Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1983
HJÓLREIÐADAGUR
♦
♦
♦
TIL STYRKTAR
FOTLUÐUM
BÖRNUM
SOFNUN HAFIN
Öllum ágóða varið til uppbyggingar dvalar-
heimilis fyrir fötluð börn. Við heitum á alla
með stuðning. Takið vel á móti söfnunar-
fólki. Margt smátt gerir eitt stórt.
Söfnunargögn má ná í á skrifstofu
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
að Háaleitisbraut 11-13.
♦
♦
♦
♦
HJÓLREIÐADAGURINN
28. MAÍ1983
LAMADRA
OG FATLAÐRA
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Staöa YFIRLÆKNIS á svæfinga- og gjörgæsludeild F.S.A. er laus til
umsóknar.
Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra
F.S.A., sem gefur nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur'er til 1. ágúst 1983.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
óskar eftir aö ráöa LÆKNARITARA Á BÆKLUNARDEILD sjúkra-
hússins. Um heilsdags starf er að ræöa. Góð íslenskukunnátta og
vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar veitir læknafulltrúi bæklunardeildar, Kolbrún Magnús-
dóttir (sími 96-25064).
Umsóknum sé skilað til fulltrúa framkvæmdastjóra eigi síöar en 10.
júní n.k.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Ráðherranefnd Norðurlanda
Norræna menningarmálaskrifstofan
í Kaupmannahöfn
í Norrænu menningarmálaskrifstofunni í Kaupmannahöfn eru lausar
til umsóknar stööur fulltrúa á sviði vísindamála og stjórnsýslu.
Auglýsing meö nánari upplýsingum um stöðurnar veröur birt í
Lögbirtingablaði nr. 52/1983. - Umsóknir skulu hafa borist fyrir 31.
maí 1983 til Nordisk ministerrád, Sekretariatet for nordisk kulturelt
samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K.
Menntamálaráðuneytið,
13. maí 1983.
Bilaleigan\§
CAR RENTAL r^á
29090
REYMJANESBRAUT 12 REYKJAVIK
Kvöldsimi: 82063
^ Frá Tónlistar-
MÖPRJOG?11 skóla Kópavogs
Skólanum veröur slitið í Kópavogskírkju laugar-
daginn 21. maí kl. 11 fyrir hádegi.
Skólastjóri
Mörg hundrud manns tóku á móti ,
vid komuna til Keflavíkurflu
„MJÖG
GÚD
— sagði Larry Griffin leiðangursstjóri
■ Steingrímur Hermannsson tekur við
merkjum úr hendi eins af áhafnarmeð-
limunum. Bak við áhafnarmeðliminn
má sjá Larry Grifíin leiðangursstjóra. ,
Tímamynd Róbert.
■ Mörg hundruö manns voru
viðstaddir er geimferjan „Enter-
prise“ lenti, á baki burðarvélar
sinnar, á Keflavíkurflugvelli í
gærkvöldi.
Eftir móttökuathöfn við stóra flug-
skýlið á Keflavíkurflugvelli var haldinn
blaðamannafundur með Larry Griffin
höfuðsmanni, en hann var leiðangurs-
stjóri ferðarinnar en sem kunnugt er er
ferjan á leið yfir Atlantshafið á alþjóð-
legu flugsýninguna í París.
Larry Griffin sagði m.a. aðferð þeirra
hingað til hefði verið mjög góð og að
engir erfiðleikar hefðu komið upp. Hann
FERД
Hart deilt um fræðslustjóramálin:
„rAðherra gerði und-
IRMENN SÍNA ÆRUIAUSA”
sagði Davfð Oddsson, sem nú hefur fengið
framkvæmdina í sínar hendur
■ Borgarstjóm Reykjavíkur hefur
samþykkt drög þau að samningi milli
ríkis og borgar um ný-skipan yFirstjórnar
fræðslumála í Reykjavík, sem mjög hafa
verið til umræðu að undanförnu.
Á borgarstjómarfundi í gærkvöldi
urðu harðar og langar umræður um
málið og féllu þung orð á báða bóga.
Frávísunartillaga Sigurjóns Péturssonar
var felld og sömuleiðis tillaga Kvenna-
framboðs um frestun þar til fyrir iægi álit
óviihallra lögfræðinga.
Davíð Oddsson, borgarstjóri, veittist
í ræðu sinni mjög harkalega að mennta-
málaráðherra. Kvað hann hafa gert
undirmenn sína, sem undirrituðu sam-
komulagið fyrir hönd ráðuneytisins
„ærulausa með svívirðilegum hætti.“
Sagði Davíð ráðherrann hafa vitað um
efni samkomulagsins áður en það var
undirritað af undirmönnum hans. Full-
trúar allra minnihlutaflokkanna, nema
Alþýðuflokksins töluðu gegn samkomu-
lágsdrögunum. Vísuðu þeir til lögfræði-
álits Árna Guðjónssonar og Benedikts
Sigurjónssonar, en þeir hafa báðir lýst
því áliti sínu að drögin samrýmist ekki
lögum landsins. Jafnframt gagnrýndu
fulltrúar minnihlutaflokkanna innihald
samkomulagsins. Þorbjörn tíroddason
vitnaði meðal annars í bréf, dagsett 4.
maí, frá menntamálaráðherra og Birgi
Thorlacius, ráðuneytisstjóra, til fræðslu-
stjóra, þar sem þeir kveðast eiga eftir að
taka afstöðu til samkomulagsdraganna.
Kristján Bendiktsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins, átaldi borgar-
stjóra fyrir orð hans í garð menntamála-
ráðherra og gagnrýndi innihald sam-
komulagsdraganna, sem hann sagði að
gerði fræðslustjóraembættið í Reykjavík
áhrifalaust og samrýmdist það ekki hags-
munúm borgarinnar.
Fulltróar meirihlutans og Alþýðu-
flokksins samþykktu samhljóða stuðning
við sámkomulagsdrögin og jafnframt að
vísa framkvæmd þeirra til borgarstjóra.
- JGK/-Sjó.
Vegaframkvæmdir í sumar:
Varanlegt slitlag sam-
tals lagt á 110 kílómetra
■ „Það gefur auga leið að eftir því sem
verkefnin eru færri og stærri hvert um
sig verður það auðveldara að koma við
hagræðingu og hagkvæmum vinnu-
brögðum. Bæði hvað varðar nýtingu
tækjakosts og eins vegna þess að kröfur
um aðbúnað starfsmanna hafa aukist og
því hagkvæmt að þurfa ekki að vera
sífellt að flytja vinnubúðir á milli staða,
enda hefur þróunin hjá vegagerðinni
undanfarin ár verið sú að vinnustöðum
á vegum hennar hefur farið fækkandi,"
sagði Helgi Hallgrímsson yfirverkfræð-
ingur vegagerðarinnar í gær þegar Tím-
inn ræddi við hann um verkefnin sem
unnið verður að í sumar.
Verkefnalisti vegagerðarinnar er
langur og ógerningur að gera honum
ítarleg skil, en samtals er áætlað að
leggja varanlegt slitlag á 110 km. vega-
lengd á landinu öllu. Haldið verður
áfram með Suðurlandsveginn austan
Hvolsvallar um Landeyjar og einnig
verður lagt varanlegt slitlag á kaflanum
Steinalækur Sandhólmavegur undir
Eyjafjöllum og um Skeiðaveg frá ÖÍafs-
völlum að Skálholtsvegi. Einnig verður
haldið áfram með Þingvallaveginn yfir
Mosfellsheiði.
Á Norðurlandi vestra er stærsta fram-
kvæmdin á veginum yfir Hrútafjarðar-
hálsinn og á Norðurlandi eystra verður
lagt varanlegt slitlag frá Vaðlaheiðarvegi
að Svalbarðseyri og haldið verður áfram
með Dalvíkurveg frá Þorvaldsdal. Á
Austfjörðum er stærsta framkvæmdin af
þessu tagi á veginum um Fagradal frá
Egilsstöðum. Á Vestfjörðum verður
byrjað að leggja varanlegt slitlag á
veginn milli Patreksfjarðar og Tálkna-
fjarðar.
Unnið verður að brúargerð yfir Sogið
hjá Þrastarskógi og er það stærsta verk-
efnið af því tagi á árinu. Þá verður að
sjálfsögðu unnið við lagningu venjulegra
malarvega á fjölmörgum stöðum og ber
þar e.t.v. hæst lagning nýs vegar fyrir
Ólafsvíkurenni og jafnframt að á árinu
verði gert kleift að hleypa almennri
umferð um nýja veginn yfir Víkurskarð
frá Svalbarðseyri til Fnjóskadals. Er þá
margt ótalið af framkvæmdum ársins.
- JGK