Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 8
8. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Frámkvæmdastjóri: Gisli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur j Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Óiafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja 1 Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygió Stefánsdóttir Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Vinnuaflsskortur og námslán ■ Það er hætt að sæta tíðindum þótt útgerðarstaðir vítt og breytt um landið sæki vinnuafl til fiskvinnslu í önnur lönd og fjarlægar álfur. Framkvæmdastjórar fiskvinnslufyrirtækja vitna oft um það, að ekki væri hægt að reka vinnslustöðvamar með fullum afköstum ef innflutta vinnuaflið kæmi ekki til. Það er víðar en í meira og minna afskekktum verstöðvum sem vinnuafl skortir yfir hávertíðina. í viðtali við verkstjóra í Hraðfrystistöðinni í Reykjavík, sem birtist í Tímanum fyrir nokkrum vikum, kom fram að þar hafi verið skortur á starfskrafti í allt sumar. ítrekaðar auglýsingar báru lítinn árangur. Vinnuaflsskortinum var mætt með því að annar af tveim togurum fyrirtækisins sigldi með aflann þegar ekki vom tök á að vinna hann á heimaslóðum. í vor og sumar var talsvert um atvinnuleysistal og bölsýnisspár í því sambandi. Tölur um atvinnuleysi voru birtar og gerður samanburður á milli ára, og samkvæmt þeim opinberu plöggum fór atvinnuleysi vaxandi. Fjölmiðlafólk hafði oftlega samband við vinnumiðlun námsmanna og þar báru menn sig allvel og töldu að vel gengi að útvega námsfólki atvinnu, eða þeim sem það vildu. „Mín reynsla hér er sú, að atvinnuleysistölur og fólk sem vantar vinnu fylgist ekki að - ég hef aldrei fundið nokkurt samband þar á milli“, er haft eftir verkstjóranum í fyrrgreindu viðtali. En vera má að það teljist til atvinnuleysis ef ekki er önnur störf að fá en fiskvinnu? Það hlýtur að vera mönnum áhyggjuefni að ekki skuli lengur vera hægt að fá nægilegt vinnuafl hér á landi til að vinna sjávarafla. Ef þessi vinna er erfiðari og sóðalegi en önnur verður að bæta það upp í hærri launum, betri aðbúnaði eða með einhverjum þeim ráðum sem gera fiskvinnu eftirsóknarverða. Þetta er slík undirstöðuatvinnugrein að góðum lífskjörum verður ekki haldið uppi í landinu nema nægur og hæfur starfskraftur fáist til að verka fisk og gera úr honum eftirsótta markaðsvöru. Oft er rætt um að skapa þurfi svo og svo mörg ný atvinnutækifæri til að taka við því vinnuafli sem kemur á vinnumarkað á næstu árum. Helst er þá bent á iðnaðinn sem skapa verði atvinnuna. En yfirleitt er þá gengið fram hjá því að fiskiðnaðurinn er okkar stóriðja og sá atvinnuvegur sem greinilega getur tekið við meira vinnuafli en reiknimeistarar og spámenn gera ráð fyrir. Viðamikið og dýrt menntakerfi virðist ekki gera ráð fyrir að skila frá sér fólki sem lætur sér lynda að fara í fisk eftir alla fyrirhöfnina við menntunina, Fiskvinnslan sýnist heldur ekki átta sig á, að hún á í samkeppni við aðrar atvinnugreinar um vinnuaflið og býður ekki upp á þau kjör sem samboðin eru veigamestu framleiðslugreininni. Lánasjóður ísl. námsmanna fer nú fram á að fá sem svarar tæpum 7 af hundraði fjárlaga til að sinna hlutverki sínu, en fær sennilega ekki nema sem svarar tæpum 4 af hundraði fjárlaga fyrir næsta ár. Þetta eru myndarlegar tölur sem hæfa stórhuga og framsækinni menningarþjóð. En er það við hæfi að fiskveiðiþjóð geti ekki haldið úti hefðbundinni og einni mikilvægustu framleiðslugrein sinni vegna manneklu, á sama tíma og hafðar eru áhyggjur af hvernig skapa eigi ný atvinnutækifæri. Allt bendir til að ekki verði unnt að fullnægja umbeðinni fjárþörf námsmanna. En þar skýtur skökku við, að nái námsfólk að vinna sér inn tiltekin hámarkslaun í fríum sínum lækkar tilleggið úr sjóðnum til þeirra sem hafa of miklar tekjur af eigin störfum. Þetta lagaákvæði er komið inn vegna þeirrar flatneskjulegu jöfnunarástríðu sem einkenna margar gjörðir þeirra sem með opinber mál fara. Þetta ákvæði verkar letjandi á að námsfólk afli sér tekna á meðan á námi stendur. Vel má hugsa sér að þetta ákvæði hafi valdið miklu um vandræði Hraðfrystistöðvarinnar og fleiri fiskvinnslufyrir- tækja yfir hábjargræðistímann. Auðvitað á ekki að reka fiskvinnslustöðvar eða önnur framléiðslufyritæki einvörðungu með námsfólki, en það á að geta auðveldað sjálfu sér lífsbaráttuna og stuðlað að aukinni þjóðarframleiðslu með því að leggja sitt af mörkum í atvinnulífinu án þess að námslánin séu skert eða til að minnka lánsfjárþörfina. skrifað og skrafað Lærum af reynslunni i ■ Stefán Valgeirsson al- þingismaður skrifar í dag um þá reynslu sem íslendingar hafa fengið af orkufrekum iðnaði og segir: „Sú óvissa sem ríkir nú í atvinnu- og afkomumálum þjóðarinnar hefur leitt það af sér að miklar umræður fara nú fram um allt þjóðfélagið hvernig skuli snúast gegn þeim vanda sem við blasir í þessum efnum. Ótrúlega margir virðast trúa því að orkufrekur iðnaður sé ein- asta bjargráð okkar þrátt fyr- ir þá reynslu sem fengist hefur af slíkri framleiðslu hér á landi og þrátt fyrir þá mörgu atvinnuskapandi möguleika sem við blasa svo að segja hvert sem litið er. Óþarft ætti að vera að ræða um álverksmiðjuna í Straumsvík eins fyrirferða- mikil og hún er í umræðunni þessa dagana að öðru leyti en því að mjög miklar líkur eru fyrir því að við höfum mögu- leika á að ná viðunanlegum samningum um orkuverð við Svisslendingana að óbreytt- um ytri aðstæðum. En þá er það Grundar- tangaverksmiðjan. Sagterað hún sé fullkomin tæknilega, jafnvel sú fullkomnasta sinn- ar tegundar í dag. Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að tap- rekstur verksmiðjunnar á yf- irstandandi ári muni um 40 milljónir norskra króna eða um 150 milljónir íslenskra króna. Þrátt fyrir að það eru aðeins 7.2 mills sem hún greiðir fyrir orkuna. Nú er sagt að Japanir hafi áhuga fyrir að kaupa hlut í þessari verksmiðju, en þeir setja það skilyrði fyrir kaup- unum að þeir fái tryggingu fyrir því að verðið á orkunni til verksmiðjunnar verði ekki hækkað. Grundvöllur undir þátttöku þeirra í orkufrekum iðnaði hér á landi virðist því byggjast á því að þeir fái aðgang að orku hér langt undir kostnaðarverði. I'ví í þessu tilfelli er ekki hægt að skjóta sér á bak við það að þessi verksmiðja sé svo illa tæknilega uppbyggð að af þeirri ástæðu geti hún ekki staðið undir viðunanlegu orkuverði eins og jafnan er borið við með álverksmiðj- una í Straumsvík. Væri ekki hyggilegt mitt í þeirri umræðu sem nú fer fram um framleiðslustefnu að dusta rykið af alþingistíðind- um og dagblöðum frá þeim tíma sem umræðan og ákvörðunartakan fór fram um málmblendiverksmiðj- una á Grundartanga og bera það saman við hver reynslan hefur orðið um rekstur og afkomu þessa fyrirtækis? Ef ég man rétt er afkoman talsvert önnur en spáð var af talsmönnum þessarar verk- smiðju og ráðgjöfum þeirra. Það er nauðsynlegt að rifja þetta upp nú og krefja þá sérfræðinga er voru ráðgjafar um byggingu hennar um skýringar á þeim áætlunum og spádómum er þeir gerðu og ákvörðunin var byggð á. Heyrst hefur eftir einum þeirra að allar áætlanir hafi staðist nema tekjuhliðin. Ég læt öðrum eftir að draga ályktanir um hæfni þeirra manna, að gera áætlanir sem líklegt er að byggja megi á, er hafa slík tilsvör á reiðum höndum, eftir slíka reynslu af ráðgjöf þeirra er þjóðin stendur nú frammi fyrir. Gamalt máltæki segir: „Brennt barn forðast eldinn." Við skulum vona að þjóðin tileinki sér þetta mál- tæki í samræmi við þá reynslu er við höfum fengið af orku- frekum iðnaði að minnsta kosti að við lærum af reynsl- unni. Því þjóðin þarf annars frekar með en að standa undir stórfelldu tapi vegna þátttöku í rekstri orkufreks iðnaðar eða að selja orku til hans langt undir kostnaðar- verði. Óhagstætt tíðarfar Þórarinn Sigurjónsson al- þingismaður skrifar forystu- grein í Þjóðólf og fjallar þar um ótíðina og afleiðingar hennar: „Nú er senn að ljúka einu kaldasta og mesta rigningar- sumri á Suður- og Vestur- landi á þessari öld, þó að nokkuð hafi ræst úr nú á fyrstu dögum september- mánaðar. Nær samfelld úrkoma hef- ur verið í þrjá mestu hey- skaparmánuðina, júní, júlí og ágúst, með fárra daga undantekningum. Maí var líka óhagstæður, vegna þess hvað hann var þurr og kaidur, svo að gróður kom enginn og gjafatími búfjár var óvenju langur. Þessi kaldi maí ásamt stöð- ugri rigningu í júni varð líka til þess að tilbúinn áburður nýttist mjög misjafnlega og grasspretta varð víða með minna móti, ásamt því að kartöflur, korn og grænfóður hefur ekki náð að spretta í þetta sinn að neinu marki. Hefur þetta tíðarfar því haft gífurleg áhrif á heyskap og framleiðslu landbúnaðar- ins á þessum svæðum svo að nú horfir mjög illa með af- komu margra bænda, þar sem fyrirsjáanlega mun draga mjög úr allri framleiðslu ásamt stórauknum tilkostn- aði í áburðarkaupum og mikilli kjarnfóðurgjöf, bæði í vor og sumar til þess að reyna að halda uppi mjólk- urframleiðslunni, en hún hef- ur minnkað hjá M.B.F. um 1,3% miðað við síðasta ár, en í júlí og ágúst hefur hún verið um 4% minni en á sama tíma í fyrra. Og hjá mörgum bóndanum mun þurfa mikla kjarnfóður- gjöf á komandi mánuðum til þess að halda uppi framleiðsl- unni, þar sem heyin eru víða hrakin og úr sér sprottin. Verður því vart neitað að afkoma þeirra sem landbún- að stunda, fer enn í dag mikið eftir tíðarfari og það jafnvel þó tækni og framfarir á öllum sviðum hafi orðið miklar. Afkoma landbúnaðarins hefur á liðnum árum og öldum oftast oltið á því hvað heyfengur hefur verið mikill og góður, þó að margir fleiri þættir hafi þar áhrif á. Og vonandi tekst að auka og bæta svo fóðuröflunina og ræktun grænmetis og annarra garðávaxta á komandi árum, að við getum búið við meira öryggi og verið minna háð tíðarfari en nú er. Nú í byrjun september er útlitið þannig, að vart verður hjá því komist að veita að- stoð þeim sem mestu skakka- föllin hafa orðið að þola. Fjármagnskostnaðurinn við landbúnaðarframleiðsluna er orðinn svo mikill að lítið má út af bera svo að ekki hljótist af stórkostlegir erfiðleikar. Viðfangsefnið er því að veita hagkvæma fyrirgreiðslu strax, ef ekki á illa að fara. Nýjar búgreinar Blandaður búskapur hefur löngum þótt tryggja meira öryggi búskaparins á íslandi og oft hefur það farið svo, að þeir bændur hafa komist bet- ur af, sem verið hafa með blandaðan búskap og orðið fyrir minni áföllum, þó ein- hver búgreinin hafi brugðist. Nú eru möguleikar á nýj- um búgreinum sem virðast geta skotið fleiri stoðum und- ir afkomu búskaparins. Má þar nefna fiskeldi í ám og vötnum, sem víða er mögu- leiki á að koma upp og ætti að geta verið til styrktar öðrum búskap, sé aðstaða og skipulag í góðu lagi. Loðdýrarækt er líka lík- legur kostur sem aukabú- grein. Sýnt hefur verið fram á að hér eru miklir möguleik- ar til loðdýraræktar. Mikið fellur til af ódýru og góðu loðdýrafóðri við sjávarsíð- una, sem hægt væri að hag- nýta betur en nú er gert. Loðdýrarækt krefst hlut- fallslega lítillar fjárfestingar, miðað við afkomu og atvinnutækifæri. Loðdýra- ræktin breytir verðlitlum úr- gangi í verðmæta útflutnings- vöru, sem skapar mikinn gjaldeyri. Hún ætti að geta styrkt veikar byggðir og bætt þeim skaða af óumflýjan- legum samdrætti í öðrum búgreinum.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.