Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 Stjómunarfélagið leggur mikla áherslu á tölvufræðslu ýmis konar. Vetrarstarf Stjórnunarfélagsins að hefjast: Lögðum áherslu á fjölbreytriina” segir Arni Gunnarsson, framkvæmdastjóri SFI. ■ „Við undirbúning áætlunarinnar reyndum við að hal'a Ijölbreytni nám- skeiðanna sem mesta. Einnig lögöum við ríka áherslu á gæðijress kennsluefnis sem í boði er,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Islands, í samtali við Tíinann, en um þcssar mundir er félagið að kynna nám- skeiðaáætlun vetrarins. „Við bjóðum upp á 43 ólík námskeiðs- efni. Eru námskeið á flcstum sviðum stjórnunar og fyrirtækjarekstrar, og sér- stök áhersla lögð á fjölbreytt úrval tölvunámskeiða og námskeiða erlendis frá. Auk námskeiðahaldsins er fyrirhug- uð ráðstefna og tölvúsýning undir heit- inu „Skrifstofa framtíðarinnar", sem haldin verður í samvinnu við Skýrslu- tæknifélag íslands. Hér cr um að ræða endurtekningu á samstarfi félaganna frá því fyrir tveimur árum,“ sagði Árni. Hann sagði að ein helsta nýjungin í skipulagi á cndurmenntunarstarfsemi félagsins væri notkun námseininga við öll námskeið félagsins. Fræðsluráð þess hefði alllengi haft til umfjöllunar að taka upp notkun námseininga, og reglur þar að lútandi hefðu verið samþykktar frá ráðinu í vetur sem leið og staðfestar af stjórn félagsins. „Markmiðið með notk- un námseininga er meðal annars að gera mögulega varanlega skráningu á þátt- töku á námskeiðum hjá félaginu, veita fullkomnar upplýsingar um námsferil og menntunaráhuga viðkomandi, námsein- ingar auðvelda allan samanburð milli námskeiða og síðast en ekki síst virka námseiningar sem hvatning til einstak- linga til að safna námseiningum sem lið í símenntun sinni," sagði Árni. Hann sagði það von félagsins að þessi nýjung í starfsemi þess, yrði til þess að einstaklingar og félög fari að sinna betur endurmenntunarþörf sinni. Nú þegar miklar breytingar væru að eiga sér stað í íslensku þjóðlífi, og nýjar atvinnu- greinar og ný tækni að taka við á fleiri sviðum yrði þörfin fyrir endurmenntun meiri. Starfsemi Stjórnunarfélagsins verður reglulega kynnt þeim fyrirtækjum, fé- lögum, stofnunum og einstaklingum sem aðild eiga að félaginu. Aðilar fá sendar Stjórnunarfréttir, sem er fréttabréf fé- lagsins, 5-6 sinnum á ári, Stjórnunar- fræðsluna tvisvar á ári, og auk þess er veittur 20% afsláttur af öllum námskeið- um félagsins. Mikil aukning á útflutningi iðnvarnings ■ Heildarútflutningur frá íslandi jókst um 1% í tonnum talið fyrstu sjö mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, var tæp 339 þúsund tonn á móti tæpum 336 þúsund tonnum. í krónum talið jókst útflutningurinn um 113%, úr 4,3 milljörðum í 9,16 milljarða, en á sama tínta hefur meðalgengi dollara hækkað um sem næst 115%, samkvæmt yfirliti frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Heildarútflutningur iðnaðarvöru jókst á þessu tímabili um 195% í krónum talið og um 49% að magni, úr rétt tæpum 91 þúsund lestum í vúmlega 135 þúsund lestir. Verðmæti áls og álmelmis jókst um 299% í krónum, en magnið um 88%, úr 34.184 lestum í 64.360. Verðmæti kísil- járnsútflutnings jókst um 148% í krón- um en 16% í tonnum. Útflutningur á ullarvöru dróst saman um 10% á þessu tímabili í tonnum talið. Enn meiri samdráttur varð í útflutningi skinnavöru, 44%. t>á varð 5% samdrátt- ur í útflutningi niðurlagðrasjávarafurða, 12% samdráttur á kísilgúrútflutningi. Hins vegar varð aukning á útflutningi ýmissa vara til sjávarútvegs, alls 27%. Sömu sögu er að segja af málninga- vörum, en þar var aukningin 150 í tonnum, en 440% í krónum. ■ (Jtflutningur áls og álmelmis jókst um 88% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. í krónum talið jókst verðmæti útflutningsins um sem næst 300%, en í því sambandi ber að geta þess að krónan hefur fallið gífurlega gagnvarí eriendum gjaldmiðlum. Bandaríkja- menn vilja kaupa meira af Víði ■ „Þessi viðskipti ganga nijög vcl. Við erum þegar búnir að senda einn gám og vörur úr honum eru komnar í verslanir ytra,“ sagði Reimar Charles- son, framkvæmdastjóri TréSmiðjunnar Víðis, þegar Tíminn spurði hann hvernig viðskipti fyrirtækisins við Bandaríkjamenn, sem greint hefur verið frá í blaðinu, gengju. Hann sagði að samningurinn við Bandaríkjamennina hijóðaði upp á tvær milljónir dollara, rúmlega 56 milljónir íslenskra krdna. Reintar sagði að viðskiptaaðilar fyrirtækisins í Bandaríkjunum vildu fá verulega meira en gcrðir santningar fælu í sér. Hins vegar væri Víðir ekki reiðubúinn að framleiða meira að svo stöddu, hvað sem síðar yrði. „Við höfum fjöigað okkar starfsfólki töluvert frá því að þessi samningur var gerður. En þó vantar okkur enn eina 7 starfsmenn, húsgagnasmiði, iðnverka- menn og vana lakkara," sagði Reimar. Hann sagði að eitthvað merkilegt þyrfti að koma til ef ekki yrði áfram- hald á þessum viðskiptum. Búið væri að kosta töluvcrðu til vestur í Banda- ríkjunum, til dæmis gefa út veglegan bækling til kynningar á húsgögnum frá Víði. “ Góð reynsla af skrif- stofu Hafskips í New York ■ í lok ágústmánaðar var haldinn fyrsti aðalfundur Hafskip (USA) Inc. í Ncw York. Þetta er jafnframt fyrsti aðalfundur erlendrar svæðaskrifstofu Hafskips h.f. en þær eru nú fjórar og sú fyrsta tók formlega til starfa í maí á síðast liönu ári. Á aðalfundinum t New York kont í ljós að Hafskip (USA) hefur sparað félaginu á fyrsta ári u.þ.b. $ 200.000. Sparnaðurinn felst í minni umboðs- launagreiðslum, hagkvæmari flutningasamningum innan Bandaríkj- anna og samdrætti í milliliðakostnaði, svo dæmi séu nefnd. Rekstur svæðaskrifstofunnar í New York hefur gcngið vonum framar á fyrsta árinu og framhaldið lofar góðu. Starfsmenn Hafskips bæði hér á landi og í New York hafa öðlast mikla rcynslu á umræddu tímabili í auknurn umsvifum á erlendum vettvangi, sem teljast rná dýrmæt fjárfesting í framtíðarstarfi félagsins. Stjórn Hafskip (USA) lnc. var endurkjörin, cn hana skipa nú, Björgólfur Guðmundsson, forstjóri, sem er stjórnarformaður, Hilmar Fenger, stjórkaupmaður, Ragnar Kjartansson stjórnarform. Hafskips h.f., Gerry Parks, forstjóri Capes Shipping Co.. sem jafnframt er um- boðsaðili Hafskips í Norfolk, John Funke, framkv.stj. hjá Hansen and Tidemann Inc. í New York og Baldvin' Bcrndsen, framkvstj. Hafskip (USA) Inc. Starfsmenn í New York eru ftmm, þar af fjórir íslendingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.