Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
16
r i>
nutíminri
KURTEIST
KULTÚR-
PRUMP...
■ ÞAÐ TÓK OKKUR NOKKRAR
VIKUR AÐ MÆLA OKKUR MÓT
FYRIR ÞETTA VIÐTAL SEM HÉR
FER Á EFTIR. ÞORSTEINN VAR í
HLJÓÐRITA ALLA DAGA OG
NÆTUR EN ÉG EKKI, ÞANNIG AÐ
VIÐ URÐUM EKKI VARIR VIÐ
HVORN ANNAN NEMA í GEGNUM
SÍMA. LOKS KOM ÞÓ AÐ ÞVÍ AÐ
VIÐ HITTUMST AUGA FYRIR
AUGA OG ÞAÐ EINVÍGITÓK EKKI
NEMA ÞRJÁR KLUKKUSTUNDIR.
í STAÐINN FYRIR AÐ GREIÐA
ÞORSTEINI HÖGG í HNAKKANN
GAF ÉG HONUM KAFFI OG OFAN
í BOLLANUM RÆDDUM VIÐ UM
ÞAÐ SEM ÞYKIR HÆFA SEM UM-
RÆÐUEFNI VIÐ MÚSÍKANTA. ÞÓ
ER EKKI HELMINGURINN AF ÞVÍ
SKRAFI PRENTHÆFUR FYRIR
MARGAR SAKIR. LÍFSHLAUP
STEINA ÞÆTTI EFLAUST MÖRG-
UM ANSI SAFARÍK SAGA OG ÞÁ
EINKUM ÞÁ SEM KLÆJAR AF
SPENNINGI VIÐ AÐ HEYRA MIÐ-
UR SIÐSAMLEGAR SÖGUR UM
NÁUNGANN. OG ÞÁ SÉRSTAK-
LEGA SÖGUR UM POPPARA ÞVÍ
ÞEIR HAFA ÆTÍÐ ÞÓTT GÓÐUR
BITI MILLI TANNANNA.
VIÐ STEINI KOMUM OKKUR
SAMAN UM AÐ KYNDA EKKI
FREKAR UNDIR KJAFTGLEÐI
SÓMAKÆRRA ÍSLENDINGA OG
AÐ HALDA OKKUR VIÐ AÐAL-
EFNIÐ, Þ.E. TÓNLISTINA, ÞÓTT
ÞAÐ SÉ NÁNAST ÓUMFLÝJAN-
LEGT AÐ ÖNNUR EFNI OG ÝMIS
VAFASÖM. FYLGI TÓNLISTAR-
GRUFLI ÞVÍ SEM ÞESSARI SÍÐU
ER ÆTLAÐ AÐ KYNNA.
ÞORSTEINN ER EKKI ÁBER-
ANDI í HINUM TAKMARKAÐA
POPPHEIMI HÉR Á LANDI.
ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ ÉG
VALDI HANN TIL AÐ FYLLA ÚT í
ÞESSA SÍÐU ER SÚ AÐ HANN ER
ÞESSA DAGANA AÐ LEGGJA
DRÖG AÐ NÝRRI PLÖTU í SAM-
VINNU VIÐ TONY COOK OG AÐ
AUKI AÐ SPILA MEÐ HINUM OG
ÞESSUM, M.A. FRÖKKUNUM OG
JÓNASI R. JÓNSSYNI. ÞAÐ ER
STAÐREYND, ÞÓTT MÖRGUM SÉ
ÞAÐ EKKI UÓST VEGNA LEIÐIN-
LEGRA ORSAKA SEM VERÐA
RAKTAR HÉR Á EFTIR, AÐ ÞOR-
STEINN GAF ÚT SÍNA FYRSTU
SÓLÓPLÖTU, EINNIG í SAM-
VINNU VIÐ TONY, SEINT Á SÍÐ-
ASTA ÁRI OG VAR SÚ PLATA
TALSVERT í ÖÐRUM ANDA EN
HEFÐBUNDNAR ÚTGÁFUR ÍS-
LENSKRA HLJÓMPLATNA. VIÐ
SKULUM GRÍPA NIÐUR í ÞAR
SEM KAFFISULLIÐ BYRJAÐI:
NT: Ég ætla að byrja á öfugum enda. Skamm-
astu þín fyrir eitthvað sem þú hefur gert?
PM: Ég sé ekki eftir neinu. Þaðerþó margtsem
maður mundi vilja gera aftur þegar hlustað er á
það núna en það þýðir bara ekkert að vera að
svekkja sig yfir einhverju sem verður ekki tekið
aftur.
NT: Ég er nú strax farinn að sjá eftir þessari
spurningu. En hún verður ekki aftur tekin. Við
komum okkur saman um að tala ekki mikið um
fortíðina en mig langar að spyrja þig aðeins út í
Þeystímabilið og hvaða áhrif það hafði á þig eftir
að hafa verið svona lengi í Eik og fleiri gjörólíkum
hljómsveitum.
ÞM: Þeyr var mikil nýjung fyrir mig og góð.
Þótt það hafi verið mikil nýsköpun og margt að
gerast á meðan Eikin var á lífi fékk ég miklu
frjálsari hendur með Þeysurum og miklu fleiri
möguleikar opnuðust. Þú getur rétt ímyndað þér,
eftir að Eik hætti 1977 eða 8 liðu tvö ár í rugli og
vitleysi, síðan spilaði ég með Geimsteini, það má
segja að það hafi opnast nýr heimur fyrir mig með
Þey.
NT: En nú fannst mér Þeyr ekki vera neitt
mjög nýir þegar ég sá þá í fyrsta skipti. Það var í
Norræna húsinu og tónlistin var frekar hefðbundin
miðað við það sem seinna varð.
ÞM: Nci, Þeyr var ekki mjög „ný“ til að byrja
með. Ég áttaði mig ekki alveg á þeim strax, þeir
koma allir úr mismunandi tónlistarumhverfi og
eru ólíkir persónuleikar. En útkoman kom síðan
alveg af sjálfu sér, engin sérstök áhrif heldur hafði
hver og einn mjög frjálsar heldur. Fyrir mig
persónulega var þessi svokallaða sprenging í
íslensku poppi 1981 mikið stökk.
Ég hef starfað mikið sem session maður og í
þannig spilamennsku er maður oft heftur þótt
persónan skíni alltaf leynt eða Ijóst í gegn. T.d.
var manni sagt hérna áður að spila kannski eins
og einhver ákveðinn gítarleikari...
NT: Ertu gítarleikari? Svei mér þá, ég....
ÞM:.... einsog t.d. EricClapton. Einu sinni var
ég beðinn að spila J.J. Cale og ég hafði aldrei
heyrt í honum. En ég spilaði víst eins og hann og
byrjaði upp frá því að hlusta á hann.
NT: Var ekki alltaf verið að líkja þér við
ákveðnar gítarhetjur?
ÞM: Jú jú, fyrst var það aðallega Clapton og
síðar John Mclaughlin. En ég held ég hafi grætt
mikið á fyrri árum, maður hefur fengið góða
reynslu í stúdíóum sem kemur manni í góð nyt.
Þegar ég lék á plötu Megasar, Fram og aftur
blindgötuna, fékk ég í hendurnar allar nótur og
svo var bara spilað beint af blaði. Það eru annars
nokkrir hlutir á þeirri plötu sem ég mundi vilja
gera aftur.
NT: Já en Steini, þú sagðir áðan að þú sæir ekki
eftir neinu sem...
í framhaldi af þessari athugasemd reyndi Þor-
steinn að koma á mig höggi en ég gaf honum þá
meira kaffi. Umræðurnar snerust þá í áttina að
hálfgerðri vitleysu og ég sýndi honum mynd af
mér sem var tekin þegar ég var í gagnfræðaskóla.
ÞN: Þú hefur breyst.
NT: Hvers vegna hættirðu í Þey?
ÞM: Það var nú aðallega vegna þess að ég vildi
gera eitthvað annað, var reyndar búinn að taka
upp Líf og svo urðu smá árekstrar. Enda voru
ólíkar persónur innanborðs og þegar kom eitthvað
upp á skiptumst við í tvo þrjá hópa. Killing Joke
vesenið skýrði síðan skoðanir okkar og flýtti fyrir
því hvernig fór. Annars kom Killing Joke mér
aldrei við.
NT: Fannst þér gaman af Killing Joke?
Þessari spurningu svaraði Steini aldrei því mér
datt hún ekki í hug fyrr en hann var farinn og mér
fannst ekki taka því að vera að ná í hann fyrir eina
spurningu sem skipti í sjálfu sér ekki svo miklu
máli. Svo datt mér líka í hug fleiri spurningar eftir
að hann var farinn út en þær koma bara næst.
NT: Svo ertu að spila með Frökkunum...
ÞM: Já.
NT: Þú ert að spila með Frökkunum.
ÞM: Með þeim er ég frekar sem session
maður, æfi bara fyrir tónleika og svo mun ég
óverdöbba gítar á plötuna þeirra. Sú hljómsveit
er mjög skemmtileg og mér leyfist að gera það sem
ég vil. Það er oft sem ég fæ hugmyndir fyrir mig
sjálfan þegar ég spila með öðrum, hugmyndir sem
ég geymi fyrir okkur Tony. Ég á erfitt með að
segja öðrum músíköntum fyrir verkum og þess
vegna fellur mér best að vinna einn að eigin
verkefnum, spila allt einn og syngja og sjá um alla
effekta með Tony. Eiginlega var Líf 50% mín
plata og 50% Tonys. Tony er fyrir mér ekki bara
hljóðupptökumaður þótt það sé hans starfsgrein.,
Hann er mjög músíkalskur og án hans hefði mín
eigin músík orðið allt öðruvísi. Hvernig veit ég
ekki.
NT: Segðu mér eitthvað um tilurð og efni fyrstu
plötu þinnar, Líf.
ÞM: Aðaluppistaðan í þessari tónlist eru ljóðin.
Það hefur tekið mig sjö átta ár að þróa þetta form
sem ég nota, það er mjög knappt og bundið og
tónlistin verður algjörlega til eftir hljómfalli
orðanna. Túlkunin er myndræn og ef fólk á
kannski erfitt með að sætta sig við að þetta sé
músík þá er hægt að kalla það hljóðlist. Alls kyns
hljóð og mikill ásláttur er aðal byggingin og mér
finnst gott að vinna lengi að lögunum því þau eru
nákvæm eins og textarnir:
Fyrir mig framan/ er furðuleg sjón;/ fáein flón,
/ sem finnst ekki gaman/ að vera vakin/ úr villtum
draumi,/glens ogglaumi,/ganga um nakin./Svífa
um salinn/ í syfjaðri vímu/ með gleðinnar grímu,/
gráturinn falinn./
Lífið er leikur/ í lyganna klæðum/ skáldverk í
skræðum/ skrifarinn veikur.../ Hér sit ég ásvið,/
sálarfriði rúinn./ Veð ég villu?/ Veld ég illu?/
Búinn...(Af sviði)
NT: Við fyrstu sýn virðast textarnir þínir ekki
vera á samtíma íslensku og eflaust eiga sumir
erfitt með að skilja sum orðin. Finnst þér þetta
form og þessi orðaforði vera rétti miðillinn ef þú
ert að miðla einhverju. Og ef þú ert að því, hvað
er það þá helst?
ÞM: Það eru margir sem ekki skilja, eða segjast
ekki skilja, en þetta er bara venjuleg íslenska. Ég
er ekki að hreyta einhverjum boðskap framan í
fólk, það hefur enginn efni á því að vera að skíta
út aðra á meðan hann er sami syndgarinn sjálfur.
Auðvitað eru alls kyns bendingar í textunum og
það þarf að segja öllum til syndanna, en um leið
er ég að skamma mig. Það sögðu nokkrir um Líf
að hún væri eingöngu sjálfsskoðun, sem var ekki
satt, en það er vonandi að orðin geti smitað út frá
sér. Ég hef engar sérstakar pólitískar ástríður, trúi
á Guð fyrir sjálfan mig og vonast til þess að geta
lagað sjálfan mig áður en ég fer að laga aðra.
NT: En þú svaraðir aldrei spurningunni um
yrkisefnið. Þú ert oft ansi klámfenginn...
Áður en Steini svaraði þessari spurningu bauð
ég honum meira kaffi sem hann afþakkaði vegna
þess að hann var á bíl. En svo tók hann sjensinn
og við sötruðum kaffið rétt eins og drengirnir í
Vatnaskógi sötra kvöldkakóið. Það er annars
mikill munur á Steina og dreng úr Vatnaskógi.
ÞM: íslendingar eru nú bara klámfengnir. Þú
getur sagt að ég sé þjóðlegur, yrkisefnin eru
mannlífið yfirleitt og það er fleira í mannlífinu en
fólk sér og vill sjá.
NT: Jæja, ég sé að þú ætlar ekki að svara
spurningunni, en ertu að meina að íslendingar séu
andlaus kvikindi?
ÞM: Lundin er Ijót/ sem leirugt grjót;/ illt er að
búa á ísaslóð/. Úti er allt/ ísjökulkalt;/ frýs í æðum
frónarblóð./ Andaleysið okkur hrjáir/ endilega í
kvöld/ grandalausir, getusmáir,/ grundin enda
köld,/ vand er fundin vísuhending,/ valda kulda-
gjöld./ I am through with understanding/ our
nasty world..(Lund)
Eiginlega var það nú ég sem svaraði þessari
spurningu en ég held að Steini hefði bara ekki
getað svarað henni betur en með þessum texta
sínum.
ÞM: Ókey, ég skal svara þessari andskotans
spurningu þinni. Ég er mjög bjartsýnn. Það er
mikil svartsýni sem grasserar í popptextum og
mikið áf henni er tilbúið. Mönnum sem semja
svoleiðis hlýtur að líða ægilega illa.
NT: skulum við breyta um umræðuefni.
Hvað viltu segja um t.d. popppressuna? Það
þurfti ekki miklar gáfur til að sjá að Líf var
hálfvegis kaffærð í fjölmiðlum, ekki með neinu
ofbeldi heldur þögn.
ÞM: Já, hún var nokkurn veginn ignoreruð og
ég held að þar hafi komið til ótti hjá blaðamönnum
við að fjalla um hana. Jafnvel bara vankunnátta.
Svo er pressan svolítið dauf á vissan hátt, t.d hef
ég verið efnilegur eða frambærilegur í tíu ár. Ég
held að pressan sé bara sterk á einu sviði í
sambandi við popptónlist, það eru auglýsingarnar.
„Fastur í formi
að fornum hætti
rímandi rekald
á röngum tíma!“
(Fattast af fáum
frónversk þó orðin)
Eins og fleirtala af fólki
finnst vart á blaði
nema sem kurteist kúltúrprump
kýldur í punginn af fávísi og þögn
skyldu þeir vera skeindir af mönnum?
skammarlaust að pissa á sig?
I sambandi við Líf, þá var meiri áhugi fyrir
henni fyrir utan skerið, t.d. í Hollandi og
Bretlandi. Ég hugsa að nýja platan verði sungin
á ensku og að ég leiti meira út með þessa tónlist
Eg er búinn að fá inngöngu í tónlistarháskóla í
Hollandi og vonast til þess að komast þangað. Það
er slæmt að hafa ekki nein réttindi á pappírum því
það er erfitt fyrir mig að fá einhverja fyrirgreiðslu
þar sem ég flokkast ekki undir „æðra“ tónskáld
eða hreinan poppara. í þessum skóla er kennd
sónólógía og ég verð að fást við elektróníska
tónlist.í framtíðinni.
NT: Áður en ég bið þig að passa þig á myrkrinu
langar mig að spyrja þig hvernig þér hefur fundist
fólk á þínum aldri eldast og hvað þér finnst um
þína kynslóð.
ÞM: Það er misjafnt, ég hef lítið kynnst fólki
sem lifir því sem kallað er normal lífi og hef ekki
mikið lagt mig eftir því. Sjálfum finnst mér ég ekki
hafa elst í tíu ár. En ef við lítúm á poppara á
mínum aldri sem flestir eru kallaðir skallapoppar-
ar finnst mér ljótt að horfa upp á suma sem hafa
drukknað í peningaspilamennskunni. Margir af
þeim sem ég hef kynnst í gegnum spilamennsku
hafa stoppað mig á götu og hrósað mér fyrir
plötuna Líf en sumir hafa litið á mig með
tortryggni og haldið kjafti. Þögn er ekki góð
einkunn.
Og þá var nóg eftir af kaffi en minna af
spurningum svo að við kölluðum þetta bara dag.
NT: Varaðu þig á myrkrinu, Steini.
Bra
Bubbi og Baraflokkurinn í Safari
■ Þann 24. ágúst kemur Bubbi fram í Safari með
gestum. Þar mun hann syngja lög af plötu sinni
Fingraför og kannski eitthvað fleira sem ég hef
ekki hugmynd um hvað er. Kvöldið eftir kemur
Baraflokkurinn frá Akureyri. Það er orðið langt
síðan að þeir hafa spilað í Reykjavík og það þarf
enginn að segja okkur að þeir verða með mikið af
nýju efni.
-Bra