Tíminn - 21.08.1983, Side 4

Tíminn - 21.08.1983, Side 4
4 SUNNUDAGUR 21. AGUST 1983 ■ LICIO GELLI, LEIÐ- TOGI HINNAR ILL- RÆMDU FRÍMÚRARA- STÚKU P2 Á ÍTALÍU? HVARF Á MIÐVIKU- DAG í SÍÐUSTU VIKU ÚR KLEFA SÍNUM í CHAMP-DOLLON FANG-ELSINU í GENF í SVISS. AÐ MORGNI MIÐ- VIKUDAGS KOM í LJÓS AÐ STÓRT GAT HAFÐI VERIÐ KLIPPT í ÖRYGGISGIRÐINGU SEM UMLYKUR FANG- ELSIÐ. í KLEFA GELL- IS FANNST BRÚÐA SEM FÆRÐ HAFÐI VERIÐ í FANGELSIS- NÁTTFÖT HANS. CHAMP-DOLLON FANGELSIÐ í ÚT- JAÐRI GENFAR HEF- UR VERIÐ TALIÐ RAMMGERÐASTA FANGELSI í SVISS, OG ÞÓTT VÍÐAR VÆRI LEITAÐ, OG JAFNAÐ VIÐ STAMMHEIM í VESTUR-ÞÝSKA- Peter Sullivan DUMMÝ FIGURÉiiÍ (pyjama jacket jp ‘stuffed with tissués> S?£$í|(ether saturated)*3! SYRIHGE/ é 7 metrewall mmm HOLEIN PERIMETÉR FEKCEgÍ GRAPPLING HOOK .& PITONSfe GELU'S CELI yaiÁ’. FLOODLIT mrnrnmmj ídBXV** LOCKED GATE LOCKED GATEl ILOCKEDGAIEWm MINGATEWITHGUARD GELLI’S ESCAPE R0|p?Jfp| /œ i I í 'r 'm* / /'"’r-'- •. :. 'i' ; •■‘•‘''—.'•1 FLOODLIT FLOODLIT FOOTBALL FIELD • •<■•'>»».'***‘|LV 17 metre wall ■ Teikning úr breska blaðinu The Sunday Times sem sýnir hvernig Gelli hefur sloppið úr hinu rammgerða fangelsi í útjaðri Genfar. FLOTTI UCIO GELLI Leiðtogi hinnar illræmdu frímúrarastúku P2 á Ítalíu er sloppinn úr fangelsi í Sviss. Hver frelsaði hann og hvers vegna? LANDI, ÞAR SEM HÆTTULEGIR HRYÐJUVERKA- MENN ERU GEYMDIR. í fyrstu var talið að Gelli hefði verið rænt úr klefanum með því þar fundust merki um átök, blóðblettir og sprauta. Á föstudag gaf fangavörður Gellis, Edo- uard Ceresa, sig fram og lýsti því yfir að hann hefði hjálpað Gelli að flýja. Kvaðst vörðurinn hafa sleppt Gelli út úr klefa sínum og ekið honum í flutningavagni gegnum aðalhlið fangelsisins eftir að hann lauk næturvakt sinni klukkan sjö að morgni miðvikudags. Gelli var þá falinn undir teppi á gólfi vagnsins, að sögn Ceresa. Lögreglan segir að Ceresa hafi fengið 10 þúsund svissneska franka, fyrir vikið, en það er jafnvirði um 262 þúsund íslenskra króna. ■ Licio Gelli t.v. eins og hann leit að jafnaði út þegar hann var leiðtogi frímúrarastúkunnar P2 en þóttist aðeins vera forstjóri fataverksmiðju. T.h. eru myndir sem sýna dulargervi það sem hann hafði komið sér upp er hann var handtekinn í Genf. OSENNILEG SKYRING Ýmsir telja að þessi skýring á hvarfi Gellis sé ósennileg, og maðkar séu í mysunni. Hvarf Gellis átti sér stað aðeins tíu dögum áður en fyrirhugað var að Hæstiréttur Sviss fjallaði um beiðni ftala um að Gelli yrði framseldur til að sæta réttarhöldum fyrir njósnir, svik, fjárdrátt og fleiri glæpi. Gelli var upphaf- lega handtekinn í banka í Genf 13. september á síðasta ári er hann reyndi að taka peninga út úr reikningi sem á voru 120 milljónir dollara. Sagt er að fjármunir þessir hafi verið í eigu Banco Ambrosiano, stærsta einkabanka Ítalíu, sem hefur mikil tengsl við Vatíkanið. Meðal þeirra sem óttast kynnu vitnis- burð Gelli eru aðilar í Vatíkaninu - Páfagarði háttsettir stjórnmálamenn á Ítalíu, jafnt í flokki Sósíalista sem Kristilegra demókrata, foringar í hernum, leyniþjónustumenn, og hátt- settir lögregluforingjar, og að auki kaup- sýslumenn, lögfræðingar og bankaeig- endur í Sviss og á Ítalíu. Allir eru þessir aðilar taldir viðriðnir mesta stjórnmála- hneyksli á Ítalíu eftir stríð, en það snýst um ólögmæta starfsemi fyrrnefndrar frímúrarastúku. Að auki er talið að öfl innan ítölsku mafíunnar, og meðal hægri sinnaðra hryðjuverkamenna, hafi viljað koma í veg fyrir að Gelli bæri vitni fyrir rétti. EFTIRSÓTTASTI FANGI í SVISS Frá því í september á síðasta ári, þegar Gelli var handtekinn, má því segja að hann hafi verið éinhver eftirsóttasti fangi í gervöllu Sviss. Hann var og sendur í rammgert fangelsi, meðan beð- ið var úrskurðar um hvað við hann skyldi gera, en nú kemur á daginn að hans hafur ekki verið gætt sem skyldi. Enn fremur virðist sem yfirmenn fangelsis hafi sýnt vítavert kæruleysi við gæslu hans þar eð þeir brugðust ekki við sögusögnum um að flótti hans væri yfirvofandi, sem komar voru á kreik þegar í síðasta mánuði, með því að herða eftirlit með honum og auka varúð- arráðstafanir almennt í fangelsinu. f breska-blaðinu Sunday Times 14. ágúst s.l. segir að saga fangavarðarins, Ceresa, sé of ótrúleg til að hægt sé að leggja á hana trúnað. Bæði sé frásögn hans af því hvernig hann smyglaði Gelli út úr rammgerðu fangelsinu ósennileg, og eins hitt, dularfullt hve upphæðin sem hann fékk í sinn hlut er einkennilega lág. Hafa verður í huga að þeir aðilar sem að baki Gelli standa ráða yfir gífurlegu fjármagni, og ótrúlegt er að þeir hafi boðið fangaverði hans smánarupphæð, jafnvirði launa í fjóra mánuði, fyrir að fara í meir en sjö ára fangelsi. Margir álíta af þessum sökum að áhrifameiri vinir - eða fjandmenn - Gellis hafi hér komið við sögu. Hverjir það voru nákvæmlega er ekki vitað, og verður kannski aldrei vitað. HVER ER GELLI? Á yfirborðinu virtist Licio Gelli ekki merkilegur maður. Hann var sagður forstjóri fyrir lítilli fataverksmiðju f Arezzo í Tuscany-héraði. Annað kom í ljós við húsrannsókn ítölsku lögreglunn- ar á heimili hans. Þá uppgötvaðist að hann var leiðtogi frímúrarastúkunnar P2 í þessari stúku voru ýmsir merkis- menn: A.m.k. þrírfyrrverandiráðherrar á Ítalíu, bankaeigendur, yfirmenn leyni- þjónustunnar og hersins, embættismenn ríkisins, dómarar og lögreglustjórar. Samtals voru í stúkunni 923 menn. Tilvera hennar var vel varðveitt leynd- armál. Tilgangur starfseminnar var ein- faldur: Að koma ár meðlima fyrir borð, afla beinna valda, áhrifa og auðs. Á unga aldri var Gelli eindreginn stuðningsmaður Mússólínis og einn af Brúnstökkum hans. Að styrjöldinni lok- inni gerðu vinir hans í fasistahreyfing- unni honum kleyft að koma undir sig fótum í viðskiptalífinu, og voru það einkum vopn og lyf sem um hendur hans fóru. Fyrsti hvalrekinn á fjörur hans í viðskiptaheiminum var þegar NATO keypti af honum 40 þúsund rúmdýnur. VOPNASALA GERÐI GELLIAÐ AUÐKÝFING Vopnasalan átti síðan eftir að gefa' honum mestan arð, og gera hann að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.