð um gildi lyfja, eru margskonar. Almar Grímsson læknir sem sæti á í stjórn WHO sagði á fundinum í gær, að læknar hefðu fram til þessa ekki getað sýnt fram á að eitt lyf væri öðru betra hvað snertir t.d. þurra slímhúð í hálsi. Þess vegna væri alveg eins réttlætanlegt að benda á glas af heitu vatni sem ráð við þeim kvilla eins og að benda á einhver lyf. -ÞB. ■ Nokkrir fulltrúar WHO á fundinum í gær. F.v. Almar Grímsson læknir, Ingólfur Petersen, dr. M.N.G. Dukes, dr. D. Macfadyen og prófessor F.I. Caird. Tímamynd: G.E. fundur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar um lyfjameðferð hjá öldruðum, en markmið fundarins er m.a. að Ijúka við gerð handbókar fyrir lækna og starfsmenn í heilbrigðisþjónustunni. Þátttakendur á þessum fundi eru sér- fræðingar í læknisfræði, lyfjafræði og hjúkrun með sérstaka þekkingu á lyfja- meðferð hjá öldruðum. 1 gær efndu fundarmenn til kvik- myndasýningar þar sem sýnd var fræðslumynd sem bar heitið „IJm örugga * • m • í — A4MJ J 'i jL ^ ■ Á æfingu í Hagaskólanum í gær. Það hefur ekki verið slegið slöku við æfingarnar, heldur á tónsprotanum. Zukofsky-námskeiðið: þær hafa staðið 6 tíma á dag, 6 daga vikunnar. Það er auðvitað Zukofsky sem Tímamynd GE Tónleikará laugardaginn ■ Sjöunda námskeiðið sem bandaríski tónlistarmaðurinn Poul Zukofsky heldur með ungum hljóðfæraleikurum í Reykjavík hefur staðið yfir í Hagaskóla síðan 5. ágúst. Þátttakendur eru 75 talsins, þar af eru 8 erlendir. Æft hefur verið 6 tíma á dag 6 daga vikunnar bæði í fullskipaðri hljómsveit og í smáhópum. Aðstoðarmenn Zukofskýs eru Nancy Elan, Karen Olson og James Sleigh sem þjálfar strengina, Bernard Wilkinson sem þjálfar blásara og Eggert Pálsson sem þjálfar slagverksleikarana. Árangur alls þessa starfs getur að heyra í Háskólabíói laugardaginn 20. águst. Kl. 14.00þanndaghefjasttónleik- ar þátttakenda í Zukofskýnámskeiðinu undir stjórn hans. Flutt verða verkin Dauði og uppljómun, Tod und Verklár- ung eftir Richard Stauss, Uppstigningin, L’ascension eftir Oliver Messiaen, flutt hér til að minnast 75 ára afmælis tón- skáldsins á þessu ári, og loks Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky í hljómsveitarbúningi Maurice Ravels. Það er Tónlistaskólinn í Reykjavík sem gengst fyrir Zukofsky-námskeiðun- um en í ár hafa Flugleiðir veitt umtals- verðan fjárstuðning. Styrktarfélagar hafa þegar fengið miða á tónleikana á laugardaginn en miðar verða einnig seldir við innganginn. - JGK Veitingahöllin: „Ævintýri líkast” segireigandinn Stefán Ólafsson ■ „Þetta hefur verið ævintýri líkast," sagði Stefán Ólafsson, eigandi Veitinga- hallarinnar en nú eru tveir mánuðir síðan þessi veitingastaður hóf göngu sína. Stefán á einnig Múlakaffi og hefur rekið það í 21 ár. „Alveg síðan við opnuðum hefur verið mikið að gera og þetta hefur farið fram úr björtustu vonum okkar,“ sagði Stefán. „Veitingahöllin er í raun og veru þrír veitingastaðir. Það er í fyrsta lagi matur- inn sem við sendum í bökkunum í fyrirtæki og stofnanir, í öðru lagi kaffi- terían þar sem menn geta fengið sér að borða í einum grænum og síðast en ekki síst rólega hornið okkar þar sem kúnninn lætur dekra við sig,“ sagði Stefán. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Veitingahallarinnar, verður um miðjan september opnaður 40nr bar fyrir innan rólega hornið, þar sem menn geta fengið sér fordrykki og fleira áður en sest er að borðum. Veitingahöllin er í Húsi Verslunarinn- ar og húsnæði veitingastaðarins er í eigu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna. Hefur Veitingahöllin gert leigusamning til 10 ára. Yfirmatsveinn er Diðrik Ólafsson og yfirþjónn er Hörður Haraldsson. -Jól. ■ Hið vistlega „rólega horn“ í Veitingahöllinni þar sem dekrað er við kúnnann. Tímamynd: GE Bliki Nýtt tímarit um fugla komið út ■ Út er komið nýtt tímarit um fugla sem ber heitið Bliki, og eru útgefendur þess dýrafræðideild Náttúrufræðistofn- unar íslands í samvinnu við áhugamenn um fugla og Fuglaverndarfélag íslands. Bliki er fyrsta rit sinnar tegundar sern gefið er út hér á landi og er því ætlað að birta sem fjölbreytilegast efni um ís- lenska fugla, bæði fyrir leikmenn og lærða. í ritinu verður sóst eftir að koma á framfæri nýjum upplýsingum um ís- lenska fugla sem geta verið margvísleg- ar. Til dæmis verða birtar árlegar skýrsl- ur um ákveðna þætti fuglaathugana, einnig niðurstöður fuglatalningá sem fram fara milli jóla og nýárs. Þá er fyrirhugað að birta árangur fuglamerk- inga, en þær hafa verið birtar á fslandi s.l. 60 ár. Sem dæmi um annað efni má nefna samantektir um fuglalíf ákveðinna staða og nýjar upplýsingar um varpútbreiðslu fugla. Ritinu er ætlað að vera vettvangur athugana frá stöðum sem lítt eru kann- aðir með tilliti til fugla. Þá verða styttri eða lengri greinar um ýmsar fugla- nýjungar og þá fjallað um niðurstöður rannsókna um sjaldgæfar eða nýjar fuglategundir. Bliki mun koma út óreglulega en a.m.k. eitt hefti á ári. Þeim sem óska að fá ritið sent, er boðið að vera á útsend- ingarlista. Þetta fyrsta hefti Blika kostar 130 kr. og er innheimt með gíróseðli. Afgreiðsla ritsins er að Laugavegi 105, 125 Reykjavík í Náttúrufræðistofnun íslands, en síminn er (91)—29822. -ÞB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.