Tíminn - 25.09.1983, Page 8
8
SUNNUDAGUR 25. SEPTF.MBER 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaöur Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guömundur
Magnússon, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson. i
Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttír, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verö i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaöaprent hf.
Verulegt átak
í húsnæðis-
málunum
■ Ríkisstjórnin hefur samþykkt tiliögur Alexanders Stefánsson-
ar, félagsmálaráðherra, um verulegt átak í húsnæðismálum.
Þar var samþykkt að eftirfarandi breytingar verði á útlánum
Byggingarsjóðs ríkisins, sem veitir almenn íbúðalán, frá og með
næstu áramótum:
- Öll lán hækki um 50%.
- Nýbyggingarlán til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn,
skuli greidd í tveimur hlutum, þ.e. fyrri hlutinn mánuði eftir
fokheldisstig og seinni hlutinn sex mánuðum frá útborgun fyrri
hlutans. Útborgun annarra-verði óbreytt frá því sem nú er.
- Lánstími nýbyggingarlána lengist úr 26 árum í allt að 31 ár,
eða um allt að fimm ár.
- Lánstími lána til kaupa á eldra húsnæði lengist líka um sama
árafjölda, eða úr 16 árum í allt að 21 ár.
- Öll lán verði afborgunarlaus fyrstu tvö árin.
- Gjalddögum húsnæðislána verði fjölgað í 4 á ári.
Þá lagði félagsmálaráðherra fram sérstakar tillögur um lausn á
vandá þeirra húsbyggjenda, sem fengu frumlán til nýbygginga og
lán til kaupa á eldra húsnæði á árunum 1982 og 1983 úr
Byggingarsjóði ríkisins, og voru þær einnig samþykktar. Sam-
kvæmt þeim verður þessum aðilum gefinn kostur á viðbótarláni
allt að 50% af upphaflegu láni þeirra. Einnig hefur samkomulag
verið gert við innlánsstofnanir um skuldbreytingu til 8 ára.
Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, sagði um þessa
samþykkt ríkisstjórnarinnar í viðtali við Tímann:
„Aðalávinningurinn með þessum breytingum er sá, að þrátt
fyrir allan þennan samdrátt í þjóðfélaginu og niðurskurð á
fjárlögum og víðar, þá hefur tekist samstaða um það í ríkisstjórn-
inni að auka verulega hlut húsbygginganna, því það er gert ráð
fyrir sama byggingarmagni en hækkandi lánum. Það má því gera
því skóna að byggingariðnaðurinn muni ekki dragast saman að
þessu leyti, og menn eiga nú möguleika á því að geta haldið áfram
að eignast húsnæði.
Ég er vissulega mjög hreykinn af því að okkur skyldi takast að
ná samstöðu um að koma til móts við þetta fólk í þessum
erfiðleikum, sem nú blasa við í fjármálum ríkisins. Það verður
kannski ekki í þeim mæli, sem fólkið hefði kosið, en er samt sem
áður gífurlega mikið átak. Nú, þegar ég les Þjóðviljaforsíðuna,
þar sem yfirskriftin er „Loforðin svikin“, þá verður mér óneitan-
lega hugsað til fyrrverandi félagsmálaráðherra. Það hefði kannski
verið ástæða til þess að Þjóðviljinn og þeir, sem að honum standa,
hefðu rekið upp svona kvein fyrir ári síðan eða rúmlega það.
Vissulega þurfti að koma til móts við þetta fólk og skilja hversu
vandamálið var stórt. Ég vona að þessi áfangi, sem við höfum nú
ákveðið, komi þessu fólki að verulegum notum“.
Um hækkun lánanna segir félagsmálaráðherra m.a. í viðtalinu:
„ Auðvitað stefnum við að því að lánshlutfallið verði hærra - við
höfum það sem markmið að hægt verði að lána 80% af
byggingarkostnaði. En það verður að hafa það í huga, að þegar
hvað mest var rætt um 50% staðalíbúðar, þá var eingöngu rætt
um lán til þeirra sem væru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Þegar
hins vegar ljóst var orðið, að vandi þeirra, sem voru ekki í þeirri
stöðu, var svo mikill, að nauðsyn bar til þess að veita þeim einnig
aukin lán, þá lá það að sjálfsögðu ljóst fyrir um leið, að minna
kæmi í hlut hvers um sig. Ég vil hins vegar undirstrika að þessi
áfangi, sem við náum núna 1. janúar næstkomandi, gerir það að
verkum, að við getum lánað 50% af byggingarkostnaði miðað við
vísitöluíbúð“.
Ljóst er að með þessum ráðstöfunum er gert mikið átak til að
bæta stöðu húsbyggjenda, og þar verulega bætt fyrir vanrækslu
þeirra mála síðustu árin.
- ESJ.
horft T strauminn
■ Á síðustu vikum og mánuðum hafa orku- og stóriðjumál
Islendinga átt hug manna og umræðu öðru fremur. Til þess
eru ærnar ástæður. Fyrir tveimur eða þremur áratugum - á
morgni nýs dags sem risinn var úr sorta heimsstyrjaldarinnar
var þetta vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnu- og efnahagslífi
að talið var. Þá áttum við ódýrustu orku í heimi og ætluðum
að beita henni til þess að knýja aflvél auðs og hamingju. Þá
var allt stórt - stórvirkjanir, stóriðnaður - og þó stórhugurinn
mestur. Nú blasir við okkur önnur mynd. Þetta er orðið líkast
krabbameini í þjóðarlíkamanum. Geislun hefur verið reynd
síðustu missiri en ekkert áunnist. Nú virðist holskurðurinn
einn eftir - líklega upp á líf og dauða.
Fyrsta stórskrefið á stóriðjuvorinu var álsamningurinn frægi
- þessi sem „gaf“ okkur stórvirkjanirnar að sagt er! Það var
nú gjöf sem sagði sex. Þar gengum við til glímu við
heimsrisann hvergi hræddir hjörs í þrá, töldum okkur fullfæra
að kljást við nýlenduherra samtímans. Að vísu voru þeir til
sem vildu skyggnast um gættir áður en gengið væri fram, en
þeir fengu kaldar kveðjur hinna gunnreifu og voru taldir
úrtölumenn og dragbítar á framförum og reisn þjóðar sinnar.
Að selja ófædda kynslóð
Samningar gengu greiðlega. Þúsund ára Alþingi var ekki að
tvínóna við þá. Engin uppsagnarákvæði - hvaða gagn gerðu
nú heim í sama haftinu en hefur tínt skásta vopninu sem hún
hafði að heiman - skattsverðinu.
Og enn bætist á
Það verður veðrahlé í álmálinu næstu mánuðina. Skattmats-
nefndin fer vafalaust að meta skattskuld Álfélagsins, og ef til
vill aurast okkur þar eitthvað. En þetta er engin ákæra lengur,
enginn mun tala um skattsvik eða samningsrof. Álfurstarnir
eru hvítþvegnir af slíku athæfi. En skyldi ekki einhverjum
íslenskum skattsakamanni koma í hug að gott væri að eiga
slíku að mæta í stað ákæru og dóms sem yfir vofir, af því að
samningur hans við ríkið er ekki eins vel gerður? Lái honum
hver sem vill.
En álsamninganefndin hafði ekki notið sigurlauna marga
daga þegar nýja bliku dró á loft. Minnt var á, að næsta
óskabarn stóriðjumanna, Járnblendiverksmiðjan, malaði
eitthvað annað en gull sem hún átti þó að gera samkvæmt
öllum fæðingarvottorðum innlendum og erlendum - einkum
erlendum, enda var þeim einum trúað eins og vant er. Tapið
á henni var 400 millj. í fyrra og verður víst 150 í ár. Þó borgar
þjóðin risafjárhæðir með rafmagninu til hennar - eins og
álversins. Hvað munar hana um það, þegar hún á gnægðir
ódýrustu orku í heimi, sem þó er allt í einu, eiginlega án þess
að nokkur hafi getað áttað sig á því hvernig slík firn gerðust,
ÞETTA ERU
VEISLUFOWGIN A
FERTU GS AFMÆLI
LÝÐVELDISINS
þau? Látum krakkana á 21. öldinni um það mál. Ografmagnið
- auðvitað það ódýrasta í heimi - gefum þessum stóra bróður
algert sjálfdæmi um það. Skattar? Já, við ákveðum skatta,
vanir að hafa allt á hreinu með þá - en frjáls viðskipti eru
kjörorðið, því er allt sem rúmast til þess að hagræða þeim svo
skattstofn verði haganlegur, og breiðir eru íslands álar svo að
margt getur gerst til hagræðis „í hafi“. Og verði eitthvert
múður skal um það dæmt í útlöndum - íslendinga varðar
ekkert um það.
Að slepptu öllu gálgagaspri blasir það nú við okkur, að
álsamningurinn er plagg af því tagi, sem ekki aðeins er
vansæmd fyrir sjálfstæða þjóð að gera, heldur beinlínis
hengingaról, og væri nokkur manndáð í okkur ættum við að
hafa þau ákvæði í stjórnarskránni sem banna ríkisstjórn og
íslenskum þegnum að gera samninga við erlend ríki eða
erlenda stórkarla um íslensk málefni án uppsagnarákvæða, og
fleiri skorður mætti reisa þar við því, að við seldum þannig
ófædda kynslóð fslendinga eða veltum byrðum okkar á herðar
hennar eins og gert var í álsamningnum, - eða seldum undan
okkur sjálfstæðið að einhverju leyti.
Sáuð þið hvernig ég tók hann?
Nú hefur verið gert samkomulag við auðrisann suður í Sviss.
Hann stakk nokkrum aurum að bandingja sínum af náð og
miskunn, án þess að honum bæri þó til þess nokkur
samningsskylda, en hann hefur auðvitað framhaldið alveg í
hendi sér samkvæmt samningi sínum, lofar þó að tala við
fangann af lítillæti sínu um endurskoðun samninga en heitir
engu, lætur skína í ýmislegt ef hann fái að stækka nýlendu sína
um helming - vafalítið án uppsagnarákvæða ef hann nýtur
sömu gestrisni og fyrr. Út á þessi hálfyrði fær hann síðan hjá
íslensku samninganefndinni bréf upp á það, að smáræði, sem
sumir kalla því ljóta nafni skattsvik, megi fara í einfalda
matsgerð nefndar, þar sem hann skipar sjálfur matsmann. Þar
með hefur hann bjargað málinu úr dómi og engin hætta lengur
á því að þetta fjármáladund „í hafi“ verði talið brot á
álsamningnum. Það er auðvitað miklu þægilegra að hafa
engan dóm um samningsrof yfir höfði sér lengur, því að slíkt
mætti e.t.v. nota í stað uppsagnarákvæða. Og þar að auki
kostaði þessi hagræðing eiginlega ekkert - aðeins ádrátt um
að skeggræða svolítið við íslendinga um samninginn síðar yfir
kaffibolla eða glasi. En íslendingar hafa týnt skásta vopninu
sínu áður en aðal orrustan hefst.
Það er hálfskondið að heyra samningamenn og ráðherra
lýsa herfangi sínu eftir þessa Bjarmalandsför. Sumir eru
hógværir sigurvegarar, telja niðurstöðu viðunandi - eins og á
stóð. Öðrum lætur ekki slík hæverska - þetta er stórsigur,
segir iðnaðarráðherrann. Hann situr nú suður í Sviss, hvílist
eftir Heljarslóðarorrustuna og undirritar samninginn um
uppgjöf Álhringsins! Það er auðvitað kvikindisháttur af versta
tagi að láta sér renna í hug sigurorð Jóns sterka úr
Skugga-Sveini þegar hann reis upp úr byltunni: „Sáuð þið
hvernig ég tók hann?“.
Sannleikurinn er auðvitað sá, að það er hárétt sem skynugur
og glöggur sjálfstæðisþingmaður sagði ( grein í Mogga fyrir
nokkrum dögum, að árangurinn væri viðunandi eftir því sem
búast mátti við. Þannig hafa margir dæmt frammistöðuna og
niðurstöðuna með réttu - það var ekki við betra að búast, því
að samninganefnd okkar var í hafti álsamningsins og kemur
orðin almenningi sú dýrasta sem þekkist á byggðu bóli í okkar
heimshluta. Stóriðjan átti að borga orkuna fyrir okkur, en sá
greiði hefur snúist við.
Sitjum í feninu
Og þannig sitjum við í feninu þessa stund eilífðarinnar.'
Óskabörn og fyrirhugaðir gullgróttar okkar eru reknir með
stórtapi ár eftir ár eða hafa af okkur skyldur og skatta svo að
nemur milljörðum, en við höldum áfram að borga fyrir þá
orkuna ár og dag með neyslusköttum. Til þess að geta gegnt
þessu mannúðarhlutverki og beislað ódýru orkuna fyrir þessa
höfðingja höfum við hlaðið á okkur erlendum skuldum sem
allir sanntrúaðir stóriðjumenn býsnast yftr dag hvern og segja
að við séum að glata sjálfstæðinu eða drukkna í skuldasúpunni
og höfum auk þess hengt þennan myllustein á háls bama
okkar. Já, mikið rétt. En það er auðvitað ekki okkur að
kenna, segja stóriðjumenn - þessi lán voru öll tekin til
arðbærra framkvæmda, vinir mínir!
Og þetta verða nú veisluföngin í afmælisveislu okkar
fslendinga á fertugsafmæli lýðveldisins á næsta ári. Skyldi
setja að nokkrum klígju yfir tertunni? Sem betur fer eru þetta
ekki einu afrekin sem við getum minnst á þessu stórafmæli.
Við höfum þokað ýmsu á betri veg, sem kemur okkur vel. Við
höfum eflt íslenska atvinnuvegi, bætt samgöngur.Iagt orkulín-
ur, eflt menningu og þjónað bókmenntum og listum. En þetta
er allt af öðrum toga - íslenskum framfaratoga sem gerst hefur
þrátt fyrir hrakfarirnar í stóriðjunni. Því getum við fagnað.
Jafnframt hljótum við að hugleiða, hvort ekki er kominn tími
til að láta sér verða það sem gerst hefur víti til varnaðar og
hætta að fara að ráðum þeirra sem halda það gullinn veg að
þægjast erlendum auðhringum og þeirri afturgengnu nýlendu-
stefnu sem felst í landvinningum þeirra. Illvíg krabbamein
senda meinvörp sfn um öll nálæg líffæri ef varnir eru ekki
nægar. Nýlenduherrar stóriðjunnar eru sama eðlis. Líklega
sitjum við uppi með þessi meinvörp og eigum þungan róður
fyrir hendi. Við skulum þó vona að úr rætist.
Við þessar villur höfum við tafist við þjóðnýt verk. Við
erum og verðum matvælaframleiðsluþjóð og eigum land sem
við getum leyft erlendum góðvinum að njóta með okkur. Við
skulum snúa okkur betur að þessu, og ef við eigum skipti við
erlenda stóriðjuhölda hér, sem auðvitað þarf ekki að vera með
öllu útilokað eða sjálfgefmn gapastokkur, þá skulum við muna
það sem gerst hefur og láta þau spor hræða nægilega til þess
að halda heilu skinni í þeim viðskiptum. En sagan mun dæma
þá hart sem ekki sáu fótum sínum forráð á bemskuárum
lýðveldisins. Og þeir munu varla fá að eiga fulltrúa í þeirri
matsnefnd.
Andrés Kristjánsson
Andrés
Kristjánsson
skrifar