Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 ■ Aldrei er Paul Newman kátari en þegar hann fær tækifæri til að spreyta sig undir stýri á kappakstursbíl HÆTTIR RAIIL NEWMAN KflPP- AKSTWNUM? ■ Paul Newman leggur gjörva hönd á margt. Hann lætur sér ekki nægja að leika í kvik- myndum og Ieikstýra þeim. Hann er mikiil áhugamaður um kapp- akstur og lætur sér ekki nægja að sitja á áhorf- endabekknum, heldur tekur þátt í leiknum sjálfur. Og nú er hann orðinn stórframleiðandi á salatsósum. - Mér þykir afskaplega gaman að taka þátt í kapp- akstri, segir Paul og bætir við, að honum þyki ekki eins vænt um neitt, nema ef vera skyldi konu sína, Joanne Woodward. Enda hefur hann náð frábær- um árangri í kappakstri á frægum brautum, s.s. í Le Mans og Las Vegas. En nú lítur helst út fyrir að dagar hans sem kappaksturshetju séu taldir. Ekki er það vegna þess, að hann sjálfur hafi misst kjarkinn. En það hefur kona hans gert. - Ég held þessa sífelldu spennu ekki út lengur, segir Joanne. - Þessi nagandi ótti, sem fylgir kappakstrinum, er alveg að gera út af við mig. Kannski fer því svo, að Paul Newman verður að segja skilið við þessa eftirlætisíþrótt sína, aðeins 58 ára að aldri. Líklega er salatsósuframleiðslan hættu- minni. ■ Paul Newman vill alft fyrir konu sína, Joanne Woodward, gera. Þó finnst honum hann færa mikia fórn, ef hann hættir kappakstrinum. kvæmdastjóri alþjóðlegr- ar ráðstefnu um ávana- og fíkniefni sem haldin verð- ur hér á landi dagana 26. til 30. september. Að ráðstefnunni standa Áfengisvarnarráð, fyrir hönd Heilbrigðisráðuneytisins og Al- þjóðaráðið um áfengis- og fíkni- efnamál (ICAA) í Sviss. „Á ráðstefnunni verður lögð mikil áhersla á námskeið fyrir kennara og leiðbeinendur á þessu sviði, tekur það um 2 daga af henni en við höfum boðið öllum sem vinna að áfengisvörn- um að koma á ráðstefnuna eins og prestum, læknum, félagsráð- gjöfum, sálfræðingum, forsvars- mönnum íþróttahreyfingarinnar og fulltrúum vinumarkaðarins," sagði Stefán og bætti við að á milli 50 og 60 erlendir sér- fræðingar myndu sækja ráðstefn- una frá Norðurlöndunum. Bandaríkjunum, Þýskalandi, Póllandi og Belgíu. „Það má segja að ísland sé vel staðsett fyrir svona ráðstefnu en hún er hin fyrsta hérlendis. Við liggjum mitt á milli Ameríku og Evrópu og hér er auðvelt að stunda rannsóknir á þessu sviði, það er tiltölulega auð- velt að fylgjast með fólki í fjölda ára og sjá hvernig málin hafa þróast hjá því. ímyndaðu þér hvernig væri til dæmis að hafa uppi á 100 manna hóp í Bandaríkjunumá 10árafresti“. Stefán sagði einnig að þeir hjá Áfengisvarnarráði leggðu áherslu á það að fá kennara til liðs við sig...“ þeir sjá strax í grunnskóla það sem jafnvel verður seinna að neysluvanda- máli í framhaldsskóla og þeir eru í nánu sambandi við það fólk sem kemur til með að taka við þjóðfélaginu af okkur“, sagði hann. Aðalmarkmið ráðstefnunnar verður að leita raunhæfra leiða til lausnar á þeim vanda sem neysla ávana- og fíkniefna veldur, á grundvelli reynslu og rannsókna víða að úr heiminum og sagði Stefán að í lok ráðstefn- unnar yrðu allar niðurstöður hennar gefnar út. -FRI Skuldasúpan eykur pólitíska spennu í Rómönsku Ameríku ■ Efnahagskreppa undangeng- inna ára hefur komið hart niður á fátækustu löndum heims. Verulega hefur dregið úr útflutn- ingi þróunarríkjanna, enda eftir- spurn eftir útflutningsvörum þeirra ekki mikil, en skuldabyrð- in þeim mun meiri. Margt bendir til að hið versta sé nú afstaðið en efnahagsbatinn er hægur og þess er ekki að vænta að hann taki neinn stóran kipp á næstu árum. Því verður að vinna sig út úr vandanum hægt og sígandi og stefna að því að þær ofboðslegu fjárfestingar sem mörg ríki hafa lagt út í á tímum lánstrausts og mikilla framboða á lánum, skili einhverjum þeim árangri sem stofnað var til. í skýrslu Alþjóðabankans yfir síðasta fjárhagsár segir, að þró- unarlöndin hafi þurft að þrengja mjög að útgjöldum sínum og fara fram á greiðslufresti á lánum sínum og rýmri greiðslukjör. Á fjárhagsárinu veitti bankinn 136 lán, að upphæð 11.1 milljarð dollara, sem er 8% aukning frá árinu áður, og Alþjóðaþróunar- stofnunin, sem er sú deild bankans, sem sérstaklega sinnir þörfum fátækustu landanna, lán- aði 3.3 milljarða dollara sem er 24% aukning miðað við fjárhags- árið á undan. En mikið af lánum, og þar með skuldum ríkja, er fengið frá öðrúm bönkum og fjárfestingasjóðum, og eru það ekki síst þau lán sem hrahnast hafa upp og enginn sér nú fyrir endann á hvernig á að greiða þau til baka og hvaða afleiðingar það hefur ef mörg ríki komast sam- tímis í greiðsluþrot. Ríki Rómönsku Ameríku eru meðal þeirra sem mest skulda. Nýverið var haldin ráðstefna Samtaka Ameríkuríkja í Cara- cas í Venuzuela og þar var greiðslubyrðin og efnahagsmál yfirleitt tilumræðu. Bandaríkja- stjórn var hálfilla við að taka þátt í fundinum, en ákváðu á síðustu stundu að sendinefnd mundi sitja ráðstefnuna. En ó- neitanlega hljóta Bandaríkja- menn að eiga erindi á slíka ráðstefnu. Skuldir ríkja Róm- önsku Ameríku eru yfir 300 milljarðar dollara, og megin hluti þess fjár er fenginn úr bandarískum peningastofnun- um. Skuldugu ríkin í Ameríku ráða varla við að greiða vexti af lánum sínum hvað þá afborgan- ir. Ríkisstjórnir í þeim heims- hluta eru flestar valtar í sessi og stjórnarandstæðingar í hverju landi fyrir sig nota skuldabyrðina til að sýna fram á hve máttvana ríkisstjórnirnar eru, og leggja að ráðherrunum að viðurkenna að ríkin séu gjaldþrota, og séu ekki fær um að standa í skilum með erlendu skuldirnar. erl.yfir. þrúður Ef ríki eins og Brasilía, sem skulda 90 milljarða dollara, tæki sig til og neitaði að greiða afborg- anir og vexti, væri brautin rudd fyrir önnur ríki að gera hið sama, og slík flóðbylgja mundi vera líklega til að rústa hið alþjóðlega bankakerfi. Ef sú verður þróunin mun enginn græða á henni, en allir tapa. Ráðstefnan í Caracas stóð í fimm daga. Þar ræddu skuldarar og skuldunautar hreinskilnislega um málin, og kom saman um að þreyja skyldi þorrann og góuna og ekki grípa til neinna skyndi- laúsna eða ákvarðana, sem gætu dregið slæman dilk á eftir sér. Þeim kom saman um að báðir aðilar eru í raun á sama báti. Það er vænlegast til árangurs að veita greiðslufresti og reyna að ná efnahagslífinu upp úr öldudaln- um með þolinmæði, því öll ör- þrifaráð geta endað með stór- slysi, sem skaðar alla. Sú hugmynd var reifuð, að skuldugu löndin mynduðu með sér samtök sem kæmu fram fyrir þau öll gegn hinum alþjóðlega fjármálavaldi. Aðalvopn slíkra samtaka yrði hin ógnvekjandi skuldasúpa sem ógnar bæði lán- takendum og þeim sem lánin veittu. Til slíkra samtaka var þó ekki stofnað. Fulltrúar skuldugu ríkjanna beindu því aftur á móti til banda- rísku sendinefndarinnar, að beita áhrifum sínum til að fá bankastofnanirnar sem nú krefj- ast endurgreiðslu, til að taka tillit til aðstæðna og ganga ekki alltof langt í greiðslukröfum sínum, svo að hægt verði að standa við að greiða eitthvað af afborgunum og vöxtum til að allt fjármálakerfiö sigli ekki í strand. Beryl Sprinkel aðstoðarfjár- málaráðherra var fyrir banda- rísku sendinefndinni í Caracas. Hann lofaði engu, en hélt fast við þá skoðun stjórnar sinnar, að efnahagsörðugleikarnir væru tímabundnir og skuldugu ríkin verða að herða sultarólarnar á meðan erfiðleikatímabilið gengur yfir, en með bjartari efnahagshorfum og auknum hag- vexti muni ástandið batna sjálf- krafa og skuldasúpan grynnka. En mörg ríki í Rómönsku Ameríku munu ekki þola þetta ástand til lengdar, jafnvel ekki ár til viðbótar. Þau reyna að koma Bandaríkjamönnum í skilning um að fái þau ekki verulegan gjaldfrest og jafnvel eftirgjöf á hluta skuldanna muni ástandið versna að mun. Póli- tískar sviptingar og félagslegur ójöfnuður munu aukast og stjórnarbyltingar og borgara- styrjaldir kunna að vera á næsta leiti. Fjöldi atvinnuleysingja og þeirra, sem ekki koma auga á bjartari framtíð mun aukast. Fyrir þetta fólk er engu að tapa þótt róttækar breytingar verði gerðar á þjóðfélögunum. Marx- istar og aðrir einræðissinnar mata krókinn á ófremdarástand- inu og kynda undir óánægjunni. Hinar risavöxnu skuldir gera ríkisstjórnum erfitt um vik að koma á félagslegum umbótum, eða glæða atvinnulífið, og alþýða landa Rómönsku Ameríku á sífellt verra með að afla sér daglegs brauðs. Ríkisstjórnir landa Rómönsku Ameríku gera sér Ijóst að það eru takmörk fyrir því, hve langt er hægt að ganga í því að strengja sultarólarnar án þess að fjöldinn rísi upp og krefjist að minnsta kosti lágmarkslífskjara. Það er ekkert einfalt mál fyrir stjórn- endur ríkja, sem þannig er kom- ið fyrir, að fullnægja bæði kröfum eigin þegna um mannsæmandi líf, og greiðslu- kröfum fjármálafurstranha. í Caracas kom það skýrt fram að leita verður viðunandi lausna og það fyrr en síðar. Fulltrúi Perú á ráðstefnunni sagði að það væri einhugur um það meðal ráðamanna í ríkjum Rómönsku Ameríku, að eðlileg efnahags- þróun og félagslegt og pólitískt jafnvægi yrði að ganga fyrir greiðslum erlendra skulda. Oddur Ólafsson skrifar WÍ/í

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 220. Tölublað (23.09.1983)
https://timarit.is/issue/279207

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

220. Tölublað (23.09.1983)

Aðgerðir: