Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1983 umsjón: B.St. og K.L.i í spegli tímans FYRSTA OG HEfTASTA ÁST JOHNS F. KENNEDY? ■ 22. nóvember nk. eru liðin 20 ár síðan John F. Kennedy Bandaríkjaforseti féll fyrir byssukúlu í Dallas í Yexas. I tilefni þess eru bandarísk blöð þegar farin að rifja upp eitt og annað í sambandi við Kennedy frá ýmsuin sjónarhornum. Sumar greinar fjalla um at- burðinn sjálfan, þegar hann var myrtur, en þrátt fyrir Warren-skýrsluna margfrægu, líta flcstir svo á, að ýmsir maðkar leynist í mysunni cnn og allsendis sé óvíst, að Lee Harvey Oswald hafi verið að verki, a.m.k. sé ótrúlegt, að hann hafi staðið þar einn að. Og óneitanlega voru dularfull- ar kringumstæðurnar við dauða Oswalds og síðar Jacks Ruby, morðingja hans. Það er sem sagt enn velt vöngum yfir dauðdaga Johns F. Kennedy. Þá eru ritaðar Ixrðar greinar um stjórnmálaferil hans og cr nú örlítið farið að falla á helgigloríuna, sem framan af árum prýddi hann. Einn málaflokkur enn í sambandi við líf Johns F. Kennedy, sem löngum hefur hlotið mikla umfjöllun, er kvennamál hans, en með tím- anum hefur þótt koma í Ijós, að hann var langt frá því að vera við eina fjölina felldur í kvennamálum, þó að þau mál hafi farið leynt á forsetaárum hans, þegar sífellt birtust myndir af hinni hamingjusömu fjölskyldu, Jacqueline, Caro- line og litla John-John. Nú síðast er búið aö grafa upp enn eitt ástarævintýrið, og á það að hafa verið hið fyrsta og heitasta í lífi Kenncdys. Það er leitað allt til ársins 1941. Þá var John Kennedy 24 ára, liðsforingi í sjóhemum með bækistöð í Washington. Þar bar saman fundum hans og danskrar blaðakonu, Ingu Ar- vad að nafni, en hún starfaði þá við The Washington Times- Herald. Meðal starfsfélaga hennar var Kathleen Kcnncdy, systir Johns, og tókst með þeim svo góð vinátta, - að Kathleen kynnti Ingu fyrir bróður sínum. Þó að Inga væri ekki nema 28 ára, átti hún þegar fjöl- skrúðuga fortíð að baki. Hún fæddist í Kaupmannahöfn 1913, en ólst upp í ýmsum stórborgum Evrópu. 19 ára að aldri giftist hún egypskum diplómat, en þegar hún skildi við hann að tveim árum liðnum, settist hún að i Berlín. Um þetta leyti voru nasistar að hefjast til valda í Þýska- landi. Inga kynntist ýmsum forystusauðum þeirra, s.s. Göring, Göbbcls og von Ribb- entrop. Sagt er að sjálfur Hitler hafi veitt henni athygli og á hún m.a. að hafa farið með honum á Olympíuleikana, sem haldnir voru í Berlín 1936. Þessir forkólfar nasista hömp- uðu Ingu mjög og sögðu hana dæmigerðan fulltrúa norrænn- ar feguröar. Inga notaði tæki- færið og hafði við þá blaöavið- ■ Nú eru rifjuð upp hin margvíslegustu atriði úr lífl Johns F. Kcnnedy. töl, sem birtust í Berlingske Tidende. En þcgar von Ribbcntrop fór þess á leit við hana, að hún flyttist til Parísar og gerðist njósnari nasista þar, sá Inga, að hér var alvara á ferðum. Hún sagði því skilið við nasist- ana og Berlín og fluttist til Kaupmannahafnar. Þar giftist hún ungverska kvikmynda- leikstjóranum Paul Fejos. Það hjónaband tók þó skjótan enda og hún tók upp ástarsamband við sænska iðnjöfurinn Axel Wennergren. Árið 1939 ákvað hún svo að venda sínu kvæði í kross og halda til New York til náms í blaðamennsku. Þaðan lá svo leiðin til Washington, þar sem fundum hennar og Johns F. Kennedy bar saman og þau tóku upp sambúð. Ekki voru allir í Washington hrifnir af þessu sambandi. Al- ríkislögreglan, FBI, hafði áhyggjur af fortíð hennar og vináttu við þýsku nasistana og fylgdist því með ferðum og gerðum þeirra Ingu oog Johns. Skýrslurnar voru síðan sendar yfirmanni FBI, J. Edgar Hoover, sem geymdi þær í einkaskjalasafni sínu næstu 20 árin. En þyngst mun hafa verið á metunum mótspyrna ætt- föður Kennedyanna, Josephs Kennedy, sem fann þessu sambandi allt til foráttu, ekki eingöngu að Inga lægi undir grun um að njósna fyrir nas- ista, heldur var hitt öllu verra, að hún var mótmælendatrúar, en Kennedy-fjölskyldan er kaþólsk. A.m.k. fór svo, að parinu v;i- stíað í sundur með því, að John var sendur til starfa á vesturströnd Banda- ríkjanna. Til að byrja með skrifuðust þau ótt og títt á, en þó fór svo með tímanum að bréfin urðu færri og strjálli. Þegar þau hittust nokkrum árum síðar og hugðust taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið, komust þau fljótt að raun um að mesta ástarvíman var runnin af þeim. John F. Kennedy fór að votta hinum og þessum kvikmynda- stjörnum aðdáun sína og Inga giftist kúrekastjörnunni Tim McCoy 1947. Þau fluttust til Arizona oog þar dó Inga Arvad 1973. Nú gengur David Frost í hjóna- band öðru sinni ■ Kvennamál bresku sjón- varpsstjörnunnar David Frost hafa löngum verið í hinum mesta ólestri, þó ekki á sama hátt og margra annarra starfs- félaga hans, sem sífellt hafa verið að skipta um eiginkonur, og það allt frá unga aldri. David var fremur seinfær, þegar kemur að hjónabands- markaðnum. Hann var orðinn yfir fertugt, þegar hann vogaði sér út í sitt fyrsta hjónaband. Ekki stafaði þetta scinlæti þó af því, að hann ætti ekki kost á girnilegum konum, síður en svo. En hann lagöi sig fram um að forðast snörur klækjóttra kvenna og tókst það vel, þar til hann varð á vegi ekkju Petcrs Sellers, Lynne Frcderick. Þá var mótstöðuafl Davids þrotið, ■ Lafði Carina hefur tekið bónorði Davids Frost hann bar upp bónorðið og fór ekki bónleiður til búðar. Brúökaupið var haldið með pomp og prakt og giæsilegum yfirlýsingum um, að hér með væri framtíö þcirra beggja ráðin, hjónabandið skyldi standa til æviloka annars eða beggja. Og innan skamms var gefin út tilkynning þess efnis, að erfingi væri á lciðinni. En því miður leið ekki á löngu, þar til önnur tilkynning var gefin út þess cfnis, að Lynne hefði misst fóstrið. Þá var ekki langt í endalok þessa hjóna- bands, sem endast átti ævi- langt. En nú var David kominn á bragðið. Hann fékk fljótt auga- stað á ungri stúlku af breska aðlinum, lafði Carina, dóttur hertogans af Norfolk. Eftir að David hafði gert hosur sínar grænar fyrir lafðinni um þó nokkurn tima, hcfur hún fallist á að verða frú Frost nr. 2. ■ Mörgum vex í augum að láta sprauta sig, hvað þá ef þeir neyöast til að gera það sjálfir. Þannig er því þó farið með sykursjúklinga marga hverja, að þeir verða að sprauta sig daglega með insúlíni til að halda sjúkdóminum í skefjum. Nú er komin á markað í Banda- ríkjunum brúða til þess gerð að kcnna fólki, og þá cinkum börnum, að sprauta sig sjálft. Lory Needelman hafði sjálf ■ Svona læra börnin að sprauta sig sjáif Brúðan sem gerir syk- ursjúkum lífið léttara verið syskursýkissjúklingur í 18 ár, þegar henni hugkvæmd- ist þetta ráð til að kenna fólki að sprauta sig sjálft. Hún segir: - Þegar læknirinn sagði mér, að ég væri orðin sykursjúk og yrði að fá daglega insúlíngjafir, varð mér fyrst hugsað til þess, hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að sprauta mig sjálf. Það var þó ekki fyrr en eftir 18 ára umhugsun, að ég komst niður á hugmyndina um brúðuna, sem nú er komin á markað og er kölluð „Sugar Babe“. Á brúðunni, sem er 54 cm á hæð, eru merktir rauðir punktar, þar sem rétt er að sprauta, og plasthúðin, sem hún er þakin, veitir sprautunál- inni svipað viðnám og manns- húð og gefur síðan eftir, rétt eins og hún. Þessi brúða hefur sérstak- lega komið sykursjúkum börn- uin að góðum notum, þar sem þau gefa æft sig á henni og fengið þannig aukið sjálfs- traust til að sprauta sig sjálf. viðtal dagsins Af Framfarafélagi Breiðholts III HREMSUNARDAGUR ERNÝAFSIflBMN — samgöngumal og bókasafnsmál höfuðviðfangsefni ■ „Það er orðið árlegur við- burður að einhvern vordag taka íbúar í Breiðholti III sig saman og hreinsa hverfið eins vel og unnt er. Lóðir og opin svæði eru tekin í gegn og götur, gangstéttir og plön sópuð. Þátttakan hefur allt- af orðið almennari með hverju árinu sem líður, sagði Gísli Sváfnisson formaður framfara- félags Breiðholts 111 í spjalli við Tímann, en s.l. laugardag var almennur hreinsunardagur í hverfinu. „Ég þori ekki að segja til um það hversu margir hafa tekið þátt í þessu núna en það var mjög almenn þátttaka og þar hafði veðrið náttúrlega sitt að segja, það var hlýtt og sólarlaust og þetta gekk mjög vel. Það voru öll bílaplön hreinsuð hátt og lágt og ég held að það sé óhætt að segja að hverfið hafi breytt mjög um svip. Það voru líka þarna til staðar tæki frá borginni til að létta undir og núna í vikunni sér svo borgin um að fjarlægja það rusl sem sópað var saman og ekki tókst að losna við.“ Hvað getur þú sagt mér al- mennt um starfsemi Framfara- félags Breiðholts III? „Hlutverk þess er auðvitað fyrst og fremst að vinna að ýmsum hagsmunamálum hverf- ■ Gísli Sváfnisson. (Tímamynd Róbert.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.