Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 4
4 FÓSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 Þungaskattsmælar Drifbarkamælar eða ökuritar Míní ökuritar HICO Drifbarkamælar UTBUUM HRAÐAMÆLA OG SNÚRUR í HVAÐA LENGD SEM ER í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA. Póstsendum um land allt. VELIN S.F. sími 85128. Súðarvogi 18 (Kænuvogsmegin), Matreiðsiumaður Matreiðslumann vantar nú þegar til starfa í kjörmarkað KEA Akureyri. Upplýsingar veitir deildarstjóri Matvörudeildar KEA sími 21400. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri Kaupfélag Arnesinga Kjötiðnaðarnemi Viljum ráðaduglegan og reglusaman kjötiðnaðar- nema í kjötvinnslu okkar strax. Upplýsingar gefur Ingólfur Bárðarson sími 99- 1000 $ Kaupfélag Árnesinga Selfossi fréttir Samdrátturhjá skag- firskum bændum — baeði í sauðfjár- og mjólkurafurðum ■ Priðjudaginn 6. september var haldinn árlegur niðurjöfnunarfundur deildarstjóra félagsdeilda K.S. vegna sauðfjárslátrunar haustið 1983. Lofuðu sláturfc fækkaði allmikið, eða samtals um 5877 fjár, þar af 4395 lömbum og 1482 fullorðnum kindum. Nemur fækkunin uml0,6% frá sl. hausti. Ástæðurnar fyrir þessari fækkun eru aðallega tvær. í fyrsta lagi niðurskurður, vegna búfjársjúkdóma og afleiðinga öskufalls úr Heklugos- inu, og hins vegar almenn fækkun búfjár vegna samdráttarráðstafana opinberra aðila. Til samanburðar má nefna að haust- ið 1979 námu sláturfjárloforð 67480, og eru loforðin því 16724 kindum færri núna, eða sem nemur um það bil 25%. Þessar tölur eru í samræmi við upplýsingar um ásetning að hausti, en fjárstofninn virðist skv. þeim hafa minnkað í samræmi við þetta. Sýnir það að skagfirskir bændur hafa tekið á sig hlutfallslega stærri hlut í samdrætt- inum en sem nemur landsmeðaltali. Samdráttur hefur einnig orðið veru- legur í mjólkurframleiðslu, því árið 1978 nam innlögð mjólk hjá Mjólkur- samlagi Skagfirðinga um 9,4 millj. lítra, en á árinu 1982 7,5 millj. lítra. Bak við þessar tölur býr að sjálf- sögðu veruleg kjaraskerðing bænda og lélegri afkoma, því að fastur kostnaður við rekstur búanna breytist að sjálf- sögðu ekki þótt bústofninn minnki, það þarf að borga jafnt af lánum o.s.frv. Það er e.t.v. hollt fyrir þá sem skrifuðu um það í sumar að bændur tækju ekki á sig kjaraskerðingu til jafns við aðra að velta þessum tölum fyrir sér. Borgarnes: Verkalýðskór stofnaður I Mánudaginn 12. sept. var haldinn Borgarnesi stofnfundur samkórs 'erkalýðsfélags Borgarness, en á fundi félaginu fyrr í sumar var samþykkt að inna að stofnun kórs á vegum félags- is.' Um 40 manns mættu á stofnfundinn g ríkti mikill áhugi fyrir kórstarfinu. fórinn verður öllum opinn. Gert er áð fvrir að æfincar hefjist í lok október. Stjórnandi kórsins verður Björn Leifsson, en í stjórn hans eru Baldur Jónsson, Kristín Halldórsdóttir og Eiríkur Ellertsson. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í kórstarfinu eru beðnir að láta vita á skrifstofu Verkalýðsfélags Borgarness eða hafa samband við stjórnanda kórsins. - BK. ■ Þetta skemmtilega málaða hús er á Seyðisfirði. Þar býr Ásgeir Emilsson. Við slógum á þráðinn til Ásgeirs. Hann sagðist hafa skreytt húsið á sl. tveim árum, og það er umhverfið eins og það blasir við frá húsinu sem Ásgeir hefur notað sem fyrirmynd. Skuttogari öslar inn Ijörðinn og yngismeyjar baða sig í sólinni. Til vinstri við húsið má sjá haganlega gerða kirkju, sem Ásgeir smíðaði yfir köttinn sinn sem nú er látinn og að sjálfsögðu grafinn við hliðina á kirkjunni. Myndirnar tók Guðmundur Sigfússon, Verstmannaeyjum. ‘ Neskaupstaður: Mótmæla hernaðar- mannvirkjum ■ Á fundi sínum 6. sept. sl. sam- þykkti bæjarstjórn Neskaupsstaðar eftirfarandi tillögu samhljóða: „Bæjarstjórn Neskaupstaðar mót- mælir harðlega öllum hugmyndum um byggingu hernaðarmannvirkja á Aust- ur og N-Austurlandi. Bæjarstjórnin skorar á þingmenn og ráðherra Austurlands að koma í veg fyrir allar ráðagerðir i þessa átt og skorar jafnframt á aðrar sveitastjórnir í fjórðungnum að álykta um málið í þeim tilgangi að hindra aukin hernað- arumsvif á þessu svæði. ■ Listamaðurinn Ásgeir Emilsson, starfsmaður í Fiskiðjunni um 14 ára skeið. Mvnd. G.S. Vestm.

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 220. Tölublað (23.09.1983)
https://timarit.is/issue/279207

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

220. Tölublað (23.09.1983)

Aðgerðir: