Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 1
Fyrsti leikur íslandsmótsins í knattspymu bls. 10-11
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Fimmtudagur 19. maí 1983
113. tölublað - 67. árgangur
Forsætisráðherraembættið ekki lengur skilyrði
af hálfu Alþýðuflokksins:
„FdSIR AÐ RÆDA
AÐRA TRYGGINGU
— segir Magnús H. Magnússon, varaformaður flokksins
■ „Ef við getum fengið sains-
konar tryggingu á einhvern ann-
an hátt, þá viljum við fúsir skoða
það,“ sagði Magnús H. Magnús-
son, varaformaður Alþýðu-
flokksins, er Tíminn ræddi við
hann í gærkveldi um þann mögu-
leika að honum, í fjarveru Kjart-
ans Jóhannssonar, formanns Al-
þýduflokksins yrði falin stjórn-
armyndunartilraun, þegar Svav-
ar Gestsson hefur gefist upp á
sínum tilraunum, og hvort Al-
■ „Það er ekki nokkur leið í
fijótu bragði að gera sér grein
fyrir tjóninu í heild,“ sagði Olaf-
ur Ólafsson, forstjóri Keflavikur
hf., þegar Tímamenn hittu hann
við rústir hraðfrystihúss fyrir-
tækisins í gær.
„Þrátt fyrir allt er tjónið ekki
eins mikið og útlit var fyrir í nótt
sagði Ólafur „Okkur tekst senni-
lega að bjarga afutðum fyrir
milli 20 og 25 milljónir króna,
sem nú er verið að skipta um
umbúðir á og koma í skip.“
- Hvað vinna margir í þeim
hluta frystihússins sem nú er í
lamasessi?
„Það eru sennilega um 100
manns - en við leyfum okkur að
vona að það standi ekki allt uppi
atvinnulaust. Við stefnum að
því að hefja humarvinnsiu um
næstu mánaðamót, en salurinn
sem humar er unninn í slapp að
mestu og okkar megin verkefni
næstu daga verður að koma vél-
um og tækjum í það lag að hægt
verði að fara af stað.
Við stefnum einnig að því að
halda áfram útgerðinni, en á
okkar snærum eru 5 bátar og 2
skuttogarar og þeir munu vænt-
anlega koma hráefni sínu í
vinnslu annars staðar og þar með
ætti að skapast vinna fyrir eitt-
þýðuflokkurinn myndi þá hugs-
anlega ganga að slíkri stjórnar-
myndun, og þá með Sjálfstæðis-
flokki og Framsóknarflokki, án
þess að gera tilkall til forsætis-
ráðherraembættisins, eins og
hann gerði um daginn, þegar
Alþýðuilokkurinn datt út úr við-
ræðum við Sjálfstæðisfiokk og
Framsóknarflokk einmitt vegna
þeirrar kröfu.
„Við settum þessa kröfu fram
um daginn, til þess að tryggja
það að 'ekki væri hægt að ganga
framhjá okkur af samstarfsaðil-
unum, þegar þeir sameiginlega
væru svona sterkir," sagði
Magnús, „en eins og ég sagði
áðan, þá værum við fúsir til
viðræðna, ef við fengjum sams-
konar tryggingu, á einhvern
annan hátt en með forsætisráð-
herraembættinu."
Tíminn hefur aflað sér heim-
ilda fyrir því að Alþýðuflokks-
menn séu einkum með í huga,
að einhvers konar samþykkt yrði
gerð í stjórnarsáttmála, þessefn-
is að stjórnin afgreiddi ekki frá
sér mál, öðru vísi en svo að
samþykki allra flokka í stjórn-
inni lægi fyrir, og er þá átt við,
eftir því sem Tíminn kemst næst,
að meirihluti flokkanna væri að
baki ákvörðuninni, en ekki
munu Alþýðuflokksmenn hyggj-
ast setja það sem skilyrði að hver
einasti þingmaður sé ákvörðun-
inni fylgjandi. - AB.
Friðrik Sóphusson, varafor-
madur Sjálfstæðisflokksins:
„EKKI FRETTIR
SPRENGINGAR í
■ „Þetta eru allt innan-
flokksmál, cnda eru það ekki
fréttir þótt það séu sprengingar í
þingflokki sjálfstæðismanna,
þær eru á hverjum degi hjá
okkur,“ sagði Friðrik Sóphus-
son, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, erTíminn spurði hann
hvað hann hefði átt við með
I Eins og sjá má er þakið fallið af stærstum hluta hraðfrystihússins. Tímamynd GE.
JJÚMIÐ MINNA EN Á HORFMST
— segir Ólafur Ólafsson, forstjóri Keflavíkur hf.
hvað af okkar fólki - vonandi
sem flest.
Við erum líka nokkuð bjart-
sýnir á að það takist að auka
vinnslugetu í frystihúsi sam-
starfsfyrirtækis okkar, Miðness
hf., í Sandgerði, og þar mun
eitthvað af starfsfólkinu fá
vinnu,“ sagði Ólafur.
Annars sagði Ólafur að oft
hefði verið vandi að koma öllu
hráefni sem á land berst á
Suðurnesjum í vinnslu á sumrin
og það þyrfti að takast vel til ef
dæmið ætti að ganga upp. „En
við reynum allt hvað við getum,“
sagði hann.
Ólafur sagði að húsin sem
urðu eldinum að bráð hefðu
verið misjafnlega gömul - hluti
af þeim tiltölulega ný en önnur
nokkurra áratuga gömul, en þau
hefðu öll verið endurnýjuð í
byrjun áttunda áratugarins.
- Hvernigermeðtryggingar?
„Það vantar mikið á að trygg-
ingadæmið sé uppgert. En húsa-
kosturinn var tryggður hjá
Brunabótafélaginu, en vélakost-
ur og afurðir hjá Tryggingamið-
stöðinni", sagði Ólafur.
-Sjó
Sjá bls. 2-3
orðum þeim sem hann heyrðist
láta falla í kaffistofu Alþingis í
gær, en þau voru svohljúðandi:
„Það verður sprenging í þing-
flokknum, þcgar Geir leggur
fram ráðherralista sinn.“
Friðrik var ekki reiðubúinn til
þess að tjá sig um þessi orð, en
Tíminn hefur fregnað að yngri
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
séu síður en svo sáttir við það
hvernig staðið hefur verið að
þeim stjórnarmyndunarvið-
ræðum sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur annað hvort haft for-
ystu fyrir, eða tekið formlegan
þátt í. Eru yngri þingmennirnir
sagðir óánægðir með að Geir
skuli hafa valið í viðræðunefnd
með sér þá Matthías Á. Mathie-
sen, Matthías Bjarnason og á
stundum Albert Guðmundsson,
en enginn yngri þingmannanna,
eins og t.d. Friðrik sjálfur, sem
er þó varaformaður flokksins
verið til kvaddur. Eru menn
þeirrar skoðunar, að burtséð frá
þeirri stjórn sem á endanum
verður mynduð, sé viðræðu-
nefnd Sjálfstæðisflokksins í þess-
um formlegu viðræðum, mjög
sterk vísbending um hverja Geir
hyggst tilnefna sem meðráðherra
sína í ríkisstjórn, og að eina
breytingin frá því 1974 sé sú að
Albert Guðmundsson komi í
stað dr. Gunnars Thoroddsen.
Hafa því ungu þingmennirnir
lafið í veðri vaka, að ef þessir
menn skipi ráðherralista flokks-
formannsins, þá eigi þeir eftir að
láta í sér heyra, svo um munar.
- AB.
Lýst eftir
manni
■ Lögreglan í Reykjavík lýsir
eftir 23 ára gömlum manni,
Aðalsteini Hrcinssyni. Aðal-
steinn hvarf frá Kleppsspítala,
en þar er hann vistmaður um
klukkan 17 á þriðjudag og
síðan hafði ekkert til hans
spurst þegar Tíminn talaði við
lögregluna í gærkvöldi.
Aðalsteinn er um 190 senti-
metrar á hæð, grannur með
ljóst sítt hár og Ijóst skegg.
Hann var klæddur bláum galla-
buxum og grænum hermanna-
jakka. Þeir sem telja 'sig hafa
orðið vara við hann eru vin-
samlegast beðnir að láta lög-
regluna í Reykjavík vita. -Sjó
■JMjTi
HHHIi