Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983
heimiíistím inn
umsjón B.St. og K.L.
■ Steinunn Finnbogadóttir ætlar nú
að segja okkur frá einum degi í lífi
sínu. Steinunn er Vestfirðingur, fædd
í Bolungavík. Hún á þrjú börn og sex
bamabörn.
Steinunn er ljósmóðir að mennt, og
hefur verið formaður Ljósmæðrafélags
Íslands um árabil. Hún hefur líka verið
formaður og stjórnandi orlofs hús-
mæðra í Reykjavík í nær því 20 ár. Nú
er Steinunn formaður Landsnefndar
orlofs húsmæðra. Hún var kosin í
borgarstjórn Reykjavíkur árið 1970 og
hefur ávallt verið mjög virk í félags-
málum.
Síðustu 5 árin hefur Steinunn Finn-
bogadóttir veitt Dagvistarheimili
Sjálfsbjargar forstöðu.
Sameinuö búum við yfir
mikilli orku til starfs og gleði
Þegar maður cr beðinn að lýsa degi
í lífi sínu þá er það góð tilfinning að
vita sig eiga góða daga. Lífið er dagar
og dagarnir eru lífið og hver dagur er
að stórum hluta helgaður vinnunni.
Mitt starf er að vera ábyrgur og
leiðandi aðili á stóru og mikilvægu-
heimili, sem er Dagvistarheimili Sjálfs-
bjargar og ætlað fólki með skerta orku
á einhvern hátt - en sameinuð búum
við yfir mikilli orku til starfs og gleði.
í Sjálfsbjargarhúsinu fer fram um-
fangsmikil þjónustustarfsemi, þar er'
vinnu og dvalarheimili, sjúkraþjálfun,
sérhannaðar íbúðir. að ógleymdri
hinni frábæru sundlaug, svo nokkuð
sé nefnt. Raunar er húsið og allt sem
þar fer fram talandi dæmi um það
hverju markviss vilji og félagsleg
samstaða getur áorkað.
Steinunn Finnbogadóttir
upplyftandi og þá komumst við að því,
að ef veðrið lyfti okkur ekki - yrðum
við að lyfta veðrinu, og besta ráð
okkar til þess var að taka lagið. Nú
sungum við nokkur lög af miklum
krafti - og viti menn það tók að létta í
lofti. Við syngjum mikið enda gafst
okkur byr undir báða vængi í þeim
efnum þegar Mæðrafélagið gaf heimil-
inu píanó af vönduðustu gerð, og
fastur söngtími með píanóundirleik er
alla föstudaga. Nokkru eftir kaffið
koma bifreiðastjórarnir með bros á
vör til að aka þeim fyrstu heim, en þeir
síðustu fara um klukkan hálf fimm.
16 km snjóbræðslulögn
og fleiri stórframkvæmdir
Nú er klukkan fjögur og ég sest inn
á skrifstofu mína,les yfir tvær umsóknir
sem bárust á miðvikudaginn og skrifa
m.a. minnisatriði fyrir föstudaginn. Ég
leit út um gluggann og virði fyrir mér
framkvæmdirnar á lóðinni. í þeim
framkvæmdum sér maður fyrir sér
nýjan heim í okkar daglega lífi hér í
húsinu. Þarna er um að ræða stórfram-
kvæmdir, þar sem hitalögn verður
undir öllum gangstéttum og malbikuð-
um bílastæðum. Þessi snjóbræðsíulögn
mun vera ein stærsta í landinu og mér
er sagt að lengd á hitarörum sé rúmir
16 kílómetrar.
Á öllum gangstígum og stéttum eru
þægileg handrið og þar verða einnig
bekkir. Framkvæmdirnar miðast allar
við það að mikið fatlað fólk t.d. í
hjólastóldm geti komist hjálparlaust
um lóðina. Allt svæðið er fallegt og vel
raflýst. Tjörn og gosbrunnur eiga m.a.
að gleðja augað.
„MÐ ER HÐLSAN 0G UFSGLHHN
## ■■ ■■
SEM VEUMJR ORLOGUM UIW GOTT LF
OGSMVÉLMLENEKN ALDUHNN"
Heimilisfólk á ýmsum aldri
- frá tvítugu að áttræðu
Dagvistarheimilið tók til starfa árið
1979, og er það fyrsta sinnar gerðar hér
á landi. Á heimilinu er fólk á ýmsum
aldri allt frá tvítugu að áttræðu - enda
er það heilsan og lífsgleðin sem veldur
örlögum um gott líf og samfélag en
ekki aldurinn.
Ég nefndi stórt heimili, því hér er 30
manns dag hvern, en fjöldi þeirra sem
skipta með sér dvöl hér eru 42 einstak-
lingar.
Það er ánægjulegt frá því að segja,
að milli þessa fólks ríkir léttur og hlýr
heimilisandi, sem slær ramma um hóp-
inn sem stóra fjölskyldu.
Og nú rann upp fimmtudagurinn 15.
september. Fyrsta minning mín þann
dag er - ríkisútvarpið góðan dag. -
Augnalokin voru þung og svefninn tók
völdin að nýju, enda hafði ég verið á
fundi kvöldið áður, svo sem stundum
skeður, og að þessu sinni hjá Ljós-
.mæðrafélagi íslands.
Ég er vöknuð á ný, klukkan er orðin
hálf átta og ég búin að ná skýrri hugsun
- rís upp hvatlega og segi við sjálfa mig
nei, þetta dugir ekki. Klæði mig í
snatri og hefí í heiðri alla sjálfsagða
snyrtiþætti, lít í spegil og hugsa - sem
sagt gott.
Ég er talin fljót að búa mig, enda
ævinlega til þess ætlast af ljósmæðrum.
Innan stundar er ég sest við te-
drykkju í góðu samfélagi við Ragn-
heiði Ástu Pétursdóttur útvarpsþul,
sem leikur fyrir mig hvert ljúflingslagið
á fætur öðru.
Spjall og glaðværð ríkir
við morgunverðarborðið
Dagvistarheimilið er opnað klukkan
hálf níu og nokkrum mínútum fyrr er
ég mætt á staðinn, og þá þegar eru
nokkrir heimamenn komnir, þeir sem
sóttir eru fyrst. Að starfsfólkinu er
ekki að spyrja, ég held það hafi vart
hent í öll þessi ár að það mætti ekki á
réttum tíma og vel það, og allt starf
þess er í samræmi við það.
Klukkan níu er sest að borðum og
framreitt kaffi, te og allskyns ávaxta--
drykkir ásamt brauði og ýmiss konar
áleggi og suma daga eru egg til yndis-
auka og svo er einmitt í dag.
Spjall og glaðværð ríkir við borðið.
Veðrið fékk nokkra umfjöllun eins og
ávallt, draumar rifjaðir upp, útvarpið
og sjónvarpið fékk sína umsögn frá
kvöldinu áður.
Um hálftíuleytið er komin hreyfing
á mannskapinn og hver gengur að sínu
verki eða hugðarefni. Ég heyri spurt -
er Morgunblaðið ekki komið? - Nú,
en Tíminn og Þjóðviljinn? - Allt í lagi,
ég er með Dagblaðið frá í gær og
Alþýðublaðið. Við athugun kom í ljós
að öll dagblöðin voru til reiðu.
Útvarpiö er góðvinur okkar
Handavinnukennarinn kennir og
hvetur, enda handavinna mikil og
fjölbreytt. Það er saumað, smyrnað,
heklað, prjónað, hnýtt og ofið, málað
á gler og einn málar á striga til dæmis.
Allt þetta er gott fyrir þá sem það
hentar, en aðrir velja annað, svo sem
að tefla, spila eða hlusta á útvarpið,
sem er góðvinur á hverju heimili.
Þegar hér er komið sögu hafði
síminn hringt nokkrum sinnum. Mér
voru tilkynnt forföll vegna læknis-
skoðunar, önnur hringing um að einn
heimamanna væri veikur og sú þriðja
var með skilaboð um að hitta Matthías
í prentsmiðjunni Leiftri, en hann er að
prenta sérstakt eyðublað fyrir heimil-
ið, og til hans fór ég þegar færi gafst.
Ég les minnisblað dagsins sem við-
kemur heimilinu. Þar stóð: Hringja til
Ulfars Þórðarsonar augnlæknis og
panta viðtal, einnig til Jóns Þorsteins-
sonar læknis útaf vottorði og ósk um
viðtal við hann. Ég hringi og fæ þau
svör að annar sé á tali hinn verði til
viðtals klukkan hálf þrjú, svo ekki
varð meira um það að svo stöddu, en
þau mál leystust síðar.
Fjallaö um nýjar umsóknir
- og hugað að hópæfíngum
Enn var það síminn, og nú hringdi
ég til Kópavogs og boðaði komu mína
þangað klukkan ellefu á föstudags-
morgun til manns sem hefur átt hér
umsókn, en þegar umsókn er afgreidd,
þá fer ég til viðkomandi áður en komið
er á heimilið og við ræðum um aðstæð-
ur og það hvernig við sameiginlega
teljum málum best fyrir komið og
kynni um leið helstu heimilishagi.
Nú er klukkan korter yfir tíu og
hugað að hópæfingum, sem hefjast þá
hjá sjúkraþjálfurunum, en vegna fjöld-
ans á heimilinu er farið í tveim hópum,
sá seinni klukkan ellefu. - Þessu fylgja
mismunandi tilbrigði eins og gengur.
Einn hafði lagt sig og vill vera í seinni
hóp - annar í fyrri hóp. Tvennt segist
ekki treysta sér í æfingarnar núna - ég
sé til - en að loknum æfingunum höfðu
allir farið nema einn.
Alltaf er sama ánægjan þegar komið
er til baka og sagt ýmist með látbragði
eða orðum: - Þetta var nú alveg ágætt.
Þessu næst þrasaði ég smávegis í
símanum út af vörupöntun, sem átti að
koma daginn áður en hafði villst til
annarra, og þarna var kaffi á ferðinni
og kaffið sitt gefur maður ekki svo
glatt eftir. Um hádegi var kaffimálið
leyst og ilmur þess kominn í loftið.
Klukkan er tólf á hádegi og allir fara
upp á aðra hæð í matsal til hádeg-
isverðar, tvær stúlkur af starfsliðinu
fara með í matsalinn til aðstoðar og
trausts.
í hádeginu er sundlaugin opin fyrir
starfsfólk hússins og ég dríf mig í sund.
Þar sé ég mörg kunnug andlit, og er
komin í spjall við Ólöfu Ríkarðsdótt-
ur. Við dáumst að því hvað einn
veggur sundlaugarinnar sé fallegur og
laugin hlýleg, sem hún svo sannarlega
Saltkjöt og baunir
- og hvíld á eftir
Nokkru fyrir klukkan eitt eftir há-
degið eru allir komnir frá því að borða
saltkjöt og baunir og leggja blessun
sína yfir góðgætið. Á heimilinu er
sérstök hvíldaraðstaða með legubekkj-
um og eftir matinn er sú vistarvera
jafnan fullskipuð, en nokkrir fara nú í
sund. Það eru þeir sem njóta aðstoðar
sjúkraþjálfara í lauginni. Spila-
mennskan nýtur mikilla vinsælda og
nú er spilað á tveim borðum. Við
annað bridge og hitt vist - ein er að
leggja kapal og kann hún mikið fyrir
sér í þeirri kúnst.
Klukkan er að nálgast þrjú og bjall-
an hringir, því miðdegiskaffið er tilbú-
ið - og alltaf er sami myndarbragurinn
á meðlætinu úr eldhúsinu. Sest er að
borðum og skipst á orðum og stundin
er notaleg; sem að venju les ég stjörnu-
spána í Dagblaðinu og helstu stórfrétt-
Veðrið var ekki upplyftandi
-svo við urðum að lyfta veðrinu!
í spjallinu yfir kaffinu var haft á orði
að veðrið væri þyngra en í gær og ekki
Þessar framkvæmdir kosta að sjálf-
sögðu miklar fjárupphæðir, sem telja
má í milljónum - en gildi þeirra bæði
í nútíð og framtíð verður ekki hægt að
meta.
Vinnudegi lokið
- farið í heimsóknir
Nú þegar vinnudeginum er lokið
legg ég leið mína í Prentsmiðjuna
Odda vegna mynda og texta af áhalda-
skrá ljósmæðra frá fyrri árum, sem
koma á í ritverkinu „Ljósmæður á
íslandi“, sem er stéttartal Ijósmæðra
allt frá árinu 1761 svo og saga félagsins
í 60 ár, og önnur ritverk og gefið út af
Ljósmæðrafélagi íslands, en ég er í
forsvari varðandi útgáfuna fyrir félag-
ið.
Á heimleiðinni kom ég við á Dal-
braut hjá Guðrúnu Valdimarsdóttur,
sem er þekkt ljósmóðir hér í borg.
Hún hafði hug á að sýna mér gjöf sem
hún hyggst gefa Ljósmæðrafélaginu,
en í því hefur hún verið félagi í 63 ár.
Þarna í grenndinni í Laugarnesinu býr
elsti bróðir minn og þangað var ég
boðin í kvöldmat, og frá þeim hjónum
fór ég um hálf níu leytið og dagur að
kvöldi kominn.
Ég hélt til míns heima og hugsaði til
mikilla rólegheita þetta kvöld - en nú
kom í ljós að leigjandinn minn þurfti
,hið skjótasta á snyrtinámskeið í Kópa-
vogi og ók ég henni þangað.
Hagsýnin sagði mér að nota ferðina
og heimsækja dóttur mína og ömmu-
börnin, sem búa í Breiðholtinu, njóta
samverunnar með fjölskyldunni litla
stund og taka svo leigjandann með
heim. Þetta gerði ég og kom heim
klukkan að ganga tólf, og flýtti mér
sem mest ég mátti inn í draumalandið.
Dagur í lífi Steinunnar Finnbogadottur, forstöðumanns dagvistar Sjálfsbjargar