Tíminn - 21.08.1983, Side 8
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur
Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttlr, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavlk. Siml: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Gengismun ráðstafað
■ Ríkisstjórnin hefur samþykkt skiptingu gengismunar í
samræmi við tillögur Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegs-
ráðherra. Gert er ráð fyrir að fjármagn þetta sé um 550
milljónir króna, en í júlílok höfðu 162 milljónir af því fé
skilað sér í gengismunarsjóð.
Stærsta upphæðin, eða 300 milljónir króna, rennur í
Stofnfjársjóð fiskiskipa. Tveir þriðju þeirrar fjárhæðar fara
til lækkunar á skuldum og fjármagnskostnaði fiskiskipa. Er
þar um að ræða um 400 fiskiskip, sem tekið hafa lán eftir 1.
júlí 1975. Ekkert skip fær þó meira en 2.5% af heildarfjár-
hæðinni, þ.e. 5 milljónir króna. Uppreiknaður ógjaldfallinn
höfuðstóll skulda þeirra, sem miðað er við, var um 4.500
milljónir króna í maí s.l., þannig að 200 milljónirnar jafngilda
um 4.44% af þeirri upphæð. Verulegar vanskilaskuldir,
skuldir við Byggðasjóð, olíuskuldir og ýmsar aðrar skuldir,
eru ekki meðtaldar í þessari 4.500 milljón króna upphæð.
Einn þriðji hluti þeirrar fjárhæðar, sem fer í Stofnfjársjóð
- eða 100 milljónir króna - fara inn á reikninga fiskiskipa í
gengismunarsjóði með hliðsjón af aflaverðmæti þeirra frá
júlíbyrjun í fyrra til júníloka í ár. Fjármagn þetta dreifist á
609 skip, en mest fer þó til togaranna. Þannig munu um 50
skipanna fá yfir 500 þúsund krónur hvert, en ekkert þó yfir
eina milljón.
Þeim um 250 milljónum króna, sem úthlutað var til
viðbótar, er varið sem hér segir: 60 milljónir fara í
saltfiskdeild Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, 60 milljónir
sem lánveiting til loðnuskipa vegna rekstrarerfiðleika þeirra,
55 milljónir til greiðslu eftirstöðva skulda Olíusjóðs fiski-
skipa, 37 milljónir renna til sjómannasamtakanna, þar á
meðal í lífeyrissjóð þeirra, 15 milljónir fara í lán til
loðnuvinnslustöðva, 10 milljónir til orkusparandi aðgerða í
útgerð, aðrar 10 milljónir til þess að efla gæði og vöruvöndun
í sjávarútvegi, 4 milljónir í Styrktar- og lánasjóð fiskiskipa
og 1.2 milljónir til sérstaks átaks í loðnuleit á yfirstandandi
ári.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, lagði áherslu
á það þegar hann kynnti þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar,
að mikið átak yrði gert til þess að leita að loðnu. M.a. yrðu
bæði Bjarni Sæmundsson og Arni Friðriksson við loðnuieit,
m.a. fyrir það fjármagn, sem veitt er sérstaklega úr
gengismunarsjóði til slíkrar leitar. Halldór kvað brýnt að fá
sem fyrst svar við því, hvort hægt yrði að stunda loðnuveiðar
í haust. Vonandi fengist jákvætt svar við því, en ef ekki, þá
væri mjög alvarlegt ástand fyrir dyrum í þessum þætti
sjávarútvegsins.
Merkisafmæli
■ Samvinnumenn fagna því laugardaginn 20. ágúst, að liðin
eru 60 ár frá upphafi Sambandsiðnaðarins á Akureyri. í
byrjun var stofnað til iðnaðar hjá Sambandinu til þess að
fullvinna ull og gærur, og enn eru ull og gærur mikill
meirihluti hráefnis stærstu verksmiðjanna, en jafnframt
rekur Iðnaðardeild Sambandsins ýmiskonar annan iðnað á
Akureyri, sem kunnugt er, í samvinnu við Kaupfélag
Eyfirðinga. Hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri munu
nú starfa um 750 manns, en auk þess starfa um 100 manns
hjá deildinni á öðrum stöðum á landinu.
í viðtali, sem birtist í fréttabréfi Iðnaðardeildarinnar, segir
Hjörtur Eikríksson, framkvæmdastjóri, m.a. um starfsemi
deildarinnar:
„Rekstur í iðnaði var erfiður á árunum 1980-1982 bæði hjá
okkur og öðrum. Þá var það styrkur Iðnaðardeildar að vera
hluti af stærri heild, sem m.a. sýnir mikilvægi Sambands ísl.
samvinnufélaga fyrir atvinnulífið á Akureyri og í víðara
samhengi fyrir þá fjölmörgu, sem eiga beinna eða óbeinna
hagsmuna að gæta við úrvinnslu hráefna landbúnaðarins. í
dag er efnahagsstaða Sambandsiðnaðarins sterk og stenst
samanburð við flest íslensk fyrirtæki. Framleiðslan er mikil
og vaxandi og markaðir traustir og batnandi fyrir flestar
tegundir framleiðslunnar. Síðast en ekki síst eru 850
starfsmenn deildarinnar sterkasta stoðin, sem allir vinna
fyrirtækinu vel og bera hag þess fyrir brjósti“.
Samvinnumönnum, og þá alveg sérstaklega starfsmönnum
Iðnaðardeildar, eru sendar sérstakar hamingjuóskir með
þetta merkisafmæli Sambandsiðnaðarins á Akureyri.
-ESJ
■ Sú saga hefur gengið staflaust manna á meðal síðustu
vikurnar, að skömmu eftir myndun núverandi neyðarríkis-
stjórnar og meginráðstafanir hennar gegn verðbólgu hafi
fréttastofa ríkisútvarpsins, eða einhverjir þáttaspyrlar þeirrar
stofnunar, farið á fund hins margvísa manns, Björns Pálsson-
ar, bónda á Löngumýri, og áður alþingismanns, og leitað
véfrétta hjá honum og álits um ríkisstjórnina og gerðir hennar
í því skyni að birta landslýðnum í sjálfu ríkisútvarpinu.
Sagan segir að í spjalli sínu hafi Björn lýst stjórnarmyndun-
inni svo, að þeir Geir og Steingrímur hafi setið ásamt
vitringaliði sínu með tvær fötur á milli sín. í annarri var olía
en hinni vatn. Spjali þeirra flokksfeðra og húskarla þeirra
snerist um það, hver áhrifin yrðu ef innihaldinu úr fötunum
væri skvett yfir efnahagslífið í landinu svo að sýna mætti
þjóðinni svart á hvítu hvernig dæmið stæði. Komu allir
útreikningar vísindamanna í einn stað, þann að það mundi
æsa verðbólgubálið um allan helming, ef skvett væri úr
olíufötunni, en sefa það og jafnvel slökkva ef haglega væri
ausið á það úr vatnsfötunni. Ráðið væri þá að mynda
ríkisstjórn sem beitti vatnsfötunni á bálið en kostaði sér allri
til að verjast skvettum úr olíufötunni.
En allt var komið í eindaga þegar menn höfðu iagt á ráðin
um þetta slökkvistarf, og ríkisstjórnina varð að mynda í
t
■ „Það er ömurleg þverstæða að þjóð sem er flestum
auðugri að ódýrri fossorku skuli búa við hæsta raforkuverð
meðal nágranna sinna“. Myndin er frá Hrauneyjafossvirkjun.
Olíufatan og vatnsfatan
grænum hvelli. Það var gert og síðan gripið í dauðans ofboði
til fötu. En þá segir sagan - og ber Björn á Löngumýri fyrir
því,- að orðið hafi afleit misgrip, sem sé þau að ríkisstjórnin
greip í ofboði olíufötuna í stað vatnsfötunnar og skvetti
rösklega á verðbólgubálið.
Hvort sem þessi flökkusaga er með réttu kennd við Björn
á Löngumýri eða ekki, þá er hún skilgóð dæmisaga og túlkar
vafalaust allvel viðhorf almennings í landinu þessar vikurnar,
og sé hún ekki frá Birni komin heldur vaxin upp úr
þjóðarvitundinni, sýnir hún vel góðan hug sögugerðarmanna
til Björns og almenningi finnst vel við eiga að gera hann að
talsmanni sínum fyrir almenningsálitið með þeim snjalla og
meinfyndna skírskotunarhætti sem hann er löngu þjóðfrægur
fyrir.
Sé sagan um útvarpsviðtalið og þessi ummæli Björns í því
hins vegar sannleikur hljóta menn að undrast hvað dvelji
Orminn langa á þeim bæ, því að samtalið við Björn hefur ekki
heyrst enn á öldum ljósvakans - eða hefur það fari fram hjá
mér? Ég hef engan hitt sem hefur heyrt það heldur.
Orkuhækkunarskvettan
Pótt ýmsum þætti sem fötumisgrip hefðu orðið í upphafi
herfararinnar gegn verðbólgunni í höndum ríkisstjórnarinnar
er hitt þó sýnu verra, að þessi sömu misgrip virðast hafa átt
sér stað hvað eftir annað síðan. Pó skal alls ekki fyrir það
synjað að í sumufn tilvikum hafi verið gripið til vatnsfötunnar
með nokkrum árangri. Hitt skilst ríkisstjórninni augsýnilega
ekki nógu vel, að baráttan við verðbólguna er tvíhliða eins og
flest önnur nýtileg úrræði í bjástri manna. Það er ekki nóg að
leggja þungar byrðar á mannfólkið í krossferð gegn verðbólgu.
Herstjórnin verður líka að sjá til þess að burðardýrin fái
orku til þess að rísa undir byrðunum. Annars er herförin
vonlaus. Síðasta dæmið um forsjárbrest af þessu tagi er
orkuhækkunarskvettan, sem augsýnilega var úr olíufötunni
eins og fleiri, það er nóg að kunna að leggja saman tvo og tvo
til þess að skilja, að þessi skvetta hlýtur fyrr en síðar að hafa
í för með sér meiri háttar ósigur á einhverjum vígstöðvum í
verðbólgustríðinu. Þessi byrði var ekki lögð á landsfólkið í
þágu verðbólgustríðsins, heldur er þetta augsýnilega styrkur
til ómaga, sem kominn er á landssveitina fyrir ónytjuhátt sinn
og landsfeðra, og þessi sveitarþyngsli skerða mjög það framlag
sem hægt væri annars að leggja til verðbólgustríðsins. Það er
engin afsökun að segja, að þetta stafi af því að fyrrverandi
ríkisstjórn hafi verið of treg til hækkana á orkuverði og ekki
farið að kröfum orkustofnana. Það er engu að síðurstaðreynd
að íslenskt orkuverð er orðið þyngra á herðum íslenskra
heimila og atvinnuvega en í orkusnauðum nágrannalöndum
eins og Danmörku, sem enga fossa á, hvað þá í Noregi og
Svíþjóð, jafnvel svo að fimmfalda má orkuverð til heimila
sumra þeirra landa svo að nái orkuverði okkar. Orkuverð til
íslenskra heimila og atvinnuvega hefur mörg undanfarin ár
verið fullkomlega nógu hátt, miðað við næstu lönd, til þess að
standa undir orkuframleiðslunni, ef ekki væru maðkar í
mysunni. Hér hlýtur að koma tvennt til: Ófyrirgefanlegafglöp
Alþingis og ríkisstjórna við ákvörðun stórvirkjana, lántökur
vegna þeirra og orkugjafir til erlends stóriðnaðar í landinu.
Á reftlstigum
Það hefur lengi verið básúnað, að óbeislað vatnsafl íslands
væri einhver mesta auðlind okkar. Á árunum eftir stríð var sú
hætta talin yfirþyrmandi, að kjarnorkan væri í þann veginn að
leysa vatnsafl af hólmi sem ódýrasti orkugjafi tii rafmagns-
framleiðslu. Þess vegna yrðum við að ganga berserksgang í
stórvirkjunum fallvatna og finna orkukaupendur til þess að
missa ekki alveg af strætisvagninum og láta koma í veg fyrir
að fossarnir yrðu verðlausir í höndum okkar. Þetta var og er
afsökun þeirra - ef afsökun skyldi kalla - sem óðu fyrirhyggju-
laust í stórvirkjanir sem byggðar voru á ókjarasamningum við
erlendan og ósvífinn álhring.
En svo undarlegt sem það er þá hefur þessi sami söngur
glumið úr barka margra alþingismanna og ráðherra flestar
stundir síðan þótt forsendur séu gerbreyttar og fyrir löngu sé
komið á daginn að fossum okkar stafar ekki sú hætta af
samkeppni kjarnorkunnar, sem menn töldu við blasa fyrir
þremur áratugum. Menn láta enn sem lífið liggi á að virkja -
og virkja sem allra stærst fyrir markað erlendrar stóriðju.
Ömurleg þverstæða
Það var ekki of fast að orði kveðið hjá forsætisráðherra á
dögunum, að verð innlendrar orku væri orðið uggvænlega
hátt. Þetta er ömurleg þverstæða, að þjóð sem er flestum
auðugri að ódýrri fossorku skuli búa við hæsta raforkuverð
meðal nágranna sinna, jafnvel helmingi dýrara en þeir sem
verða að framleiða rafmagn með kolum! Það liggur nú á
borðinu, æpir jafnvel framan í þjóðina úr skýrslu sjálfrar
Orkustofnunar, að íslensk heimili verða nú að greiða stórfé í
orkuverðii með þeirri orku sem álverið fær nú. Þannig er
komið um þann máttarstólpa sem átti að tryggja okkur ódýra
osku. Sá samningur er og var frá upphafi glapræði skamm-
sýnna manna og í dómi sögunnar verður hann frægur að
endemum, því að ekki eru öll kurl komin til grafar enn.
Hins vegar mala þær virkjanir, sem gerðar voru fyrir
innanlandsmarkað á sínum tíma, okkur gull hvern dag, þó að
það dugi skammt í álhítina.
En þetta getur vart verið eina skýringin á ófarnaði okkar í
orkumálum. Þar hlýtur að bætast við fyrirhyggjuskortur í
þessu virkjanaflani og er líklega varla nema von eins og til er
stofnað af reynslulítilli þjóð. Það er vel að iðnaðarráðherra-
hefur efnt til athugunar á þessum rekstri og falið hana aðila
utan ríkiskerfisins. Slík athugun þarf sífellt að fara fram, og
stjórn Alþingis og ríkisstjórnar á orkumálum þarf að vera
miklu styrkari en hægt er að fá með pólitískri byltingaaðferð.
Orkumál þjóðar með mesta vatnsafl álfunnar eru nú komin
í þvílíka sjálfheldu og sjálfskaparvíti, að líklegt er að þau
verði verulegur dragbítur á árangur í viðskiptum við verðbólg-
una og skerði burðarþol almennings mjög á næstu árum.
Draumurinn sem orðinn er að martröð
Alla þessa öld fram yfir lýðveldisstofnun var orka íslenskra
fossa inntak stærstu velmegunardrauma þjóðarinnar. Skáldin
ortu fagnaðarljóð um að leggja á bogastreng þeirra kraftsins
ör, er mundi færa þjóðinni velmegun, blessun og framfarir.
Sumt hefur ræst í þeim draumi, en jafnframt er hann orðinn
að mestu martröð í efnahagslífi þjóðarinnar um þessar mundir
af því að við kunnum ekki með framkvæmdina að fara.
Gullstóllinn er orðinn að gapastokk. Til þess að losna úr
honum þarf ný viðhorf, nýjan manndóm og nýjan þjóðmetn-
að.
Þegar málin stóðu svona, að orkuverðið var þegar orðið allt
of hátt, lá í augum uppi að ný stórhækkun væri væn olíuskvetta
á verðbólgubálið en ekki slökkvistarf. Þá var betra að láta
orkuframkvæmdir dragast saman í bili eða grípa til annarra
ráða með tilfærslu.
Olíuslettan í lánskjaravísitölunni
Annað skýrt dæmi um það að slett hafi verið úr olíufötu í
stað vatnsfötu á verðbólguna er lánskjaravísitalan sem
ríkisstjórnin gleymdi óheftri á burðardegi sínum og hefur
síðan þóst vera að líma við með byltum einum mánuðum
saman. Og enn er þar allt í sama ráðaleysi. Engin lausn í
augsýn. Forynjan heldur aðeins áfram að sjúga þrótt úr þeim
sem bera eiga byrðar herkostnaðar gegn verðbólgu og draga
þannig úr viðnáminu gegn henni. Og slíkar olíuslettur í stað
vatnsgusu eru því miður orðnar allt of margar. Sagan um
lánskjaravísitöluna er mjög táknræn um ráðaleysi og siðleysi
stjórnvalda, að því að allt réttlæti mælti með því að
vísitölurnar tvær - kaupgjalds og lána - fylgdust að, og unnt
átti að vera að hefta hana engu síður en hina. Ríkisstjómin
hefur raunar játað þessa synd sína eftir á en virðist ekki hafa
siðgæðisþrótt til betrunar. Hér eftir verður brotið ekki bætt
nema að hluta.
AK
Andrés
Kristjánsson á
skrifar ML J