Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1983
■ „Nú er talað um
„tölvubyltingu“ í heimin-
um, sem sé síst minni en
iðnbyltingin forðum“,
sagði Björn Líndal í setn-
ingarræðu sinni á Málþingi
um tölvuspil og leiktækja-
sali, sem haldið var í
Menningarmiðstöðinni í
Gerðubergi í Breiðholti.
Björn sagði einnig: „Sagt
hefur verið, að byltingin
éti börnin sín, en Barna-
verndarráð telur það
skyldu sína, að koma af
stað umræðum um hvernig
tölvur geta stutt að bættu
og betra mannlífi, svo
tölvubyltingin geti orðið til
góðs, bæði í leik og starfi“.
í Barnaverndarráði íslands eru Björn
Líndal, form. og með honum Ásta
Björn Líndal, formaður Barnaverndarráðs íslands, setur málþingið
„Sjoppuspilin mala eigendunum gull
og opna leiðir til skattsvika..."
— sagði einn frummælandinn á Málþingi um tölvuspil og
leiktækjasali, sem Barnaverndarráð gekkst fyrir
Kristrún Ragnarsdóttir, Bernharður
Guðmundsson, Ásta St. Thoroddsen og
Helga Hannesdóttir. Ekkert þeirra hafði
starfað áður í ráðinu, svo þeim kom
saman um að halda slíkt málþing sem
þetta til að kynna sér og öðrum þessi
vandamál og jafnvel gera þannig mál-
þing að föstum Iið í starfsemi Barna-
verndarráðsins.
Með Málþinginu er ætlunin að efla
skoðanaskipti um tómstundir barna og
unglinga og leita svara við spurningum,
sem vakna í því sambandi. Til þingsins
var boðið fólki með sérstaka þekkingu
og reynslu á þessum málum, svo og fólki
úr allt öðrum geirum þjóðlífsins.
Fjögur framsögucrindi voru haldin.
Þau fluttu: Þórólfur Þórlindsson, Guð-
ríður Ragnarsdóttir, Edda Ólafsdóttir
og Mikael Karlsson (Mike Marlies).
Stuttar fyrirspurnir voru leyfðar að
loknu hverju crindi. Síðan störfuðu
umræðuhópar og að síðustu voru al-
mennar umræður og helstu niðurstöður
dregnar saman.
■ Þórólfur Þórlindsson hélt fyrsta fram-
sögucrindið. Hann sagði íþróttir lang-
samlega stærsta þáttinn í tómstunda-
starfi unglinga á aldrinum 12-15 ára,
samkvæmt könnunum, sem farið hafa
fram í Reykjavík, Garðabæ og Hafnar-
firði
íþróttir stærsti þáttur
í tómstundastarfinu
Þórólfur Þórlindsson ræddi um kann-
anir sem fram hafa farið í Reykjavík,
Hafnarfirði og Garðabæ um tómstunda-
störf unglinga. Þar kemur fram, að
50-60% unglinga á aldrinum 12-15 ára
stunda einhverjar íþróttir. Skátafélags-
skapurinn er svo nr. 2 hjá unglingum á
þessum aldri.
Margir af íþróttaiðkendunum eru í
íþróttafélögum, en stór hópur unglinga
vill leika sér í íþróttum og velja þá stund
og stað til þess, en ekki vera í föstum
æfingatímum eins og tíðkast í íþróttafé-
lögum. Hjá þeim hópi er yfirgnæfandi
hlutinn sem stundar sund og skíðaíþrótt-
ina, því að iðkun þeirra íþrótta geta þeir
hagað eftir vild sinni. Svo er líka því til
að dreifa, að það er ekki fyrir alla að
taka þátt í hinum hörðu keppnisíþrótt-
um, sem mest stund er lögð á í félögum.
í könnuninni kom fram 94.7% ung-
linga hafa aldrei verið í leiktækjasal,
■ Guðríður Ragnarsdóttir talaði uin
vaxandi vinsældir töl vuspila og leiktækja
og sagði frá með orðum og línuritum
hvernig spilafíknin vaknar. Hún lýsti
sálfræðilegum áhrifum tölvuspila á ein-
staklingana með vísindalegum útskýr-
ingum (sem margar hverjar fóru fyrir
ofan garð og neðan hjá ,,ófaglærðum“)
•3.1% koma þar stöku sinnum, en það
eru um 2% unglinga, sem stunda
leiktækin, - stunda þau þá stundum
grimmt.
Því meiri íþrottir -
þeim mun minni reykingar
Þórólfur sagði að stundum væri spurt,
hvort það skipti máli, hverskonar tóm-
stundaiðju unglingar stunduðu. Hann
sagði það tölulega sannað og beint
samband í línuriti væri á milli þess, - að
því meiri tíma, sem unglingar eyddu til
íþróttaiðkana þeim mun minni líkindi
væru á því að þeir reyktu. - Þetta út af
fyrir sig mælir ótvírætt með því, að
styðja að íþróttaiðkun unglinga á sem
flestum sviðum, því þeir krakkar eru
ólíklegastir til að reykja.
„Tölvutæki eru margs konar og sum
þeirra eru þroskandi", sagði Þórólfur og
hann varaði menn við of einföldum
ályktunum. Ekki væri hægt að banna
alla hluti, en áríðandi væri að bjóða upp
■ Edda Ólafsdóttir sagði frá reynslu
þess fólks sem starfarí „Útideild“, en
deildin reynir að fylgjast með leiktækja-
stöðum og hvernig aðbúnaður og eftirlit
er á hverjum stað, t.d. hvernig framfylgt
er aldurstakmörkum og banni við áfeng-
isneyslu
á holla og góða aðstöðu til tómstunda-
iðkana.
Þórólfur svaraði fyrirspurn um mis-
mun milli kynja í sókn á leiktækjastaði
og sagði að miklu fleiri drengir stunduðu
þá staði en stúlkur.
í flestum íþróttagreinum sagði hann,
að jafnræði væri á milli pilta og stúlkna
og t.d. í handbolta væru stúlkur fjöl-
mennari. Það væri einungis knattspyrn-
an sem enn mætti kalla „karlaíþrótt".
„Stelpurnar horfa á“
Guðríður Ragnarsdóttir ræddi um hin-
ar vaxandi vinsældir tölvuspila og leik-
tækja og talaði um spurninguna hvort
þau vektu spilafíkn og kvað hún kerfið
yfirleitt vera þannig að það vekti áhuga
°g lýsli áhrifunum með línuritum.
Vinsældir leiktækjasala taldi hún að
væri mikið vegna félagsskapar ungling-
anna. Þau hittast þar, - strákarnir'spila
oftast, en stelpurnar horfa fremur á.
Edda Ólafsdóttir sagði, að það væri
■ Mikael Karlsson sagði, að tölvuspil
og lcikir væru oft æsandi, en væru
ómerkilegir og skildu ekkert eftir, ólíkt
iestri, skák og íþróttum
(Tímamyndir GE)
tiltölulega lítill hópur unglinga sem
stundaði leiktækjastaði. Hún sagði Úti-
deild reyna að fylgjast með þessum
stöðum. (Útideild hefur aðsetur í
Tryggvagötu 4), og hefði deildin t.d.
fyrir nokkrum árum vakið athygli yfir-
valda á vissum stað í miðbænum. Þar var
húsnæðið lélegt, hreinlæti ábótavant
aldurstakmörk ekki virt sem skyldi og
voru þar krakkar niður í 10 ára aldur.
Útideildin vann að því að kynna þessi
atriði fyrir réttum aðilum, - en 2 ár liðu
áður en stað þessum var lokað.
- Sumstaðar er gott eftirlit bæði með
aldurstakmörkunum og því að leyfa ekki
meðferð áfengis, en annars staðar er það
miklu verra, sagði Edda. Staðir í
Reykjavík með leiktæki eru 14, - en
tækin 127, Rauðakross-kassar eru 149
hér í höfuðborginni. Eigendur staða
með RK-kassa fá 15% af veltu og
vinningsmöguleikar eru miklir, en þó
eru stórtekjur af kössunum.
Á málþinginu var fulltrúi frá Rauða-
krossi íslands og sagði hann tekjur
félagsins eingöngu koma frá kössunum.
Tölvuspil - heimilistæki -
„sjoppuspiI“
Mikael Karlsson (Mike Marlies) sagði
þessi leiktæki vera æsitæki og spurði:
„Hvað ber að gera?“ Hann sagðist vilja
skipta tölvuspilum í hópa: Lítil tölvuspil,
sem unglingarnir gætu tekið með sér í
vasa (og væru stundum til vandræða í
skólanum), heimilistæki, sem væru
tengd sjónvarpi og gæfu fleiri möguleika
í tilbreytingu á leikjumt og svo sjoppu-
spilin svokölluðu, sem oft hefðu vafa-
saman félagsskap í för með sér fyrir
unglingana.
Mikael sagði, að þessi leiktæki gæfu
mikil tækifæri til misnotkunar. Eftirlit
foreldra nær sjaldan til leiktækjastað-
anna. Þeir eru gróðatæki eigenda og
mala þeim gull. Fyrir 10 krónur er spilað
í örfáar mínútur. Það má segja að
„svínað sé á neytendum og möguleikar
til skattsvika eru stórkostlegir", sagði
Mikael Karlsson. Hann sagði að vel gæti
komið til greina að starfrækja undir
eftirliti tölvuspil á opinberum stöðum,
svo sem félagsheimilum og þá með
verðlagningareftir litii og jafnvel einka-
leyfi t.d. RK, Háskólans eða álíka
stofnana,
Eftir fyrirspurn kom fram svar um
kostnað við að koma upp góðum leik-
tækjakassa, að kostnaður væri um 60-70
þús. krónur, - en kassinn gæti borgað sig
upp á 6 dögum.