Tíminn - 20.05.1983, Side 11

Tíminn - 20.05.1983, Side 11
ÍO SKÓGRÆKT RÍKISIINS Garðeigendur, sumarbústaða- eigendur Skógrækt ríkisins selur plöntur á eftirtöldum stööum: HVAMMI í SKORRADAL Sími 93-7061 Opiö virka daga og um helgar eftir samkomulagi. NORÐTUNGU í ÞVERÁRHLÍÐ Sími um Síðumúla Opiö virkadaga, og um helgareftirsamkomulagi. LAUGABREKKU VIÐ VARMAHLÍÐ, SKAGAFIRÐI Sími 95-6165 Opiö virka daga og um helgar eftir samkomulagi. VÖGLUMí FNJÓSKADAL Sími 96-23100 Opiö virka daga og um helgar frá kl. 14-16. HALLORMSSTAÐ Á FLJÓTSDALSHÉRAÐI Sími um Hallormsstaö Opið virka daga og um helgar eftir samkomulagi. TUMASTÖÐUM í FLJÓTSHLÍÐ Sími 99-8341 Opið mánudaga-laugardaga kl. 8-18.30. Mismunandi er, hvaöa plöntur eru til, á hverjum staö. Hafið samband við gróðrarstöðvarnar, þær veita upplýsingar um það og benda yður á hvað er til annars staðar, ef þær hafa ekki til þær plöntur, sem yður henta. Við bjóðum einungis plöntur, sem ræktaðar eru í gróðrarstöðvum okkar, en engar innfluttar plöntur. Við bjóðum aðeins tegundir og kvæmi, sem reynsla er komin á hérlendis. VERÐIÐ HVERGI LÆGRA ® UBO básmottur skapa betra heilsufar búpenings • UBO básmottur einangra frá gólfkulda • UBObásmottur eru slitsterkar og endingargóðar • UBO básmottur er auðvelt að þrífa UBO básmottur eru einnig hentugar fyrir hestamenn FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1983 FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1983 íþróttirl umsjón Samúel Örn Erllngsson ■ Hcitnir Karlsson Víkingur gefur fyrir í leik Víkings og Breiðabliks i komið í veg fyrir það. gær, en Valdimar Valdimarsson Bliki fær ekki Tímamynd Ari Víkingur og Breiða- blik ollu vonbrigðum — gerdu markalaust jafntefli f Laugardal í gær ■ Víkingur og Breiðablik ollu áhorfend- um, sem voru nokkuð margir, vonbrigðum í gær, í kuldalegum leik á Hallarflötinni í Laugardal. Færi í leiknum voru sárafá, leikmenn einbeitlu sér um of að hraða sem þcir réðu ekki við, og útkoman varð hörku- leikur með löngum háloftaspyrnum, þó svo stuttu spili brygði fyrir, sem skilaði sér ekki í ncinum afgerandi færum svo að líklega hefur mörgum leiðst. Strangt tekið má líklega nefna þrjú færi í fyrri hálfleik. Víkingar áttu tvö og Blikarn- ir eitt. Blikarnir komust þrír inn í teiginn er boltinn kom fyrir, en engum tókst að pota, og Heimir Karlsson átti skot á Blikamarkið á 40 mínútu, sem Guðmundur Ásgeirsson varði. Hættulegasta færið átti Andri Mar- teinsson, komst einn inn fyrir eftir varnar- mistök, vippaði yfir markvörðinn en markið líka. Andri átti annað slíkt færi, einnig eftir varnarmistök Blikanna, en þá varði einn slíkur á línu. Það var á 75. mín. Önnur færi voru ekki í leiknum. Dómari var Baldur Schewing, og dæmdi þokkalega, mátti þó gefa fleiri gul spjöld. Þrír^fengu slík, Ólafur Ólafsson Víkingi og iSigurður Grétarsson og Valdimar Valdi- marsson UBK. „Vid bræðurnir mætum ekki á NM í lyftingum —ef Lyftingasambandidendurskodar ekki afstöðu sína”, segir Gylfi Gíslason lyftingamaður ■ „Ef lyftingasambandið stendur við þessa ákvörðun sína, mætum við bræðurnir ekki á Norðurlandamótið", sagði Gylfi Gíslason lyftingamaður í samtali við Tímann þegar deilumál vegna landsliðsvals lýftingasam- bands íslands bar á góma. Försaga þessa máls er sú, að valdir voru tveir lyftingamenn úr 90 kg. flokki og tveir úr 100 kg. flokki til að fara á NM í lyftingum sem verður haldið í Laugardalshöll 28. og 29. maí. Baldur Borgþórsson og Guðmund- ur Sigurðsson voru valdir í 90 kg. flokk, en Gylfi og Garðar bróðir hans í 100 kg. flokk. Gylfi keppir í 100 kg. flokki, en Garðar að öllu jöfnu í 90 kg. Á lyftingamóti í Skarðsmót 1983 ■ Skarösmótið 1983 verður haldið á Siglu- firði að venju, að þessu sinni sunnudaginn 22. maí. Fyrir þá scm ekki vita, þá er Skarðsmótiðskíðamót. Keppt verður ígöngu og svigi. I göngu verður keppt i eftirfarandi flokkum: konur 15 ára og eldri 3,5 km.. karlar 15-34 ára 7,5 km, 35-49 ára 5 km og 50 ára og eldri 3 km. f svigi verður keppt i karla og kvenna flokkum, og að auki i flokkum 31-40 ára, 41-50 ára og 51 árs og eldri. Mótstjóri verður Guðmundur Ámason, en þátttökutilkynningar skulu berast Ásgrími Sigurbjömssyni í síma 71228 (heimasími 71755). Gisting á Hóli kostar kl. 200.- meö morgunmat, kvöldmatur kr. 100,- og þátt- lökugjalderkr. 80.-. Fararstjórafundurverð- ur laugardaginn 21. maf kl. 20.00 sjónvarpssal á dögunum setti Baldur sem kunnugt er Norðurlandamet unglinga, og Guðmundur varð í öðru sæti. Þremur dögum síðar lyfti Garðar tveimur og hálfu kg. meira en Guðmundur lyfti í mótinu í sjónvarpssal, en samt sem áður var Guð- mundur valinn til að keppa í 90 kg. flokki. Garðar var hins vegar fluttur í 100 kg. flokk, þar sem hann á nánast enga möguleika miðað við það sem hann hefur í 90 kg. flokki. Auk þess er enginn möguleiki fyrir hann að þyngja sig svo neinu nemi í árangri fyrir mótið. Málin standa þannig að ef ekkert verður að gert, munu bræðurnir ekki fara til keppni á NM í lyftingum. - gk Akurcyri Þorgrímur skoraði úma mínútu ■■■hMH-__________________ — og Valsmenn sigruðu verðskuldað 2:1 ■ Þorgrímur Þráinsson lagði grunninn að góðum sigrí Valsmanna á Keflvikingum í fyrstu deildinni í knattspymu í gærkvöld, er hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir að rúm mínúta var liðin af leiknum. Þrumugóð byrjun, og ábyggilega fyrsta mark fyrstu deildar, ef miðað er við skeiðklukku og ferðaviðtæki. Sigurður Björgvinsson náði að jafna fyrír Keflavík í fyrri hálfleik, en Magni Pétursson skoraði sigurmark Vals- manna í síðarí hálfleik. Mark Þorgríms kom eftir langt innkast Inga Bjarnar Albertssonar, og skoraði Þor- grímur með þrumuskoti af 10 metra færi eftir að boltinn hafði borist til hans, allsend- ist óverjandi fyrir Þorstein markvörð, sem var langbesti maður Keflvíkinga. Sigurður Björgvinsson, sem var aðaldriffjöðrin í sóknarleik Suðurnesjamannanna, jafnaði í fyrri hálfleik með skalla, eftir að Björgvin bróðir hans hafði átt skot í þverslá. Héldu Keflvíkingar síðan stærri hlut í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik áttu aftur Valsmenn meira í leiknum, og Magni Pétursson skoraði einkar glæsilegt mark sem skrúfaðist í bláhornið á Keflavíkurmarkinu, óverjandi af 20 metra færi. Valsmenn voru betri aðilinn í leiknum, áttu fleiri færi, og lið þeirra heilsteyptara, með Njál Eiðsson sem besta mann, og Þorgrímur og Dýri Guðmundsson voru góðir. Dómari í leiknum var Friðgeir Hallgríms- son, og tókst frumraun hans við dómgæslu í fyrstu deild vel, hann hafði mjög góð tök á leiknum. -TÓP/SÖE Skagamenn knúdu fram sigur á Þór ■ „Leikurinn var ekki góður af okkar hálfu, en ég er engu að síður mjög ánægður með stigin tvö. Okkur hefur ekki tekist að sigra Akureyrarliðin hér fyrír norðan undanfarin ár, svo þetta voru kærkomin stig“, sagði Skagamaðurinn Árni Sveinsson eftir að Skagamenn höfðu lagt nýliða Þórs í fyrstu deild að velli á malarvelli Þórs í gærkvöld. „Völlurinn var góður miðað við malarvöll, en þeir henta okkur ekki, og þessi leikur gefur ekki rétta mynd af getu okkar'L bætti Árni við. Það var Sigþórn Ómarsson sem skoraði eina mark leiksins í gærkvöld, og kom það á 35. mínútu. Vörn Þórs galopnaðist skyndilega, og tveir Skaga- menn komust á auðan sjó inn fyrir. Hörður Jóhannsson lék upp með boltann skaut þegar hann kom inn í vítateiginn, Þorsteinn Ólafsson varði, en hélt ekki boltanum, eftirleikurinn var auðveldur fyrir Sigþór. Það var ekki mikið um marktækifæri í þessum leik. Þó komst Sveinbjörn Hákonar- son í gott færi strax á níundu mínútu, en Þorsteinn varði skot hans glæsilega. Nói Björnsson fyrirliði Þórs var á ferðinni með Dregið í happ- drætti HSÍ ■ Nýlega var dregið í happdrætti Handknattleikssambands fslands. Vinn- ingar voru 10 utanlandsferðir með Sam- vinnuferðum-Landsýn í ieiguflugi að verðmæti krónur 20 þús. hver. Vinnings- númer eru: 002, 078,192, 207,316,380, 521, 923, 942, 986. Vinninga má vitja á skrifstofu HSI í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Sídasti leikur 1. umferðar 1. deildar í knattspyrnu: Leikið í Eyjum í kvöld Keppni í nedri deildum hefst einnig í kvöld ■ Síðasti leikur fyrstu umfcrðar í fyrstu dcild Isiandsmótsins í knattspyrnu er í kvöld í Vestmannaeyjum. Þá leika Vcstmannaey- ingar við Isfiruinga á grasvellinum við Hástein, sem er víst orðinn grænn og sætur á að líta. Önnur umferð íslandsmótsins hefst síðan á mánudagskvöld og lýkur næstum, þá eru fjórir leikir. í annarri deild hefst keppnin í kvöld. Þá leika Fylkir og Fram á Árbæjarvelli, Reynir og KA í Sandgerði, KS og FH á Siglufirði og Völsungur og Víðir á Húsavík. Allir leikirnir hefjast klukkan 20.00, líka í Eyjum. Keppnin í þriðju og fjórðu deild karla hefst einnig í kvöld, í þriðju deild eru 7 leikir, á Selfossi, í Borgarnesi,íÓlafsvík, á Stykkishólmi, á Eskifirði, í Grenivík og á Reyðarfirði. I fjórðu deild eru 6 leikir, í Bolungarvík, á Patreksfirði, í Keflavík, á Melavelli í Reykjavík, á Stokkseyri og í Hveragerði. A ðalfundur blakdeiidar Próttar ■ Aðalfundur blakdeildar Þróttar verður haldinn sunnudaginn 29. maí 1983 klukkan 16.00, strax að loknum iandsleik íslands og Spánar.í knatt- spyrnu. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Þróttar. Keppni í kvennadeildum hefst á þriðju- dag. þrumufleyg á 34. mín., en of nærri Bjarna markverði Sigurðssyni, sem varði örugg- lega. - í síðari hálfleik sá ég hins vegar aldrei ástæðu til þess að lyfta minnisblaðinu. Skagamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum, án þess þó að sýna nokkuð sérstakt. En Þórsarar höfðu yfirleitt undir- tökin í síðari hálfleiknum. Þeim tókst þó aldrei að ógna verulega þrátt fyrir nokkra pressu. Helst að Helgi Bentsson skapaði hættu með hraða sínum og dugnaði en hann barðist eins og ljón. Nokkuð sem ekki er hægt að segja um alla leikmenn Þórs. Aftasta vörn Þórs er ekki traustvekjandi, og verður að taka sig á, ef hún ætlar að sneiða hjá stóráföllum í komandi leikjum. Skaga- menn, þetta reynda lið, sem aldrei nær sínu besta á malarvöllum, gerði enga lukku á Akureyri í gærkvöld. En þeir voru fastir fyrir með Sigurð Lárusson fyrrum Þórsara sem brimbrjót í vörninni. Á miðjunni sýndi hinn ungi Sigurður Jónsson hversu gífurlegt efni er þar á ferð. Aðrir áttu ekki umtals- verðan leik. -Skagamenn heim með tvö dýrmæt stig, en Þórsarar sem hefðu verðskuldað annað þeirra, sátu eftir með sárt ennið. -gk Akureyri. ,1 I I I I a i i i i a i s a i i i i a i i i Ármann stofnar íþróttaskóla — fyrir börn og unglinga ■ Glímufélagið Ármann hefur stofnað íþróttaskóla fyrir börn og unglinga sem starfræktur verður í íþrótta og félagsmið- stöð Ármanns við Sigtún. Með þessu hefur Ármann gert stórt átak til að veita börnum og unglingum sem ekki komast í sumardvöl utanbæjar, eða í vinnu í borginni holl viðfangsefni í ágætum íþróttamannvirkjum, hjá þekktum og viðurkenndum íþróttakenn- urum, sem eru í fremstu röð í sínum íþróttagreinum auk almennrar þekkingar. Nú í sumar verður skólinn með á sínum vegum námskeið í fimleikum, leikfimi, frjálsum íþróttum, knattleikjum og leikjum fyrir börn á aldrinum 8-14 ára. Kennarar á námskeiðunum verða Ásta ísberg, Erna Jónsdóttir, Guðni Sigfússon, Þór Álbertsson og Þórir Kjartansson. Hvert námskeið varir í hálfan mánuð, sem þátttak- endur geta svo framlengt. Nemendur geta valið tímana 9-12, eða 13-16, en námskeið- in munu standa í þrjár klukkustundir dag hvern. Þessi tilraun Glímufélagsins Ármanns er virðingarverð, íþróttabúðir þurfa ekki endi- lega að vera utan borgarinnar, þar eð mörg íþróttamannvirki eru ágæt innan hennar og auk þess býður Reykjavík upp á ýmislegt Norræna trimmlands- keppnin gengur vel eins og kajakróður og hestamennska lítið verið stundaðar í keppninni. íþróttasamband fatlaðra hvetur alla þá sem ekki hafa nú þegar hafið þátttöku í Trimmkeppninni að verða sér úti um þátt- tökukort og vera með síðustu dagana. Hvert stig skiptir nefnilega máli í keppni sem þessari. Að lokum eru allir þeir sem taka þátt í keppninni minntir á að skila útfylltum þátttökukortum til trúnaðarmanns eða til íþróttasambands f atlaðra fyrir 10. júní. ■ Nú fer að líða að lokum Norrænu Trimmlandskeppninnar í íþróttum fyrír fatl- aða, en eins og flestum er væntanlega kunnugt lýkur henni 1. maí. Eins og áður hefur komið fram hefur þátttaka í keppninni víðast hvar verið með miklum ágætum. Sem fyrr hafa ganga, sund og hjólastólaakstur verið vinsælustu grein- arnar. Vitað er einnig um allmarga sem hafa hjólað og fengið þannig stig í keppninni. Eins og búist var við í upphafi hafa greinar ■ Knattleikir verða meðal greina á námskeiðum Ármenninga. sem tengst gæti slíku sumarbúðastarfi, t.d. í sambandi við skoðunarferðir sem fyrirhug- aðar eru og annað, sem vert er að skoða og Iæra um. Hvert áðurnefndra íþróttanámskeiða kostar krónur 500 á hvert barn í hálfan mánuð og njóta systkini afsláttar. Innritun er frá þriðjudeginum 24. maí til föstudagsins 27. maí daglega kl. 10.30 til 12 og kl. 14 til 16 í Ármannshúsinu við Sigtún, eða síma 38140. MÚRFILL ■. . i Klæddu hús þitt með okkar hjálp Múrfill klæðning er: 50-60% ódýrari en flestar aðrar kiæðning- ar ★ ervatnsþétt ★ er samskeytalaus ★ hindrar að vatn leiti inn í sprungur ★ andar og hleypir út raka án þess að leka ★ eródýrari ★ er í mörgum litum Okkur yrði það mikil ánægja að líta á huseign þína og gera þér tilboð þér að kostnaðarlausu. S. Sigurðsson h/f. Hafnarfirði Síma: 50538 - 54535. Vönduð og góð vinnubrögð /^TILLITSSEMI y-ALLRA HAGUR ■ « « « m m B Bi HB Bi Bi l H8B BB BB BBI BB BH HB BB Afmælistilboö: afsláttur! Kond’í STUÐ Þar færð þú nefnilega: — 10% afslátt á öllum plötum út maí. STUD er nefnilega eins árs um þessar mundir. — Nýju plötuna meö: Comsat Angels • Tomj Robinson • Work • Marianne Faithful • Pink Floyd • og öllum hinum. — Gamlar sjaldgæfar plötur með: Yardbirds • Woody Guthrie • Pete Seeger • og ötlum hinum. — Vinsælustu skandinavísku rokkplöturnárT — Gott úrval af reggíplötum. — Vinsælu „new wave“-sólgleraugun. — Kiukkur SSfTFSkrlte; W!S — Reglustikur með innbyggðri reiknitölvu og klukku. — Klístraðar köngulær sem skríöa. — Ódýrir silfureyrnalokkar(ekta)með kannabisformi o.m.fl. — Músíkvídeóspólur (VHS) leigöar meö: Sex Pistols • Genesis • Bob Marley • Grace Jones • Roxy Music • Doors • Madness • Kate Bush • Blach Uhuru • o.m.fl. Já, kond’í STUÐ. Þar er stuöið! ^4^ heíiaa Upp á ® Í>í°\T!ð á ' ^ do.1? pT’ hvað

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.