Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.05.1983, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. MAI1983 Lóðaúthlutun í Kópavogi Auglýst er eftir umsóknum um lóðir í Sæbóls- og Marbakkalandi. Úthlutað verður 9 lóðum fyrir einbýlishús og 55 lóðum fyrir raðhús. Skipulagsuppdráttur ásamt úthlutunarskilmálum liggja frammi á tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, þriðju hæð kl. 9.30 til 15.00. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem þar fást . Umsóknarfrestur er til 30. maí n.k. Bæjarverkfræðingur. Styrkir til háskólanáms í Búlgaríu Búlgörsk stjórnvöld bjóöa fram í aðildarlöndum UNESCO átta styrki til háskólanáms í Búlgaríu um sex mánaða skeið á háskólaárinu 1983-84. Styrkirnir eru ætlaðir til framhaldsnáms í búlgarskri tungu og bókmenntum, listum, sögu, verkfræði eða búvísindum. Umsækj- endur skulu ekki vera eldri en 45 ára og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Umsóknum skal komiðtil menntamálaráðuneyt- isins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 11. júní n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 13. maí 1983. Eftirsóttu „Cabína" rúmsam- stæöurnar komnar aftur. Verð með dýnu kr. 9.300. 1 Húsgögn og innréttíngar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Söluskattur Viðurtög talla á söluskatt tyrir aprít mánuð 1983. hafi hann ekki verið gretddliur S siðasta lagi 25. |(un. Viðurifyemtt&hMffaÍHúmsðlusl&Sfyrirhvem byijaðanvirkan dag eftir eindaga unsþaueruoiðm20%, en síðan eru viiðurtögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og med 16 júni. Fjármálaráðuneytið, 17. maí 1983. ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. araslvarh: REYKJAVIKURVEGI 25 Há'fnarfirði simi 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. fréttir Aðeins einn Sauðárkrókstogaranna í gangi eins og er: VÉLARBILUN í DRANGEY OG HEGRANESIÐ í SLIPP Sauðárkrókur: Sauðkræklingar hafa aðeins afla af einum togaranna sinna nú þessa dagana og fram undir mán- aðamótin. Hegranesið, sem verið hef- ur í breytingu í Slippstöðinni á Akur- eyri frá því snemma í vetur er enn ekki alveg tilbúinn, og nú fyrir síðustu helgi bilaði vélin í Drangeynni. Það er því aðeins Skafti sem er á veiðum þessa dagana. „Þessa vikuna erum við að vinna aflann sem kom úr skipunum báðum s.l. föstudag, Skafta og Drangey. Skafti var sendur strax út aftur og er væntanlegur inn n.k. þriðjudagsmorg- un. Við eigum svo von á að Hegranesið verði afhent á laugardeginum fyrir hvítasunnu. Standist það verður bæjar- búum leyft að skoða það síðari hluta hvítasunnudags og það svo sent á veiðar upp úr miðnætti 2. hvítasunnu- dag.. Þessi fyrsti túr Heganessins verð- ur varla mjög langur, þar sem þetta yrði veiðarfæraprófun um leið“, sagði Marteinn Friðriksson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki í gær. Hann sagði afla togaranna hafa verið tregan. í vetur, svo þetta hafi nú verið hálfgert hallæri með að ná í nægan fisk til vinnslu. En smávegis hafi þeir fengið til uppfyllingar frá Siglfirðingum öðru hverju, sem verði varla mikið á næstunni, nema að afli glæðist töluvert. „Það eina sem við erum sæmilega ánægðir með, er að það verður þó vart við smáfisk, þannig að það er þó eitthvað í uppeldi á þessum slóðum. En það er líka mjög fyrirhafnarsamt og dýrt að ná í fiskinn. Hólfum er t.d. oft lokað og þá þurfa togararnir að fara að leita fyrir sér á nýjum slóðum. þetta er því mikil keyrsla", sagði Marteinn. -HEI ■ Forstöðumenn leikfangasafnanna höfðu um margt að ræða og bera saman bækur sínar á fundinum í Borgamesi. Tímamynd Ragnheiður. Sex leikfanga- söfn í landinu Rækjuvertíðinni lauk í apríl: Um 17% minni afli en i fyrra Vestfirðir: Alis komu á land á Vest- fjörðum 3.959 lestir af rækju á rækju- vertíðinni sem lauk á öllum veiðisvæð- unum þrem nú í apríl. 1 fyrravetur varð aflinn 4.759 lestir, þannig að hann er nú nær 17% minni enn þá. Rækjubát- arnir voru 47 í vetur, eða tveim fleiri en í fyrra. Aflinn skiptist þannig eftir svæðum: Arnarfjörður 9 bátar með alls 507 lestir (539 í fyrra), ísafjarðardjúp 28 bátar með 2.316 lestir (3.019) og Húnaflói 10 bátar með 1.136 lestir (1.201). - HEI Næg virkjana- vinna fyrir karla í Rangár- þingi í sumar — en alltaf þrengra um störf fyrir konurnar Rangárþing: „Héðan er allt gott að frétta - það er komið sumar hjá okkur. Atvinnuútlitið er líka gott, því það eru svo miklar framkvæmdir inni í fjöllum", sagði Sigurður Óskarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Rangæ- ings á Hellu. „Framkvæmdir eru núna að fara í gang við Kvíslarveiturnar og Sultar- tangi er í gangi. Við erum því ekki í neinum vanda með vinnu fyrir karl- menn í sumar. Það er aftur á móti verra með vinnu fyrir konurnar, en þó ekkert öðruvísi en verið hefur. Það eru alltaf erftðleikar í saumaskapnum t.d. - framboðiðvirðist meira en markaður- inn“, sagði Sigurður. - En sækja konurnar ekki fast á að komast í eldhúsin hjá virkjana- mönnum? „Við höfum engin afskipti af eldhús- unum. Eldhúsverkstjórarnir ráða al- veg í þau störf - og greinilega þær sem eru vanar, sem eru nú orðnar býsna margar. Sumar konurnar eru búnar að vera þarna innfrá á hverju sumri frá því árið 1970. Það er smá hreyfing á yngra fólkinu, en mikið til er þetta sama fólkið þarna innfrá. -HEI Borgarnes: Sameiginlegur fundur for- stöðumanna leikfangasafna var nýlega haldinn í Borgarnesi. í landinu eru nú starfandi sex leikfangasöfn, í Reykja- vík, Borgarnesi, Blönduósi, Keflavík, Akureyri og innan Kópavogshælis. Hlutverk þeirra er að veita þjónustu börnum sem vikið hafa frá eðlilegum þroska um lengri eða skemmri tíma og er þá bæði átt við andleg og líkamleg frávik. 1 frétt frá forstöðumönnum safnanna Suðurland: Fyrstu tveir stúdentamir voru brautskráðir frá Fjölbrautaskól- anum á Selfossi við skólaslit scm þar fóru fram í gær. Um 300 nemendur hafa undanfarið verið í skólanum, en þeir verða um 400 á næstu haustönn. Sýslufélögin á Suðurlandi hafa nú samþykkt að ganga til samstarfs við Selfossbæ um byggingu og rekstur Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Samkvæmt lögum um Fjölbrautaskóla er hlutur ríkissjóðs í byggingarkostn- aði 60% en heimaaðila 40%. Hlutur heimaaðila skiptist síðan þannig: Vest- ur-Skaftafellssýsla 2,5%, Rangárvalla- sýsla 8,5%, Árnessýsla 41% og Sel- fossbær 48%. Um skiptingu rekstrar- kostnaðar fer síðan eftir nemenda- fjölda er sækja skólann af hverju svæði. Heimaaðilar hafa óskað eftir að byggingadeild menntamálaráðuneytis- ins gangi nú þegar til samninga um bygginguna. Jafnframt hefur skóla- segir að söfn af þessu tagi séu víða um lönd. Hafi sýnt sig að með hnitmiðaðri notkun leikfanga geti þau nýst vel til þjálfunar og kennslu. 1 söfnunum er veitt einstaklingsleg og uppeldisleg ráðgjöf í leikþjálfun og eru leikföng, bækur og önnur hjálpar- gögn lánuð heim til barnanna endur- gjaldslaust. Einnig aðstoða söfnin út á við í sambandi við val og innkaup leikfanga. - HEI nefnd óskað formiegs samþykkis ráðu- neytisins á teikningum þeim sem kynntar hafa verið þeim er um þær eiga að fjalla og hlotið hafa einróma samþykki heimamanna. Áætlað er að uppbygging 1. áfanga taki rúm 2 ár, en kostnaður sá mundi dreifast á 3 ár. Umræður um samstarf framhalds- deildanna á Laugarvatni og Skógum hafa verið í gangi, enda slíkt samstarf þáttur í samningi heimaaðila. Þá hefur verið gefið út skólablað til dreifingar fyrir alla grunnskólanem- endur sem nú eru að Ijúka grunn- skólaprófi í Suðurlandskjördæmi. Hef- ur blaðið að geyma allar upplýsingar um framhaldsskólana á svæðinu hvað námsbrautir og annað snertir. Skólameistari, Heimir Pálsson lætur nú af störfum, en við því starfi tekur Þór Vigfússon. Reikningshaldari skól- ans hefur verið ráðinn Erlendur Hálf- dánarson. - HEI Sýslufélögin til samstarfs um rekstur Fjölbrautaskóla Suöurlands: Fyrstu stúdentarnir útskrifaðir á Selfossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.