Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 7
, SUNNUDAGUR 21, ÁGÚS.T 1983
bréf. Ekki verður efað að Svarti dauði
barst hingað til lands árið 1402, en
nokkur vafi leikur á því hvaðan hann
hefur borist, hvar komið við land og hve
snemma á árinu.
Upptök pestarinnar
í Hvalfirði 1402
Þorkell Jóhannesson sagnfræðingur
rannsakaði heimildir um Svarta dauða á
íslandi og ritaði um efnið greinina „Plág-
an mikla 1402-1404“ í tímaritið Skírni
1928, og er einkum við ritgerð hans
stuðst í samantekt þessari. Niðurstaða
hans er sú að Svarti dauði hafi komið til
íslands á áliðnu sumri eða undir haust
1402. Hefur hún borist með skipi, senni-
lega frá Englandi, sem kom í Hvalfjörð.
Það átti kaupmaður að nafni Einar
Herjólfsson og hefur hann væntanlega
verið í verslunarerindum. Frá Hvalfirði
barst síðan pestin um landið. Fyrst
sennilega suður yfir heiði og svo austur
um sýslur, allt austur í Skaftafellssýslur.
Jafnframt barst hún vestur sveitir og
norður yfir Holtavörðuheiði og svo vest-
an eftir sveitum norðanlands, allt austur
á Fjörð. Önnur kvísl Svarta dauða
greinist um Vestfirði. Er helst svo að sjá
að síðari hluta árs 1403 sé pestin komin
um land allt, og virðist hún þimagnast
á ný undir veturinn.
Af Nýja-annál má sjá að Svarti dauði
gekk sem óðast fyrir sunnan land, þ.e. í
Árnes- og Rangárþingi, Kjalanesþingi
og líklega Borgarfirði, um haustið 1402
og svo fram til jóla. Um jólaleytið er sem
mest mannfallið af pestinni á biskups-
stólnum í Skálholti, svo að „aleyddi þá
þegar slaðinn af lærðum mönnum og
leikum, fyrir utan biskupinn sjálfan og
tvo leikmenn." Hefur það verið ógurlegt
afhroð, því að sennilegt er að á þessu
mikla höfuðbóli landsins hafi ekki færra
fast heimilisfólk verið en 120-150 manns.
Snemma í nóvembermánuði eru menn
farnir að ugga um sinn hag norður í
Húnaþingi, og hefur þar þá verið kominn
illur kvittur um mannfallið syðra, en ef
til vill hefur sjálf drepsóttin þá ekki verið
komin norður yfir Holtavöruheiði. 7.-
13. nóv gera þau reikningsskilabréf sín á
milli Þórður officialis Þórðarson á
Höskuldsstöðum og fyigikona hans,
Valdís Helgadóttir. En 9. nóv gefur
Valdís kirkju á Þingeyrum jörðina Ytri-
Ey á Skagaströnd, „svo framt að hún
andaðist úr sótt, er þá gekk yfir landið.“
Skömmu síðar er öruggt að Svarti dauði
er kominn norður, og líklega hafa þau
Þórður og Valdís bæði andast úr sóttinni
fyrir jól 1402.
Heitgöngur studdu
að útbreiðslu
Um jólaleytið 1402, á sama tíma og
mannfallið stóð sem harðast yfir í
Skálholti, var samkoma mikil á Grenjað-
arstöðum og efnt til mikilla heita af allri
alþýðu. Er heitbréfið enn til. Þar voru
strengd heit „sérlega móti þeirri ógur-
legri drepsótt, sem þá fór vestan eftir
landinu, í hverri mikill fjöldi lærðra og
leikra, ríkra og fátækra, fyrir sunnan
land, í Húnaþingi og Skagafirði þá þegar
með fljótum atburðum andast hafði, svo
að víða var aleytt, bæði af prestum og
leikmönnum..." Svipað heitbréf, sem
einnig er varðveitt, var gert á Munka-
þverá í ársbyrjun 1403, „með
sambæn...í móti þeim hræðilega mann-
dauða, sem þá stóð harðast yfir, að guð
með sinni náð skyldi þar nokkra miskunn
á gjöra.“
Samkvæmt heitbréfinu á Grenjaðar-
stöðum var stofnað til mikilla heitgangna
í þeim vændum að drægi úr ofsa drep-
sóttarinnar. Skyldu Þingeyingar norðan
Reykjaheiðar ganga til Múla, en innan
Reykjaheiðar skyldu menn ganga til
Munkaþverár. Eyfirðingar og Húnvetn-
ingar skyldu ganga til Hóla. En Skagfirð-
ingar til Munkaþverár eða Þingeyrar.
Líklegt má telja að heitgöngur þesar haft
að lítilli framkvæmd orðið vegna mann-
dauðans, sem brátt dundi yfir. En að
sjálfsögðu hafa þær stutt að útbreiðslu
pestarinnar, hafi þær einhverjar verið.
Eitrað andrúmsloft
og gölluð læknisráð
Um orsakir pestarinnar miklu vissi
almenningur ekkert, og lærðir menn
voru einnig ráðþrota. Margir álitu að
pestin væri refsing æðri máttarvalda fyrir
syndugt lífemi mannfólksins, en einnig
voru uppi hugmyndir um að úti í löndum
hefðu Gyðingar komið pestinni á kreik.
Til er skjal frá læknaskólanum í París,
samið 1348, en um það leyti var skólinn
höfuðsetur læknislistar í Evrópu. Þar
segir að eitrun andrúmsloftsins valdi
dauðapestihni, og til að verjast henni
telja skólamenn ráðlegt að neyta ekki
kjúklinga, vaðfugla, ungsvína, gamals
nautakjöts né neins feits kjöts. Enn
fremur segir að hættulegt sé að sofa á
daginn og menn skyldu ekki sofa lengi
eftir að dagur er runninn. Menn skyldu
varast kalda og vota fæðu. Allur æsingur,
reiði, gleði og drykkjuskapur var talínn
stórhættulegur. Varhugavert var einnig
talið að baða sig.
Sýkill berst með rottum
og flugum
Við vitum nú að ráð Parísarlæknanna
voru einskis virði, en ástæðulaust er þó
að hæða þá og spotta fyrir vanþekking-
una. Hún var eðlileg á þessum tíma,
löngu áður en vísindaleg læknisfræði
varð til. Það var raunr ekki fyrr en árið
1896 sem læknar uppgötvuðu hver sýkill-
inn var sem orsakaði pestina. Hann
hlaut nafnið Yersinia pestis, og reyndist
berast með rottum og flugum. Flugurnar
voru sníkjudýr á rottum og báru sýkil-
inn, smituðu rottuna, sem drapst og
flugu þá á aðrar eða á fólk og smituðu
það. Yfirleitt er talið að dauðsföll af
pestinni hafi orðið um það bil hálfum
mánuði eftir að sýktar rottur drepast.
Dóu 40 þúsund
íslendingar?
Það er og verður óráðin gáta, hversu
margt manna hafi látist hér á landi í
Svarta dauða. Eftir lýsingu íslenskra
annála á pestinni í Noregi 1349 var það
lengi ætlun manna að þar hefðu látist
tveir þriðjungar landsfólksins. Er nú
talið sönnu nær að ekki hafi mannfalið
numið meiru en þriðjungi þjóðarinnar.
Hér á landi hefur manndauði varla verið
minni. En alveg mun það út í bláinn
talað, er Jón Espólín telur að dáið hafi í
Svarta dauða tveir þriðjungar lands-
manna. Hann telur einnig svo, að um
aldamótin 1400 hafi verið hér á landi 120
þúsundir manna. Er það sömuleiðis
ágiskun ein, og vafalust of hátt. Því
miður eru ekki til neinar nákvæmar
skýrslur um manntal á Islandi á fyrri
öldum. Þó eru til tvær manntalsskrár
sem talsvert má styðjast við. Er önnur
tala bænda sem þingfararkaup eiga að
greiða, og hin skattbændatal 1311. Má af
þessum tölum álykta að ekki hafi búið
hér færri en 75-80 þúsund manns um
1400. Sé gert ráð fyrir svipuðu afhroði
og varð í Noregi 1349, hafa 40-50
þúsund lifað hér eftir, en látist hafa allt
að 40 þúsund manns.
Efnahagsleg viðreisn í
kjölfar manndauðans
Svarti dauði hafði margháttuð áhrif á
hag íslendinga. Ef horft er fram hjá
þeim harmleik sem manndauðinn var,
voru afleiðingar plágunnar jákvæðar í
efnahagslegum skilningi. Færri voru nú
um skiptingu þjóðarauðsins, jarðeigna
og kvikfjárs. Af mannfallinu leiddi mik-
inn skort á vinnuafli og hækkandi kaup
verkafólks. Líklegt er að mikill fjöldi
jarða hafi farið í eyði og jarðarafgjöld
lækkuðu stórum. Jarðeignir lækkuðu í
verði, og þeir sem áttu handbært fé, áttu
greiðan aðgang að ná eignarhaldi á
jörðum, nær því ótakmarkað. Menn
festu lausafé sitt helst í jarðeignum á
þessum árum, og í því var kirkjan ekki
eftirbátur, hún stórjók jarðasafn sitt
eftir pláguna.
Efnahagsbatinn á íslandi í kjölfar
Svarta dauða framlengdist síðan þegar
„enska öldin“ svonefnda hófst með því
að Englendingar tóku að versla við
landsmenn upp úr 1412. Á bók Siglaugs
Brynleifssonar um Svarta dauða segir að
með þessum atburðum samtengdum,
hefjist meiri auðsöfnun hérlendis en
landsmenn hafi áður vitað. Sú auðs-
söfnun „varð landsmönnum til styrktar
þegar þrengdi að síðar á öldum og þótt
sá auður væru uppurinn þegar kemur
fram á 18. öld einkum vegna sérlega
óhagstæðrar verðráttu og náttúruham-
fara þá munaði honum til þess að hér
héldist byggð og samfélag, þar til betur
áraði og nýir úrkostir buðust."
(Heimildir: Þorkell Jóhannesson: „Plágan
mikla 1402-1404“ í Skími 1928 og ritgerða-
safninu Lýðir og lanshagir íri 1965: Siglaugur
Brynleifsson: Svarti dauði Rvík 1970. Bnn
fremur er ástæða til að vekja athygli á nýjustu
bókinni um Svarta dauða á erlendum bóka-
markaði en það er rit Roberts S. Gottfried
The Black Death: Nalural aad Human
Disaster in Mfdieval Europe.)
SPRAGE
VERKANNA
VEGNA
HAMAR HF
véladeild
Simi 22123 Posthoif 1A04 Trvggvagotu Revkiavik
Sláttutætari
til afgreiðslu strax
SPRRCEIIE
WM
x|SKltit
9 9
★ Sláttubreidd 140 sm.
★ Aflþörf 35 hk. PTO
★ Vökvastýribúnaður
★ Hagstætt verð og góðir
greiðsluskilmálar
SKÚTAHRAUNI 15c - SlMI 91-54933
220 HAFNARFJÖRÐUR
g|§t
STOLL Vestur-þýskar
fjölfætlur
á kynningarverði
STOLL Z 400 A
dragtengdar 4. stjörnu- 6 arma - Vinnslubr. 4.10 m.
Verð kr. 43.900.
STOLL Z 500 A
dragtengdar 4. stjörnu - 6 arma - Vinnslubr. 5.10 m.
Verð kr. 51.800
Góð greiðslukjör
>1IU114
SUNDABORG
Kletfagörðum I - Simar 8-66-55 4 8-66-80