Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Sttemmuveg' 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 E3labriel ó ’p' HÖGGDEYFAR w QJvarahlutir .SST CttnÍtlTl Ritstjorn 86300 - Augiysingar 18300 - Afgreidsla og askrift 86300 — Kvoldsimar 86387 og 86306 ÍÞridJudagur 20. september 1983 Fékk flogaveikiskast undir stýri og ók á þrjá gangandi vegfarendur: UNGUR MAÐUR Kvikmyndahúsaeigendurgera rassíuhjá myndbandaleigum: ÓLÖGLEG MYNDBÖND SKIPTA HUNDRUÐUM X*t HJA VÍDEÓLEIGUNUM Saksóknari ákveður hvort ástæða er til lögreglurannsóknar LÍFSNÆmiLEGA ■ „Fjöldi ólöglegra mynd- banda á vídeóleigum hér í Reykjavík hefur aukist alveg gíf- urlega að undanförnu. Við gerð- um á þessu athugun fyrír nokkr- um dögum og í kjölfarið hafa einir 6 eða 8 kvikmyndahúsaeig- endur sent kærur til Rannsókn- arlögreglu ríkisins,“ sagði Frið- bert Stefánsson, framkvæmda- stjóri Háskólabíós, í samtali við Tímann ■ gær. Hann sagði að eintökin sem Átj^n ára gamall piltur: BIÐUR BANA I UMFERÐARSLYSI — þegar bifreið hans valt f lausamöl við Laugavatn ■ Atján ára gamall piltur beið bana í umferðarslysi við Laugar- Hadarstígur: Eldur í kjallara ■ Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að Haðarstíg 22 á sunnudagsmorgun en þá var eldur laus í kjallaraíbúð. Reykkafarar fóru inn í íbúðina og þá lá maður meðvitundar- laus á gólfinu en eldur logaði í samgurfötum og svefnsófa í fbúðinni. Maðurinn var fluttur á slysadcild sen mun ekki hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn og ekki urðu miklar skemmdir í íbúðinni. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá reykingum. - GSH vatn á sunnudag, þegar bifreið sem pilturinn ók valt þar í lausamöl. Tveir farþegar voru í bílnum og slösuðust þeir einnig og voru fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi en eru nú á batavegi. Óhappið var á sunnudags- inorguninn um kl. 8.30 rétt aust- an við bæinn Eyvindartungu. Bifreiðin virðist hafa skrikað til í lausamöl og ökumaðurinn misst stjórn á henni þannig að hún lenti þversum á veginum og valt áfram margar veltur. Þeir sem voru í bílnum köstuðust út og er talið að ökumaðurinn hafi orðið undir bílnum og látist samstund- is. Annar farþeginn slasaðist töluvert á fótum en hinn slapp betur en eins og áður sagði eru þeir báðir á batavegi. Pilturinn sem lést hét Sigurður Smári Hilmarsson, til heimilis að Möðrufelli 15, Reykjavík. Hann var fæddur 18. ágúst 1965. GSH ástæða hefði þótt til að kæra fyrir hefðu skipt hundruðum, en oft hefði verið um að ræða sömu titlana á fleiri en einu bandi. Arnar Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sagði að RLR hefði fengið umræddar kærur fyrir nokkrum dögum. Þær hefðu ver- ið framsendar til ríkissaksókn- ara, og hann myndi skera úr um það hvort ástæða væri til lög- reglurannsóknar. - Sjó. ■ (Jngur maður slasaöist lífs- hættulcga og fjórir aðrir meiddust nokkuð þegar bifreið mcð tvo menn innanborðs ók á þrjá gangandi vegfarendur á Laugavegi aöfaranótt laugar- dags og lenti síðan á steinsúlu við Vcgamótaútibú Lands- hankuns. : i Slysið varð með þeím hætti að bifreiðinni var ekið niður Laugaveginn um kl. 1.30þcgar ökumaður bifreiðarinnar missti skyndiiega stjóm á henni þannig að hún sveigði upp á gangstétt og á vegfarendurna. Að sögn lögreglunnar mun ökumaðtirinn hafa fengið floga- veikikast og því misst stjórn á bílnuni. Ökumaðurinn og far- þegi í bílnum og vegfarendurn- ir- þrír voru fluttir á slysadeild en aðeins einn vegfarandinn reyndist alvarlega slasaður. Hann gekkst undir höfuðað- gerð skömmu eftir slysið cn ekki var nánar vitað um líðan hans í gær. - GSH Af slysstað á Laugavegi þar sem fimm manns slösuðust, þar af einn alvarlega. Tímamynd Sverrir INNBROTAFARALDUR A HOFUOBORGARSKÆMNU ■ Allmörg innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu um helg- ina. 1 fæstum tilfellum hafðist þó mikið upp úr krafsinu. Á Iaugardag var tilkynnt um innbrot í söluskála í Breiðholti. Þar voru einna mestar cftirtekjur af helgarvertíöinni og þjófarnir höfðu á brott með sér nokkuð af varningi s.s. sælgæti og tóbaki. Þá var einnig tilkynnt um tvö innbrot í bíla, við Grenimel og Laufásveg, og í báðum tilfellun- um var stolið útvarpstæki úr bflunum. Þrjú innbrot voru tilkynnt á sunnudag. Þá var brotist inn í Sjónvarpsbúðina við Síðumúla 2, Hressingarskálannog söluturn, Laufásvegi 2. Að sögn rannsókn- arlögreglunnar var litlu sem engu stolið á þessum stöðum. Innbrotsþjófar voru síðan á ferð í Hafnarfirði aðfaranótt mánudagsins og var þá brotist inn í Bæjarfógetaskrifstofurnar við Strandgötu og í Bókabúð Olivers Steins í sama húsi. I bókabúðinni var stolið 700 krón- um en ekki var vitað um tjón á fógetaskrifstofunni. - GSH dropar Eitt lengsta starfsheitið ■ Menn gera sér það stund- um til dundurs að finna upp löng starfsheiti sem þeir síðan klína á starfsfólk sitt, svo ekk- ert fari á milli mála hvert verksvið þeirra er. Getur þetta m.a. orðið til þess að fólk veigrar sér við að láta opinskátt um starfa sinn, nema þá með ótrúlega miklum útskýringum. I opinberri stjórnsýslu hefur gjarnan verið bent á stöðu „vararannsóknariögreglustjóra ríkisins“ sem víti til varnaðar um óþægilega löng starfsheiti. Dropar heyrðu þó eitt um daginn sem gerir hið fyrra að hjómi einu, nefnilega: Fram- kvæmdastjóri yfirstjórnar mannvirkjagerðar á Landspít- alalóð, og geri aðrir betur. Allt úr fókus! ■ Það var á fundi hjá Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, var að halda erindi og þurfti að nota við það tækifæri myndlampa til að bregða upp á tjald mynd af töflum og línuritum, sem hann var með. Honum gekk hins vegar mjög erfiðlega að fá myndvarpann til að virka eðli- lega þannig að myndin á tjald- inu yrði skýr. Þá heyrðist annar Alþýðubandalagsmaður segja við Ásmund: „Þetta er eins með þennan myndvarpa og flokkinn okkar - það fæst aldrei neitt í fókus“! Krummi . . . ...sér að Ási keppist við að koma launamálum verkalýðs- ins í fókus eftir að hafa verið með bilaða vél í fjögur ár...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.