Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983
9
á vettvangi dagsins
Nokkur orð um hús
gagnakaup SÁÁ
eftir Sigrúnu Magnúsdóttur
■ Forráðamenn SÁÁ telja það fordóm
gagnvart sjúkdómi þeim sem sjúkrastöð-
inni er ætlað að lækna, þær mót-
mælaöldur sem rísa núna út af húsgagna-
kaupum þeirra frá Danmörku. En þar
vaða þeir villu og reyk, þessi framkoma
þeirra gagnvart stuðningsmönnum sín-
um er eins og hnefahögg, Þeir ættu
einmitt að passa sig að afsaka ekki gerðir
sínar með sjúkdómnum.
Byggðu upp trúna á sjálfan þig - er
sagt. En byggja þeir núna upp trúna á
okkur sjálf- íslendinga. Líttu þér nær-
er annað - en fara þeir eftir því?
Væri stöðin búin snotrum og þægi-
legum íslenskum húsgögnum og gardín-
um væri líka hægt að benda sjúklingum
með stolti á, að öll byggingin bæri
íslensku hugviti og framtaki vitni. Efla
þannig með sjúklingunum trúna á sjálfa
sig, land sitt og þjóð.
Húsgagnaiðnaðurinn er búinn að eiga
lengi í vök að verjast á íslandi og ekki
hvað síst þegar þrengir að eins og núna.
Áfengissjúklingar hafa líka lengi átt í
vök að verjast hér, en síðan SÁÁ var
stofnað hafa mörg kraftaverkin gerst.
En mergur málsins er þessi: það var
leitað til íslendinga að reisa þessa stöð -
kannski sömu mannanna sem núna hafa
minnkandi vinnu.
Þess vegna eru það ekki hyggindi
(sparnaður) að taka peningana sem
söfnuðust meðal almennings og kaupa
erlendis frá þó svo að upphæðin í
krónúm talið sé eitthvað lægri, sem
engan veginn er sannað!
Þeir benda á að húsbyggingin sé búin
að skapa mörgum vinnu - en mér finnst
það engin boðskapur - ekkert er eðli-
legra en að við byggjum húsin okkar
sjálf.
Hvernig eiga fyrirtæki hér að þróast
og byggja sig upp ef enginn réttir þeim
örvandi hönd og þeim gefin tækifæri á að
spreyta sig á stórum verkefnum?
Engir ættu að skilja þetta betur en
SÁÁ-menn. Fáum er Ijósara hvað hægt
er að gera með jákvæðu hugarfari og trú.
■ Sjúkrastöð SÁÁ
Eins er með okkar íslenska iðnað, ef við
höfum ekki trú á hönum - hver þá?
SÁÁ-menn segja að alltaf sé vcrið að
kaupa erlendis frá og ekkert sagt, en
núna sé þetta blásið upp - vegna for-
dóma. Þetta er alrangt, en fólk er aðeins
að vakna til vitundar um hvað það þýðir
fyrir okkur öll í heild að hér sé traustur
iðnaður. Eg get nefnt þeim nýlegt dæmi
þar sem erlendum innkaupum var
mótmælt. Það voru kaup á milliveggjum
í hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur við
Suðurlandsbraut. Fyrst átti að kaupa
veggi erlendis frá en því var synjað og
ákveðið að bjóða þá þannig út að
innlendir aðiiar gætu tekið þátt í því.
Hvað kom í Ijós? Innlend framleiðsla
var langlægst og ágætir veggir.
Þið hafið að leiðarljósi uppbyggingu
einstaklingsins, látið aldrei og hvergi
slokkna á því ljósi.
Sigrún Magnúsdóttir.
■ Á síðasta aðalfundi SSA urðu
formannsskipti hjá sambandinu. Starf-
semi Sambands sveitarfélaga á Aust-
urlandi hefur vaxið mjög éftir því sem
árin líða og sambandið er á mörgum
sviðum talsmaður sveitarfélaganna á
Austurlandi út á við þegar reynt er að
móta sameiginlega afstöðu þeirra í
ýmsum málum, og vinna að ákveðnum
verkefnum.
Blaðið átti nýlega stutt viðtal við
nýkjörinn formann samtakanna Þor-
vald Jóhannsson skólastjóra á Seyðis-
firði. Þorvaldur er fæddur á Siglufirði
25. september 1940, sonur hjónanna
Jóhanns Þorvaldssonar fyrrverandi
skólastjóra á Siglufirði og konu hans
Friðþóru Stefánsdóttur kennara. Hann
lauk barnaskólaprófi á Siglufirði, fór
síðan í Laugaskóla, og þaðan suður í
handavinnudeild Kennaraskólans og
lauk prófi árið 1959. Síðan fór hann að
Laugarvatni og lauk íþróttakennara-
prófi árið 1960. Réðist íþróttakennari
á Seyðisfjörð og kenndi þar hand-
mennt auk íþróttanna. Það var hans
aðalstarf í 15 ár en árið 1975 tók hann
við starfi skólastjóra barna og gagn-
fræðaskóla Seyðisfjarðar. Þorvaldur
hefur setið 9 ár í bæjarstjórn á Seyðis-
firði og er nú formaður bæjarráðs.
- Afskipti þín af félagsmálum,
hvernig hófust þau?
Starfið var þess eðlis að ég hóf fljótt
afskipti af íþróttamálum og var skíða-
íþróttin sú grein sem ég hafði mestan
áhuga á. Annars göslaðist ég í öllum
greinum á fyrstu árunum. í gegn um
■ Þorvaldur Jóhannsson.
þess fyrirtækis mótmælt á þingi SSA.
Nú stendur yfir hörð barátta í því að
halda okkar hlut hér út á landsbyggð-
inni í búsetu og er nauðsynlegt að
berjast eftir mætti gegn búseturöskun.
þar má nefna stór og afdrifarík mál
sem geta skipt sköpum, eins og bygg-
ingu Kísilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði og virkjun í Fljótsdal, og leiðir
verða að finnast til að ná leiðréttingu
á orkuverði til húshitunar. Það getur
orðið úrslitaatriði um búsetuþróun í
landinu ef það misrétti heldur áfram --
sem viðgengist hefur á þessu sviði.
Að sjálfsögðu verður unnið áfram
að þeim verkefnum sem í gangi hafa
verið, uppbyggingu Fræðsluskrifstofu
og fræðslumála í fjórðungnum og upp-
byggingu Safnastofnunar. Þá væntum
við mikils af því samstarfi sem hafið er
með stofnun Iðnþróunarfélags og Iðn-
þróunarsjóðs og vonum að þessar
stofnanir verði lyftistöng fyrir atvinnu-
li'fið hér austanlands. Þá er nauðsyn-
legt að horfa eftir nýjum búgreinum í
landbúnaði og styðja hverja viðleitni á
því sviði. Slíkt er reyndar í gangi með
aðild SSA að rannsóknarverkefni við
silungsveiðar í vötnum.
- Þú fluttir tillögu um samstarf
íslands og Færeyja á þingi SSA. Munt
þú beita þér í því máli?
Við höfum nú þegar níu ára reynslu
af samstarfi við Færeyinga á sam-
göngusviðinu. Hún hefur haft mikið
gildi fyrir báða, skapað tengsl og
vináttu. Það er enginn vafi á því að
þessi samskipti geta aukist verulega.
Það má geta þess að við liggjum vel við
um Vest Norden nefndina, og má
rekja til þess það silungaverkefni sem
í gangi hefur verið. Iðnþróunarfélagið
hefur hafið viðræður við sambærilega
aðila í Noregi um samstarf. Það er
eðlilegt að efla og styrkja þessi sam-
bönd eftir mætti.
- Hvað um sameiningu svcitarfélaga
sem var aðalmál þingsins?
Það er Ijóst að það þarf að styrkja
sveitarfélögin. Hins vegar finnst mér
rétt að byrja í formi samvinnu eins og
er nú þegar á mörgum stöðum. Ég er
á móti lagaboði í þessum efnum. Við
vinnum saman á mörgum sviðum í
heilbrigðismálum, menntamálum,
brunavörnum og almannavörnum þar
sem aðstæður eru þannig að slíkt er
mögulegt. Eðlilegt' er að slíkt þróist
áfram hægt og bítandi.
- Það hefur verið talað í blöðum
syðra um „hugsjónagöt“ milli byggða,
munt þú beita þér fyrir einhverjum
slíkum?
Umræður í blöðum um jarðgöng
milli byggðarlaga hafa verið allt of
hasarkenndar. í gangi eru rannsóknir
á heppilegum stöðum til jarðganga-
gerðar milli byggðarlaga en það tekur
langan tíma að kanna jarðlög og
þróunin í þessum málum er gífurlega
ör.
Það getur vel verið að eftir 10-15 ár
óski þeir sem nú skrifa um þessi mál í
skætingstón eftir því að þeir hefðu
ekki látið frá sér fara slík skrif. Ég hef
Fjölmörg verkefni fram-
undan hjá Sambandi sveit-
Austurlandi
— rætt við nýkjörinn formann samtakanna, Þorvald Jóhannsson
þetta kynntist ég mörgum ágætis-
mönnum hér á Austurlandi. Smám
saman fékk ég áhuga á sveitarstjórn-
armálum og var kosinn í bæjarstjórn
Seyðisfjarðar í kosningunum 1974.
- Hvernig leggst í þig að starfa fyrir
SSA?
Stjórn SSA er skipuð prýðis,
mönnum og Sigurður Hjaltason, fratn-
kvæmdastjóri þess, er margreyndur
sveitarstjórnarmaður og valinkunnur.
Ég reyni að gera mitt besta.
- Hvaða mál verða efst á baugi
næstu mánuðina?
Það má nefna samgöngumálin en
þar er unnið að samskonar áætlun og
fyrir Norðurland. Samgöngumál eru
mikilsverður málaflokkur fyrir Austur-
land og nauðsynlegt er að fylgjast þar
vel með og marka stefnuna í þeim.
Ferðaiðnaðurinn er náskyldur þessu
en hann er vaxandi þáttur í atvinnulíf-
inu hér. I sambandi við samgöngumál-
in má geta þess að nauðsynlegt er að
ferðir Skipaútgerðar ríkisins verði á-
fram sá þáttur í okkar samgöngum sem
þær ennú og var hugmyndum um sölu
mörkuðum á Norðurlöndum og öðrum
löndum Norður Evrópu og miklir
möguleikar opnast með beinum sigl-
ingum frá Austurlandi til þessara
landa. Þær hafa verið í gangi allt árið
nú síðustu árin með tilkomu Skipa-
reksturs, sameiginlegs skipafélags ís-
lenskra og færeyskra aðila. Við höfum
hafið samstarf við aðila í Noregi í gegn
trú á því að framtíðarlausnin í vega-
málum sé að fara í gegn um fjöll, en
ekki yfir þau.
Hins vegar finnst mér stríð á milli
höfuðborgarsvæðisins og landsbyggð-
arinnar í þessu sem öðru af hinu illa.
Hvorirtveggja þurfa á öðrum að halda,
segir Þorvaldur Jóhannsson.