Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 fréttir Hugmyndir um orkufrekan iðnað í smærri stíl á Suðurlandi: ALSTEYPA, kerta- og C-VÍTAM ÍNVERKSMIÐJA — Stefnt að því að Ijúka undirbúningi fyrir stofnun álsteypu fyrir áramót ■ Álsteypa, kertaverksmiðja, og C-vítamínverksmiöja eru meðal þeirra verkefna sem nefnd, sem stjóm Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga skipaði á sl. ári til þess að vinna að athugun á möguleikum á orkufrekum iðnaði í kjördæminu, gerir tillögur um að hrint verði í framkvæmd. Nefndin gekk til samstarfs við danska ráðgjafafyrirtækið Scankey a/s um arð- semiskönnun á verksmiðju sem fram- leiddi steikarpönnur úr áli til útflutnings á Bandaríkjamarkað. Megin niður- stöður eru þær að markaður sé fyrir hendi og að útflutningsverðmæti sé á bilinu 30-75 milljónir króna. Reksturs- kostnaður er hagstæður og liggur það einkum í því að hráefnið, ál, fæst hér innanlands og að launakostnaður er lágur. Stofnkostnaður verksmiðjunnar yrði á bilinu 45-50 millj. króna. Starfsmanna- fjöldi yrði í upphafi 33, en eftir 4 ár myndu starfa þar 43 manneskjur. Nefnd- in mun kynna niðurstöður könnunarinn- ar á fundum í Vík í Mýrdal, Hellu og Selfossi n.k. fimmtudag, föstudag og laugardag. í framhaldi af kynningarfundunum verður boðað til undirbúningsstofnfund- ar og síðan til stofnfundar, þar sem stjórn og varastjórn verður kosin. Stofn- un félags um’verksmiðjureksturinn ætti því að geta orðið í októbermánuði og stefnt er að því að öllum undirbúningi ljúki fyrir áramót. Þá er í vinnslu arðsemiskönnun á kertaframleiðslu, en nú er megnið af þeim kertum sem við notum flutt til landsins. Slík verksmiðja myndi þurfa 20 starfsmenn og áætlaður stofnkostnað- ur um 9 milljónir. Hugmyndin er sú að byrja á því að flytja inn kerti og pakka, og gera þar með e.k. markaðskönnun. Reiknað er með að verksmiðjan verði staðsett í húsi verndaðs vinnustaðar í Vestmannaeyjum. Þá hefur á vegum nefndarinnar og Iðntæknistofnun íslands farið fram for- athugun á framleiðslu á kísilkarbíð. Það er framleitt úr kvarsi og notað sem slípiefni og hitaþolið efni í vélar og þotuhreyfla. Stofnkostnaður við slíka verksmiðju, sem notaði 20.000 tonn af kvarsi árlega, yrði um 250 milljónir. Aflþörfin er mikil, um 10 megavött. Þar gætu 50 manns starfað. Einnig hefur á vegum sömu aðila farið fram frumkönnun á framleiðslu C- vítamíns, en þar er um langtímamarkmið að ræða og tekur 5-6 ár að vinna að slíkri verksmiðju, enda ekki markaður fyrir meira c-vítamín í heiminum fyrr en um 1990. C-vítamín er unnið úr glúkosa (sykur) og þyrfti því að flytja hráefnið inn, en kosturinn við að framleiða það hér er sá, að við gætum notað eitthvað ■ Talsmenn homma og lesbía á blaðamannafundinum í gær. Tímamynd GE Norðurlandaráð lesbía og homma: IVIeira misrétti á íslandi en hinum Norðurlöndunum ■ „ísland er í sérflokki meðal Norður- landanna hvað varðar aðstöðu homma og lesbía, þessi hópur býr við mun meira misrétti á Islandi en á hinum Norður- löndunum,“ sögðu talsmenn homma og lesbía á blaðamannafundi í gær, en Norðurlandaráð homma og lesbía hélt árlegt þing sitt i Norræna húsinu um helgina. Staða homma og lesbía á íslandi var aðalumræðuefni þingsins. Niður- staða þingsins var sú að afstöðu íslensks samfélags til samkynhneigðs fólks mætti helst líkja við aðskilnaðarstefnu, apart- heid. Islensk lög veiti þessu fólki enga vörn og því sé mismunað í skólum, í fjölmiðlum og á almennum samkomu- stöðum. Það kom fram á fundinum að stjórn- völd á hinum Norðurlöndunum hafa sýnt þessum málum mun meiri skilning. Þannig voru nýlega samþykkt lög í Noregi sem kveða svo á að öll mismunun gagnvart hommum og Iesbíum sé óheim- il. Slík lög hafa ekki verið sett á öðrum Norðurlöndum en þróunin hefur verið í jafnréttisátt. Sænski ríkisdagurinn hefur t.d. fyrir allmörgum árum samþykkt lög þess efnis að sambúð samkynhneigðra sé jafngild sambúð einstaklinga af gagn- stæðu kyni á allan hátt. Því var sérstaklega mótmælt að út- varpsstjóri hefði bannað birtingu auglýs- inga frá hommum og lesbíum og fyrir- skipað notkun orðsins kynvillingar um samkynhneigt fólk. Á sama tíma sé tekið við auglýsingum um að hommar fái ekki aðgang að skemmtistöðum. Þá krafðist Norðurlandaráð lesbía og homma þess að íslenska ríkisstjórnin hefjist handa við aðgerðir er tryggi lesbíum og hommum full borgaraleg réttindi og farið verði að ályktun Evr- ópuráðsins nr. 924 um afnám misréttis gagnvart lesbíum og hommum. af þeirri gufu sem daglega streymir til himins því að 110-120 kg. af gufu þarf til að framleið 1 kg. af c-vítamíni. Þá hefur farið fram frumkönnun á framleiðslu á ýmsum hitaþolnum efnum. - BK Ferðamörm- um fjölgar um 7,5% ■ Ferðamönnum sem hingað koma hefur fjölgað um 7,5% m.v. 1. september frá síðasta ári. Mest er fjölgun á ferðamönnum frá Bandaríkjunum (24%) Austurríki (45%), Finnlandi, Bretlandi og Ítalíu. Fækkun hefur hins vegar orðið á ferðamönnum frá Norður- löndunum og meginlandi Evrópu og sagði Heimir Hannesson formaður Ferðamálaráðs að þessi fækkun væri þeim ráðsmönnum nokkurt áhyggjuefni. Alls komu hingað 61860 ferðamenn, fram til 1. sept, cn á sama tíma í fyrra voru ferðamenn 57.579. Er það 7.5% aukning eins og fyrr scgir. Ef sami fjöldi kemur til áramóta og kom á sama tíma sl. ár yrði heildarfjöldinn 76.889 manns, eða aukning um 5,9% milli ára. -BK ODYRA SÆNSKA GLERULUN FRÁ íslenski æðardúnninn er ein besta og dýrasta einangrun sem menn þekkja. Við notum hann í sængur og svæfla - kjörgripi sem eru ævilöng eign. Erlendis er hann notaður m.a. í búninga þotuflugmanna og annarra, sem þurfa á sérstakri hitaeinangrun að halda. íslenska ullin er ekki aðeins frábært hráefni í tískuvörur. Hún hefur sérstakt einangrunargildi, sem menn hafa meðal annars líkt eftir í froskmannabúningum nútímans. En bæði æðardúnninn og íslenska ullin eru of dýr efni til þess að einangra hús með. Það ersænska GULLFIBER ullin hins vegarekki. Sérfræðingum GULLFIBER hefur tekist að framleiða nýja gerð af glerull, sem er með grennri þráðum en áður hafa þekkst í glerull, aðeins 3/u i þvermál. Þar með vex einangrunargildi hennar og hún verður miklu þjálli í meðförum - næstum eins og ullarlagður! Samt er verðið samkeppnisfært og hún er ódýrari hér en í Svíþjóó! O VJ BYGGINGAVÖRUVERSLUN BYKO KÓPAV0GS SKEMMUVEGI 2 SÍMI:41000 ^JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.