Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Föstudagur 23. september 1983
220. tölublað - 78. árgangur
Sidumúla 15-Postholf 370Reykjavík—Rítstjorn86300-Augtysingar 18300- Afgreidsia og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Rikisstjörnin samþykkir tillögur félagsmálaráðherra:
OLL LAN TIL HUSNÆÐISMAU
HÆKKA UM 50% UM ARAMÓTIN
■ Öll lán hækki um 50%. Lán
til þeirra sem byggja eða kaupa
í fyrsta sinn skulu greidd í tveim-
ur hlutum, lánstími lána lengist
um fimm ár, öll lán verði afborg-
unarlaus fyrstu tvö árin og gjald-
dögum verði fjölgað í 4 á ári eru,
í stuttu máli tillögur Alexanders
Stefánssonar félagsmálaráð-
herra um breytingar á útlánar-
eglum Byggingarsjóðs ríkisins
sem samþykktar voru á fundi
ríkisstjómarinnar í gærmorgun.
Félagsmálaráðherra kynnti
fréttamönnum í gær þessar til-
lögur sínar, og þar kom jafn-
framt fram að samþykktar hefðu
verið tillögur hans um lausn á
vanda húsbyggjenda sem fengið
hafa lán til nýbygginga eða
kaupa á eldra húsnæði á árunum
1982 og 1983, en í þann lið gerir
ríkisstjórnin ráð fyrir að verja
200 til 250 milljónum króna, auk
þeirra 1600 milljóna sem varið
verður til húsnæðismála að öðru
leyti, eins og áður hefur komið
fram.
Hækkun allra lána felur það í
sér að nú fæst lán fyrir um 50%
af vísitöluíbúð, en það vill segja
að lánaðerfyrir29,l% afstaðal-
íbúð. Benti félagsmálaráðherra
á, að auk þess ávinnings sem það
fæli í sér að fá fram 50% hækkun
á húsnæðisláninu, þá væri geysi-
legur ávinningur fyrir þá sem
væru að kaupa eða byggja í
fyrsta sinn- að fá nú húsnæðis-
málalánið greitt í tveimur
hlutum, fyrri hluti yrði greiddur
mánuði eftir fokheldisstig og sá
síðari sex mánuðum eftir það.
Núgildandi reglur eru á þann veg
að fyrsti hluti eru greiddur þrem-
ur mánuðum eftir fokheldisstig
og síðan er restin greidd í tveim-
ur hlutum á sex mánaða fresti,
en eins og félagsmálaráðherra
benti á, þá hafa slíkar greiðslur
stundum dregist, þannig að það
hefur getað tekið 18 mánuði að
fá allt lánið út, sem hefur reynst
mörgum húsbyggjandanum dýrt.
Er reiknað með að þessar nýju
reglur um úthlutun taki gildi um
næstu áramót.
- AB
Sjá nánar bls.5
Kosningaslagurinn ad magnast
í Sjálfstæðisflokknum:
GUNNAR G. SCHRAM
FORMANNSKANDIDAT
GUNNARSARMSINS?
■ Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Tímans, þá telur
dr. Gunnar Thoroddsen fyrr-
verandi forsætisráðherra, for-
mannamál Sjálfstæðisflokksins
best leyst með dr. Gunnari G.
Schram alþingismanni, en dr.
Gunnar G. Schram hefur hing-
að til ekki verið nefndur sem
einn þeirra sem hygðist keppa
að formannskjöri í Sjálfstæðis-
flokknum. Herma heimildir
Tímans jafnframt að fjölmarg-
ir sjáifstæðismenn úr stuðn-
ingsmannaliði dr. Gunnars
Thoroddsen séu sömu skoðun-
ar og dr. Gunnar Thoroddsen,
og að þeir hyggist beita sér
fyrir kosningu dr. Gunnars G.
Schram, svo fremi sem hann
gefi kost á sér.
„Ég hef ekki ákveðið að
bjóða mig fram til formennsku
í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði
dr. Gunnar G. Schram alþing-
ismaður, er Tíminn spurði
hann hvort hann væri orðinn
fjórðí kandídatinn í formanna-
slagnum í Sjálfstæðisflokkn-
um, og er blaðamaður spurði:
„en þú hefur ekki ákveðið að
bjóða þig ekki fram?“ svaraði
dr. Gunnar G. Schram: „Ja, á
þessu stigi þá dugar hitt!“
Þei; gætu því orðið fjórir
sem keppa um formannssætið
í Sjálfstteðisflokknum á næsta
Landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins, þ.e. að því tilskildu að
Geir Hallgrímsson núverandi
formaður lýsí því yfir að hann
muni ekki gefa kost á sér til
endurkjörs, en menn búast
fastlega við slíkri yfirlýsingu
frá formanninum á miðstjórn-
arfundi flokksins fyrri hluta
októbcrmánaðar.
Eins og kunnugt er hafa þeir
Friðrik Sóphusson varafor-
maður flokksins, Porsteinn
Pálsson alþingismaður og Birg-
ir ísleifur Gunnarsson alþing-
ismaður frant til þessa verið
nefndir sem líklegustu kand-
ídatarnir.
- AB
Akureyri:
FÆR BÆRINN EINKARÉTT
Á REKSTRILEIKTÆKIA?
■ „Við vildum að þeim sem
svona spilatæki reka væri
treystandi til þess að hafa ofan
af fyrir unglingunum á ein-
hvern annan hátt líka. Einnig
að hægt yrði að hafa áhrif á
verðlagningu og að nýta hugs-
anlegan h'agnað í þágu krakk-
anna sjálfra. Þess vegna kom-
umst við að þeirri niðurstöðu
að þessi rckstur skyldi vera í
höndum þeirra sem fara með
æskulýðsmál á vegum bæjar-
ins.“ sagði Valgerður Bjarna-
dóttir, forseti bæjarstjórnar á
Akureyri, þegar hún var spurð
um efni tillögu sem hún flutti í
bæjarstjórn og fékkst ekki
samþykktáfundi nú í vikúnni.
Tillaga þessi hcfur valdið
miklum deilum á Akureyri. Á
bæjarráðsfundi fyrir skömmu
var hún samþykkt með þremur
atkvæðum gegn tveimur, en
þegar hún var tekin fyrir á
bæjarstjórnarfundi var hún
felld og vísað til bæjarráðs að
nýju til frekari umfjöllunar.
-Sjó
■ Popparar sjöunda áratugarins munu rifja upp bítlastemninguna á Broadway í kvöld. My.ndin var tekin
á æfingu í gærkvöldi, en á henni eru Rúnar Júlíusson og Gunnar Þórðarson. Tímamynd Róbert
AFLÍFA ÞURFTI
DÝRBITIÐ LAMB
■ Dýrbitið lamb frá Fellsenda
í Þingvallasveit fannst í Skála-
felli, fyrir ofan Stardal á Kjalar-
nesi, þegar verið var að smala í
Stardalnum á þriðjudaginn.
Lambið var lifandi þegar það
fannst en þar aflífað nær strax.
Að sögn Gunnars Þórissonar
bónda á Fellsenda hafa Þing-
vallasveitarmenn leitað að grenj-
um á hverju ári á þessum slóðum
en einhver misbrestur virðist
hafa orðið á leitinni þegar kemur
nálægt byggðinni. I vor fannst
dýrbítisgreni á Mosfellsheiði og
þar höfðu yrðlingar greinilega
komist á legg í fyrra.
- GSH