Tíminn - 25.09.1983, Síða 9
SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983
9
menn og málefni
Herleiðangrar og vopnaskak
heyra ekki undir þróunarhjálp
■ Hinn 15. september s.l. birtist í
Tímanum greinarkorn sem undirritað-
ur setti saman undir fyrirsögninni
„Vopn og hugmyndafræði er aðstoðin
sem öreigarnir fá“. Grcinin var undir
dálkaheitinu „Erlent yfirlit", sem les-
endur blaðsins kannast vel við. Þessi
umræddu skriffjallaum að sú aðstoð
sem Sovétríkin veita þróunarþjóðum
sé aðallega fólgin í vopnum og hug-
myndfræði, en minna séu um beina
aðstoð til þeirra sem mest eru þurf-
andi. En sjálfsagt leggja menn misjafn-
an skilning á með hvers konar aðstoð
er vænlegast að koma fátækum þjóð-
um til hjálpar.
Tíminn er víðlesnari en maður
hugði, því svo brá við að svargrein
barst frá Moskvu þar sem meintar
missagnir eru leiðréttar. Fer sú grein
hér á eftir:
Grein Kozlovs
Til ritstjóra Tímans.
Virðulegi herra ritstjóri,
Eg get ekki fallist á nokkur atriði,
sem koma fram í skrifum Odds Ólafs-
sonar í blaði yðar þann 15.9.1983, sem
bera fyrirsögnina „Vopn og hug-
myndafræði er aðstoðin, sem öreigarn-
ir fá.“
Oddur Ólafsson telur t.d. að eftir
byltinguna árið 1917 hafi fyrrum ný-
lendur keisaradæmisins verið inn-
limaðar í Sovétríkin og þeim hafi ekki
vcrið veittur réttur til sjálfsákvörðun-
ar. En það er auðvelt að sanna hið
gagnstæða.
Þann 15. nóvember 1917 gafsovéska
ríkisstjórnin út yfirlýsingu um rétt
þjóða Rússlands, þar sem lýst var yfir
jafnrétti og fullveldi allra þjóða lands-
ins og rétti þeirra til frjálsrar sjálfs-
ákvörðunar, allt að aðskilnaði og
stofnun frjálsra ríkja, þarsem þjóðem-
isleg og trúarleg forréttindi yrðu af-
numin og minnihlutahópar gætu skap-
að sér framtíð.
Þann 31. desember viðurkenndi rík-
isstjórn Rússlands rétt Finnlands til
sjálfsákvörðunar. Þann 29. ágúst 1918
gaf sovéska ríkisstjórnin út tilskipun,
þar sem kveðið var á um afnám
samninga rússneska keisaradæmisins í
lok 18. aldar við Austurríki og Þýska-
land um skiptingu Póllands og réttur
pólsku þjóðarinnar til óháðrar og sjálf-
stæðrar tilveru viðurkenndur. Og þess-
ar yfirlýsingar voru ekki orðin tóm.
Eins og kunnugt er létu Finnland og
Pólland í Ijós óskir um að fara eigin
leið og Sovét-Rússland stóð á engan
hátt í vegi þeirra. En meiri hluti
þjóðanna taldi sér henta betur að
ganga í bandalag við Rússland, sem
varð til þess að félagsleg og efnahags-
leg þróun þeirra tók stórt stökk fram á
við.
Hvað varðar staðhæfingar Odds
Ólafssonar þess efnis, að Afganistan
sé sönnun þess að Sovétríkin séu að
færa út áhrifasvæöi sitt í Asíu, þá eru
þær langt frá sannleikanum.
Á fyrsta stigi varði afganska bylting-
in sig sjálf fyrir óvinveittum öflum. En
þegar Vesturlönd með Bandaríkin í
broddi fylkingar fóru að heyja óyfir-
lýsta styrjöld gegn lýðveldinu, þegar
vopnaðir hópar voru sendir inn á
landsvæði Alþýðulýðveldisins Afgan-
istan, sneri ríkisstjórn landsins, undir
forystu Amins, sér til Sovétríkjanna
með hjálparbeiðni, þar með beiðni um
hernaðaraðstoð. Samkvæmt samningi
um vináttu, góða nágrannasambúð og
samstarf, sendu Sovétríkin herlið til
Aganistan. Sovétríkin þurfa ekki á
löndum annarra að halda. Aðstoð
Sovétríkjanna við Aganistan er ein-
göngu í því skyni að koma í veg fyrir
vopnuð afskipti af byltingunni í Afgan-
istan og öll afskipti af málefnum Af-
ganistan.
Hvað snertir hið sovéska herlið, þá
erum við reiöubúnir til að kalla það
heim samkvæmt samningi við
afgönsku ríkisstjórnina. Þá vcröur að
taka fyrir það að andbyltingarhópar
séu sendir inn í Afganistan. Það verður
að gera með samningi milli Afganistan
og nágranna þess. Það verður að
tryggja örugglega, að ekki verði um ný
afskipti að ræða. Þetta er afstaða
Sovétríkjanna.
En aðstoð Sovétríkjanna takmark-
ast ekki aðeins við veru sovéskra
hermanna í landinu. I sextíu ára sam-
skiptasögu landanna tveggja hafa í
Afganistan verið reist, eða er verið að
reisa, yfir 150 mannvirki, sem eru
grunnurinn að nútímaatvinnugreinum
þess ríkis, sem eitt sinn var vanþróað.
Efnahagsaðstoð Sovétríkjanna við Af-
ganistan hefur aldrei verið háð því að
fyrrnefnda landið fengi einhver póli-
tísk forréttindi eða önnur forréttindi.
Öll fyrirtæki og mannvirki, sem eru
reist fyrir sovésk lán og með tæknilegri
aðstoð Sovétríkjanna, tilheyra
afganska ríkinu, sem notar hagnaðinn
af þeim eins og það álítur best. Þetta
er í raun það, sem kallað er „bein áhrif
Sovétríkjanna í Asíu.“
Oddur Ólafsson telur að Sovétríkin
sjái þróunarlöndunum aðeins fyrir
vopnum og hugmyndafræði. Þetta er
ekkert nýtt og á ekki við rök að
styðjast.
Þegar Sovétríkin bregðast við beiðn-
um frá ríkisstjórnum, taka þau þátt í
uppbyggingu ríkisgeirans, en hlutverk
hans er almennt viðurkennt í aðgerð-
um nýfrjálsu landanna, sem miða að
því að byggja upp sjálfstæðan efnahag
og varpa burt nýlenduokinu. Atvinnu-
fyrirtæki, sem byggð hafa verið með
aðstoð Sovétríkjanna gefa um 35% af
heildarstálbræðslunni í Indlandi, 70%
í Iran og allt að 95% í Egyptalandi.
Fram til upphafs níunda áratugsins
voru með aðstoð Sovétríkjanna reist
um 1700 iðnaðarfyrirtæki, raforkuver
og önnur mannvirki í þróunarlöndun-
um. Nú eru um 1400 í byggingu eða í
bígerð.
Auk efnahagslegrar og vísinda- og
tæknilegrar aðstoðar veita Sovétríkin
þróunarlöndunum aðstoð við menntun
innlendra sérfræðinga í ýmsum grein-
um: Sérhæföra verkamanna, verk-
fræðinga, lækna og kennara, svo
eitthvað sé nefnt. T.d. var komið á fót
tæknistofnun í Bombay með aðstoð
Sovétríkjanna fyrir Málmiðnaðarverið
í Bhilai. í Egvptalandi var settur á
stofn Iðntækniskóli til að mennta bygg-
ingaverkamenn og starfsmenn við
Asuan-raforkuveríð við Níl. Samskon-
ar menntastofnun hefur tekið til starfa
í Sýrlandi í sambandi við Efrat-verið. í
fyrstu voru það sovéskir sérfræðingar,
sem sáu um að miðla af reynslu sinni.
Mikill fjöldi sérfræðinga frá þróunar-
löndunum stundar nám við æðrí skóla
í Sovétríkjunum. Nú eru yfir 60.000
stúdentar og nemendur í æðra háskóla-
námi við nám í 150 greinum í sovéskum
menntastofnunum.
Af ofansögðu verður Ijóst, að þær
tölur, sem Oddur Ólafsson tilfærir um
aðstoð Sovétríkjanna við þróunarlönd-
in, eru verulegar lækkaðar. Hann
segir, að vestrænir sérfræðingar telji,
að þetta framlag sé um það bil tvö
prómill af þjóðarframleiðslu. Það er
ekki Ijóst hvaða heimildir blaðamaður-
inn notar. En það er einfaldast að nota
hinar opinberu tölur frá Sameinuðu
þjóðunum. t.d. voru á fundi Fjárhags-
og félagsmálaráðs SÞ, sem haldinn var
í júlí á síðast liðnu ári, birtar eftirfar-
andi tölur. Sé talin með sú aðstoð, sem
Sovétríkin veittu Víetnam, Kúbu og
nokkrum öðrum ungum ríkjum, sem
stefna að nýju lífi, var aðstoð Sovét-
ríkjanna við lönd Asíu, Afríku og
Rómönsku Ameríku um 40 milljarðar
dollara á tímabilinu 1976-1980. Þetta
er yfir 1% af brúttó þjóðartekjum
landsins. Hvað varðar aðstoðina við
lönd þriðja heimsins af hálfu þróaðra
vestrænna ríkja, þá mætti minna á, að
árið 1981 var aðstoð 17 auðugustu
ríkjanna á Vesturlöndum í formi þró-
unarhjálpar alls 0.35% brúttó þjóðar-
framleiðslu á móti 0.38% árið 1980. Á
þessum tíma minnkuðu Bandaríkin
aðstoð sína við þróunarlöndin, sem
nam 26% og lækkuðu hana niður í
0.2% af brúttó þjóðarframleiðslunni.
Oleg Kozlov, APN.
Skilgreining
hugtaka
Kæri Oleg Kozlov.
Þótt tilskrif þitt til Tímans sé ekki
stílað á mig er eðlilegt að ég svari því,
þar sem umrædd grein er birt undir
mínu nafni.
Það er margt sem okkur greinir á um
og líklega einna mest um skilgreiningu
hugtaka, svo sem jafnrétti og fullrétti
þjóða, rétti til frjálsrar sjálfsákvörðun-
ar og jafnvel þróunarhjálp. Það eru
mörg íleiri hugtök sem við leggjum-
ekki sama skilning í, en það á ekki að
koma í veg fyrir að við skiptumst á
skoðunum, ekki til að þröngva hug-
myndum hver upp á annann heldur til
að komast að því hvað okkur greinir
raunverulega á um. Það er fyrsta
skrefið til gagnkvæms skilnings.
Svar þitt við fullyrðingu minni um
að Sovétríkin hafi innlimað nýlendur
keisaradæmisins í ríkjasambandið
sannfæra mig ekki um að þar hafi verið
staðið þannig að verki að þar hafi ráðið
lýðræðisleg ákvörðun allra þeirra
þjóða í Asíu sem nú tilheyra Sovétríkj-
unum. En þetta er viðameira mál en
svo að það verði sannað eða hrakið í
örstuttum blaðaskrifum.
Það er ekki úr vegi að segja þér
ofurlítið brot af sögu þeirrar fámennu
þjóðar sem ísland byggir, og laut
útlendu valdi í 700 ár. Sá stjórnmála-
maður sem við teljum fremstu þjóð-
frelsishetju okkar hét Jón Sigurðsson.
Hann barðist fyrir fullveldi og sjálfs-
ákvörðunarrétti þjóðar sinnar sem þá
var hluti dönsku ríkisheildarinnar og
laut konungi hennar. Við teljum að
ferill hans hafi risið hæst þegar hann
um miðbik síðustu aldar, reis upp á
Alþingi og mótmælti þeirri ákvörðun
dönsku stjórnarinnar að ísland yrði
innlimað að fullu í danska ríkið. Hann
stappaði stálinu í samþingsmenn sína
og þeir sem áður voru deigir risu upp
og komu í veg fyrir þá ógæfu að
íslenska þjóðin glutraði niður mögu-
leikum sínum til að öðlast fullt sjálf-
stæði, sem góðu heilli rættist um öld
síðar.
Vegna sögu sinnar eru íslendingar
viðkvæmir gagnvart hugtökum eins og
fullveldi, sjálfstæði og sjálfsákvörðun-
arrétt, og fellur miður þegar þau eru
notuð gáleysislega.
Danir sem réðu íslandi í 500 ár voru
skilningsgóðir þegar sá tími rann upp
að smáþjóðin norður í hafi krafðist
þess réttar síns að lifa við sjálfstæði og
óskoraðan sjálfsákvörðunarrétt. Enda
er raunin sú að fáar þjóðir virða
Islendingar meira en hina dönsku og er
vináttan gagnkvæm og gætir einskis
kala á milli þeirra þótt önnur hafi lifað
undir áþján hinnar í aldaraðir. Þetta er
dæmi um að það treystir og styrkir
vináttubönd þjóða að virða rétt hvor
annarrar.
Réttur þjóða til
sjálfsákvörðunar
Þú eyðir góðum hluta af grein þinni
til að svara litlum þrem setningum úr
minni grein. Þær eru svona: „Engri af
fyrrum nýlendum keisaradæmisins hef-
ur verið gefið sjálfstæði. Hér er auðvit-
að átt við þann hluta Asíu sem innlim-
aður er í Sovétríkin. Og áfram er
haldið að færa út áhrifasvæðið með
svokallaðri aðstoð við leppstjórnina í
Afganistan."
Vestur-Evrópumenn hafa ekki litið
á Finnland og Pólland sem nýlendur,
hvorki rússneska keisaradæmisins né
annarra stjórvelda. Þótt Finnland hafi
legið undir umráðasvæði Rússa þegar
byltingin var gerð 1917 og nýir tímar
gengu í garð átti finnska þjóðin fullan
rétt á sjálfstæði, en söm er gerð
bolsivíkastjórnarinnar að bjóða Finn-
landi og Póllandi að ráða hvaða fram-
tíð þjóðirnar kysu sér. En Finnland til-
heyrði ekki Rússlandi fremur en
Pólland. Minna má á að Finnland
hafði áður verið t.d. undir stjórn Svía,
og aldrei dettur þeim í hug að gera
neinar kröfur sem kynnu að brjóta í
bága við fullveldi Finna né fara á
hendur þeim með landakröfur. Saga
Póllands hefur verið linnulítil sjálf-
stæðisbarátta í þúsund ár og gengið á
ýmsu. Ríkið hefur verið fært fram og
til baka á landakorti voldugra ná-
granna.En Pólland hefur líka verið
öflugt og eitt sinn tilheyrði hluti af
Úkraínu Póllandi, og hafa Pólverjar
litla tilburði til að endurheimta þær
lendur.
Um sjálfsákvörðunarrétt Pólverja í
dag erum við áreiðanlega ekki sam-
mála. Þar er ekki leyfður nema einn
stjórnmálaflokkur, frjáls verkalýðs-
hreyfing hefur verið barin þar niður
með valdi og herlög gilda í landinu.
Svo á að heita að búið sé að afnema
þau en lýðréttindi eru fótum troðin og
pólska þjóðin er ekki spurð hver á að
stjórna henni eða hvernig. í landinu
ríkir hvorki lýðræði né lýðréttindi
samkvæmt þeim skilningi sem ég legg
í þau hugtök. Þótt sovétstjórnin hafi
veitt Pólverjum sjálfsákvörðunarrétt
um framtíð sína 1917, var sá réttur
tekinn af þjóðinni af sömu stjórn síðar.
Þær aðferðir sem beitt var við inn-
limun Eistlands, Lettlands og Litháen
í Sovétríkin samrýmast heldur engan
veginn þeim hugmyndum er ég og
íslendingar yfirleitt gera sér um sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóða.
Afganistan
Það er greinilegt að við höfum ekki
við sömu heimildir að styðjast og
kemur mjög á óvart sú söguskoðun
þín, að styrjöldin í Afganistan hafi
hafist með því 'að Vesturlönd með
Bandaríkin í broddi fylkingar hafi
farið að heyja óyfirlýsta styrjöld gegn
lýðveldinu. Við hér á Vesturlöndum
Oddur
Ólafs-
son, skrifar
höfum aldrei heyrt um þessa innrás
eða að Vesturlönd standi að baki
hernaðinum í landinu. Það er rétt að
Amin forseti bað um sovéska hernað-
araðstoð, en ekki til að berjast við
innrásarlið, heldur eigin þegna sem
ekki sættu sig við stjórn hans. Ef það
er til að efla góða nágrannasambúð að
senda 100 þúsund manna herlið til að
berjast árum saman við innfædda,
hvað mundir þú þá kalla erfiða nág-
rannasambúð, Oleg Kozlov?
Við hér á Vesturlöndum höfum
fremur litlar og sjálfsagt ónákvæmar
upplýsingar um átökin.í Afganistan.
Fréttamönnum er ekki hleypt inn í
landið og hvorki ríkisstjórnin né sov-
éska herstjórnin eru útbær um fréttir
þaðan. En nokkrar heimildir fáum við
þó. Til að mynda fara þar um stríðs-
hrjáð svæði nokkrir, hugrakkir fransk-
ir læknar, sem hjúkra særðum og lina
þjáningar örfárra þeirra sem ótrauðir
gerjast gegn stjórnarhernum og hjálp-
arliði þeirra. Þessir læknar taka ekki
afstöðu til stjórnmálabaráttu í landinu
en þeir segja ófagrar sögur af hvernig
landsfólkið er leikið.
Og svo eru um þrjár milljónir flótta-
manna sem hrakist hafa frá ættlandi
sínu sem eru til frásagnar um hvernig
sovéska hernaðaraðstoðin leikur land
þeirra.
Þú segir að aðstoð Sovétrikjanna
takmarkist ekki aðeins við veru sov-
éskra hermanna í landinu, heldurefna-
hagsaðstoð og hjálp til uppbyggingar
fyrirtækja. Ekki skal það dregið í efa
að hún sé veruleg. En að efnahagsað-
stoðin sé hið eina sem kallað er „bein
áhrif Sovétríkjanna í Asíu“, hljóta
skoðanir að vera skiptar um.
Hvað er til að mynda með landa-
kröfur sem Japanir og Kínverjar gera
á hendur Sovétríkjunum? Og hvaða
áhrif voru Kínverjar að frábiðja þegar
sambúð ríkjanna kólnaði svo að lá við
stríðsástandi?
Þróunaraðstoð
Þá er komið að aðstoð við önnur
ríki. Það er vitað mál að Indland hefur
þegið mikla aðstoð frá Sovétríkjunum,
sama er að segja um Egyptaland og
Iran cins og þú tilgreinir. En bæði
síðarnefndu ríkin hafa frábeðið sér
mikla áframhaldandi aðstoð þar sem
þau sættu sig ekki við þau skilyrði sem
henni fylgdu.
Þú segir að þær tölur sem ég tilfæri
um aðstoð Sovétríkjanna við þróunar-
löndin séu verulega lækkaðar, en
viðurkcnnir um leið, að getið sé rétt til
um útreikninginn. I þeirri grein sem
þú ert að svara segir: „í þeirri tölu sem
Sovétríkin gefa upp sem þróunarhjálp,
felast að öllum líkindum hin miklu
framlög þeirra til Kúbu, Vietnam, .
Ytri-Mongólíu og Laos og aðstoðin
við vietnamska herliðið í Kambútseu."
Hér greinir ekki eins mikið á og þú
vilt láta vera.
Þú nefnir tölur sem gefnar voru upp
á fundi Fjárhags- og fjármálaráðs SÞ.,
um heildarframlög til þróunarhálpar.
Þær tölur sem byggt er á í mínu skrifi
eru úr ársskýrslu Barnahjálpar SÞ, og
þær eru ekki hraktar.
Ég sagði hér í upphafi að meðal
þeirra hugtaka sem við skilgrcinum
ckki á sama hátt er þróunarhjálp. Ég
tel herleiðangra og vopnasendingar
ekki til þróunarhjálpar. Það er ekki
þróunarhjálp að þjálfa og vopna kúb-
anska pilta til að fara mcð ófrið á
hendur innfæddum í nýfrjálsum Afríku-
ríkjum, fremur en það var þróunar-
hjálp þegar Bandaríkjamenn sendu
ógrynni liðs og vopna til að hjálpa
vinum sínum í Vietnam.
Samkvæmt mínum skilningi er þró-
unarhjálp að leggja sitt af mörkum til
að forða fátæku og fákunnandi fólki
frá örbirgð og gera- það sem í valdi
þeirra, sem aflögufærir eru, stendur til
að aðstoða það til sjálfshjálpar og
sjálfsforræðis. Kveðjur.
Oddur Ólafsson.