Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 17
söfn
SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
Neðanskráðar vélar til á lager
eða til afgreiðslu með stuttum
fyrirvara.
Dráttarvélar
frá 52 hö
Dráttarvélar
50-60 hö
Sláttuþyrlur
135-165-185
Heyþyrlur
440-452-402
Heyhleðsluvagnar
24-28 rúmm.
Heybindivélar
435-445
Sláttutætarar
1350-1500
Baggabönd
Votheysbönd
Matarar
Aðfærslubönd
Heydreifikerfi
Heyblásarar
Mykjudælur
Mjaltavélar
Hnífaherfi
/
Mykjudreifarar
2600-4200
✓
Kaupfélögin um land allt,
^ VÉLADEILD SAMBANDSINS
BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 33 9^0
Árbæjarsafn er opið um helgina kl.
13:30 til 18. Sýning á gömlum Reykjavíkur-
kortum og kaffiveitingar í Eimreiðarskemm-
unni.
Á sunnudag kl. 14 flytur Elín Pálmadóttir
erindi um fólkvang í Elliðarárdalnum. Að
því loknu verður gönguferð um daiinn. Kl.
16 á sunnudag leikur Einar Einarsson á gítar.
Aukaferð SVR frá Hlemmi að Árbæjar-
safni verður á laugardaginn kl. 14 og til baka
kl. 16. Á sunnudag frá Hlemmi kl. 13:30 og
til baka kl,16:30.
Sýningu lýkur á Kjarvalsstöðum
■ Sýningunni á nýjum listaverkuni í eigu
Reykjavíkurborgar, sem verið hefur í vest-
ursal Kjarvalsstaða að undanförnu, lýkur á
sunnudaginn . Parna er um að ræða 80
listaverk, málverk, vatnslitamyndir, teikn-
ingar, vefnað og skúlptúr, eftir samtals 55
listamenn. Verk þessi hafa verið keypt á
sýningum í Reykjavík á undanförnum árum,
og prýða hinar ýmsu skrifstofur og stofnanir
Reykjavíkurborgar.Sýningineropindaglega
kl. 14-22 til sunnudagskvölds.
Sýningin á málverkum Kjarvals frá Þing-
völlum, í Kjarvalssal verður hinsvegar opin
ögn lengur, eða fram í miðjan september. Sú
sýning hefur vakið mikla athygli og verið
mjög vel sótt, enda getur þar að líta ýmsa þá
helstu dýrgripi sem Kjarval lét eftir sig.
Til sölu er afkastamikil sand- og malarharpa,
vökvadrifin, á hjólum, með beisli og því auðveld
í flutningi á milli vinnustaða. Góð greiðslukjör.
Upplýsingar í símum (91 )-19460 og (91 )-35684
(á kvöldin).
Bllaleiga
Carrental
SHCv
Ásmundarsafn
■ Síðastliðina mánuði hefur staðið yfir í
Asmundarsafni við Sigtún yfirlitssýning á
höggmyndum eftir Ásmund Sveinsson mynd-
höggvara. En eins og kunnugt er ánafnaði
listamaðurinn Reykjavíkurborg safn sitt og
fjölda stórfenglegra listaverka eftir sinn dag.
Sýningin á Ásmundarsafni hefur verið
mjög vel sótt. Þúsundir Reykvíkinga og
erlendra ferðamanna hafa lagt leið sína í
safnið og sýnir það óneitanlega hinar miklu
vinsældir listamannsins meðal þjóðarinnar.
Sýningunni lýkur 31. ágúst næstkomandi
og er því hver og einn að verða síðastur til
að skoða þetta merkilega yfirlit yfir listaferil
Ásmundar, sem er einnig gjöf listamannsins
til Reykvíkinga.
Ásmundarsafn er opið daglega nema mán-
udaga frá kl. 14-17.
Safnið verður lokað í september, en þá
verður unnið að uppsetningu á nýrri sýningu
á verkum eftir Ásmund. Áætlað er að sú
sýning opni 1. 10. 1983.
Dugguvogi 23. Sími82770
Opið 10.00-22.00.
Sunnud. 10.00 - 20.00
Sími eftir lokun: 84274 - 53628
Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og
gerðir fólksbíla. gerið við bílana
Sækjum og sendum ykkar í björtu og
rúmgóðu húsnæði.
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
ASK0RUN!
um heilsurækt og lengra líf
Noel Johnson er 84 ára gamall Marathonhlaupari og
heimsmeistari í hnefaleikum öldunga með meiru.
- Ég skora á hvern landsmann að hlaupa með mér frá Fellahelli í
Breiðholti að Lækjartorgi á sunnudaginn kemur -
Hlaupið hefst kl. 14.00 við Fellahelli, Breiðholti, og verður hlaupið um Breiðholts-
braut, Miklubraut, Snorrabraut og Laugaveg að Lækjartorgi. Sverrir Friðþjófsson
íþróttakennari ræsir hlauparana. ,J*:
Hver þátttakandi, sem lýkur hlaupinu, fær viðurkenningarskjal, eintak af bókinni
„Vansæll sjötugur - en vígreifur áttræður“ áritað af höfundi, Noel Johnson, en
bókin er nýkomin út hjá Bókamiðstöðinni.
Að sjálfsögðu fá ailir þátttakendur 3ja mánaða birgðir af blómafræflum og hress-
ingu að vild í pylsuvagninum t AusturstrætLpð ioknu hlaupi.
Bergþóra Árnadóttir og félagar taka á móti nlaupurunum á Lækjartorgi með sér-
stakri söng- og skemmtidagskrá.
Frumflutt verður nýtt lag hennar um BLÓMAFRÆFLA. Allir eru hjartanlega vel-
komnir á Torgið.
Þetta er ekki kapphlaup, heldur heilsurækt.
Vonast til að sjá sem flest ykkar.
NOELJOHNSON.