Tíminn - 20.05.1983, Side 9
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983
■ Sveinn Bjömsson við eitt verka sinna.
Myndlist á
heimsmælikvarða
Saga
Evrópu
1945—
1980
Walter laqueur: Europe since Hitler.
The rebirth of Europe. Revised Edition.
Penguin Books 1982.
607 bls.
Árið 1970 kom út eftir Walter Laq-
ueur bók með sama heiti og sú, sem hér
er til umfjöllunar. Hún fjallar um sögu
Evrópu frá stríðslokum og fram til loka
7. áratugarins. Síðan þá hafa miklir
atburðir orðið í sögu Evrópu og margt
breyst. Af þeim sökum tók höfundur sig
til og bætti við ýtarlegum kafla um
Evrópu á 8. áratugnum og kom hún út í
fyrra undir sama heiti og eldri bókin. Sú
bók er til umræðu hér.
Höfundur skiptir bókinni í fjóra
meginþætti. Hinn fyrsti fjallar um fyrstu
átta árin frá því stríðinu lauk, tímabilið
frá því Þjóðverjar gáfust upp og þar til
Stalín féll í valinn árið 1953. f þessum
þætti ræðir hann þær breytingar sem
blöstu við á stjórnmálalegu korti yfir
Evrópu við stríðslok, um hið nýja valda-
jafnvægi þar sem tvö stórveldi stóðu
andspænis hvoru öðru grá fyrir járnum
og önnur ríki voru háð þcim að flestu
eða öllu leyti. Hann segir frá uppgjörinu
við samstarfsmenn nasista á stríðsárun-
um, frá innanlandsmálum í öllum helstu
ríkjum Evrópu á þessu skeiði, frá kalda
stríðinu og hruni styrjaldarbandalags
Breta, Rússa, Bandaríkjamanna og
Frakka, frá tilraunum til sameiningar
Evrópuríkja, frá nýjum stjórnmálahug-
myndum, sem skutu upp kollinum á
þessu tímabili, hnignum sósíalismans
í V-Evrópu og frá Evrópukommúnis-
manum. Ennfremur segir frá valdatöku
kommúnista í ríkjum A-Evrópu og frá
Þýskalandsmálinu og stofnun þýsku ríkj-
anna tveggja.
í öðrum þætti segir frá þróun efna-
hags- og félagsmála í ríkjum Evrópu frá
stríðslokum og fram á vora daga. Þar
greinir höfundur fyrst frá ástandinu í
evrópskum efnahagsmálum eins og það
var við lok styrjaldarinnar, frá endur-
skipulagningu þess og uppbyggingu og
þeim risaskrefum, sem Evrópuþjóðirnar
stigu flestar í efnahagslegu tilliti á 6. og
7. áratugnum. Ennfremur segir gjörla af
nýskipan félagsmála á þessu skeiði og
ýtarlegir kaflar eru um ný fyrirbrigði,
eins t.d. aukinn frítíma og áhrif þess á.
efnahagslífið, þar sem nýjar atvinnu-
greinar á borð við túrisma hafa sprottið
upp vegna frítímans og hafa aftur orðið
mikilvægar í efnahagslífi einstakra landa
t.d. Spánar og Italíu.
f þriðja þætti eru menningarmál til
umræðu. Þar fjallar höfundur um helstu
nýmæli og viðhorf sem fram hafa komið
í menningarmálum á eftirstríðsárunum.
Hann gerir þar glögga grein fyrir ýmsum
helstu stefnum í bókmenntum, heim-
speki og listum, ræðir um þróun mála í
hverju landi fyrir sig og gerir síðan grein
fyrir þeim nýju öflum sem fram hafa
komið með gjörbreyttri fjölmiðlun og
þekkingarbyltingunni svokölluðu. Laq-
ueur ræðir bæði kosti og galla þessara
þátta og þá miklu ábyrgð, sem hvíli á
stjórnendum td. sjónvarps og útvarps en 1
þeir geti ofí ráðið því að miklu leyti
hvaða efni komist til meirihluta þjóð-
anna. Hann bendir á dæmi, sem m.a.
íslendingar hafa fengið að kynnast á 1
undanförnum árum, um áhrif sjónvarps,
þar sem þeim sem vel koma fyrir í
sjónvarpi virðast flestir vegir færir, m.a.
í stjórnmálum, en reynist svo lítt hæfir
þegar á hólminn sé komið utan upp-
tökuklefans. Einnig er í þessum þætti
mjög athyglisverður kafli um
menningarmál í A-Evrópu á árunum
eftir dauða Stalíns.
í 4. þætti er svo fjallað um evrópsk
stjórnmál á tímabilinu 1955-1970. Þar
fjallar höfundur um þróun mála í hverju
landi fyrir sig, en leggur sérstaka áherslu
á umfjöllun um stórveldafundinn í I
Genf, á atburðina í Póllandi í október
1956, uppreisnina í Ungverjalandi, Sú-
ezdeiluna, samskipti austurs og vesturs, j
Gaulismann. Efnahagsbandalag Ev-
rópu, stúdentauppreisnirnar 1968 og inn
rásina í Tékkóslóvakíu sama ár.
Loks ber svo að nefna alllangan kafla
eða ritgerð um þróun mála í Evrópu á 8.
áratugnum. Þar greinir höfundur helstu
orsakir þess að svo margt hefur gengið
miður en áður á þessu skeiði. Hann
fjallar þar um Evrópu almennt og ræðir
ekki um innanlandsmál nema í helstu
ríkjunum, Sovétríkjunum, V-Þýska-
landi, Frakklandi, og Bretlandi. Þó eru
sérstakir kaflar um endurreisn lýðræðis
á Spáni, í Portúgal og Grikklandi.
Höfundur þessarar bókar, Walter
Laqueur, er. þýskur Gyðingur, fæddur í
Breslau árið 1921, en fluttist frá Þýska-
landi árið 1938 og starfar nú sem prófess-
or í samtímasögu við háskólann í Tel
Aviv. Hann er einn af virtustu sagnfræð-
ingum okkar tíma og auk háskóla-
kennslunnar hefur hann með höndum
ýmisleg störf á alþjóðlegum vettvangi.
Hann er forseti rannsóknarstofnunar
alþjóðamála við háskólannn í George -
town í Washington, ritstýrir The Was-
hington Papers og The Washington Qu-
arterly, er framkvæmdastjóri rannsókn-
arstofnunar í samtímasögu í Lundúnum
og ritstjóri Journal of Gontemporary
History, sem margir Islendingar munu_
kannast við. Hann er stórvirkur rithöf-
undur og hefur samið tugi bóka um sögu
þessarar aldar, þar á meðal: The Terrible
Secret, um áætlanir Hitlers um útrým-
ingu Gyðinga, Sögu Zíonismans, og
menningarsögu Weimarlýðveldisins.
Nú síðást hafa komið frá honum tvær
skáldsögur, sem báðar fjalla um Gyðinga
í þriðja ríkinu og ferð þeirra til fyrir-
heitna landsins.
Þessi bók, sem hér er fjallað um, er
hrein náma af fróðleik um sögu Evrópu
eftir stríð. Hún er sett fram á skilmerki-
legan og læsilegan hátt og ætti að koma
mörgum að gagni, sem vilja fá greinar-
gott yfirlit yfir þróun mála í Evrópu á
þessu skeiði. t bókarlok er ýtarleg hei-
mildaskrá.
Jón Þ. Þór.
■ Ekki verður annað sagt, en að nýlið-
inn vetur hafi verið ríkur af myndlistar-
sýningum og því ekki að undra þótt
uppskera vorsins sé einnig nokkuð góð.
Magn er eitt ot gæði annað, á þessu sviði
sem öðrum. Um magnið þarf ekki að
ræða, það hefir verið gífurlegt, bæði á
Stór-Reykjavíkur svæðinu, sem og út
um land. Gæðin ætla ég mér ekki að
dæma um, það eru orðin svo mörg ár
síðan ég ritaði myndlistargagnrýni fyrir
fjölmiðla borgarinnar. Þó varð ein heim-
sókn á myndlistarsýningar mér einkar
minnisstæð, einmitt þessa dagana, en
það var á sýningar þær sem nú standa
yfir á Kjarvalsstöðum.
f austurhluta hússins hefir Sveinn
Björnsson fyllt sali af sínum einstæðu
myndum. Er hann hóf að sýna myndir
sínar almenningi, var ég einmitt í starfi
sem myndlistargagnrýnandi og spáði
honum þá góðri framtíð. Það er alveg
einstök ánægja að koma svo á þessa
sýningu og sjá hvernig þær hugmyndir
og væntingar er ég gerði mér þá hafa
rætst.
Auk þess að þora alltaf að koma til
dyranna eins og hann er klæddur og tjá
sjálfan sig jafn einlæglega og hann gerir
í myndum sínum hvort sem er um
smámyndir og teikningar að ræða eins
og samstæðumar sem hanga inn á milli í
salnum og anddyrinu, þá er svo mikill
barnsleiki og einlægni í mynd hans Saga
mín sem gefur hverjum þeim er hefir
tíma til að skoða og njóta ótal hugmyndir
um manninn, lífssvið hans og hvernig
Jón Þ. Þór skrifar um erlendar bækur *
lífið hefir reynst honum. Ég spáði ýmsu
um Svein á sínum tíma. Nú spái ég því
að konumyndin, sem við sjáum í verkum
Sveins, eigi eftir að verða merkisteinn í
íslenskri listsögu. Hvort sem kona sú er
dýrlingur, mey, móðir eða eiginkona.
Hvað sem hennar endanlega nafn
verður. Þá er hún aldrei eins, aldrei
monoton , aldrei þreytandi. Hún er
síbreytileiki konunnar í túlkun lista-
manns, sem þorir að velja sér knappt
form til fjölbreytilegrar túlkunar. En frá
teikningunum og fjölbreytni einfaldleik-
ans til hins stóra og stælta í list Sveins.
Þar rt's Sveinn hæst er hann málar
sínar flennistóru myndir eins og Þjóðar-
hag og Dumbund og þá ekki síður, þeir
fara í fyrsta flokk. Hann málar lífæð
þjóðar. Frá fólkinu sem býr í litlu
húsunum í miðlínu myndanna út á miðin
sem bátarnir sækja, er liggja í höfn
bakgrunnsins, að hinni fullunnu vöru
saltfiskinum sem æpir á þig í forgrunni
myndarinnar, en leiðir þó aftur til hring-
ferða augans um heildarmyndefnið. Hin
fullunna framleiðsla lyftist út úr raun-
veruleikanum, sem að baki liggur, hann
verður hinn kyrrláti bakgrunnur. Aðeins
Kjarval (í Landsbankanum) og Laxness
hafa gert þetta á svipaðan hátt. „Lífið er
saltfiskur". Enginn þessara ltkir hver
eftir öðrum. Þeir eiga allir sína einstöku
leið til að koma undirstrikun aðalatriða
til skila til sjáandans eða lesandans, svo
að hver sá er vill skilja megi skilja. Þarna
rís Sveinn yfir aðra, ekki yfir jafningja,
þá vantar.
í vesturhluta hússins sýnir svo Guð-
mundur Karl Ásbjörnsson svo olíu og
vatnslitamyndir. Heildarsvipur sýningar
hans er einkar notalegur. Hann heftr tök
á að endurgefa okkur íslenskt landslag
og einnig erlent er svo býður við að horfa
á sama hátt í mörgu og Ásgrímur
Jónsson gerði á sínum tíma. Myndir
hans norðan úr Skíðadal og öðrum
dölum Eyjafjarðar voru þær sem
kannske vöktu hvað mesta athygli mína,
sem mannsins sem kemur inn af götunni
og vill fá að sjá eitthvað fagurt í
myndlist. Með þessu vil ég á engan hátt
segja að hann líki eftir Ásgrími, heldur
hitt að þessar myndir vekja með mér
sömu kennd og er ég skoða myndir
Ásgríms. Undirstrikun hans á aðalat-
riðum í myndfleti, hvernig hann leiðir
skoðandann um myndefnið er með þeim
hætti að veldur hugró og hlýju. Á sínum
tíma er Guðmundur sýndi í Þýskalandi
töldu gagnrýnendur þar hann stórbrot-
inn og „Monumental", í list sinni. Þetta
er rétt. Hann þorir að beita litum
undirstrikunum í myndum sínum á þann
hátt að enginn meðalmálari vinnur
þannig. Því hefir hann skipað sér þann
sess er hann nú gerir, ekki aðcins hér á
landi, heldur einnig í mið Evrópu.
Af vatnslitamyndum vöktu hvað
mesta athygli mína, Rofabarð (20), og
Kleifarvatnsmyndir. Guðmundur Karl
vinnur vel og gefur skoðandanum þá
gleði er hann væntir við skoðun mynda
hans, kannske mest með því að stjórna
athygli skoðandans að réttum aðalat-
riðum með mýndbyggingu sinni og lita-
breytinu. Brennandi bátar sýna einnig
sérstæð vinnubrögð hans með vatnsliti.
Það er langt síðan ég hefi fengið jafn
mikið út úr því að skoða myndlistarsýn-
ingar eins og þessar tvær á Kjarvals-
stöðum, svo að ég fékk ekki orða
bundist.
Hafi báðir listamennirnir heila þökk
fyrir framlag sitt.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Bretinn á íslandsmiðum
Jón Þ. Þór
Brezkir togarar og Islandsmið
1889-1916
Hið íslenzka bókmenntafélag.
■ Fiskimálasjóður og Landssamband
íslenzkra útvegsmanna hafa stutt útgáfu
þessarar bókar. En hér er rakin saga
brezkra togaraveiða á Islandsmiðum frá
upphafi þar til heimsstyrjöldin fyrri tók
fyrir þá sjósókn Breta um stundarsakir.
„Enginn dregur þó ætli sér
annars fisk úr sjó“,
segir í gömlu ljóði. Það speglar þá
skoðun eða trú, að sjórinn geymdi nóg
fyrir alla endakvað Hannes Hafstein um
ótæmandi auðlindir sævar um síðustu
aldamót.
Jón Ólafsson eygði í „einum svip 40
franskar duggur, fimmtán róðrarskip“.
Þeirri staðreynd varð svarað í samræmi
við það sem Einar Benediktsson kvað:
„Vissir þú hvað Frakkinn fékk
til hlutar?
Fleytan er of smá. Sá grái er utar.“
Það var ekki fyrr en togarar voru
komnir á íslandsmið, sem menn fundu
til þess að útlendingar væru að taka
björgina frá ísiendingum. Þá duldist
mönnum ekki að togararnir gengu á hlut
landsmanna, en þeir mokuðu fiskinum
upp á miðum árabáta.
Fvrir noprri spYtít; Prnm Knrcí mér í
i * ‘ U1 Ulll OUlJl lllVi •
hendur slitur úr gömlu dagblaði, þar sem
birt var lítið kvæði. Ég held það hafi
byrjað svona:
„Vóð hinn vígsterki
á Vinuheiði.
EgiU ógndjarfur
und Aðilsmerki.“
í framhaldi voru þessi orð:
„Bretar og Skotar
í bunkum lágu.„
En eftir þessa stórkostlegu mynd forn-
aldarinnar, þar sem Egill Skallagrímsson
hlóð valkesti á breskri grund, var horfið
til samtíðarinnar og þá kom þetta:
f
„Hrífa hundmargir
hvaðanæva
Bretar og Skotar
bjargir vorar“.
Mér hefur fundist að þetta smákvæði
speglaði býsna vel viðhorf íslenzkrar
alþýðu og máttvana reiði og gremju vegna
yfirgangs tækniþróaðra útlendinga á
fiskimiðunum. Áður sáu menn að ís-
lendingar urðu að standa jafnfætis fram-
andi þjóðum á útgerðarsviði. Það vissu
frSIIISynir ntcrin iongu fyrr, svo sem sr.
Gunnar Pálsson er hann kvað:
Ef menn vildu ísland
eins með fara og Holland
held ég varla Holland
hálfu betra en ísland.
Auðugt nóg er ísland
af ýmsu er vantar HoUand
eða hví mun HoUand
hjálpa sér við ísland?
Nú sáu menn að ekki dygði annað en
verja landhelgina og rýmka hana. Þessi
bók segir m.a. frá vörzlunni og hún er
jafnframt saga um tildrög þess sem síðar
gerðist um útfærsluna.
Ýmislegt hefur verið skrifað um fyrstu
ár togveiða við ísland og raunar ailt á
síðustu árúm, Heimir Þorleifsson skrif-
aði Sögu íslenzkrartogaraútgerðar fram
til 1917, Gísli Ágúst Gunnlaugsson birti
í Sögu ritgerð um Fiskveiðideilu íslend-
inga og Breta 1896 og 1897 og Björn
Þorsteinsson skrifaði bók sína um Tíu
þorskastríð. Allt er þetta frá síðasta
áratug.
Jón Þór virðist hafa unnið verk sitt af
trúmennsku og samvizkusemi. Sé leitað
eftir einhveriu sem kalla isegi endpr-
skoðun á eldri viðíiOrfúm, væri það
líklega helzt að Danir væru varðir fýrir
ámæli um slælega landhelgisgæzlu. Full-
yrða má, að sumir foringjar þeirra vildu
rækja starf sitt vel. Hins vegar voru
kröfur manna til gæzlunnar miklar og
nauðsyn vörzlunnar miklu meiri en unnt
var að sinna með þeim skipakosti sem
um var að ræða. Eins má segja, að
athugun mála hafni þeim skilningi að
Danir hafi selt Bretum íslenzk mið til að
ná betri markaði fyrir landbúnaðarvörur
sínar í Bretlandi. Þriggj a mílna samning-
urinn 1901 var eðlilegur eins og þá stóð
á, enda fannst sumum að unninn hefði
verið varnarsigur. Annað mál er, að
samningur til margra áratuga er var-
hugaverður, hvort sem samið er um
fiskveiðatakmörk eða rafmagnsverð.
Menn sjá svo skammt fram í tímann.
Óhætt mun vera að segja, að Jón Þór
hafi hér skilað riti sem er traust og næsta
ýtarlegt ágrip af sögu brezkra togara-
veiða við lsland fram til 1916. Þar hefur
hann náð tilgangi sínum. Og það er varla
við að búast, að slíkt yfirlitsverk sé
ósvikinn skemmtilestur spjaldanna á
milli.
Á bls. 30 standa þessi orð:
Fnn áttj hó pftir að oanea frí bessum
r “ V4... --Á
málum til frambúðar." Hér hefði ég
viljað lesa: Enn var þó eftir, þar sem ég
veit ekki til þess að neinn eða neitt
„Enn“ hafi átt eftir að ganga frá málun-
um. Veit ég þó að sumir segja, að hér
rísi ég gegn eðlilegri og sjálfsagðri þróun
málsins og það sé alveg ástæðulaust og
algjörlega vonlaust.
Hvað um það. Þetta hlýtur að teljast
minniháttar aðfinnsla að sagnfræðiriti.
H.Kr.
Halldór Krist- jánsson skrifar um bókmenntir fW .... I * 3** MNt Ik-TÍ