Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 17 umsjún: B.St. og K.L. Kristinn Morthens hefur stundað málara- list í rösk 40 ár og er kunnur fyrir líflegar náttúrulífsmyndir úr sveit og frá sjó. Hann hefur víða leitað fanga og fært á strigann marga fegurstu og sérkennilegustu staði landsins. Sýningin í Félagsheimilinu í Hveragerði er sölusýning. feröalög Ferðir um Hvítasunnu, 20. - 23.maí (4dagar) ■ 1. Þórsmörk. Gönguferðir með farar- stjóra, daglega. Gist í Skagfjörðsskála. 2. Þórsmörk - Fimmvörðuháls - Skógar. Gist í Skagfjörðsskála. 3. Gengið á Öræfajökul (2119 m). Gist í tjöldum í Skaftafelli. 4. Skaftafell. Gönguferðir með fararstjóra um þjóðgarðinn. Gist í tjöldum. 5. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Gengið á jökulinn og einnig farnar skoðunarferðir um nesið. Gist í Arnarfelli á Arnarstapa. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrif- stofunni, Öldugötu 3. Takmarkaður fjöldi í sumar ferðirnar. Tryggið ykkur farmiða tímanlega. Skagfjörösskáli í Þórsmörk er upptekinn fyrir farþega Ferðaféiagsins um Hvítasunn- una. Ferðafélag íslands. Dagsferðir um Hvítasunnu: ■ 1. Sunnudagur 22.maí kl 13. Stafnnes - Ósabotnar. Létt ganga með ströndinni. Verð kr. 300,- 2. mánudagur 23.maí kl. 10 Hengillinn (803 m). Gengið úr Innstadal. kl. 13 Skálafell sunnan Hellisheiðar. Verð kr. 250,- Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. Útivist Hvítasunna 20-23. maí. 1. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. Gönguferðir við allra hæfi. Margt að skoða t.d. Dritvík, Arnarstapi, Lóndrangar. Kvöldvökur. Góð gisting á Lýsuhóli. Sundlaug. Hitapottur. 2. Þórsmörk. Engum leiðist með Útivist í Þórsmörk. Góð gisting í nýja skálanum í Básum. Kvöldvökur. 3. Mýrdalur. Skoðunar- og gönguferðir við alira hæfi. Góð gisting. 4. Fimmvörðuháls. Jökla- og skíðaferð. Gist í fjallaskála. Ágætir fararstjórar í öllum ferðum. Upplýsingar á skrifstofu Útivistar, Lækjargötu 6a, sími 14606 (símsvari). Sjáumst. Ferðafélagið Útivjsl. sundstadir Reykjavik: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl. 13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatimar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í sima 15004, í Laugardalslaug i sima 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. ' til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatimi áþriðjud. ogfimmtud. kl. 19-21.30. Karlatim- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðiud. og fimmtud. kl. 17-21.30. karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar í baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8—13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 ( april og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — í maí, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavik kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi sími 1095. Afgreiðsia Reykajvik, simi 16050. Sím- svari i Rvík, sími 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 tilkynningar Erindi um ísrael ■ Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður, flytur erindi og svarar fyrirspurnum um nýafstaðna för sína til Ísraeís, á opnum fundi sem félagið ísland—Ísrael gengst fyrir í Safnaðarheimili Langholtskirkju (uppi) fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30. Jóhanna var í hópi blaðamanna, víðsvegar að úr heimin- um, sem ísraelska utanríkisráðuneytið bauð til landsins, til að kynna sér ástand og horfur, eftir stríðið í Líbanon. Síðar á fundinum verða veittar upplýsingar um dvöl á sam- yrkjubúum, í Israel. Aðalfundur félagsins Ísland-ísrael var haldinn nýlega og .var Eirika A. Friðriksdóttir kjörin formaður. Ísland-ísrael K.A.F. sýnir: Lily, elskaðu mig ■ í kvöld sýnir Kvikmyndaklúbbur Al- liance Francaise myndina Lily, elskaðu mig (Lily, aimé-moi) í E-sal Regnbogans kl. 20.30. Myndina Lily, elskaðu mig gerði Maurice Dugowson 1974. Leikarar eru Patrick Dew- aere, Rufus, Jean-Michel Folon og Zouzou. Patrick Dewaere var stór stjarna í frönskum kvikmyndum, en réði sér bana 1981. Myndin segir frá fundi þeirra Francois, Claude og Johnny. Francois er blaðamaður hjá vikutímariti í París. Ritstjóri blaðsins felur honum að gera þjóðfélagsfræðilega könnun á lífi verkamanns. Þegar Francois kemur til verkamannsins Claude, hefur kona hins síðarnefnda rétt í því yfirgefið hann. Ekkert verður af könnuninni. Endurbygging gamalla húsa ■ Fimmtudaginn 19. maí kl. 17.00. flytur CURT von JESSEN, arkitekt, fyrirlestur í Norræna húsinu og nefnir hann: „Endur- bygging sóknarkirkjunnar í Kirkjubæ (Fær- eyjum) - nokkrar meginreglur við endur- byggingu gamalla húsa.“ Sýndar verða lit- skyggnur og dæmi tekin m.a. frá Magnúsar- dómkirkju á Orkneyjum. Fyrirlesturinn er opinn öliu áhugafólki. Curt von Jessen starfar sem arkitekt við endurbyggingardeild (restaureringsafdeling) Arkitektaskólans í Kaupmannahöfn, þarsem hann hefur m.a. umsjón með rannsóknar- stofu deildarinnar. Hann hafði umsjón með flutningi og endurbyggingu færeysku hús- anna á Frilandsmuseet í Kaupmannahöfn. Ennfremur sá hann um flutning leikhússins í Helsingjaeyri, sem endurreist var í „Den gamle By“ í Árósum, svo nefndir séu nokkrir staðir, sem íslendingar þekkja. andlát Guðrún Helgadóttir andaðist í sjúkra- húsi Vestmannaeyja 17. maí. Þuríður lngibjörg Guðjónsdóttir Ljungblad frá Ingjaldssan di andaðist í sjúkrahúsi í Dayton, Tennessee 13. apríl. Júlíus Helgason, rafvirkjameistari, Engjavegi 19, ísafirði, andaðist 11. maí. Ásamt með arkitektinum Mogens Koch hefur hann haft umsjón með viðgerðum á Hróarskeldudómkirkju nú mörg undanfarin ár og á sæti i norrænni nefnd, sent hlutast til um varðveislu gamalla kirkjubygginga á Norðurlöndum. Curt von Jessen hefur komið til íslands áður. Á árunum 1970-80 kom hann nokkrum sinnum sem kennari með nemendahópum frá Arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn til að mæla og teikna einkum íslensku torfbæ- ina. Hluti þeirra verkefna hefurverið gefinn út, t.d. kom út bók um Þverá í Laxárdal og tvær bækur, sem geyma uppmælingar af bæjum í Sandfelli, Hofi og Hnappavöllum í Öræfum og Rauðabergi á Mýrum. Herferð á vegum Amnesty International ■ Nú stendur yfir herferð á vegum Amnesty International gegn pólitískum morðum ríkis- stjórna. Hafin hefur verið sókn gegn aftökum án dóms og laga sem viðgangast víðsvegar um heim. Heimildir eru um slík tilvik í 20 löndum á síðustu fjórum árum. Starfsmenn Amnesty International gera nú athuganir á þessum málum í viðkomandi löndum sem eru allt frá Kamputseu og Libýu til Uganda og Guatamala. ' Tilgangur herferðarinnar er að vekja at- hygli fólks almennt á þessum mannrétt- indabrotum og fræða um útbreiðslu þeirra og þær aðstæður sem þau eru unnin við. Á vegum íslandsdeildar Amnesty hafa verið settar upp sýningar í anddyri Háskóla- bíó og Sparisjóðs Reykjavíkur til kynningar á herferðinni gegn pólitískum morðum stjórnvalda. Eru þessar sýningar opnar al- menningi á opnunartíma þessara fyrirtækja sem lána Amnesty aðstöðu þessa endurgjalds laust. Skrifstofustarf Skrifstofumaður óskast til starfa í heilsdagsstarf við útgáfu Lögbirt- ingabiaðsins og Stjórnartiðinda. Starfssvið er prófarkalestur og vélritun. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Stúdents- próf æskilegt. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 25. maí n.k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 17. maí 1983. ítölsk sófasett Margar gerðir - Tau- og leður- áklæði. Verð frá kr. 24.900.- Húsgögn og . ' M.- Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 Massey Ferguson Heybindivélar MF MF UMHyFtrguun 128. Verð kr. 156.000.- 124. Verð kr. 142.000.- Vinnubreidd1.93 m.og1.63 m Örugg binding - betri baggar Suðurlandsbraut 32 • Sími 86500 Reykjavík Jörð til sölu í Skagafirði Jörðin Höskuldsstaðir í Akrahreppi er til sölu nú þegar ef viðunandi tilboð fæst. Á jörðinni er allgott 5 herb. íbúðarhús frá árinu 1950 og fallegur blómagarður við. Fjárhús eru fyrir 200 fjár, ásamt hlöðu, gamalt fjós er einnig innréttað sem fjárhús. Ræktað land er 17 hektarar og ræktunarmöguleikar allgóðir, veiðiréttur í Héraðsvötnum. Bústofn og vélar geta fylgt ef óskað er. Nánari upplýsingar veittar í símum 95-5224 og 95-6141 Einar E. Gíslason. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Jarðeigandi. Frá Grunnskóla Raufarhafnar Laus er kennarastaða við Grunnskólann Raufar- höfn. Nánari upplýsingar veitir Jón Magnússon skólastjóri í símum 96-51131 og 96-51164. t Utför konunnar minnar Sigríðar Sigurfinnsdóttur Birtingarholti, fer fram frá Hrepphólakirkju laugardaginn 21. maí kl. 2 siðdegis. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Sigurður Ágústsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.