Tíminn - 20.05.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 20.05.1983, Qupperneq 12
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1983 „Mér hlýrtar um hjarta- ræturvid bréfin og kveðjurnar'^ Ég rumska af værum svefni við eitthvað sem smýgur í gegnum hugann. Ég reyni að telja mér trú um að það sé enn nótt, en opna augun með erfiðis- munum og sé að það er orðið bjart. Ég stoppa klukkuna og tel mér trú um að ég geti legið aðeins lengur undir sæng- inni, - en gamla sagan endurtekur sig, ég svíf inn í draumalandið á ný; Hrekk svo upp við hringingu. l’etta er síminn, og nú verð ég að yfirgefa hlýtt rúmið. í símanum'er bróðir minn, sem er að athuga hvort ég sé vöknuð, og eftir smásamríFðiir viö hsnn kpm't éo tíi veruleikans og þakka honum fyrir hringinguna. Ég fer nú fram í eldhús og set upp hafragraut og kaffi. Kveiki á útvarpinu og fer í nokkrar leikfimiæfingar með henni Jónínu okkar. Við það hressist sálarlífið þó nokkuð, og eftir gott bað borða ég hafragrautinn og lýsið með syni mínum, sem nú er kominn fram. Tilveran er orðin bjartari. Hin nagandi sektarkennd Klukkan rúmlega átta hringir dyra- bjallan. Égopna og þar er komin indæl kona, sem ég komst í samband við í vetur. Hún ætlar að vera heima til kl. 12 og elda mat í hádeginu. Með því losar hún mig við hluta af þeirri nagandi sektarkennd, sem þeir einir þekkja, sem verða að vinna frá börnum sínum allan daginn. Páfagaukarnir skrækja. - Þeir vilja fá kornið sitt og nýtt vatn. Tíminn tifar áfram og sýnir ekki miskunn. Köttur- inn Dropi horfir löngunaraugum á mig, þegar ég er að fara út, því fyrst vill hann fá fisk. Svo má hann sicrcpp2 út. í>að er stundum erfitt að vera köttur; Ég bið þeim, sem heima eru, bless- unar og legg af stað í vinnuna. Hvenær skyldi sumarið koma? hugsa ég, þegar köld vindhviða þeytir mér til. Á síðustu stundu - eins og venjulega. Þegar ég kem til vinnu á tónlistar- deild ríkisútvarpsins á síðustu stundu eins og venjulega þá bíður eftir mér stafli af skýrslum yfir tónlist. Starf mitt á tónlistardeildinni er aðallega fólgið í því að fylgjast með að það séu til skýrslur yfir alla tónlist, sem flutt er í útvarpið. Þeim er raðað inn eftir dagsetningu og tíma, svo eitthvað sé nefnt. Tíminn þýtur áfram og ég er alltaf í kappi við hann. Öll þessi litlu smáatriði eru tímafrek. Ég óska þess í huganum, að allar skýrslur séu nú rétt dagsettar, og ekki hafi gleymst að fylla neitt inn á þær, því það tefur mig svo mikið cpir.rt* <» »^ «»-■ . ovuuict. j-<uiiiig vuiid cg cugmn hati gleymt að gera skýrslu, því það kostar leiðindi og þras. Áður en ég veit af er klukkan orðin hálf tólf. Sonur minn hringir til mín og við tölum aðeins saman áður en hann fer í skólann. Ég fer í matstofuna og næ mér í samloku og greipsafa. Meðan ég borða fer ég yfir minnisbókina mína, - hvort ég þurfi eitthvað að gera í hádeginu. Jú, ég þarf að fara inn í Skúlatún 2 til að fá vottorð, og í banka til þess að borga skuld. Matartíminn verður því lítil hvíld. Þá er það vinnan aftur, og skýrslurn- ar mínar taka hugann það sem eftir er dagsins. Ég ranka við mér klukkan rúmlega fimm. Þá geng ég frá á skrifborðinu og yfirgef Skúlagötu 4 - í bili. „Seinni vinnan mín“ Nú fer ég upp á Laugaveg og kaupi mér samloku, ávaxtasafa og tvö epli, til þess að eiga handa mér og syni ---- ■! niiuuiii, aem æuar ao Kuma m rnm niður í vinnu á eftir. Þetta kostar mig yfir 100 krónur, og þung í huga vegna verðlagsins og dýrtíðarinnar fer ég aftur niður á Skúlagötu. Nú er ég að koma í „seinni vinnuna mína“, sem er að sjá um þáttinn „Óskalög sjúklinga". Nú fer tíminn í það að finna lög og athuga með plötur fyrir sjúklingana mína. Ég gleymi amstri dagsins, og mér hlýnar um hjartarætur við að lesa bréfin þeirra og leita að lögunum. Bréfin eru mörg svo falleg, með hlýjum kveðjum frá veiku fóki víðs vegar um landið. Þrátt fyrir veikindin er það oftast glaðlegt í skrifum sínum, svo þakklátt og sátt við allt. Sonur minn, 10 ára, þeytist nú inn úr dyrunum. Hann er sársvangur, og meðan við borðum tölum við saman um það sem hefur borið við hjá honum þennan daginn. Síðan fær hann að fara í bíó til kl. 7 með vini sínum, - en ég held áfram að vinna með „sjúklingun- um mínum". ....og morgundapurínn er eins og óskrifað blað“ Tíminn þýtur áfram. Klukkan er að verða níu og nú löngu kominn tími til að fara heim. Þegar heim kemur steiki ég egg, vökva blómin, undirbý morgundaginn. Það þarf að hafa til föt fyrir alla og fara yfir skóladót. Á meðan ég er að þessu nýt ég þess að geta aðeins talað í rólegheitum við dóttur mína. Klukkan rúmlega 11 er ég komin upp í rúm. Þakka fyrir daginn, sem er að líða og reyni að búa mig undir nýjan dag, - 'sem er eins og óskrifað blað. Lóa Guðjónsdóttir fæddist í Vatnsdal í Fljótshlíð. Henni lá svo á í heiminn, að pabbi henn- ar tók að sér ljósmóður- hlutverkið. Hún er fædd í maí og hefur líklega af því tilefni verið skírð Lóa. Lóu seg- ist svo frá; Ég er enn meira sveita- barn en borgarbarn, þótt ég sé alin upp í Reykjavík frá 10 ára aldri. Nú bý ég í Vesturbænum og á fjögur börn. 10-24 ára. Starf mitt er á tónlistar- deild ríkisútvarpsins, auk þess sem ég sé um út- varpsþáttinn „Oskalög sjúklinga“. Frístundum mínum ver ég mest í myndlist, og ég er í mynd- Iistarklúbbi Seltjarnar- ness. Einnig hef ég unnið í félagsmálum eftir því sem tími minn leyfir. En frístundunum fækkar stöðugt og vinnutíminn lengist. Ég reyni þó að fara oft í sund og hef áhuga á blómarækt. Svo á ég yndislega son- arsyni, sem ég vildi geta gefíð meiri tíma. Ég ætla hér að segja frá einum degi í lífí mínu, og varð mánudagurinn 9. apríl fyrir valinU ■ Lóa Guðjónsdóltir sér um „Óskalög sjúklinga“ í útvarpinu, svo m argir þekkja röddina hennar. Dagur í lífi Lóu Gudjónsdóttur hjá Ríkisútvarpinu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.