Tíminn - 21.08.1983, Side 9
SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
9
menn og málefni
FORUSTUHLUTVERK ÍSLEND-
INGA Á NORÐUR-ATLANTSHAFI
MX-ELD-
FLAUGARNAR
■ Fyrirrúmumtveimurárumeða24.
maí 1981 birtist grein eftir mig í
Tímanum undir fyrirsögninni:
Forustuhlutverk íslendinga á Norður-
Atlantshafi. Sitthvað af því, sem hefur
gerzt síðan, veldur því, að mér finnst
ekki úr vegi að rifja upp efni þessarar
greinar.
í upphafi greinarinnar var rætt um
MX-eldflaugina. Par sagði á þessa leið:
„ Hinn 9. apríl síðastliðinn skýrði
hið áreiðanlega bandaríska blað The
Christian Science Monitor frá því, að
dagana 7.-8. apríl hefði sérstök nefnd,
sem fjallar á vegum Nato um kjarn-
orkuvígbúnaðinn, Nuclear Planning
Croup (NPG), setið á fundum í Bonn.
Aðalmálefnið sem rætt var á fundun-
um, var staðsetning MX-eldflauganna,
sem Bandaríkjamenn ráðgera að
smíða.
í frásögn The Christian Science
Monitor segir, að nefndin hafi einkum
rætt þann möguleika, að búið yrði
um eldflaugar í kafbátum, þar sem
andstaða er ört vaxandi í Bandaríkjun-
um gegn staðsetningu þeirra þar.
MX-eldflaugin er öflugasta eldflaug,
sem ráðgert hefur verið að smíða til
þessa. Þyngd MX-eldflaugarinnar
verður 95 smálestir, eða meira en
tvisvar sinnum meiri en venjulegra
langdrægra eldflauga nú. Hún mun
geta flutt tíu kjarnaodda.
Aðalbreytingin, í sambandi við
MX-eldflaugina er þó ekki sú, að hún
verði langdrægari og markvissari og
geti flutt fleiri kjarnaodda en þær
eldflaugar, sem nú eru algengastar,
heldur hitt, að hún verður ekki stað-
bundin.
MX-eldflaugum verður komið fyrir
á stórum flutningavögnum, sem verða
meira og minna á ferðinni. Þannig á að
koma í veg fyrir að andstæðingarnir
geti í skyndiárás grandað þeim, þar
sem ógerlegt verður að fylgjast með
ferðum þeirra.
Til að skýra þetta nánar, þá er
áætlað að byggð verði 23 skýli fyrir
hverja MX-eldflaug og verði hún meira
og minna á ferð milli þeirra. A.m.k.
ein míla verður milli skýlanna.
Par sem gert er ráð fyrir 200 slíkum
eldflaugum, verður að leggja mikla
vegi og þá hina vönduðustu. Sumar
ágízkanir hljóða upp á 10 þús. mílna ’
langa vegi samanlagt til þess að full-
nægja þessum ráðagerðunt. Við bygg-
ingu skýlanna verður þörf fyrir meiri
uppgröft en var í sambandi við
Panamaskurðinn".
MÓTMÆLIMORMÓNA
f framhaldi greinarinnar sagði:
„Fyrirhugað hefur verið að MX-
eldflaugum verði komrð fyrir á hinum
miklu auðnum í Utah' og Nevada-
fylkjum. Mikil andstaða hefurskapazt
gegn þessu meðal íbúa þar og nú síðast
hafa stjórnendur mormóna-kirkjunnar
í Utah mótmælt þessum ráðagerðum
eindregið.
Mormónakirkjan er öflugasta fé-
lagslega aflið í Utah og hefur einnig
mikil áhrif í Nevada. Fullvíst þykir, að
þetta verði til þess, að öldungadeildar-
þingmennirnir frá Utah og Nevada
mundi snúast gegn staðsetningu MX-
eldflauganna í þessum ríkjum.
Hin nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna
hefur nú til athugunar áætlunina um
MX-eldflaugarnar, en Carter-stjórnin
var búin að fallast á hana í megindrátt-
um. Athugunin mun ekki síst beinast
að því hvort hægt sé að ná svipuðum
árangri og stefnt er að með MX-eld-
flaugum eftir öðrum leiðum.
Pá kemur ekki sízt til greina, að
koma þessum eldflaugum fyrir á kaf-
bátum. Sagt er, að Weinberger varn-
armálaráðherra hafi verið því hlynntur
áður en hann varð ráðherra, að slíkar
hugmyndir yrðu athugaðar gaumgæfi-
lega.“
VÍGBÚNAÐURINN
Á HAFINU
Síðan þetta var skrifað er liðið
talsvert á þriðja ár. Pað, sem hefur
gerzt á þeim tíma, hefur flest stefnt í
þá átt, að kjarnorkuvígbúnaðurinn
færist af landi út í haf.
Reagan forseti reyndi í fyrstu að
koma fram þeirri áætlun um MX-eld-
flaugarnar, sem Carter var búinn að
samþykkja. Áætlunin sætti síharðn-
andi mótspyrnu og átti Reagan að
lokum ekki annars kost en að gefast
upp við hana.
Nefnd, sem hann fól að gera nýja
áætlun, skilaði tillögum í vetur. Hún
lagði til að MX-eldflaugarnar yrðu
ekki nema 100 eða fækkað um helming
frá fýrri áætlun. Jafnframt yrði hætt
við að hafa þær á hreyfanlegum
pöllum, heldur yrði þeim komið fyrir í
staðbundnum neðanjarðarskýlum. Sú
breyting sætir mikilli gagnrýni af ótta
við, að Rússum reynist þá auðveldara
að eyðileggja þær.
Fulltrúadeildin hefur nýlega heimil-
að stjórninni smíði um 20 MX-eld-
flauga. Enn er þó eftir að fá ýms atriði
samþykkt áður en þingið samþykkir
endanlega fjárveitingu til þessara
framkvæmda. Vel getur því enn farið
svo, að MX-eldflaugin verði aldrei
framleidd.
Meðan þetta þóf hefur staðið um
MX-eldflaugina, hefur áhuginn beinzt
meira að öðrum leiðum til að efla
kjarnorkuvígbúnaðinn og þá fyrst og
fremst að vígbúnaðinum í og á hafinu.
Hörð samkeppni er háð milli risa-
veldanna um að fullkomna kafbáta,
sem hafa skotpalla fyrir eldflaugar.
Jafnframt er verið að fullkomna eld-
flaugar, sem henta kafbátum.Banda-
ríkjastjóm hefur fengið heimild til að
framleiða nokkur hundruð nýrrar teg-
undar stýrieldflauga, sem koma má
fyrir á kafbátum, ofansjávarskipum og
flugvélum. Flaugin getur flutt kjama-
odda 2400 km vegalengd. Ýmsir telja,
að hér sé á ferðinni það kjarnavopnið,
sem mest verði kappkostað að fram-
leiða í náinni framtíð.
Rússar munu leggja allt kapp á að
endurbæta stýriflaugar sínar, en þeir
eru taldir standa Bandaríkjamönnum
langt að baki í þessum efnum.
Þá ætla bæði Bretar og Frakkar að
fullkomna og stækka eldflaugakafbáta-
flota sinn.
í viðræðum þeim, sem nú fara fram
milli risaveldanna um takmörkun
kjarnavopna, leggja Bandaríkin mesta
áherzlu á fækkun eldflauga á landi.
Jafnvel þótt eitthvert samkomulag
næðist, gæti kjarnavígbúnaðurinn á
hafinu haldizt áfram.
HÆTTULEGT
KAPPHLAUP
Fyrir nokkrum árum mátti sjá fram
á það, að eldflaugavígbúnaður væri að
aukast á Norður-Atlantshafinu. í til-
efni af því ritaði ég 8. júlí 1978 grein í
Tímann, sem bar fyrirsögninga: Is-
lenzkt frumkvæði um afvopnun. I
henni sagði m.a. á þessa leið:
„Hið mikla vígbúnaðarkapphlaup
sem hefur farið fram við Norður-
Atlantshaf um alllangt skeið, er síður
en svo laust við árekstrarhættur. Petta
kapphlaup hófst með því, að ríki
Atlantshafsbandalagsins höfðu þar al-
gera yfirburði og gátu nánast sagt verið
með kafbáta búna kjarnorkusprengj-
um upp í fjörusteinum hjá Rússum.
Þeir hófust því handa um að koma á
svokölluðu hernaðarlegu jafnvægi á
■ Eldflaug skotið frá kafbáti
Norður-Atlantshafi og hafa byggt upp
mikinn flota sem sennilega nálgast það
óðum að vera jafnsterkur sjóher Nató-
ríkjanna í þessum heimshluta. Kafbát-
ar Rússa hlaðnir kjarnorkusprengjum
geta nú gert árás á Bandaríkin hvenær
sem er. Svar Nató-ríkjanna er að
styrkja enn flota sinn og flugher á
þessu svæði og Rússar svara á sama
hátt. Þannig heldur þetta kapphlaup
áfram og getur leitt til hættulegustu
árekstra jafnvel þótt báðir aðilar vilji
forðast það“.
ÍSLENZKT
FRUMKVÆÐI
. í framhaldi greinarinnar sagði á
þessa leið:
„Það er af þessum ástæðum, sem
mjög hlýtur að koma til athugunar
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
hvort Islendingar ættu ekki að hafa
forustu um að ríkin, sem liggja að
Norður-Atlantshafi, hefji viðræður um
'takmörkun herafla þar í líkingu við
viðræðurnar í Vínarborg. Strax væri
nokkuð unnið við það að þessar við-
ræður kæmust á. Rangt væri að búast
við skjótum árangri af þeim, en drop-
inn holar steininn. Slíkar viðræður
myndu tvímælalaust draga athygli að
þessu hættulega vígbúnaðarkapphlaupi
og gæti orðið viðkomandi ríkjum
hvatning til að draga heldur úr því,
jafnvel þótt ekkert samkomulag
næðist . Alla vega myndi það skapa
slíkan þrýsting.
ísland getur ekki ætlazt til mikilla
áhrifa á sviði alþjóðamála. Þó geta
smáríki oft áorkað miklu cf þau beita
sér fyrir góðu máli. Áhrif fslands á
þróun hafréttarmálanna er glöggt
dæmi um það. Fyrir smáþjóð er það gott
mál að reyna að hafa áhrif á að dregið
sé úr vígbúnaði. Því kemur það vissu-
lega mjög til athugunar að ísland eigi
frumkvæði að því að reynt verði að
draga úr vígbúnaðarkapphlaupi og
stríðshættu á Norður-Atlantshafi".
Til skýringar skal þess getið að
viðræðurnar í Vínarborg snúast um
samdrátt herafla í Mið-Evrópu.
ÁHRIF SMÁÞJÓÐA
í þeirri grein minni, sem vitnað er til
í upphafi og birtist 24. maí 1981, eða
þremur árum síðar en hin greinin,
sagði að lokum:
„Síðan þessi grein var skrifuð eru
liðin nær þrjú ár. Þann tíma hefur
vígbúnaðurinn aukizt. Framundan get-
ur verið enn stórkostlegra vígbúnaðar-
kapphlaup á Norður-Atlantshafi en
nokkru sinni fyrr, eins og bent er á hér
að framan.
íslendingar mega ekki vera tómlátir
um þessi mál. Lega íslands veldur því
að þeir eiga að taka forystu um að
reynt verði með viðræðum og samning-
um að draga úr kapphlaupinu. Þótt
íslendingar séu fáir og smáir, getur slík
forusta þeirra ekki aðeins vakið menn
til umhugsunar, heldur jafnframt
stuðlað að því, að sezt verði að samn-
ingaborði. Þetta vinnst hins vegar ekki
með neinu skyndiáhlaupi, heldur með
stöðugri vinnu, sem getur með tíman-
um borið árangur. ef menn eru nógu
þrautseigir.
Tillaga liggur nú fyrir Alþingi um
stofnun embættis varnarmálaráðu-
nauts með tilheyrandi starfsliði. Mér
finnst slíkt embætti geta komið til
greina, ef það yrði aðalhlutverk þess,
að undirbúa forustu fslands varðandi
viðræður um samdrátt vígbúnaðar á
Norður-Atlantshafi, en slíkt forustu-
starf kostar vissulega undirbúning og
vinnu.
íslendingar verða að gera sér ljóst,
að þeir hafa hér aðstöðu og skyldu að
takast á hendur forustuhlutverk, líkt
og í landhelgismálinu. Það má segja
um íslendinga, eins og Stalín sagði um
páfann, að þeir geta ekki teflt fram
mörgum vígbúnum herdeildum, en
rödd þeirra getur ekki síður haft áhrif
eins og oft hefur reynzt með smáþjóð-
irnar, ef hún heyrist nógu oft og hagar .
málflutningi sínum þannig, að eftir
henni sé tekið."
Til viðbótar skal það nefnt, að þetta
frumkvæði íslendinga getur orðið með
ýmsum hætti. Hér að framan er bent á
sérstaka ráðstefnu ríkja við Norður-
Atlantshaf. Þá verður hægt að taka
þetta mál upp á væntanlegri ráðstefnu
Helsinkiríkjanna um öryggismál Evr-
ópu. Einnig má nefna að hafizt verði
handa um undirbúning alþjóðasátt-
mála um kjarnorkuvopnalaust haf,
sbr. tillögu Ástralíu um kjarnorku-
vopnalaust Kyrrahaf.