Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 11
10 11 Raflagnir Fyrsta flokks þjónustá Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(5 66 Húsbyggjendur! Ávallt fyrirliggjandi ★ Dönsk glerullareinangrun ★ Amerísk JM glerullareinangrun ★ Steinull ★ Glerullarhólkar ★ Álpappír ★ Spónaplötur og grindarefni ★ Milliveggjaplötur •k Þakpappi og þakjárn ★ Mótatimbur og steypustyrktarjárn ★ Rör og fittings Tryggjum góða vöru á góðu verði Opið: Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 8-18 föstudaga kl. 8-19 laugardaga 9-12 BYGGINGAVORUR HRINGBRAUT 120: Byggingavbrur Gollteppadeild Simar: Timburdeild 28-604 28 600 Malningarvbrur og verklæri 28 605 28 603 Flisar og hreinlætistæki 28 430 Allt fyrir bygginguna á ótrúlega hagstæðum greiðslukjörum LENGSTI KÖRFUBÍLL LANDSINS SÍMAR: 86815, 72661, 82943 Guðmundur & Agnar Mimm FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1983 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1983 Sigurvegari og verðlaunahafi í getraunaleik Tfmans tekinn tali „Fékk hluta af kerfinu að láni hjá keppinaut” — þetta er eins og gullin kveðjugjöf, segir Flosi Kristjánsson sem fer til Lundúna á vegum Samvinnuferða-Landsýnar í dag til að sjá Man. Utd.-Brighton á Wembley ■ „Svona hlutir eru alltaf háðir töluverðri heppni, en þetta kemur til mín eins og gullin kveðjugjöf, þar sem ég er nú að hætta störfum hjá Tímanum sem prófarka- lesari, en það er starf sem ég hef haft með höndum ásamt kennsiunni undanfarin 5 ár,“ sagði Flosi Kristjánsson kennari og prófarkalesari Tímans í samtali við íþrótta- fréttamann blaðsins í gær. Flosi er sigurveg- ari í getraunaleik Tímans 1983, og hlýtur að launum ferð á Wembley í Lundúnum með Samvinnuferðum-Landsýn og Flug- leiðum, til að sjá úrslitaleik Manchester United og Brighton í ensku bikarkeppn- Getraunaleikur Tímans hefur staðið frá því enska knattspyrnan og getraunir hófust um mánaðamótin ágúst-september í haust. Þegar 7 umferðir voru eftir af getraunum, hófst úrslitakeppni, en keppnin var lengst af í formi útsláttarkeppni. 12 getspökustu kappar síðunnar spreyttu sig þá í síðustu 7 leikjunum, og spáði Flosi 6 sinnum rétt. - Fyrir þá sem ekki skilja þetta, er rétt að geta þess að hver spámaður fékk í hvert sinn í sinn hlut einn leik til að spá um úrslit. „tg fékk nú eiginlega hluta af kerfinu sem ég spáði eftir að láni hjá keppinaut, 'Braga Garðarssyni prentara," sagði Flosi, er hann var inntur eftir því hvernig hann hefði farið að þessu. „Þessi hluti er fólginn í vegalengdunum miili heimaborga lið- anna. Ef t.d. Lundúnalið var að fara langt í burtu til að keppa, svo sem til Swansea eða Sunderland, þá minnkuðu möguleikar liðsins. Síðan tók ég tillit til heimavallarins, stigatölu liðanna og úrslita úr innbyrðis leikjum þeirra, og svo úrslita úr fjórum síðustu leikjum hvers liðs.“ - Eigin knattspymuferill? „Hann náði yfir eitt sumar, í 6. flokki hjá Víkingi fyrir um tuttugu árum. Þá fengum við strákarnir boðsmiða á leiki í Laugardalnum, og þá gat maðurfylgst með innlendum köppum þess tíma, svo sem Helga Dan í markinu, Ríkharði Jónssyni, Þórólfi Beck og fleirum. Síðan lagðist knattspyrnuiðkun mín niður, nema allra síðustu ár að ég hef spriklað í fótbolta með samkennurum innanhúss." - Ertu innfæddur Víkingur? „Já, það má segja það. Ég ólst upp í smáíbúðahverfinu í nágrenni félagsheimilis Víkings fyrstu 16 árin af ævinni, en síðan lá leiðin í Vesturbæinn. Nú bý ég vestast í Vesturbænum ásamt konu minni, Rögnu Þórhallsdóttur og þremur sonum, þriggja, sjö og níu ára. Þeir eru nú allir í KR-bún- ingum alla daga, eins og eðlilegt er í Vesturbænum.“ Flosi er kennari að mennt, útskrifaður frá Kennaraháskóla íslands, og hefur kennt við Hagaskólann í Reykjavík frá árinu 1972. Árin 1973-75 var hann við nám í University of Wisconsin í Bandaríkjunum, þar sem hann lauk háskólaprófi í ensku. Síðan lá leiðin heim til íslands og í Hagaskólann, þar sem hann hefur kennt síðan. Lundúnir óskrifað blað „Lundúnir eru hvað persónulega reynslu mína varðar, óskrifað blað. Þegar ég fór til Bandaríkjanna árið 1973 hafði ég lengst komið út til Viðeyjar ef fastalandið er viðmiðun. Þó fannst manni alltaf hér áður, að fyrsti staðurinn sem maður hlyti að koma á þegar maður færi erlendis væri Lundúnaborg." „Hvað enska knattspyrnu varðar, þá fylgdist maður stíft með boltanum á árum áður, þá voru aðalkempurnar Bobby Charlton, Bobby Moore og Geoff Hearst. Síðan hvarf þetta alveg hjá mér um tíma, en síðustu 4 árin hef ég horft reglulega á ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu á laug- ardögum.“ Tilraunir með tölvuspá íþróttafréttamaður Tímans hafði haft pata af því að Flosi hafi dálítið gert tilraunir með tölvu við að spa á getrauna- seðilinn, og innti hann eftir því. „Já, það er rétt, ég hef dálítið verið að leika mér með að mata venjulega litla heimilistölvu sem ég fékk lánaða hjá mági mínum á upplýsingum og láta hana spá. Fyrst var þetta afar einfalt, eins konar teningakast. Talvan valdi af handahófi 1, X eða 2. Hún veiddi síðan fram 12 línur,- og 10 merki í hverri línu, eins og tíu raða seðillinn er. Einu forsendurnar sem ég gaf henni voru þær að líklegur fjöldi 1-merkja væri 7, x-merkja 2 og 2-merkja 3. Þetta var svipað og að nota tening. Seinna barði ég saman annað prógram, þar sem talvan fékk stig liðanna til viðmið- unar, heimaliðið fékk 10 stig í plús vegna heimavallarins, og útiliðið fékk handahófs- tölu frá cinum og upp í þá tölu sem mismunurinn á efsta og neðsta liði var hverju sinni. En óvissan í þessu er samt svo mikil, að ég hafði oftast betur með brjóst- vitinu einu saman. Þó komst hún í að spá 8-9 réttum.“ Kemur víða við Flosi er nú að hætta störfum hjá Tíman- um, þar sem hann hefur verið prófarkales- ari síðastliðin 5 ár. Hann hefur haft með höndum helminginn af kvöldvakt prófarka- lestursins hjá blaðinu, ásamt því að kenna í Hagaskóla. „Það má segja að þessi Wembleyferð sé eins og „golden hand- shake“, svona í lokin“, sagði Flosi. „Héðan af verð ég bara á varamannabekknum í prófarkalestrinum, en aðallega í kennsl- unni.“ Þess má geta, að fljótlega eftir að Flosi kemur frá Lundúnum úr verðlaunaferð- inni, sem stendur frá deginum í dag fram á sunnudagskvöld, mun hann fara að vinna að því að skera hval hjá Hval hf í Hvalfirði, en það sumarstarf hefur hann stundað á hverju sumri frá 1977. - Hvaða tómstundaiðju stundarðu þeg- ar þú ekki ert að kenna eða lesa? Ég stunda íþróttir, sund, skokk, skíði og lyftingar, lyftingarnar heldur reglubundn- ara en hitt, en frístundirnar fara í þetta þegar maður er ekki að sinna fjölskyld- unni.“ Flosi Kristjánsson með farseðilinn, og miðann á Wembley. Tímamynd Árni Sæberg ,Ég hef aldrei komið áður til Lupdúna, reyndar er það í eina skiptið sem ég hef farið erlendis, þegar ég fór í háskólanám í Bandaríkjunum á sínum tíma. Aður en ég fór þangað hafði ég komist lengst frá fastalandinu til Viðeyjar. En hér áður fannst manni einhvern veginn að Lundúnaborg hlyti að verða fyrsti staðurinn sem maður kæmi til, þegar maður einhvern tíma færi til annarra landa.“ Fjögur mörk og jafntefli hjá röndóttuni umsjún Samúel Örn Erlingsson Námskeið fyrir trimm- leiðbeinendur ■ Trimmnefnd Iþróttasambands Islands mun gangast fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur í almenningsíþróttum, trimmi t.d. innan fyrir- tækja og stofnana. Námskeiðið verður í íþrótta- miðstöð ÍSÍ að Laugarvatni dagana 24. júní til 1. júlí í sumar. Námskeiðið er liður í þeirri áætlun trimmnefndarinnar að ná betri samstarfi við stjórnendur og starfsmannafélög stofnana um að hvetja starfsfólk til að stunda trimm í frítíma sínum, og að því verði gefinn kostur á léttum örvunaræfingum á vinnustað í stuttum hléum. Markmið námskeiðsins er að veita þátttak- endum undirstöðuþekkingu til að leiðbeina og stjórna örvunaræfingum á vinnustað. Fyrirtæki eru hvött til að styðja aðiid í því að sækja námskeiðið, og jafnvel greiða kostnaðinn, sem er kr. 3000 - pr. þátttakanda. Þátttökutilk. berist skrifstofu ÍSÍ Laugardag, sími 83377 fyrir 1. júní nk. Styrkur til fim- leikanáms ■ Fimleikasamband íslands hefur auglýst eftir umsóknum um námsstyrk úr minningarsjóði Áslaugar Einarsdóttur. Styrkur þessi er veittur til náms í fimleikakennslu, og er miðað við að umsækjandi stundi nám við viðurkennda menn- tastofnun í a.m.k. 6 mánuði, námsárið 1983-84. Umsóknir eiga að greina aldur umsækjanda, iðkun fimleika, þjálfun og kennslu, ásamt meðmælum. Umsóknir sendist Fimleikasam- bandi íslands Laugardal, 104 Reykjavík merkt sjóðnum fyrir 20. júní 1983. Enginn með 12 rétta ■ í síðustu leikviku getrauna, þeirri 36. og síðustu á þessu keppnistímabili kom engin röð fram með 12 rétta, 11 raðir voru með 11 rétta og vinningur fyrir hverja röð var kr. 15.550. - Með 10 rétta voru 232 raðir og vinningur á hverja kr. 459. Fyrsti leikdagur í ensku knatt- spyrnunni í haust er 27. ágúst, og verða þá getraunir hafnar að nýju af fullum krafti vikuna áður. íþróttir Fyrsti leikur íslandsmótsins í knattspyrnu: ■ Fjögur mörk voru skoruð í jafnteflis- leik KR og Þróttar sem var fyrsti leikur Islandsmótsins í knattspyrnu og leikinn á Hallarflötinni í Laugardal í gærkvöldi. 2-2 og leikurinn kaflaskiptur. Oskar Ingimundarson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR á 43. mín., Ásgeir Elíasson jafnaði á 56. mínútu fyrir Þrótt, Páll Ólafsson skoraði annað mark Þrótt- ar á 60. mín og Ágúst Már Jónsson jafnaði fyrir KR á 68. mín. Mikil barátta var í leiknum lengst af, og fremur lítið um færi framan af, Ekki tók því að taka upp minnisbók fyrr en Ajiderlecht varð LJFA A meistari ■ Belgíska liðið Anderlecht, sem Arn- ór Guðjohnsen gerði nýlega samning við, varð í gærkvöldi UEFA meistari í knattspyrnu. Liðið gerði þá jafntcfli við portúgalska liðið Benfica í Lissabon, og vann því samanlagt 2-1, vann 1-0 heima í Brússel fyrir hálfum mánuði. Sheu skoraði fyrst fyrir Benfica í lciknum, en Juan Lozano jafnaði með fallegum skalla eftir fyrirgjöf Franky Vercauter- en. Benflca þótti ekki gott, þrátt fyrir góðan leik Svíans Glenns Stromberg. vel var liðið á fyrri hálfleik. Þá áttu KR-ingar tvö hættuleg tækifæri, Ágúst Már Jónsson átti skalla í þverslá Þróttar- marksins og Sæbjörn Guðmundsson pot- aði knettinum rétt framhjá eftir að hann komst í gegnum Þróttarvörnina, en hafði nauman tíma og þröngt athafnasvæði. Rétt eftir þetta var hætta við KR markið, en engum Þróttara tókst að skjóta alvar- lega á markið. Fyrsta markið kom síðan á 43. mín7markamínútunni, Óskar Ingi- mundarson fylgdi vel á eftir er knöttur- inn hrökk út af stönginni, eftir auka- spyrnu Sæbjarnar. í síðari hálfleik voru Þróttarar mun sprækari. Páll Ólafsson gaf tóninn með einleik upp allan hægri kantinn og átti þrumuskot rétt yfir KR markið. Á 10. mín. s. hálfleiks kom svo næsta mark, Ásgeir Elíasson þjálfari og fyrirliði skor- aði úr vinstra vítateigshorninu með skoti yfir Stcfán markvörð Arnarson eftir að hann komst á auðan sjó eftir góða sendingu frá Þorvaldi I. Þorvaldssyni, 1-1. Skömmu síðar átti Júlíus Júlíusson lausan skalla í slá KR marksins, og þar skall nú hver sóknin af annarri yfir. Páll Ólafsson átti skot í Júlíus félaga sinn og' þaðan framhjá. Páll var aftur á ferðinni á 25. mínútu, skoraði þá annað mark Þróttar. Páll, sem búinn var að vera mjög ógnandi, skoraði úr hægra vítateigshorninu með öruggu skoti sem fór hátt yfir Stefán markvörð og í netið, 2-1. KR-ingar hresstust eftir þetta, og áttu næsta kafla. Glæsilegasta mark leiksins átti eftir að koma, þar var Ágúst Már Jónsson á ferðinni, skoraði með mjög góðum skalla, skutlaði sér fram og negldi fyrirgjöf Óskars Ingimundarsonar í netið, og Guðmundur Erlingsson mark- vörður Þróttar kom engum vörnum við. Þetta inark var skorað á 68. mín., en lítið var um færi eftir það. Bestu menn Þróttar voru Páll Ólafsson og Ásgeir Elíasson, einnig átti Baldur Hermannsson góða spretti eftir að hann kom inn á. Hjá KR voru bestir Ágúst Már og Óskar Ingimundar, og Sæbjörn átti spretti. Leikurinn í heild var ekki frábær, en mun betri en flestir leikirnir í fyrra. - Sem sagt góð byrjun. ■ Stefán Arnarson grípur vel inn í lcikinn í gærkvöldi. Tímamynd: Róbert Víravirki KYNNINGARVERÐ Á ÍSLENSKA ÞJÓÐBUNINGINN sem áöur var selt hjá Gullhöllinni, Laugavegi, verður einungis selt miliiliðalaust eftirleiðis. Dreifbýlisfólk, óg sendi ykkur myndalista. Geymið auglýsinguna. Kópavogskaupstaðar I*8| --------— Útboð Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti í íþróttahúsi við Skálaheiði í Kópavogi. Útboð 1: Tréverk: Hurðir, innréttingar og klæðn- ingu á veggi. Útboð 2: Málun Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, gegn 500 kr. skilatryggingu frá og með 17. maí n.k. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 24. maí n.k. og verða þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingur Tungumálanámskeið og íiæðsluþættir á myndböndum 2. Palnt - Llstmólun Getur þú máiað? Stærsta Ijón- ið í veginum er e.t.v. einhvers konar hræðsla við að byrja. John FitzMaurice Mills sýnir hér hvernig hægt er að „byrja" á einfaldan hátt. 1. Having a baby - með- ganga og fæðlng Sórlega áhugavert erindi um verðandi foreldra og með- gönguna. Fylgst er með fjór- um verðandi foreldrum á með- göngutimanum. 2. Business Skemmtilegar æfingar og út- skýringar á ensku viðskipta- og verslunarmáli.Æfingarnar byggja á kennslubók, hljóð- kassettu og myndbandi. $ngbjörnHów5S(m&Cbh.f Hafnarstræti 4 og 9 símar 11936 og 14281 Akureyrarumboð: Bókval

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.