Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 Pilturinn og folinn á fullri ferð í fjörunni tekst einmitt að bjarga sér með því að hagna í folanum. Þá rekur á land á eyðilegri strönd og verða þar að nánum vinum. Síðar í myndinni finnst pilturinn og hverfur aftur heim til siðmenningar- innar, en hefur folann með sér. Piltur- inn kynnist gömlum tamningarmanni ★★Svarti folinn kvikmyndahornid Falleg mynd um ungan dreng og villihest ■ SVARTI FOLINN (Black Stal- lion). Sýningarstaður: Tónabíó. Leik- stjóri: CarroU BaUard. Handrit: Mel- issa Mathison, Jeanne Rosenberg og William D. WittUfT. Myndataka: Caleb Deschanel. Aðalhlutverk: KeUy Reno og Mickey Rooney. Framleidd af Zeotrope árið 1979. Sumar kvikmyndir eru ótrúlega lengi á leiðinni hingað, og „Svarti folinn" er ein af þeim. Hún var frumsýnd vestra árið 1979 og gekk þar mjög vel svo vandséð er hvers vegna hún hefur verið svo lengi að komast á tjaldið í Tónabíó. Kvikmyndin er gerð eftir þekktum barnabókum eftir Walter Farley og segir frá samskiptum ungs drengs (leik- inn af Kelly Reno) og arabísks villi- hests, sem er svartur á lit og hinn glæsilegasti. Pilturinn kemst fyrst í kynni við hestinn um borð í skipi, sem er á ferð fyrir ströndum Afríku. Skipið ferst og folinn og pilturinn eru þeir einu, sem komast lífs af, en piltinum (Mickey Rooney) og saman gera þeir arabíska villifolann að frábærum kapp- reiðahesti, sem sigrar skæðustu stjörn- ur veðreiðanna í Bandaríkjunum. Söguþráðurinn er þannig nokkuð einkennandi fyrir ævintýrasögur síns tíma, en úrvinnslan í myndinni er myndrænt séð til mikillar fyrirmyndar. Hvert glæsilegt myndskeiðið tekur við af öðru, ekki síst þegar verið er að lýsa dvölinni um borð í skipinu, björgun piltsins í land og svo dvöl þeirra félaganna á eyðilegri ströndinni og kynnum þeirra þar. Þar eru margar geysifallegar senur. Svo virðist sem leikstjóranum gangi hins vegar ekki jafn vel að eiga við leikara, því mörg atriðin eftir að komið er til siðmenningarinnar á ný eru dálítið vandræðaleg. Þó er Mickey Rooney að venju óborganlegur í sínu hlutverki. Sem sagt falleg mynd, sem hefði mátt koma hingað miklu fyrr. - ESJ. Bœjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi Nýtt tímarit Safnafréttir ■ Komið er út 1. tbl. 1. árg. tímaritsins Safnafréttir, sem gefið er út af Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi. í því eru greinar og myndir frá safninu, sagt er frá stjórn og starfsliði safnsins og grein er um Hlutverk Bæjar- og héraðsbókasafnsins. Skylduframlagið er allt of lágt nefnist grein, þar sem talað er um tekjur safnsins. Nýbygg- ing er nauðsynleg nefnist önnur grein, og fylgir henni teikning af einnar hæðar tengi- byggingu milli safnhúsanna tveggja. Teikn- ingin er eftir Sigurjón Sveinsson arkitekt, sem látinn er fyrir nokkrum árum. f ritinu er skýrt frá því, að opnunartími safnsins er 21 klukkustund á viku og bóka eign þess er 25-30 þúsund bindi. f kynningu á tímaritinu segir, að það muni koma út eftir efnum og ástæðum nokkrum sinnum á ári. Ábm. er Steingrímur Jónsson, en blaðið er prentað í Prentsmiðju Suður- lands. RKÍ fréttir, 5. tbl. 1983,eru komnar út. Forsíðu prýðir Ijósmynd af þátttakendum og fararstórum í orlofsdvöl eldri borgara á Vestfjörðum að Laugum í Sælingsdal 11.-16. ágúst 1983. Meðal efnis í blaðinu má nefna fregnir af hjálparstarfi RKÍ á erlendum vettvangi. Skýrt er frá væntanlegri útkomu íslensks- pólsk orðasafns og pólsk -íslenskrar orðabókar, scm Jón Gunnarsson lektor hefur samið í tengslum við komu pólsku flótta- t . . ■ . Amma mín Halla Eiríksdóttir, frá Fossi á Síðu andaðist í Landspítalanum að morgni hins 17. septem.ber. Halla Eiriksdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þuríður Erlendsdóttir, Karlagötu 9, Reykjavík andaðist á Landspitalanum 13. sept. Verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju miðvikudaginn 21. sept. kl. 13.30. Smári Bergsson, Ingibjörg Kristinsdóttir, Trausti Bergsson, og barnabörn. Faðir minn, tengdafaðir og afi Þórður Guðmundsson, frá Gerðum, Ljósheimum 4 er látinn. Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. sept. kl. 15. Inga Rósa Þórðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Berglind Rós Guðmundsdóttir, Sunna Björk Guðmundsdóttir, Þórður Ingi Guðmundsson. mannanna hingað og íslenskunám þeirra. Birtar eru fréttir af starfi hinna ýmsu deilda innan RKÍ. Þá er bréf frá Lúðvík H. Gröndal hjúkrunarfræðingi, sem starfar í Khao-I- Dang í Thailandi. Sagt er frá starfsemi Skóla fatlaðra, sem nú í haust hefur annað starfsár sitt. Greint er frá kennaranámskeiði RKÍ í skyndihjálp. Kynntir eru þeir 23 Víetnamar, sem hafa ílenst hérna, en RKÍ hefur sótt um að þeim verði veittur íslenskur borgararéttur eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Þeir komu hingað til lands 20. sept. 1979. Þá er sagt frá hjálparsveitum til heybjargar, sem RKlkom á fót, þegar loks fór að viðra til heyskapar um mánaðamótin síðustu. Fréttabréf Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands hefur hafið göngu sína. Því er ætlað að kynna starfsemi deildarinnar. Þar er m.a. sagt frá störfum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ, en það er mjög öflugt. Þá er sagt frá starfi deildarinnar á ári aldraðra, lýst aðdraganda að opnun Múlabæjar og dagvistarstarfinu þar, símakeðjuþjónustu, heimsendingu mál- tíða o.fl. Sagt er frá sjúkraflutningum, en þeir hafa allt frá stofnun deildarinnar verið eitt af meginverkefnum hennar. Upplýsingar eru gefnar um hvar og hvenær ellilífeyrisþeg- ar eiga rétt á afslætti. Fleira efni er í bréfinu. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu fyrir árið 1983. Mánudaginn 19. september Ö-7351-Ö-7450 Þriöjudaginn 20. september Ö-7451 - Ö-7550 Miðvikudaginn 21. september Ö-7551 - Ö-7650 Fimmtudaginn 22. september Ö-7651 - Ö-7750 Föstudaginn 23. september Ö-7751 og þar yfir. Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík milli kl. 8-12 og 13-16. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig viö um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild öku- skírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlf 1983. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn í Keflavík Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. Kvikmyndir Sími 78900 SALUR 1 Evrópu-Frumsýning GETCRAZY Splunkuný söngva gleði og grín- mynd sem skeður á gamlárskvöld 1983. Ýmsir frægir skemmtikraftar koma fil að skemmta þetta kvöld á - diskotekinu Saturn. Það er mikill glaumur, superstjarnan Malcolm McDowell fer á kostum, og Anna Björns lumar á einhverju sem kemur á óvart. Aðalhlutverk: Malcolm McDowell, Anna Björnsdóttir, Allen Goorwitz, Daniel Stern. Sýndkl. 5,7,9 og 11 Hækkað verð Myndin er tekin í Dolby sterio og sýnd í 4ra rása starscope sterio SALUR2 National Lampoon’s Bekkjar-Klíkan Ihanthisdass. ka -Splunkuný mynd um þá frægu Delta-klíku sem kemur saman til gleðskapar til að fagna fiu ára afmæli, en ekki fer allt eins og áætlað var. Matty Simons fram- leiðandi segir: Kómedían er best ■ þegar hægt er að fara undir skinnið á fólki. Aðalhlutverk: Gerrit Graham, Stephen Furst, Fred McCarren, , Miriam Flynn Leikstjóri, Michael Miller.Myndin ■er tekin í Dolby-Sterio og sýnd I , ■ 4ra rása Starscope sterio. Hækkað verð Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Súgöldrótta v Frábær Wait Disney mýnd bæði . leikin og teiknuð. I þessari mynd er ,sá albesti kappleikur sem sést hefur á hvita tjaktinu. Sýnd kl. 5 SALUR3 Utangarðsdrengir (The Outsiders) Bönnuð innan 14 ára. Hækkað verð. Myndin er tekln upp i Dolby sterio og sýnd i 4 rása Star- scopesterio. t Sýndkl. 5,7,9og 11 SALUR4 Snákurinn (Venom) Ein spenna frá upphafi til endá. Mynd fyrir þá. sem una góðum spennumyndum. Aðalhlutverk: Oliveer Reed, Klaus Kinski, Susan George. Sýnd kl. 11. Myndin er tekin í Dolby stereo Bönnuð innan 14 ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.