Tíminn - 25.09.1983, Síða 5

Tíminn - 25.09.1983, Síða 5
SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 ■ Dýrasta úrið á landinu? Demöntum sett Jaeger-úr á 114.652 krónur hjá Franch Michelsen. (Tímamynd Róbert) „Talsvert um að meiui skjóti saman í til afmætisgjafa” segir Franch Michelsen,úrsmíðameistari ■ „Ég tók við umboðinu fyrir „Rolex“ fyrir tveimur og hálfu ári,“ segir Franch Michelsen, úrsmíða- meistari, að Laugavegi 39. „Því miður stendur svo á að ég hef aðeins eitt úr hérna i versluninni að sýna þér, því það er ákaflega dýrt að liggja með slíka vöru. Þess vegna geymi ég þau í Tollvörugeymslunni og leysi þau út í smáskömmtum öðru hverju. Já, það er alltaf keypt nokkuð af þessum úrum, þótt þau séu ákaflega dýr, en „Rolex“ stendur líka fyrir þessu verði. Það er talsvert um það að menn kaupi „Rolex“ til afmælisgjafa og þá skjóta margir sér saman um gjöfina. Stundum verður maður var við að fólk heldur að það sé ómögulegt að Islending- ar geti keypt þetta. Einu sinni kom til mín maður og sagði: „Aldrei hefði ég trúað því að ég sæi „Rolex" til sölu í verslun á þessu útskeri." En raunin er sú að kaupendur má jafnan finna. Þetta úr sem við höfum hér inni núna kostar 81.000.00 og það leynir sér ekki að þetta er glæsilegur gripur. En eins og ég sagði tekur enga stund að útvega aðrar gerðir, - aðeins að skjótast í Tollvörugeymsluna og bjarga málinu. Já, það eru fleiri úr dýr en þetta. Við eigum hér „Jaeger"-úr sem er sett dem- öntum og er ótrúlegur kjörgripur, enda kostar það 114.652.00 krónur. Líklega er það dýrasta úr í íslertskri verslun í dag. Slíkt úr má ætla að einkum yrði keypt sem stórgjöf á merkisafmæli. Ég hef verið með „Jaeger" úrin í 25 ár og þau hafa afar gott orð á sér, þótt ekki séu öll á slíku verði sem þetta.“ Við þökkum Franch Michelsen fyrir spjallið. Á þessu ári verður fyrirtæki hans 75 ára, en það starfaði upphaflega á Sauðárkróki og fyrir 40 árum hófst starfsemi þess í Reykjavík. Við óskum Franch Michelsen til hamingju með afmælið. - AM ■ Franch Michelsen. Fyrirtæki hans er 75 ára á þessu ári. (Tímamynd Róbert). ■ „Rolex“-úr á 82 þúsund. „Það er ákaflega dýrt að liggja með slíka vöru,“ segir Franch Michelsen. (Tímamynd Róbert) Haustlauka SOstt**® kynning nar V- Komið á haustlaukakynninguna i Blómaval um helgina. Gífurlegt úrval haustlauka. Yfir 120tegundirtúlípana. Garðyrkjufræðingarnir Hafsteinn Hafliðason og Kristinn Guðsteinsson verða til skrafs og ráðagerða og leiðbeina fólki um val og meðferð haustlauka. Landsbyggðaþjónusta/póstkröfuþjónusta. Fagmenn verða við símann í dag kl. 2-6 til __________________________ráðlegginga. Stofulyng (Erikur) Tilboðsverð: Áður kr. 220.- nú 149.- áður kr. 285.-nú 198.- PottahlífarfyrirErikurmeð 15-20% afslætti. fs Allir sem vettlingi ' valdið prjóna með MILWARD prjónum enda er heilnæmt að hafa ávallt eitthvað á prjónunum. MILWARD býður uppá hringprjóna, fimmprjóna, tvíprjóna, heklunálar og margt, margt annað. Og nú er einmitt rétti tíminn að hafa eitthvað á prjónunum með MILWARD. HEILDSÖLUBIRGÐIR: ítölsk sófasett Margar gerdir. — Leður- og tauáklæði. — Ótrúlega lágt verd. Frá kr. 32.800 Húsgögn og . , ... Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.