Tíminn - 21.08.1983, Side 23
SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
23
Sellhorn og bankastjórinn voru nú
skjótir að átta sig á hlutunum. Fékk
Sellhorn brátt góða hugmynd. Sem
verðbréfasali vissi hann um nokkra
bændur, sem gjarna vildu selja bú sín,
en kærðu sig ekki um reiðufé og vildu fá
greiðslu í tryggara formi. Voru þá ekki
eðalsteinar, sem Fuhrmann hafði
ábyrgst, rétta greiðsluformið? Fyrsta
fórnarlambið var ríkur gósseigandi í
Schwelbeck í Holstein, en hann vildi
selja aðra af tveimur jörðum sem hann
átti í grennd við Kiel. í skrifstofu
bankastjóra Herms-bankans voru hon-
um sýndir steinarnir og hin virðulegu
skilríki sem sönnuðu að þeir væru ekta.
Seldi gósseigandinn að lokum jörðina,
sem var 57 hektarar, fyrir eina milljón
marka út í hönd og 1.8 milljónir greiddar
í 'eðalsteinum, - verð dr. Fuhrmanns!
Eftir að Scllhorn hafði leikið á iand-
eiganda nokkurn í grennd við Lúneburg
með sömu brellunni, tók Wilhelm
bankastjóri að leika þetta einnig. Hann
keypti ódýra steina hjá Fröber gim-
steinasala og lagði Fuhrmann enn aftur
á steinana sitt dýra mat. Bankastjórinn
varð þó brátt að gefa Sellhorn upp á
bátinn sem milligöngumann er útvegaði
viðskiptavini, þar eð hann hafði verið
dæmdur til þess að sitja í fangelsi í tvö
ár og fjóra mánuði.
5% AF MATINU
Wilhelm gerði því Siegfried nokkurn
Lehrer frá Karlsruhe að viðskiptafélaga
sínum. Sá var margreyndur í ýmsu og
hafði minnst fimmtíu sinnum komið
fyrir rétt vegna gruns um skjalafals og
svikastarfsemi í tengslum við gimsteina-
sölu, en nær alltaf sloppið við refsingu.
Lehrer dró viðskiptavini að úr öllum
áttum. Wilhelm bankastjóri bauð góð
lánakjör, en lánin voru jafnan að þriðj-
ungi gimsteinar. Nefna má dæmi af
verksmiðjueiganda frá Rínarlöndum
sem sárvantaði tíu milljónir og bauð lóð
í Köln sem tryggingu. Maðurinn fékk
lánið, sjö milljónir í peningum, en þrjár
milljónir í gimsteinum og skartgripum.
Þegar viðskiptavinurinn frá Köln vildi
slá lán út á gimsteinana sína hjá banka
sínum í Bremen, spurði hann Herms
bankann hvað líklegt væri að fengist út
á þá. „Svo sem 35% af mati sérfræðings-
ins,“ var svarið. Enn einn sérfræðingur
var fenginn til þess að skoða steinana og
sá sagði: „Þetta er ódýr fjöldafram-
leiðsla. Þeir eru hæfilega metnir á 5% af
matinu."
Gimsteina-sérfræðingurinn Elisabeth
Strack í Hamborg, sem á undanförnum
árum hafði oftsinni skoðað steina sem
Fuhrmann hafði ábyrgst sagði: „Ég hef
oftsinnis aðvarað þá hjá Herms-bankan-
um. Ábyrgðir Fuhrmanns eru svik og
lygi."
Þeir hjá Herms-banka vildu þó ekki
láta þetta fargan setja sig út af laginu og
á viðskiptaárinu 1982 gerði bankinn
opinbert að hagnaður hefði aukist úr 45
milljónum í 115 milljónir marka. Þetta
vakti athygli bankaeftirlitsins og þegar
rannsókn hafði farið fram var þessari
157 ára gömlu viðskiptastofnun lokað í
ársbyrjun 1983.
„Við sitjum enn uppi með eðalsteina,
sem við getum ekki selt fyrir átta prósent
af matsverðinu," sagði Wilhelm við
blaðamenn.
MARGUR SVIKINN
Svindl með ódýra eðalsteina sem
metnir hafa verið til mikils fjár er nýjasta
uppátæki svindlara í viðskiptalífi Evrópu
og víðar.
Þeir taka milljónalán og láta eðal-
steina sem tryggingu. Á síðustu þrem
árum urðu einir tuttugu þýskir bankar
fyrir skaða vegna þannig viðskipta. Til
dæmis tapaði Spar- und Darlehensbank
éinum 900 þúsund mörkum á slíku, þ.e.
■ Dr. Werner Fuhrmann hefur víða komið við sögu og aðstoðað við að narra stórfé út úr áhrifamiklum bönkum.
■ Hér má sjá þá þremenningana Hans R. Wilhelm, bankastjóra, (t.v.) Dirk Sellhorn og loks Frans Maurice Verbruggen,
sem var einn þeirra sem vottaði ágæti steinanna.
um 9 milljónum ísl. króna. í peninga-
skápum sínum geyma þessir aðilar
ógrynni af verðlitlum gimsteinum. Toll-
yfirvöld segja að um fjórðungur sé
ekkert annað en glerbrot.
Margir bankar vita því raun harla lítið
um þau verðmæti sem þeir liggja með
sem tryggingu. Fallega lágu þeir í því
Svisslendingarnir sem lánuðu 80 milljón-
ir franka (260 milljónir ísl. króna) út á
gimsteina, sem voru sáralítils virði.
Spánski aðalsmaðurinn og fjármála-
spekúlantinn Jaime-Ballestero-Aguilar
hafði leitað eftir 80 milljón franka láni í
Sviss í því skyni að koma upp hótelbygg-
ingum á Mallorca. Spánverjinn leitaði
eftir láninu með tilstyrk nafnfrægs fjár-
málaráðgjafa fyrirtækis „Villiger", sem
m.a. er ráðgefandi í fjármálum Biskups-
dæmisins í Basel, sem á geysilegar
eignir. Bauð hann tryggingu í liteðal-
steinum að verðgildi 140 milljónir
franka.
Ábyrgðarbréfin mcð gimsteinunum
fylgdu voru flest frá „Eðalsteinarann-
sóknastöðinni í Antwerpen" og undirrit-
uð af Frans Maurice Verbrúggen og vini
hans dr. Werner Fuhrmann, sem lesend-
ur munu nú kannast við. Smiðshöggið á
allt saman sló svo prófessor dr. Júrgen
Pense, forstöðumaður eðalsteinafræða
við háskólann í Mainz. Þann 10. maí
1980 ritaði prófessorinn Ballestero svo
bréf, þar sem hann tjáði honum að frá
áramótum hefði verð á smarögðum,
rúbínum og safírum hækkað um minnst
20 eða 30%. „Það á auðvitað ekki síður
við um eðalsteina yðar,“ sagði í bréfinu,
„þá steina sem ég sjálfur hef rannsakað
þrívegis."
Ekki lét Ballestero sér þó nægja þetta
bréf. Hann bauð þessum frömuði eðal-
steina í Þýskalandi til Zúrich og lét hann
persónulega lýsa ágæti steinanna fyrir
bankastjórunum. Svisslendingarnir létu
nú undan og reiddu af höndum áður
umgetnar 80 milljónir. 1 ársbyrjun 1982
flaug svo fiskisagan um hneykslið út, því
Ballestero greiddi ekki lánið.
HEIMSKA
BANKANNA?
Nú fengu bankarnir eigin sérfræðinga
til þess að skoða steinana. Úrskurður
þeirra var voðalegur:
„Við vorum hingað kvaddir til þess að
rannsaka lit eðalsteina," sagði svissneski
sérfræðingurinn Gúbelin, „en ekki
hrat....“ Þeir töldu verð steinanna ekki
140 milljónir franka, heldur um það bil
fimm milljónir.
Vinur Bállestero, Antonius Hadzin-
estoros, öðru nafni Anton baron af
Kassel, tókst að narra á sama hátt út úr
Standard Chartered Bank í London 2.4
milljónir svissneskra franka. Það var
prófessor Pense sem staðfest hafði ágæti
steinanna.
„Þetta er heimsku bankanna að
kenna" segir starfsmaður Verbrúggen,
Albert Stoffels. „í stað þess að lesa
ábyrgðarvottorðin eins og þau koma
fyrir, þá láta þeir blindast af stærð
steinanna. Hefðu þeir gætt sín betur
mundu þeir hafa komist að muninum
sem er á heildsöluverði og verði á
sérpöntuðum steinum."
Vafi leikur þó á hvort Verbrúggen og
fleiri komast upp með þennan skilning á
málunum. Yfirleitt vissu sérfræðingarnir
að nota átti steinana sem veð í bönkum
og að áliti samtaka sérfræðinga um
eðalsteina hefði átt að geta þeirrar
upphæðar sem steinarnir gátu staðið
fyrir sem veð.
Bankar í Þýskalandi, Sviss, Englandi
og Austurríki hafa tapað jafnvirði 2000
milljóna ísl. krónaáþennan hátt. Svindl-
ararnir gátu lengi áfram leikið sama
leikinn, vegna þess að bankarnir kusu
heldur að þegja um skakkaföll sín og
gera grein fyrir tapi sfnu á skattaskýrsl-
um sínum, en kæra meðferðina!
(Þýlt-AM)
Kýr óskast
til kaups. Einnig mjaltakerfi
Tilboö sendist augl. deild Tímans merkt
„Kýr“ 1790
Sími 44566
RAFLAGNIR
Nýlagnir - Breytingar - Viöhald jB
samvirki §
Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur.
PLASTPOKA OG PRENTUN FÆRÐU HJÁ
lliistos lll*
BÍLDSHÖFÐA 10 ( VIÐ HLIÐ BIFREIÐAEFTIRLITSINS SÍMI: 82655